Af vettvangi - 01.07.1994, Blaðsíða 3
Stuttar fréttir
Lækkun árgjalda til VSÍ
Árgjöld VSÍ hafa lækkað á undanförnum
árum og á aðalfundi sambandsins var
samþykkt breyting á hámarksgjaldi sem
reiknað hefur verið sem hlutfall af
heildarveltu. Það var 0,15% á síðasta ári, en
nú skal miðað við að engum sé skylt að
greiða hærra hlutfall í félagsgjöld til VSÍ en
sem nemur 0,12% af veltu ársins á undan.
Með þessu er komið í veg fyrir að þeir
atvinnurekendur sem hafa hátt launahlutfall í
rekstri, séu látnir gjalda þess við
greiðslu árgjalda. Launa-
hlutfall er breytilegt milli
fyrirtækja og því vill
skrifstofa VSÍ beina
því til félagsmanna
að þeir athugi hvor
reglan komi þeim
betur: 0,12% af heildar-
veltu (án VSK) eða 0,34% af heildarlaunum.
Reglugerð um frádráttarbæra
gjaldaliði
Ný reglugerð um frádrátt frá tekjum í
atvinnurekstri er í burðarliðnum og mun hún
leysa af hólmi 3. kafla reglugerðar nr.
245/1963. Nefnd þármálaráðuneytisins hefur
skilað tillögum sínum og er stefnt að
gildistöku reglugerðarinnar um mánaðamótin
júní/júlí. Reglugerðin fjallar um flest þau
áhtamál sem mest hefúr borið á undanfarin
misseri og skattayfirvöld hafa verið gagnrýnd
fyrir. Tillögurnar voru kynntar hagsmuna-
samtökum atvinnurekenda
um miðjan júní þar sem
nokkrum ábendingum var
komið á framfæri af
þeirra hálfu. Tillögurnar
mæltust annars allvel
fyrir, enda heimildir rýmri
en í gildandi reglugerð. Þrátt fyrir
ýmsar lagfæringar er samt ljóst að aldrei
verður hægt að koma í veg fyrir ágreining og
mismunandi túlkanir.
Úr rekstri VSÍ
Á nýliðnum aðalfundi var ársreikningur
síðasta árs kynntur og samþykktur. Almenn
afkoma fyrirtækja landsins endurspeglaðist í
niðurstöðum rekstrareiknings Vinnuveitenda-
sambandsins. Tekjur VSÍ drógust saman um
rúmlega 7% milli ára og hafa þá lækkað um
13% að raungifdi frá árinu 1990. Minnkandi
tekjum hefur verið mætt með sparnaði og
lækkuðu rekstrargjöld sambandsins verulega
frá fyrra ári eða um ríflega 12%.
Ný framkvæmdastjórn og samn-
ingaráð VSÍ
í samningaráði sitja eftirtaldir framkvæmda-
stjórnarmenn: Magnús Gunnarsson, for-
maður VSÍ, Kristinn Björnsson, varaformaður
VSÍ, Gunnar Svavarsson, Konráð Guð-
mundsson, Víglundur Þorsteinsson og Þórður
Magnússon, auk framkvæmdastjóra VSÍ,
Þórarins V. Þórarinssonar. Aðrir í fram-
kvæmdastjórn eru:
Arnar Sigurmundsson, Samfrost
Bjarnar Ingimarsson, íslenskaÁlfélagið hf.
Bjarni Finnsson, Blómaval
Einar Sveinsson, Sjóvá-Alrnennar
Geir Gunnarsson, Honda á íslandi
Gísh Þór Gíslason, Landssamband
íslenskra rafverktaka
Kolbeinn Kristinsson, Brauð hf
Ólafur B. Ólafsson, Miðnes hf.
Sigurður Helgason, Flugleiðir hf.
Sigurður G. Pálmason, Hagkaup hf.
Sturlaugur Sturlaugsson, Haraldur
Böðvarsson hf.
Sveinn Hjörtur Hjartarson, Landssamband
íslenskra útvegsmanna
Ævar Guðmundsson, Seifur hf.
Örn Jóhannsson, Árvakur hf.
Örn Kjærnested,ÆIftárós hf.
Skortur á hæfu vinnuafli hamlar
framleiðslu í dönsku atvinnulífi
Uppgangur í dönsku atvinnulífi er það mikih
að tíunda hvert fyrirtæki óttast að innan sex
mánaða muni skortur á hæfu vinnuafli hamla
framleiðslu þess. Þetta er niðurstaðan úr
könnun sem gerð var fyrir dagblaðið Borsen í
síðasta mánuði. Nú telur einungis um
helmingur fyrirtækja að eftirspurn eftir
vörum verði takmarkandi þáttur í framleiðslu
þeirra næsta hálfa árið og 36% telja
ástæðuna hggja í of háum kostnaði, vöntun á
hæfu vinnuafli og framleiðslugetu véla og
tækja. Séu þessar niðurstöður bornar saman
við tölur frá þriðja ársfjórðungi síðasta árs
kemur glögglega í ljós að danskt efnahagsbf
er í örum vexti. Þá töldu um tveir þriðju
hlutar fyrirtækja að eftirspurn eftir vörum
þeirra hefti frekari framleiðslu og einungis
14% töldu að ástæðuna mætti rekja til skorts
á hæfu vinnuafli, minni framleiðslugetu og
hás kostnaðar.
Fjölrit VSÍ um iðnnema og iðnréttindi
Vinnuveitendasambandið hefur gefið út fjölrit
um réttindi og skyldur iðnnema. Ritinu er
ætlað að gefa yfirlit um það hvað í
starfskjörum iðnnema geri réttarstöðu þeirra
frábrugðna, því sem gildir um aðra
starfsmenn. Uppbygging iðnnáms er skýrð og
gerð er grein fyrir þeim námsleiðum sem í
boði eru. Einnig er fjallað um starfsréttindi
iðnaðarmanna. Ritinu verður ekki dreift til
félagsmanna en liggur frammi á skrifstofu
sambandsins..