Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Blaðsíða 312
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010312
bera saman niðurstöðurnar við mælingar á tanksýnum í Noregi. Niðurstöðurnar má sjá
á mynd 4 þar sem sjá má að meðaltal FFS á Íslandi er verulega mikið hærra en í
Noregi, þar sem gæðareglur um magn FFS í mjólk hefur verið frá árinu 2004 (Ingrid
Haug, 2010).
Til þess að skýra einstaka óskýrða áhrifaþætti á FFS í mjólk voru skoðuð
skýrsluhaldsgögn frá Bændasamtökum Íslands fyrir annars vegar febrúar (þegar
meðaltal FFS í tankmjólk var lægst árið 2009) og hins vegar ágúst (þegar meðaltal
FFS í tankmjólk var hæst árið 2009). Alls reyndust 8.420 kýrsýnamælingar vera
nothæfar í febrúar og 3.542 í ágúst, en gögnin byggja á innsendum skýrslum og
kýrsýnum frá kúabúum landsins. Gögnin voru hreinsuð þannig að allar mælingar sem
sýndu 0 voru ekki teknar með, sem og hærri mælingar á FFS en 6,0. Þá var
niðurstöðum kúa með fleiri en 500 daga frá burði ekki teknar með. Meðalnyt kúnna í
febrúar reyndist vera 17,5 kg og dagar frá burði 177, en í ágúst var meðalnytin 13,6 kg
og dagar frá burði 248. Skoðað var sérstaklega hvort fjöldi mjaltaskeiða pr. kú hefði
áhrif til skýringa á FFS í sýnunum en svo reyndist ekki vera. Í töflum 14 má sjá
helstu niðurstöður.
Tafla 1. Kýrsýni í febrúar 2009, flokkuð eftir dögum frá burði.
Dagar frá burði Hlutfall
kúa
Meðalnyt /
staðalfrávik
(kg)
MeðalFFS /
staðalfrávik
Hlutf. sýna á
bilinu 0,71,1
Hluf.
sýna
yfir 1,1
1100 26,2 23,5 / 6,6 0,52 / 0,48 14,4 5,7
101200 38,0 18,4 / 5,3 0,65 / 0,54 21,5 10,4
201300 21,1 13,4 / 4,4 0,86 / 0,64 33,2 18,8
300 14,7 10,3 / 4,0 0,93 / 0,66 36,3 24,6
Tafla 2. Kýrsýni í ágúst 2009 flokkuð eftir dögum frá burði.
Dagar frá burði Hlutfall
kúa
Meðalnyt /
staðalfrávik
(kg)
MeðalFFS /
staðalfrávik
Hlutf. sýna á
bilinu 0,71,1
Hluf.
sýna yfir
1,1
1100 5,3 21,3 / 6,4 0,53 / 0,32 26,0 7,7
101200 15,4 16,3 / 5,1 0,61 / 0,36 27,0 7,0
201300 52,4 13,0 / 4,2 0,75 / 0,38 39,3 10,6
300 27,0 10,9 / 3,9 0,81 / 0,39 41,2 18,1