Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Blaðsíða 24
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 201024
Ef gengið er út frá því að staðsetning gasvinnslu í Eyjafirði sé á Þveráreyrum í
Eyjafjarðarsveit, eru 84% bæjanna og 88% mykjunnar í innan við 50 km fjarlægð frá
vinnslustað. Flestir bæirnir, 29%, og stór hluti mykjunnar, 30%, er í 1020 km
fjarlægð (3. tafla). Í töflunni má einnig sjá eldsneytiseyðslu (dísel olía) við flutning á
mykjunni, miðað við að mykjan (með 7% þurrefni) sé flutt í vinnsluna og síðan aftur
gastæmd heim á býlin. Í flutninga mykjunnar færu þá í heild 119.384 lítrar á ári.
Heildar metanframleiðsla á svæðinu 2.312.252 Nm3 samsvarar 2.497.232 lítrum af
bensíni eða 2.266.007 lítrum af díselolíu sé miðað við að úr einum rúmmetra af
metani fáist 1,08 l af bensíni eða 0,98 l af díselolíu. Orkan sem færi í flutninga væri
því hlutfallslega lítil miðað við það orkumagn sem hægt væri að framleiða úr
mykjunni eða um 5,3% af heildarorkunni sé miðað við díselolíu.
Fjöldi bæja í Eyjafirði flokkuðum eftir fjarlægð frá metanvinnslustað og möguleg
eldsneytisframleiðsla úr mykju í hverjum flokki að frádreginni eldsneytiseyðslu vegna flutninga.
Fjarlægð
frá virkjun
km
Fjöldi
bæja
Mykja
(t)
Hlutfa
ll
bæja,
%
Hlutfall
mykju,
%
Eldsneytis
eyðsla l CH4 Nm3
ensín
jafngildi l
ísel
jafngildi l
≤ 10 11 17.714 11 13 3.174 33.6684 363.619 329.950
1020 28 42.502 29 30 19.778 69.6377 752.087 682.449
2030 20 30.671 20 22 23.536 489.587 528.754 479.795
3040 13 16.471 13 12 17.990 232.398 250.990 227.750
4050 10 14.863 10 11 20.371 245.684 265.339 240.770
5060 5 6.985 5 5 12.702 118.760 128.261 116.385
6071 11 10.436 11 7 21.833 192.762 208.183 188.907
Reikna má með að hér á landi væri hagkvæmara að nýta aðra orkugjafa eins og
jarðvarmaorku og eða raforku til að knýja allt ferli vinnslunnar í stað þess að nýta þá
orku sem yrði framleidd í vinnslunni. Ástæða þess er að jarðvarmaorka og raforka er
ódýrari orka en gas úr lífmassa og nýtingin á þessum orkugjöfum einnig betri. Það er
auk þess kostur að geta nýtt alla framleiðslu metans sem eldsneyti í stað
jarðefnaeldsneytis, sem hefur sína umhverfislegu kosti (Ásgeir Ívarsson, samtal 15.
desember 2009).
Út frá magni og gæðum mykjunnar auk stuttra vegalengda og nálægð við nógu stóran
þéttbýliskjarna má álykta að vænlegt sé að reisa metanvinnslu í Eyjafirði enda er þar
þéttasta mjólkurframleiðslan á landinu (Kári Gunnarsson, 2009). Nauðsynlegt er þó
að gera hagkvæmniútreikninga sem ná til allra þátta til að kanna hvort slík virkjun
standi undir kostnaði auk þess að skoða félagslega og umhverfislega þætti. Einnig má
gera ráð fyrir að nauðsynlegt yrði að nýta annan lífrænan úrgang í ferlið eða fara út í
ræktun orkuplantna, því ef miðað er við gasvinnslur erlendis er sjaldnast hagkvæmt að
vinna eingöngu með mykju. Ekki er ástæða til að ætla að því yrði öðruvísi farið
hérlendis þó gashæfni íslenskrar kúamykju virðist ögn meiri en gengur og gerist
erlendis. Á 5. mynd má sjá hvernig ræktunarþörf og heildar LÞE framleiðsla á ári
eykst með auknu hlutfalli orkuplantna. Við þessa útreikninga er miðað við að úr
orkuplöntunum fáist 4 t af LÞE á ha til metanvinnslu. Ef hlutur LÞE í ferlinu yrði til
að mynda aukið um 20% með orkuplöntum þyrfti að rækta orkuplöntur á 549 ha lands
(á Eyjafjarðarsvæðinu) sem þýðir að hvert bú (98) yrði að rækta að meðaltali um 5,6
ha af orkuplöntum sem yrði þá um 10% af heildarræktuninni. Þessi viðbót
orkuplantna saman við mykjuna myndi auka metanframleiðsluna um u.þ.b. 25% ef
miðað er við að mykja framleiði 263 ml CH4 g1 LÞE og orkuplöntur 350 ml CH4 g1