Fréttablaðið - 07.05.2021, Síða 24
Okkar kæra
Kristín Oddsdóttir Bonde
frá Ísafirði,
lést á Hvidovre hospital
25. apríl 2021 og útför fer fram frá
Margrethe kirkjunni í Valby
25. maí kl. 12.00.
Peter Bonde
Heidi C. Pétursdóttir Bonde Lars Holger Nielsen
Maria C. Pétursdóttir Bonde Jesper Hamann-Olsen
Laura, Anniken og Oliver
Lára Guðbjörg Oddsdóttir Sigmar Ingason
Guðný Lilja Oddsdóttir Árni Sigurðsson
og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Þuríður Gísladóttir
Hallakri 3, Garðabæ,
lést miðvikudaginn 5. maí á Landakoti.
Útförin verður auglýst síðar.
Arnar Jónsson Helga Þórdís Gunnarsdóttir
Rögnvaldur Örn Jónsson Kristín Björg Árnadóttir
María Björk Jónsdóttir Sveinn J. Kjarval
Brynjar Ísak, Selma, Arndís Björk, Róbert, Hilmar Jökull,
Amalía Rún, Arnór Ingi og Aldís María
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðríður Tómasdóttir
lést á Droplaugarstöðum,
miðvikudaginn 5. maí.
Stefán Jóhann Björnsson Anna Björg Elísdóttir
Þórir Björnsson Margrét Ósk Guðmundsdóttir
Gunnar Björnsson Andrea Margrét Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Jóna Kjartansdóttir
verslunarkona,
Nýbýlavegi 54, Kópavogi,
sem lést á Vífilsstöðum 25. apríl,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju,
mánudaginn 10. maí kl. 13.00. Jarðarförinni verður
streymt á www.skjaskot.is/jona
Hrafnhildur Einarsdóttir
Kjartan Bergsson Lene Fejrø
Bergur H. Bergsson Anna Maria Gregersen
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför
elskulegs sonar okkar og bróður,
Ingva Ástvaldssonar
Sérstakar þakkir eru til allra þeirra
sem styrktu félögin Einstök börn
og Umhyggju, og einnig til starfsfólks
Landspítalans á deild B7 fyrir einstaka umönnun.
Martha Jónasdóttir Ástvaldur Óskarsson
Margrét Björg Ástvaldsdóttir
Óskar Ástvaldsson
Svavar Freyr Ástvaldsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Sigurður Björn Björnsson
Leirubakka 22,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 27. apríl á Vífilsstöðum.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
þriðjudaginn 11. maí kl. 13. Hjartans þakkir til þeirra sem
hafa komið að umönnun Sigurðar síðustu ár.
Guðrún Sigurðardóttir Alfreð Svavar Erlingsson
Berglind Sigurðardóttir Björn Harðarson
Hjördís Rut Sigurðardóttir Ólafur Lúther Einarsson
og fjölskyldur.
Það er mikill söngur í Frívakt-inni en líka góð saga sem hreyfir við fólki,“ segir Sigur-laug Dóra Ingimundardóttir, formaður Leikfélags Sauðár-króks, um inntak leikritsins
Frívaktarinnar sem frumsýnt verður
í kvöld í samkomuhúsinu Bifröst á
Króknum. „Verkið snýst um örlög fólks,
ástir, sorg og gleði – líf á sjó og landi. Svo
er tónlistin f lott, eitt frumsamið lag en
hin eru þekkt og af öllu tagi, mörg sjó-
mannalög sem eru auðvitað klassík.“
Samið á Öxnadalsheiði
Höfundur Frívaktarinnar er Pétur Guð-
jónsson leikstjóri á Akureyri. Hann
fékk hugmyndina þegar hann var að
keyra á æfingar hjá Leikfélagi Sauðár-
króks haustið 2019, að sögn Sigurlaugar.
„Félagið setur jafnan upp tvær sýningar
á ári, aðra í upphafi Sæluviku, síðasta
sunnudag í apríl og fjölskyldusýningu
á haustin. Lína Langsokkur var hér á
fjölum haustið 2019 undir stjórn Pét-
urs, þá báðum við hann strax að halda
utan um næstu sýningu. Hann var með
hugmynd að verki í kollinum og skilaði
handriti í lok janúar 2020. Við byrjuðum
í febrúar að kasta í hlutverk og leik-
lesa og höfðum verið að í þrjár vikur
þegar kórónaveiran skall á. En fólk var
með handritin, hlustaði á lögin og hélt
ýmsum boltum á lofti. Svo slepptum við
barnasýningu síðasta haust en héldum
Frívaktinni lifandi.“
Á sama tíma að ári
Leikæfingar hófust aftur í febrúar síðast-
liðnum en voru höktandi vegna sam-
komutakmarkana, að sögn Sigurlaugar.
„Við gátum æft litlar senur og því er hægt
að frumsýna núna. Allar æfingar hafa
verið utan venjulegs vinnutíma og kraf-
ist mikils skipulags, því leikarar eru 23
og um 45 manns koma að sýningunni.
Fólk þurfti stundum að fara heim og
koma aftur sama kvöld því ekki máttu
vera f leiri en tíu í húsinu. Við fengum
útvarpsfólkið Gerði G. Bjarklind og Sig-
valda Júlíusson til að lesa inn kveðjur.
Það var mikill heiður. Sem formaður er
ég alltaf stolt af leikfélagshópnum en
sjaldan eins og nú því samstaðan þar
hefur verið ótrúleg og allt er að ganga
upp.“
Salurinn í Bifröst tekur yfirleitt 92 í
sæti en nú þarf eins metra bil. „Miðasölu-
síminn er 849 9434 og við hvetjum fólk í
sömu kúlu til að panta og mæta saman,“
segir Sigurlaug. gun@frettabladid.is
Héldu Frívaktinni lifandi
Frívaktin, nýtt leikrit eftir Pétur Guðjónsson, verður heimsfrumsýnt í kvöld af Leik-
félagi Sauðárkróks. Þar hljóma þekkt lög. Tíu sýningar eru fram undan í Bifröst.
Sigurlaug segist alltaf stolt af leik-
hópnum en aldrei eins og nú.
Sjómannalögin eiga sinn sess í leikritinu
eins og í þættinum Á frívaktinni.
Lunginn af leikarahópnum ásamt Pétri Guðjónssyni leikstjóra og höfundi. MYNDIR/GUNNHILDUR GÍSLADÓTTIR
Verkið snýst um örlög fólks, ást,
sorg og gleði – líf á sjó og landi.
1697 Höllin Tre Kronor brennur til grunna í Stokkhólmi.
Talið er að íslenska handritið Ormsbók hafi eyðilagst þar.
1908 Páll Einarsson er kosinn fyrsti borgarstjóri Reykja-
víkur.
1928 Lög eru samþykkt á Alþingi um að stofnaður skuli
þjóðgarður á Þingvöllum.
1951 Bandaríkin senda herlið til Íslands til að sjá um
varnir þess, samkvæmt samningi sem var undirritaður
tveimur dögum fyrr.
1957 Helen Keller,
rithöfundur og
fyrirlesari, kemur í
heimsókn til Íslands
til að hvetja blinda og
heyrnarlausa til dáða,
þeim hópi tilheyrði
hún sjálf.
1978 Oddsskarðs-
göng á milli Eskifjarð-
ar og Neskaupstaðar
eru vígð.
Merkisatburðir
7 . M A Í 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT