Af vettvangi - 01.07.1994, Blaðsíða 4

Af vettvangi - 01.07.1994, Blaðsíða 4
Frá haftabúskap til hagvaxtar — rœða Steve Marshall framkvstj. Vinnuveitendasamhands Nýja-Sjálands ig langar að útskýra hér í stuttu máli þá stöðu sem Nýsjálendingar voru í fyrir árið 1984, ferli endurskipulagningar sem átti sér stað á níunda og tíunda áratugnum og fjalla um vanda sem ég held að bæði ísland og Nýja-Sjáland gh'mi við. Nýja-Sjáland er lítið land með þrjár og hálfa milljón íbúa. Loftslagsskilyrði eru hagstæð fyrir frumframleiðslu enda eru hefðbundnar undirstöður efnahagslífs okkar framleiðsla á kjöti, ull, mjólkurvörum og timbri. Sem bresk nýlenda komust við vel af. Lífsgæðin voru tryggð með þéttriðnu neti opinberra gæða, svo sern ókeypis heilbrigðisþjónustu og menntun. Óhagkvæmni í atvinnulífinu var bætt upp með tollum, innflutningsleyfum og niðurgreiðslum. Eftir að Bretland gekk í Evrópubandalagið stóðum við skyndilega frammi fyrir því verkefni að afla nýrra markaða og að auki var farið að kreppa að úrvinnsiuiðnaði okkar vegna samkeppni frá nýjum keppinautum eins ogjapan, Taívan og Singapúr. Landsmenn voru samt sem áður staðráðnir í að halda áfram að lifa í allsnægtum. Við notuðum sparnað okkar til að viðhalda einkaneyslunni og þegar spariféð var uppurið tókum við gífurleg lán í sjálfbirgingslegri viðleitni okkar að viðhalda því sem við töldum okkur eiga rétt á. Niðurstaðan varð hörmuleg. Við lentum í hrylli- legum víxlhækkunum launa og verðlags, vextir hækkuðu í yfir 20%, innflutningstakmarkanir voru auknar og útflutningsbætur hækkaðar þannig að jafnvel rneð 66% tekjuskatti komst ríkið ekki hjá frekari lántökum. Steve Marshall Steve Marshall hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambands Nýja-Sjálands frá árinu 1989- Hann hóf störf hjá sambandinu árið 1982, fyrst sem stjórnandi ýmissa stærra verkefna en síðar sem yfirmaður lögfræðisviðs. Áður hafði hann unnið sern starfsmannastjóri í fimm ár og önnur fimm ár hjá lög- reglu Nýja-Sjálands. Eftir tveggja ára launa- og verðstöðvun gerðist hið ótrúlega. Árið 1984 rændi lítill hópur framsýns fólks völdum í nýkjörinni ríkisstjórn Verkamannaflokksins og hrinti af stað einhverri róttækustu umbótaáætlun í sögunni. Umbótaáætlun hafin Nýsjálenski dollarinn var settur á flot, tollar lækkaðir umtalsvert og innflutningsleyfi og niður- greiðslur afnumdar. Skattkerfið var betrumbætt á þann veg að eitt 33% tekjuskattsþrep var tekið upp og 10% neysluskattur lagður á allar vörur. Ríkisstjórnin hóf tiltekt í eigin ranni með endur- bótum á opinberum rekstri, skilgreiningu á hver væru grundvallarviðfangsefnin, breytingu ríkisfyrirtækja í hluta- félög og einkavæð- ingu ásamt virkunt niðurskurði ríkis- útgjalda. Lögum um seðlabanka var breytt til að efla baráttuna við verð- bólguna sem skilgreind var sem eitt helsta þjóðarbölið. Endurbótaferlinu var þó hvergi nærri lokið. Við félagslega velferðarkeríinu hafði ekki verið hreyft og vinnumarkaðurinn var miðstýrður í hefðbundið kerfi, þar sem launahækkanir einstakra starfsstétta gengu yfir alla vinnustaði og félagsmenn verkalýðsfélaga höfðu skilyrðisiausan forgangsrétt til vinnu. í raun þýddi þetta algera skylduaðild að verkalýðsfélögum. Fyrir kosningaósigur sinn árið 1990 hafði ríkisstjórn Verkamannaflokksins gert tvær marktækar breytingar á vinnumarkaðinum. Þær voru afnám skyldunnar að senda ágreiningsmál í gerðardóm og möguleiki á vinnustaðasamningum. Ný ríkisstjórn Þjóðarflokksins staðfesti þann ásetning sinn að viðhalda sörnu grundvallarstefnu í efnahagsmálum og fyrri ríkisstjórn við valdatöku sínaárið 1990. Ríkisstjórnin hélt áfram einkavæðingu og tók að starfa á grundvefli ábyrgðar í ríkisfjármálum, þar sem stefnt var að stórfelldum samdrætti útgjalda í því skyni að ná tekjuafgangi. Félagslega velferðar- kerfið hefur gengið í gegnum umfangsmiklar breytingar þar sem bótaupphæðir hafa verið lækkaðar og í sumum tilfellum afnumdar. Almennur bótaréttur var afnuminn og í stað hans var bótum stýrt á grundvelli mælikvarða eins og aldurs, annarra tekna og eigna. Breytingarnar á vinnumarbðinum voru ekki síður stórtækar. Lögin um vinnusamninga, sem tóku gildi í maí 1991, umbreyttu vinnumarkaði Nýja- Sjálands úr því að vera byggður á miðstýringu, einokun verkalýðshreyfingar og ósveigjanlegum launahlutföllum, í vinnumarkað byggðan á réttindum og skyldum einstakra launamanna og vinnuveitenda í kerfi frjálsra vinnusamninga. Kjarasamningar á landsvísu skyldu falla úr gildi eftir að þáverandi gildistími þeirra rynni út og vera óheimilir uþþ frá því. Innleidd var frjáls aðild að verkalýðsfélögum. Gildissvið vinnumarkaðslöggjafarinnar var breikkaðþannig að hún nœði til allra launþega (áður hafði hún aðeinsgilt fyrir verkafólk, iðn- aðarmenn og verslunarmenn í verka- lýðsfélögum). Vinnuveitendur og launþegar fengu rétt til að ákveða sjálfir hverjir kœmu fram fyrir þeirra hönd. Verkalýðsfélög breyttust í samtök, viðurkennd sem lögaðili, og fengu réttarstöðu málsvara eins og hver annar aðili eða samtök sem launþegi kysi að láta koma fram fyrir sig. í stað heildarsamninga var tekið uþþ nýtt kerfi kjarasamninga. Vinnuveitanda og launþega er heimilt að gera samkomulag um tvœr gerðir samninga, einstaklingsbundna samninga eða heildarsamninga. Heildarsamningur getur náð til hluta fyrirtœkis, alls fyrirtækisins eða hóps fyrirtœkja eftir því sem aðilar koma sér saman um. Friðarskylda er hluti samnings og eru verkfóll ólögleg á gildistíma hans.

x

Af vettvangi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Af vettvangi
https://timarit.is/publication/1566

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.