Fréttablaðið - 07.05.2021, Síða 14

Fréttablaðið - 07.05.2021, Síða 14
Sjöfn Þórðardóttir sjofn@ torg.is Ferðasumarið mikla er fram undan og margir eru byrjaðir að undirbúa hvert skal halda. Sumir eru meira að segja búnir að setja saman draumafríið. Kristín Stefánsdóttir, oftast kennd við NoName, sem er menntaður snyrti-og förðunarmeistari og rekur litla dekurverslun á Garða- torgi 4, NN Studio, elskar að ferðast og njóta með fjölskyldu sinni. Kristín er gift Lárusi Ástvaldssyni jarðfræðingi og eiga þau saman tvo drengi og aðra tvo úr fyrra goti eins og Kristín segir sjálf. „Minn maður sem situr nú daglega og horfir með miklum áhuga á gosið í Fagradal enda mikill áhugamaður um nátt- úruundur veraldar eins og eldgos. Við hjónin elskum að ferðast bæði hérlendis og erlendis og gerum mikið af því að fara í stuttar helgarferðir og kynnast því flotta úrvali sem íslensk flóra hefur upp á að bjóða í gistingu og mat,“ segir Kristín og er full tilhlökkunar fyrir sumrinu. Mjög skipulögð og planar sumarfríið langt fram í tímann Kristín og fjölskyldan eru búin að ákveða hvernig þau ætlar að verja sumarfríinu í ár og er allt niður- neglt. „Það er planað eins og allt á þessu heimili. Við plönum sumar- fríin ár fyrir fram, mætti halda að við værum dönsk, hugsum allt vel út og pöntum það sem þarf að panta til að allt sé klárt. Stundum förum við fyrirvaralaust og fylgjum þá veðrinu með tjald- vagninn og eltum sólina.“ Hvert er förinni heitið í ár? „Núna ætlum við að fara austur og sjá Stuðlagil sem við náðum ekki í fyrrasumar og vonum að allir Íslendingarnir séu búnir að fara, þannig að við verðum ein að skoða. Einnig ætlum við að fara á Borgarfjörð eystri og skoða lunda- byggðina sem orðin er fræg um allan heim. Við ætlum að heilsa nokkrum lundum og bæta í lunda- myndasafnið en í fyrra fórum við að Látrabjargi í geggjuðu veðri og horfðumst næstum því í augu við þessa fallegu fugla. Svo er annar staður sem okkur hefur lengi langað til að sjá áður en túristarnir Upplifunin á Látrabjargi stóð upp úr Kristín Stefáns- dóttir hefur mikla ánægju af því að ferðast um landið og er búin að skipu- leggja fríið í sumar innan- lands. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Fjölskyldan á Látrabjargi í fyrrasumar. MYND/AÐSEND Fuglalífið er fjölbreytt í Látrabjargi. flykkjast inn í landið, en það er Kárahnjúkavirkjun og við stefnum á það.“ Gaman að kynnast nýrri matar- menningu og öðruvísi stöðum Hvað finnst ykkur skipta mestu máli að hafa til staðar þegar þið eruð að ferðast innanlands? „Það sem við leitumst alltaf eftir er að upplifa og kynnast einhverju nýju hverju sinni, skoða nýja og áhugaverða staði sem skilja eftir sig minningar. Við höfum ferðast með sonum okkar frá unga aldri og enn eru þeir að ferðast með okkur, orðnir 16 og 18 ára gamlir, sem eru algjör forréttindi og við njótum á meðan er. Einnig finnst mér ekkert skemmtilegra en að fara á ólíka veitingastaði og kynnast nýrri matarmenningu og öðruvísi stöðum. Ég leita gjarnan uppi svona lókal staði og kaffihús alls konar sem mörg hver eru svo kósí, menn- ingarleg og hugmyndaflugið stór- kostlegt hvað varðar innréttingar, matseðla og drykki.“ Brakandi blíða í Flókalundi Kristín og fjölskyldan nutu þess að ferðast innanlands í fyrrasumar og eiga góðar minningar frá þeim ferðum. „Síðasta sumar tókum við Vestfirðina að hluta til og gistum í Flókalundi í brakandi blíðu og yfir 24 stiga hita og laus við allt lúsmý. Núna er staðan þannig að ég verð að velja vel staði miðað við lúsmýs-spár. Ég er ein af þeim sem bókstaflega eru étin lifandi ef ég lendi í bitmýi og forðast ég nú til dæmis staði eins og Laugarvatn og Suðurland á versta tímanum.“ Að sögn Kristínar var ferðasum- arið í fyrra alveg yndislegt í alla staði og henni fannst upplifunin á Látrabjargi standa upp úr. „Það var æðislegt að sjá Látrabjarg og fugla- lífið þar, fengum svo gott veður og tókum góðan tíma í að skoða með næstum því enga túrista, nóg pláss til að taka myndir og njóta.