Fréttablaðið - 07.05.2021, Síða 18

Fréttablaðið - 07.05.2021, Síða 18
Rangárþing eystra er sannkölluð útivistarparadís. Þar er hægt að stunda fjölbreytta útivist. Allt frá léttum fjölskyldugöngum til krefjandi jöklaferða. Helgi Jóhannesson, lögmaður og göngugarpur með meiru, þekkir svæðið eins og lófann á sér enda hefur Fljótshlíðin verið hans annað heimili síðastliðin 20 ár. „Innan sveitarfélagsins eru glæsileg fjöll og jöklar, fallegir fossar, einstök fjara og náttúruperlan Þórsmörk svo eitthvað sé nefnt. Hér eru einnig fjölmargir fallegir viðkomustaðir sem hægt er að heimsækja á bílum, hjólum eða vélsleðum að vetri til,“ segir Helgi. Þríhyrningur með fimm toppa Að sögn Helga er fjallið Þríhyrn- ingur í uppáhaldi hjá honum þegar kemur að styttri gönguferðum. „Fjallið stendur á milli Fljótshlíðar og Rangárvalla og sést víða að, enda er víðsýnt þaðan. Fjallið er 678 metra hátt. Hækkunin frá fjallsrót- um upp á topp er um 500 metrar og tekur gangan upp um 1-1,5 tímar. Gangan er því svipuð að lengd og erfiðleikastigi og að ganga upp að Steini í Esju sem margir þekkja. Af fjallinu er mjög víðsýnt á góðum degi. Þar blasa við Eyjafjallajökull, Mýrdalsjökull, Tindfjallajökull, Hekla, Vestmannaeyjar og Land- eyjarnar svo eitthvað sé nefnt. Gaman er að lengja gönguna þegar upp er komið og ganga á alla tinda fjallsins en þeir eru í raun fimm þrátt fyrir nafn fjallsins. Reikna má með að slík hringganga taki um klukkutíma til viðbótar við áðurnefndan uppgöngutíma,“ segir Helgi. Fjölbreyttar og frægar gönguleiðir „Annað fjall eða fell sem vert er að nefna er Stóri-Dímon á Markar- fljótsaurum og er mjög skemmti- legt og létt að ganga á það. Fjallið er ekki nema 178 metra hátt og því vel viðráðanlegt fyrir bæði börn og fullorðna. Greinilegur göngustígur er upp á fjallið og þaðan er víðsýnt yfir Markarfljótsaura, auk þess sem Mýrdalsjökull, Eyjafjallajökull, Tindfjöll og Þríhyrningur blasa þar við. Af öðrum gönguleiðum í sveitar- félaginu má nefna hina einstöku leið yfir Fimmvörðuháls, það er frá Skógum yfir í Þórsmörk milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls. Leiðin er afar falleg, um 25 kíló- metrar. löng og því hentug dag- ganga. Þá eru að sjálfsögðu góðar og fallegar gönguleiðir af ýmsu tagi í Þórsmörk sjálfri. Ekki má svo gleyma fjallaskíðamöguleikunum í Rangárþingi eystra en á Eyjafjalla- jökli og Tindfjallajökli eru frábærar aðstæður til fjallaskíðaiðkunar. Þetta er allt einungis brotabrot af því sem Rangárþing eystra hefur upp á að bjóða í útivist og göngum,“ segir Helgi. Rangárþing eystra er útivistarparadís Hér gefur að líta göngu- garpinn Helga Jóhannesson keikan uppi á toppi Stóra- Dímons með Markarfljóts- aura í baksýn. MYND/AÐSEND Gaman er að lengja gönguna þegar upp er komið og ganga á alla tinda fjallsins en þeir eru í raun fimm þrátt fyrir nafn fjallsins. Helgi Jóhannesson Nú fer hver að verða síðastur að nýta ferðagjöfina 2020 þar sem hún rennur út 31. maí næst- komandi. Stjórnvöld hafa ákveðið að gefa nýja ferðagjöf að upphæð krónur 5.000 á næstunni fyrir ein- staklinga fædda árið 2003 og fyrr. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mun leggja fram frumvarp um endurnýjun Ferðagjafar með gildistíma frá 1. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021. „Markmið ferðagjafar er að hvetja fólk til að ferðast vítt og breitt um landið, ásamt því að hvetja fyrir- tæki innan ferðaþjónust- unnar til þátttöku í verk- efninu, með því að bjóða upp á fjölbreytt tilboð og tækifæri, líkt og síðasta sumar en átakið mæltist vel fyrir og hafði jákvæð áhrif á fólk og fyrirtæki,“ segir Þórdís Kolbrún á vef Stjórnarráðsins. Gjöfin er hluti aðgerða ríkis- stjórnarinnar til að efla efna- hagskerfið og draga úr þeim neikvæðum áhrifum sem kóróna- veirufaraldurinn hefur haft í för með sér á atvinnulífið, þá sér í lagi íslenska ferðaþjónustu. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja á síðasta ári en frá gildistöku laganna í júní 2020 þar til í apríl 2021 höfðu tæplega 200 þúsund einstaklingar sótt Ferðagjöfina af þeim 280 þúsundum sem fengu hana útgefna. Þá hafa 812 fyrirtæki verið skráð til þátttöku. Með endur- nýjun Ferðagjafar 2021 eru einstaklingar hvattir til að ferðast innanlands í sumar, rétt eins og síðast- liðið sumar, eftir því sem aðstæður leyfa. Ný ferðagjöf væntanleg www.boreal.isingi@boreal.is S: 864 64 89 TVEGGJA TIL SEX MANNA HÚSTRUKKAR TIL LEIGU ÓBYGGÐIRNAR KALLA Fullkominn ferðafélagi fyrir: Veiðiferðina, Öræfin, Norðurljósin, Hálendið, Fjölskylduna, Vinina. Til leigu, með eða án bílstjóra. 8 kynningarblað A L LT 7. maí 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.