Fréttablaðið - 07.05.2021, Page 16

Fréttablaðið - 07.05.2021, Page 16
Landhótel í Landsveit er nýtt og glæsilegt hótel mitt í ævin- týralandi Rangárþings. Þar er hægt að njóta þess besta sem landið gefur, dekurs og dásemda hótellífs, og einstakrar náttúru- upplifunar allt um kring. „Landhótel er fjögurra stjörnu, heillandi og glæsilega hannað sveitahótel með 69 herbergjum og í aðeins einnar stundar aksturs- fjarlægð frá Reykjavík,“ segir Dýrleif Guðmundsdóttir, markaðs- stjóri Landhótels, sem stendur í ægifagurri Landsveitinni. Þaðan er stutt í allar sunnlensk- ar áttir og dásemdin ein að njóta dekurs, góðs matar og hvíldar í faðmi hótelsins á milli þess sem náttúra og menningarverðmæti í nágrenninu og nærsveitum eru kannaðar í íslenska sumrinu. „Landhótel tengir gesti sína við undur Íslands. Frá hótelinu er víðfeðmt og undurfagurt útsýni til fjalla og jökla. Þar trónir hæst og næst okkur eldfjallið heimsfræga og formfagra Hekla, Búrfell er nánast í bakgarðinum og bæði Eyjafjallajök- ull og Tindfjallajökull eru í návígi og gleðja augað og andann. Á góðum degi sést líka vel til Vestmannaeyja frá efstu hæð hótelsins og þegar norðurljósin æða yfir okkur er það stórfengleg upplifun því engin sjónmengun er í sveitasælunni á Landhóteli,“ segir Dýrleif. Friðsælt og fagurt sveitalíf Það tilheyrir sveitakyrrð nátt- úrunnar að á Landhóteli heyrist ekkert nema niður náttúrunnar. „Hótelið státar af fullkominni hljóðvist í öllum vistarverum og hvergi heyrist bergmál. Því geta gestir rætt saman án skarkala eða truflunar frá öðrum, eins og þegar notið er veitinga og afslöppunar í hlýlegum sölum hótelsins,“ upp- lýsir Dýrleif á glæsilegu Landhótel- inu sem er byggt úr náttúrulegum efnivið. „Herbergin eru stærri en gengur og gerist; standard herbergi eru frá 23 til 25 fermetrum upp í 30 fermetra fjölskylduherbergi. Öll eru þau búin vönduðum Marriot Standard-rúmum, lúxus-sængur- fatnaði og stóru baðherbergi með sturtu. Gott sjónvarp er í öllum herbergjum sem og frítt Wi-Fi um allt hótelið,“ segir Dýrleif. Fyrir utan dýrðarlíf á herbergj- um Landhótels er hægt að njóta kvöldsólar og kokteila á fallegum hótelbarnum, fara í stórt og gott sánabað og gera vel við sig í mat og drykk á veitingastaðnum. „Við tökum líka vel á móti ráð- stefnugestum og erum með tvo glæsilega og vel útbúna fundar- sali, einn fjórtán manna og hinn 60 manna. Þeir nýtast einnig fyrir veisluhald og þá er upplagt að njóta veitingastaðarins okkar líka.“ Náttúruperlur við hvern fót Matsalurinn á Landhóteli er stór, bjartur og með stórkostlegt útsýni yfir iðjagrænt og lifandi sveitalíf á bæjunum í kring, sem og eina fegurstu fjallasýn sem um getur. „Gestir og gangandi geta komið til að njóta gómsætra og girni- legra rétta á veitingastaðnum okkar og dáðst um leið að stór- fenglegri náttúrufegurð landsins. Við verslum öll aðföng úr nær- sveitinni sem tryggir ferskan og góðan mat beint frá bónda.“ Landhótel er sjálfkjörinn dvalarstaður fyrir fjölskyldur, pör og vinahópa sem vilja njóta íslensks sumars í námunda við angan af nýsleginni töðu og fugla- söng í íslenskri sveit á milli þess sem farið er á milli spennandi áfangastaða í nágrenninu. „Frá hótelinu er tilvalið að fara í dagsferð í Landmannalaugar og fyrir þá sem ekki eru með bíl í slíka ferð stoppar rútan við Landhótel á leið sinni í Land- mannalaugar og kemur svo með ferðafólk í gistingu hjá okkur yfir nóttina. Þá er stutt í Þjórsárdal og nú þegar nýja göngubrúin kemur yfir Þjórsá eykur það enn á fjölda fagurra og skemmtilegra göngu- leiða. Mikil víðátta er í kringum hótelið, margar gönguleiðir, hjóla- leiðir og aðeins spottakorn að fara upp á hálendið í allri sinni dýrð,“ upplýsir Dýrleif. Rúsínan í pylsuendanum á Landhóteli eru glænýir heitir pottar sem senn koma á suður- svalir þess. „Þá klárum við f ljótlega norður- ljósasvalirnar okkar sem verða lokaðar og upphitaðar, og einkar rómantískar og spennandi þegar haustar að og næsta vetur.“ Landhótel stendur við Landveg í Landsveit. Sími 558 0550. Allar nánari upplýsingar á landhotel.is Sveitahótel í faðmi fjalla, jökla og ævintýra Landhótel er í hjarta Suðurlands og tengir gesti við margar af fegurstu náttúruperlum landsins. MYNDIR/AÐSENDAR Herbergin eru búin Marriot rúmum, lúxus sængurfatnaði, baði og sjón- varpi. Út um gluggann hér sést Hekla. Stórt og gott sánabað er á hótelinu. Veitingasalurinn er bjartur með stórkostlegri fjalla- og jöklasýn. VEIÐI SÖGUSTAÐIR ÚTREIÐAR SAGA NÁTTÚRA ÚTIVIST Njótið útivistar, s.s. gönguferða, hesta- mennsku eða fuglaskoðunar í Húnavatns- hreppi. Á svæðiðinu má finna sögusvið Vatnsdælasögu og Grettissögu. Þingeyra- kirkja, fornt kirkju- og lærdómssetur er rómuð fyrir fegurð og fagra muni. Frægir eru Þrístapar hluti af Vatnsdalshólunum, síðasti aftökustaður landsins. Þekktasti útlagi landsins, fjalla-Eyvindur gerði sér bústað á Hveravöllum. Í Húnavatnshreppi er úrval góðrar gistingar, s.s. tjaldstæði, bændagisting og góð sveitahótel. VERIÐ VELKOMIN HÁLENDIÐ HÚNA VATNS HREPPUR Húnavatnshreppur hunavatnshreppur.is 6 kynningarblað A L LT 7. maí 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.