“ Er einhver staður sem þér finnst vera fallegasti staðurinn á landinu, sem heillar þig mest? „Mér finnst svo margir staðir fallegir að ég get ekki nefnt einn stað sérstaklega, sé alltaf eitthvað nýtt og fallegt á hverjum stað og finnst síðasti staður alltaf sá flott- asti þangað til við komum á þann næsta. Samt er einn staður sem mér finnst eins og póstkortastaður, það er Kirkjubæjarklaustur, svo gaman að ganga að Systrafossi og skoða en þar er til dæmis hæsta tré á Íslandi, yfir 27 metrar.“ Jökulsárlón ævintýri líkast Aðspurð segir Kristín að þau hafi verið dugleg að nýta sér tilboð sem voru á gistingu síðasta sumar og það hafi komið sér vel. „Við vorum ein af mörgum sem nýttu sér tilboð Fosshótelanna og gistum á fjölmörgum hótelum yfir sumartímann. Það sem stóð hæst upp úr er tími okkar á Fosshóteli Jökulsárlóni sem er ævintýri líkast, staðsetningin, maturinn og hótelið sjálft, eitthvað sem við tölum um oft og munum vel eftir.“ Við plönum sum- arfríin ár fyrir- fram, mætti halda að við værum dönsk, hugsum allt vel út og pöntum það sem þarf að panta til að allt sé klárt. Á undanförnum árum hefur verið mikil uppbygging í ferða- þjónustu í Dalabyggð. Þar eru verðlaunaðir gististaðir, áhuga- verðir veitingastaðir og afþrey- ing fyrir unga sem aldna. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri atvinnu-, markaðs- og ferðamála hjá Dalabyggð, segir að Dalabyggð sé fullkomin fyrir ferðalög þar sem ætlunin sé að njóta en ekki þjóta. „Hægt er að ferðast inn dali og út með ströndum þar sem nátt- úran er ævintýri líkust og dýralíf fjölbreytt,“ segir hún. Jóhanna María segir að þegar kemur að gistingu ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Dalabyggð. „Hérna er hægt að fá gistingu á gistiheimilum jafnt sem hótelum eða leigja hús eða sumarhús og svo eru nokkur tjaldsvæði í sveitarfélaginu. Allt hvað hentar og eftir því hvort fólk vill vera utan eða innan þéttbýlis,“ segir hún. „Í Dalabyggð eru einnig verð- launaðir gististaðir, hönnunin á Dröngum hlaut Hönnunarverð- laun Íslands 2020 og hönnun á Nýp hlaut AIA UK Design Awards verðlaunin 2020 í f lokki Small Project. Drangar eru á Skógar- strönd en Nýp er á Skarðsströnd.“ „Við erum landbúnaðarhérað og hérna er því mikið um gistingu í dreifbýlinu ásamt því að hægt er að heimsækja Rjómabúið að Erpsstöðum og kíkja í fjósið og kaupa sér ís og annað góðgæti. Þá er líka hægt að kíkja í dýragarðinn á Hólum til að komast í meiri snertingu við dýrin. Svo er vinsælt að skella sér í hestaferð með Dala- hestum eða bara fá að eiga sam- verustund með hrossunum,“ segir Jóhanna María. Matgæðingar þurfa ekki að örvænta á ferð um Dalabyggð að sögn Jóhönnu Maríu. Hvort sem þeir vilja nálgast vörur beint frá býli, meðal annars á Erpsstöðum, eða njóta veitinga hjá Dalahyttum eða sveitasetrinu Vogi. Þá verður enginn svikinn af heimsókn á Dalakot eða Veiðistaðinn í Búðar- dal. Jóhanna María segir heima- menn vera duglega að nýta sér sundlaugina á Laugum. „Þar er hægt að eiga góðan dag með fjöl- skyldunni eða bara slaka á í pott- unum eftir ferðalagið,“ segir hún. Í Dölum er af nógu að taka fyrir söguþyrsta ferðamenn en þar eru söguslóðir Laxdæla sögu og hægt er að feta slóðir einstaka sögu- persóna eins og Auðar djúpúðgu, Geirmundar heljarskinns eða Eiríks rauða. „Heimsókn að Eiríksstöðum er ævintýri líkust þar sem hægt er að heyra sögur við eldstæðið og hand- leika vopn og aðra forna muni,“ segir Jóhanna María. Síðasta sumar var Vínlands- setrið opnað í Búðardal. Þar er að sögn Jóhönnu Maríu einstaklega áhugaverð og metnaðargjörn sýning um landafundi Eiríks rauða og Leifs heppna á Grænlandi, í Kanada og Bandaríkjunum. Hægt er að fá sér létta hressingu fyrir eða eftir sýninguna á neðri hæðinni. Heimsókn í Dalina fyrir alla Jóhanna María við myndverk eftir Hallstein Sigurðsson til minningar um Sturlu Þórðarson lögmann og sagnaritara sem bjó í Dölunum. MYND/AÐSEND Hægt er að ferðast inn dali og út með ströndum þar sem náttúran er ævintýri líkust og dýralíf fjöl- breytt. Jóhanna María Sigmundsdóttir 4 kynningarblað A L LT 7. maí 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.