Af vettvangi - 01.07.1994, Blaðsíða 6
Mengunarvamareglugerðin nýja
ann 2. febrúar sl. tók gildi ný
raengunarvarnareglugerð nr.
48/1994. Jafnframt féll úr
gildi mengunarvarnareglugerð
nr. 396/1992. Nokkrar breytingar hafa verið
gerðar á reglugerðinni og við hana bætt, fyrst
og fremst vegna aðildar íslands að EES-
samningnum. Nýja reglugerðin tekur þannig
til fleiri efnisatriða og gerir strangari kröfur
en sú eldri í samræmi við viðkomandi
tilskipanir EB.
Kostnaður við framkvæmd eldri reglugerðar
hefur þegar komið í ljós með auknum
álögum, svo sem gjaldtöku fyrir heilbrigðis-
eftirlit, starfsleyfi og starfsleyfiseftirlit með
fyrirtækjum sem geta mengað út frá sér. Þær
viðbætur í nýju reglugerðinni sem hvað
þyngst vega eru aftur á móti ný ákvæði um
fráveitur, m.a. um hreinsun skólps.
Kostnaður því samfara leggst með mestum
þunga á sveitarfélögin í landinu, en engu að
síður kostar það atvinnuvegina, einkum
flskvinnslu og iðnað, verulegar upphæðir að
uppfylla þessi ákvæði nýju reglugerðarinnar.
Hana skal síðan endurskoða fyrir 1. júlí 1994
þar sem ekki var unnt af lagalegum ástæðum
að taka öll ákvæði EES-samningsins, sem
varða umhverfismál, inn í hana á þessu stigi
málsins.
Viðtaki
Gerðar eru mismunandi kröfur til skólp-
hreinsunar. Fer það eftir eðli skólpsins og
hversu viðkvæmur viðtakinn er, en viðtaki
nefnist það svæði sem tekur við mengun og
þynnir hana eða eyðir. Skilgreind eru
viðkvæm svæði og síður viðkvæm svæði.
Viðkvæm svæði eru stöðuvötn, yfirborðsvatn,
ármynni og strandsjór þar sem næringar-
efnaauðgun hefur átt sér stað eða hætta er á
henni í náinni framtíð. Síður viðkvæm svæði
eru aftur opnir flóar, ármynni og annar
strandsjór þar sem endurnýjun vatns er mikil
og ekki hætta á ofliæringu eða súrefnisþurrð.
Sett eru viðmiðunarmörk fyrir hámarks-
mengun og eftirlitsmælingar skulu gerðar á
fráveituvatni og viðtaka til að staðfesta að
losun hafi ekki áhrif á umhverfið.
Gera má ráð fyrir því að flest sveitarfélög við
sjávarsíðuna búi við síður viðkvæm svæði og
geti nýtt sér eins þreps hreinsun sem myndi í
flestum tilvikum byggjast á síubúnaði eða
botnfellingu. Álykta má af rannsóknar-
niðurstöðum að styrkur spilliefna, t.d.
þungmálma, í skólpi hér við land sé
sambærilegur við það sem mælist meðal
nágrannaþjóða okkar. Áhrifin eru talin
óveruleg vegna mikils þynningarhraða í
viðtakanum.
Iðnaðarskólp
Ólíkt því sem gerist með fráveitur frá
íbúðarbyggð eru þær skyldur lagðar á herðar
atvinnurekstri að hann sjái sjálfur um
aðgerðir til að draga úr hugsanlegri mengun
með því að beita mengunarvörnum við
upptökin. Þannig eru sérstakar kröfur
gerðar til atvinnurekstrar um forhreinsun
iðnaðarskólps sem veitt er í safnræsi og til
skólphreinsistöðva fyrir þéttbýli. Markmiðið
með kröfunum er að vernda heilsu starfsfólks
sem vinnur við fráveitur, búnað og starfsemi
fráveitunnar og varna því að viðtaki spillist.
Losun tiltekinna, hættulegra efna er bönnuð
nema í samræmi við ákvæði reglugerðar og
starfsleyfi viðkomandi atvinnurekstrar og
draga skal úr losun annarra tiltekinna efna.
