Af vettvangi - 01.07.1994, Blaðsíða 7
Frídagar á íslandi
naprflmánuði áttu landsmenn
því láni að fagna að þá voru
þrír sérstakir frídagar auk
helgarfría. Af 30 dögum
aprflmánaðar voru 12 frídagar og 18 virkir
dagar. Upp á síðkastið hefur sú umræða
aftur skotið upp kollinum hvort ekki megi
færa einhverja frídaga sem koma upp á
fimmtudögum yfir á sumarið og flytja þá öðru
hvoru megin við helgi og í þessu sambandi
hefur sumardagurinn fyrsti sérstaklega verið
nefndur. Með þessum hætti telja margir að
frídagarnir nýtist betur. Hins vegar hefur
vantað í umræðuna hvort ekki sé nóg um
frídaga á íslandi og í stað þess að flytja
dagana til væri eðhlegra að leggja þá af. í
þessu sambandi hljóta menn að bera saman
frídaga hér á landi við frídaga hjá öðrum
eru þeir eins og áður sagði um 11, 10 í
Svíþjóð, 8 í Danmörku og Noregi en Finnar
eru með 7 sérstaka frídaga.
Þetta vekur óneitanlega upp spurningar um
hvað það sé í íslensku samfélagi sem gefi
tilefni til þess að frídagar séu fleiri þar en
gengur og gerist meðal vestrænna þjóða.
Öllum ætti að vera ljóst að ástand efna-
hagsmála undanfarin ár hefur síður en svo
búið í haginn fyrir það að á íslandi gildi
einhverjar aðrar og rýmri leikreglur en
annars staðar. Hugur manna hefur löngum
staðið til aukins frítíma, hvort sem hann er
fenginn með styttri vinnuviku eða fleiri
frídögum, og það er sannarlega langtíma-
markmið atvinnurekenda að menn beri meira
úr býtum fyrir minna erfiði. En ef fslendingar
ætla að veita sér hlunnindi umfram aðrar
þjóðir verða þær kjarabætur sóttar í bætta
afkomu og vöxt fyrirtækja.
í umræðuna um frídaga hefur vantað að á
meðan við gerum betur við okkur í fríum en
grannar okkar og samkeppnisþjóðir, gjöldum
við fyrir það með minni verðmætasköpun og
verri h'fskjörum. Það má leiða að því líkum
að ef frídögum hérlendis væri fækkað til jafns
við það sem gerist annars staðar á Norður-
löndunum mætti auka verðmætasköpunina
um nálegal,3%.
þjóðum.
Á íslandi eru frídagar 17 að tölu fyrir utan
helgar. Þegar tekið hefur verið tilfit til þess
að sumir þessara frídaga eru ávallt á
sunnudögum og enn aðra ber
reglulega upp á um helgi, eru að
jafnaði um 11 sérstakir frídagar
í ári hverju. f ár ber 9 af þess-
um frídögum upp á í miðri viku,
en þeir geta verið allt að 13, þó
að meðaltafið sé rúmlega 11. Að
teknu tilliti til orlofs, helgarfría
og sérstakra frídaga eru frídagar
landsmanna því um 140 dagar í
meðalári. Því lætur nærri að unnið sé sex
daga af hverjum tíu.
Þegar litið er á frídaga á íslandi í samanburði
við önnur lönd kemur í ljós að sú flóra er
óvíða blómlegri en hér á landi. Myndin hér
til hfiðar sýnir ísland í samanburði við aðrar
Norðurlandaþjóðir. Eins og sést erum við í
fararbroddi hvað frídaga varðar. Hér á landi
En fleira kemur til. Af ofangreindu ætti að
vera ljóst að fjöldi frídaga er eitt þeirra atriða
sem gerir íslenskan vinnumarkað frábrugðinn
því sem almennt gerist. VSÍ hefur þegar bent
á sérstöðu íslensks vinnumarkaðar hvað
varðar tíðni verkfalla og mátt
smárra hópa til að lama fjöl-
menna vinnustaði. Frídagar
verða þar ekki undanskildir.
