Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2021, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 07.05.2021, Qupperneq 30
ÞETTA ER EIN STÆRSTA OG VIRT- ASTA ÁFENGISKEPPNIN Í HEIMINUM OG ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ SVONA TVÖFALT GULL ÞÁ ERTU GREINILEGA AÐ GERA EITT- HVAÐ RÉTT. Þetta voru svo sannarlega tveir tvöfaldir sem gerist eiginlega aldrei,“ segir Arnar Jón Agnarsson, einn stofnenda Eyland Spirits, sem kom, sá og sigraði með Ólafsson Icelandic Gin á hinni virtu vínkeppni San Franc- isco Spirits Competition þar sem það hlaut gullverðlaun fyrir bæði bragð og umbúðir. „Við fengum Double Gold fyrir pakkninguna og útlitshönnun ann- ars vegar og hins vegar fyrir bragðið sem er kannski það mikilvægasta þannig að þetta voru vissulega tveir tvöfaldir.“ Rúmlega 3.500 tegundir voru lagðar fyrir 30 dómara sem voru einróma um að Ólafsson verð- skuldaði fyrstu verðlaun. „Þegar þeir gefa allir fyrstu einkunn, eða gullverðlaun, þá færðu svokallað Double Gold,“ segir Arnar og dregur hvergi úr hversu þungt slíkt vegur í San Francisco. „Þetta er ein stærsta og virtasta áfengiskeppnin í heiminum og þegar þú færð svona tvöfalt gull þá ertu greinilega að gera eitthvað rétt. Að ég tali nú ekki um þegar þú færð tvenn slík verðlaun.“ Rétta blandan Arnar bætir við að líklega megi segja að þetta sé til marks um að þau hafi náð því fram sem þau ætluðu sér. „Að reyna að búa til áfengi sem er gott á bragðið og lítur vel út. Fyrir áfengisframleiðendur eins og okkur er þetta hæsta viðurkenning sem hægt er að fá þarna og er svolítið eins og að vinna Óskarsverðlaunin. Þannig og við erum náttúrlega bara gersamlega himinlifandi yfir þessu og erum að vonast til þess að þetta hjálpi okkur enn frekar við að hefja útflutning og gera hann bara auðveldari að öllu leyti.“ Ginið er kennt er við náttúru- fræðinginn og þann mikla upp- lýsingarmann Eggert Ólafsson og áhersla er lögð á að í raun sé um íslenska náttúruafurð að ræða þar sem íslenskar jurtir og vatn séu mikilvægustu hráefnin í víninu. Það hafi því verið framleitt með alþjóðamarkað í huga og nú opnist sóknarfærin. Fullur gámur af gini „Fyrsti gámurinn til Bandaríkjanna verður fylltur núna í lok mánaðar- ins,“ segir Arnar og bendir á að allur útf lutningur hafi stöðvast vegna faraldursins og meira eða minna legið niðri síðustu fjóra mánuði. „Þegar þú kemur með nýja vöru eins og áfengi á markað, sérstaklega erlenda markaði eins og í Banda- ríkjunum, þá þarftu að geta fylgt henni eftir með því að fara í heim- sókn á barina og í búðirnar. Við hægðum því dálítið á okkur viljandi en erum komin á fullt núna af því að ástandið í Bandaríkjunum er hvað skást á þeim mörkuðum sem við ákváðum að sækja inn á. Þannig að fyrsti gámurinn af Ólafs- son er væntanlegur í Bandaríkjun- um í byrjun júní og svo fer vonandi bara annar og svo enn annar.“ Gullna hliðið Arnar segir þátttöku í þekktum áfengiskeppnum eins og þeirri í San Francisco nauðsynlega þegar sótt er á erlenda markaði. „Þetta er ákveðin leið sem þarf að fara til þess að reyna að öðlast alþjóðlega dreifingu. Hluti af þeim leik er að taka þátt í keppnum og ef þú vinnur til verð- launa, að ég tali nú ekki um hæstu verðlaun og í bestu keppnunum, þá hjálpar það rosalega til með í fyrsta lagi náttúrlega að finna dreifingar- aðila og í öðru lagi að markaðurinn hafi bara áhuga á þér. Þannig að þegar þú segist vera með margverðlaunað gin frá Íslandi og Double Gold-sigurvegara í San Fransisco þá auðveldar það þér kannski að komast inn fyrir dyrnar á f lestum stöðum,“ segir Arnar og setur þetta í samhengi við kvik- myndabransann. „Við erum búin að taka þátt í nokkrum keppnum og erum búin að vera rosalega heppinn að fá gull- verðlaun í einhverjum fimm, sex og platínuverðlaun í einum til tveimur sem er alveg frábært og rosa gott. Þetta er dálítið eins og að vera með kvikmynd og vinna Gullbjörn- inn í Berlín og á Cannes en svo þegar þú færð einhver verðlaun á Óskars- verðlaunum þá talarðu ekki um annað en það.“ toti@frettabladid.is Fullur gingámur til Bandaríkjanna Vínframleiðandinn Arnar Jón Agnarsson sendir fullan gám af Ólafsson-gininu til Bandaríkjanna og sækir á markaðinn þar með tvo tvöfalda af gullverðlaunum, sem hann leggur til jafns við Óskarsverðlaunin, í farteskinu. Þegar útflutningur stöðvaðist og Fríhöfninni var lokað segir Arnar Jón að spýtt hafi verið í lófana á Íslandi til að þrauka. „Við erum alveg ótrúlega þakklát fyrir hversu vel hefur gengið hérna heima. Við erum á topp 3-4 listanum í ÁTVR yfir seld vín,“ segir hann eftir tvo tvöfalda af verðlaunagulli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BÍTIÐ Í LOFTINU VIRKA DAGA 06:50-10:00 Sækja frá SÆKTU NÝJA APPIÐ! 7 . M A Í 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.