Þessum ákvæðum verður framfylgt með
hertum kröfum til starfsleyfisskyldrar
starfsemi og leiðbeiningum til atvinnurekstrar
sem ekki er starfsleyfisskyldur. í
þessu samhengi má nefna sem dæmi
lífrænan úrgang í fráveitum frá fisk-
vinnslu, fiskeldi og annarri mat-
vælaframleiðslu, þungmálma í
fráveitum frá fyrirtækjum sem
vinna við málmhúðun og leysi-
efni og olíuúrgang í fráveitum
frá bílaþvottastöðvum, véla- og
bílaverkstæðum.
Oft eru það fráveitur frá atvinnustarfsemi
sem flytja mest efnismagn og þau efni sem
skaðað geta umhverfið hvað mest og eiga
þannig verulegan þátt í fráveituvandamálum
sveitarfélaganna. í sjávarþorpum úti á landi
er oft mun meiri mengun frá fiskvinnslu en
frá byggðinni sjálfri. Ekki losar öll atvinnu-
starfsemi skólp í fráveitu fyrir þéttbýli og má
vænta sérstakra ákvæða um hreinsibúnað í
starfsleyfi þeirra sem losa meira en 4000 p.e.
af skólpi á þann hátt. Til viðmiðunar má
gróflega áætla að 4000 p.e. samsvari vinnslu
á um 200 t af bolfiski á viku eða um 20 t af
rækju.
Kostnaður
Víða um land fara nú fram úrbætur á eldri
fráveitum sem nú verður að samræma nýjum,
hertum kröfum. Nefna má að kostnaður
vegna úrbóta í Reykjavík einni er áætlaður
4,5 mrd. kr. Hin nýju ákvæði mengunar-
varnareglugerðarinnar gera sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni skylt
að endurbæta fráveitukerfi sín fyrir allt að 1,9
mrd. kr. fram til ársins 2005, fram yfir þær
kröfur sem gerðar voru í eldri reglugerð.
Ekki liggur fyrir úttekt á áætluðum kostnaði
við að bæta úr fráveitumálum iðnaðar,
fiskvinnslu eða annarrar mengandi starfsemi í
landinu né hugsanlegum ábata því samfara.
Geta má þess að miðað við erlendar
rannsóknir myndi frysting á 180 þús. tonnum
af þorski, ýsu og ufsa ásamt vinnslu á 31 þús.
tonnum af rækju samanlagt losa um 180 þús.
p.e., sem samsvarar úrgangslosun frá 180
þús. manna byggð. Kostnaður við úrbæmr á
fráveitu Reykjavíkur, með um 100 þús. íbúa,
er áætlaður um 4,5 mrd. kr. Þó að hér megi
ekki beita hlutfallsreikningi er ljóst að um
verulegan kostnað er að ræða fyrir fisk-
vinnslu og annan mengandi atvinnurekstur í
landinu sem er að mati margra 1-2 mrd. kr.
Hvað er til ráða?
Forsvarsmenn starfsleyfisskyldra fyrirtækja
ætm sem fyrst að taka upp viðræður
við fulltrúa viðkomandi sveitarfélags
og leita eftir samvinnu um lausn á
fráveitumálum starfseminnar
miðað við gildandi reglugerð.
Kröfúrnar um úrbætur verða
ekki staðlaðar fyrir ákveðna
starfsemi heldur skulu þær
gerðar í samræmi við eðli
starfseminnar og hæfni
viðtakans til að taka við mengun.
Borið saman við nágrannalönd okkar þá
búum við almennt við betri viðtaka fyrir
mengun og ætm því kröfur til mengunarvarna
atvinnurekstrar hér á landi að öllu jöfnu að
vera vægari en fyrir samsvarandi erlend
fyrirtæki, sem á aftur að skapa innlendum
fyrirtækjum betri samkeppnisaðstöðu. Það
má einnig telja óeðlilegt að setja sömu
tímamörk á framkvæmdir hér á landi og í
nágrannalöndum okkar þar sem
fráveituframkvæmdir eru mun lengra á veg
komnar, enda gefa ákvæði 8. gr. tilskipunar
91/271 EBE svigrúm til að sækja um frestun á
framkvæmdum ef til þess liggja gildar
ástæður.
Óskar Maríusson
6