Skipulag vinnumarkaðar má
ekki hamla því að fyrirtæki hér
á landi geti í framtíðinni staðið
undir sambærilegum lífskjörum
og öðrum þjóðum bjóðast.
Heimurinn fer minnkandi ef svo má að orði
komast og því geta atvinnurekendur oft og
tíðum ákveðið sjálfir hvar starfsemin fer fram
og gildir það jafnt um innlenda sem erlenda
aðila. Ef skifyrði atvinnurekstrar hér eru ekki
sambærileg við skilyrði erlendis, þýðir það
ekki annað en að fyrirtækin og atvinnan verði
þar en ekki hér.
Guðni N. Aðalsteinsson hagfrteðingur
Búseta hindrar
ekki ráðningu
starfsmanna
Dæmi eru um að fundið hafi verið að því við
fyrirtæki að það hafi ráðið utanbæjarmenn í vinnu.
Hefur því þá verið haldið fram að heimamenn eigi
forgang til starfa. Svo er ekki. Fyrirtæki er
almennt frjálst að ráða fólk til starfa án tillits til
þess hvar það á lögheimili.
Forgangsréttarákvæði kjarasamninga
í flestum kjarasamningum VSÍ eru frá gamalli tíð
forgangsréttarákvæði sem veita félögum í
hlutaðeigandi stéttarfélagi forgang til vinnu.
Stéttarfélögin eru samkvæmt lögum opin öllum í
starfsgreininni á félagssvæðinu eftir nánar
ákveðnum reglum í samþykktum félaganna.
Forgangsréttarákvæðinu verður því ekki beitt
gagnvart starfsmanni sem ráðinn hefur verið og
óskar inngöngu í félagið, svo fremi sem hann
uppfyllir lögmæt inntökuskilyrði. Stéttarfélagið
genir þannig ekki borið fyrir sig að eigin félagar á
atvinnuleysisskrá hafi forgang umfram aðra
starfsmenn sem eru atvinnulausir, en hafa áður
starfað á samningssviði annars stéttarfélags og eru
því félagar í því félagi.
Hugsanlegt er að stéttarfélag beiti forgangs-
réttarákvæðum kjarasamnings fyrir sig með
tilvísun til þess að þeir einir geti samkvæmt
samþykktum félagsins orðið fullgildir félagsmenn
sem búsettir eru á félagssvæðinu. Með því væru
möguleikar starfsmannsins til að afla sér atvinnu
takmarkaðir með óeðlilegum hætti og hann beittur
mismunun sem ekki stenst lög að mati VSÍ.
Frjáls atvinnu- og búseturéttur
Samkvæmt lögum um frjálsan atvinnu- og
búseturétt launafólks innan Evrópska
efnahagssvæðisins skal sérhver ríkisborgari EES-
ríkis, óháð búsetu, hafa rétt til að ráða sig í vinnu
sem launþegi og rækja starf sitt á yfirráðasvæði
annars EES-ríkis í samræmi við landslög. Þessum
reglum er ætlað að auka hreyfanleika á
vinnumarkaði og möguleika fólks á að afla sér
atvinnu við sitt hæfi. Fyrirtækjunum er með því
gert auðveldara að ráða til sín hæft starfsfólk og
stuðla þar með að efnahagslegum framförum. Öll
mismunun launþega á grundvelli þjóðernis, hvort
sem hún birtist með beinum eða óbeinum hætti, er
því bönnuð. Beiting forgangsréttarákvæða með
tilvísan til búsetu gengur þvert á þessa
stefnumörkun og myndi væntanlega teljast óbein
mismunun gagnvart ríkisborgurum annarra EES-
ríkja og andstæð fyrrgreindri lagareglu. Með því
að binda rétt til vinnu við búsetu á félagssvæði
stéttarfélagsins þegar ráðning fer fram eru auk
þess lögð bönd á atvinnufrelsi manna en það stenst
trauðlega ákvæði stjómarskrárinnar.
Hrafnhildur Stefánsdóttir hdL