Af vettvangi - 01.07.1994, Blaðsíða 5

Af vettvangi - 01.07.1994, Blaðsíða 5
Samningar ná einungis til þeirra sem gerast aðilar að þeim affúsum og frjálsum vilja. Samningarnir eru eign þessa fólks og þarfnast ekki skráningar neinnar stofnunar. Aðilum er heimilað að leita eftir úrskurði gerðardóms af fúsum ogfrjálsum vilja. Markmiðið var að byggja upp vinnumarkað sem, eins og annars staðar í efnahagslífinu, legði ábyrgðina á einstaklinginn og ákvarðanataka færðist niður á neðsta mögulega stig. Hvar erum við þá staddir núna? Árið 1993 vorum við fremstir í samkeppnishæfni meðal ríkisstjórna OECD-ríkjanna. Verðlag er nú stöðugt og vextir hafa farið stöðugt lækkandi. Atvinnustig fer á nýjan leik hækkandi og stórfelld ófyrirséð fjölgun starfa um 57.000 átti sér stað á árinu fram til mars 1994. Dregið hefur úr launabreytingum og eru laun nú fremur tengd framleiðni og arðsemi fyrirtækja en ytri þáttum. Þrátt fyrir þennan árangur eru nú innan nýsjálenska þjóðfélagsins skýr merki um vaxandi andstöðu gegn frekari breytingum. Stjórnar- andstaðan heldur einmitt á lofti kröfum, eggjuð af verkalýðshreyfingunni og örvuð af athygli fjölmiðla, um að fallið verði frá hluta þeirrar stefnumörkunar sem fært hefur okkur þessa jákvæðu niðurstöðu. Þar eru seðlabankalögin og lögin um vinnusamninga aðaideiluefnin. Það sem þessu fólki yfirsést, eða hundsar sem er meira áhyggjuefni, er að núverandi hagvöxtur, sem birtist bæði í hærra atvinnustigi og auknum fjárfestingum, er bein afleiðing þess trausta umhverfis, stöðugleika, ábyrgðarkenndar og sveigjanleika sem komist hefur á af völdum þessara tvennra laga. Alþjóðlegt umhverfi og fyrirtækin Þessi viðleitni til þess að hverfa aftur í tímann beinir sjónum að þeirri nauðsyn fyrir atvinnulífið og þjóðfélagið í heild, fyrir Nýja-Sjáland og einnig fyrir ykkar þjóðfélag býst ég við, að fara gaumgæfilega yfir stöðu landsins í hinu alþjóðlega umhverfl og getu þess til að ná árangri í ljósi allra þeirra hindrana sem eru í veginum. Það eru ýmis alþjóðleg áhrif sem hafa verður í huga þegar viðbrögð á heimavelfl eru ákveðin. Frarn að þessu hefur drifkraftur alþjóðlegra breytinga verið samfelld tækniþróun og hraður vöxtur einstaklingshyggju. Með tækninni hafa framleiðsluferli og aðföng breyst stórkostlega, ýmsar hindranir og múrar á landamærum hafa verið brotnir niður og upplýsingar í ólýsanlegu magni eru aðgengilegar með einföldum hætti. Þegar samkeppnishæft alheimshagkerfi þróast frekar trúi ég að við munum sjá breytingar í hegðun fyrirtækjanna. Um þessar mundir er hægt að bæta samkeppnis- stöðuna með endurskipulagningu fram- leiðslunnar, samningum um lækk- aða álagningu á aðfangakostnað og þróun gæðakerfa. Áfram- haidandi forskot í sam- keppninni mun krefjast enn meiri gæða með áherslu á fjárfestingu í mannauði. Sum fyrirtæki hafa þegar byrjað á þessu en önnur hafa ekki enn komist að þessu. Ég held að við eigum öll nokkuð langt í land. Til að bregðast við neytendastýrðum markaði verða fyrirtækin að þróa kerfi stöðugra betrumbóta hvað varðar þjónustu við viðskiptavini og vöruúrval. Fólk hvar sem er í ferlinu er grundvöllur shkra viðbragða. Það krefst erfiðis og tíma að fá fram slíka breytingu. Á hinn bóginn gefur markaðurinn okkur ekki færi á neinu vali. Án miskunnar mun hann loka á þá sem ekki notfæra sér tækifæri sín til að takast á við starfsmannamálin. Þróun nýrra samskipta á vinnustað krefst þess að vinnuveitendur taki ábyrgð á og fjárfesti í málefnum sem áður töldust einungis til kostnaðar, eða sem enn verra er, töldust hluti af opinberri þjónustu. Þjálfun mun breytast úr því að tengjast sérstök- um starfsstéttum í það að verða hluti af lífs- löngu menntunarferh. Hugtakið jöfn at- vinnutækifæri mun breikka og fela í sér mannrétt- indi. Heilbrigði og öryggi á vinnustað mun teygjast út í víðtækari veherðarmál. Þar sem þörf krefur rnun reglan verða sú að vinnuveitendur sfyðji og aðstoði starfsmenn á sviðum eins og í tungu- málanámi, þróun starfshæfni á lífsleiðinni, gerð þárhagsáædana, og í fjölskyldu-, heilsuvemdar- og velferðarmálum. Hluti af þessari þróun verður að fyrirtæki af öllum stærðum munu þurfa að blandast meira í málefni samfélagsins - ekki í hlutverki velgjörðarstofnunar heldur til að þróa hæfileika einstaklinganna með gagnkvæman ávinning í huga. Tengsl milli skóla, annarra stofnana og einstakra fyrirtækja eða hópa fyrirtækja em dæmi um samfélagstengsl sem þurfa að þroskast. Þjóðir verða stöðugt að vinna að því að viðhalda samkeppnishæfni sinni. í þessu samhengi er úrslitaatriði að allir aðilar, sérstaklega stjórnmálamennirnir, skilji nauðsyn stöðugrar árvekni við greiningu þátta sem hindra samkeppnishæfni, fjárfestingar og hagvöxt. Hegðun okkar á að vera öguð og við megum ekki afvegaleiðast af tímabundinni velgengni. Steve Marshall á aðalfundi VSÍ Á Nýja-Sjálandi hafa lögin um vinnusamninga myndað ramma og innan hans geta vinnuveitendur og launþegar þróað með sér nauðsynlegt samband til að ná langt í samkeppninni. Lögin sjálf gera það hins vegar ekki fyrir neinn. Þótt okkur sé bókstaflega ýtt saman til samninga getum við vahð á milh hins einfalda en hugsanlega banvæna kerfis gömlu viðhorfanna og hinnar erflðu þróunar nýrra samskipta sem byggjast á sameiginlegum hags- munum, gagnkvæmri virðingu, trausti og skilningi. Samantekið í stuttu máh er lykillinn að því að hfa af að vera móttækilegur fyrir samkeppni. Þetta krefst jákvæðra viðhorfa gagnvart því að breytingar séu bæði stöðugar, óhjákvæmilegar og í þeim fehst tækifæri sem má hagnýta. Sjálfri sér samkvæm efnahagsstefna sem tryggir stöðugleika og lágmarksafskipti stjórnvalda er mikilvæg ef fyrirtækin eiga stöðugt að geta betrumbætt sig og náð árangri. 5

x

Af vettvangi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Af vettvangi
https://timarit.is/publication/1566

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.