Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Blaðsíða 280
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010280
Svif (suspension) lýsir hreyfingu smæstu kornanna, yfirleitt smærri siltefna eða leirs,
sem þyrlast hátt í loft og geta borist langar leiðir. Skopp (saltation) lýsir hreyfingu
korna sem eru stærri en það en þó nógu smá til að takast á loft, oftast sandkorn eða
stærri siltkorn. Við skopphreyfingu takast kornin á loft, oft upp í 1030 m hæð, en
skella síðan niður aftur og við áreksturinn losnar um fleiri jarðvegskorn. Rofið
sigmagnast þannig undan rofáttinni og mesti rofkrafturinn fylgir skopphreyfingum því
árekstar frá skoppandi kornum valda skoppi, skriði eða svifi annarra jarðvegskorna.
Yfirleitt berst meginhluti fokefna með skoppi, jafnvel > 70 og algengt er að 1030
fokefna berist með svifi.
Korn á stærðarbilinu 0,1 til 0,15 eru talin hafa lægstan rofþröskuld (Stallings, 1957)
þ.e. þau korn þurfa lægri vindstyrk til að losna heldur en bæði stærri og minni
jarðvegskorn. Minni kornin mynda tengikraft sín á milli sem hamlar foki og hjá
kornum sem eru stærri er það þyngdin sem hækkar rofþröskuldinn. Almennt er talið
að korn sem flokkuð eru sem grófur sandur skv. Udden og Wenthworth
stærðarskalanum séu of stór til að skoppa og þá gjarnan miðað við jarðvegskorn >
0,84 mm (Skidmore, 1994). Þetta er þó háð vindstyrk, eðlisþyngd korna og lögun
þeirra. Aðstæður á Íslandi eru um margt frábrugðnar öðrum löndum og komið hefur í
ljós í rannsóknum hérlendis að korn > 2 mm geta hreyfst með skoppi (Ólafur
Arnalds, 1990) og hér verður sýnt fram á að vikurkorn allt upp í > 8 mm skoppa.
Rannsóknarsvæðið er um 120 km2 svæði norðan Heklu. Það afmarkast af Þjórsá í
vestri, Sultartangalóni og Langöldu í norðri en austurjaðar þess liggur með Helliskvísl
og niður með Valafelli, yfir Sölvahraun og niður með Ytri Rangá, að Tröllkonugili.
Eldgos í Heklu hafa átt stóran þátt í þróun svæðisins og eru sléttir vikurflákar ríkjandi
yfirborðsgerð næst Heklu. Annars staðar á svæðinu eru lítt gróin, sendin hraun
ríkjandi en sandurinn er vikurblandaður um allt svæðið, í mismiklu magni þó. Vindrof
og rof af völdum rennandi vatns, regndropa og holklaka eru megin rofferlin á svæðinu
en það er háð árstíð og árferði hvaða rof á sér stað á hverjum tíma. Á sumrin er
svæðið að mestu þurrt og lítið um læki eða annað yfirborðsvatn og þá er mest hætta á
sandfoki í þurrum norðaustlægum vindáttum. Stórir og sums staðar djúpir farvegir
gefa hins vegar til kynna að mikið vatnsrennsli getur orðið í leysingum og þegar jörð
er frosin.
Í þessari rannsókn var efnisflæði sands með vindi mælt á landslagsskala júní ágúst
2008 og maí – ágúst 2009. Notaðar voru tvær mæliaðferðir á vettvangi, annars vegar
með því að setja upp svokallaðar gripgildrur til að mæla efnismagn og hins vegar með
Sensit mælitækjum sem er rafeindabúnaður sem gefur til kynna fok.
Gripgildrur
Gripgildrurnar eru af Fryrear eða SNEgerð (Fryrear, 1986), en hönnun þeirra
miðast við að þær hafi sem minnst áhrif á vindflæði. Þær snúast á súlu þannig að op
þeirra ber ávallt upp í vindinn og hafa reynst mjög árangursríkar við söfnun
vindborins efnis (Fryrear, 1986; Shao o.fl., 1993).
Gripgildrum var komið upp á 32 stöðum til að fá heilstæðar mælingar á efnisflæði
innan rannsóknarsvæðisins. Gildrunum var dreift kerfisbundið þannig að þær