Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Blaðsíða 267
MÁLSTOFA F – MAðUR – VATN – NÁTTúRA | 267
Agnir í andrúmslofti, rykagnir eða agnúði, eru gerðar úr vökva og/eða föstu efni.
Þvermál agna er frá því að vera nokkrir nanómetrar í nokkra míkrómetra og er form
og efnainnihald sömuleiðis mjög breytilegt eftir uppruna og ferlum í andrúmslofti.
Agnir með kornastærðina 0,0510 m í þvermál hafa mest áhrif á endurkast sólarorku,
en meirihluti agna í andrúmslofti er einmitt á þessu bili (CCSP, 2009). Smæstu
agnirnar eiga þátt í ferlum við skýjamyndun ásamt stórum saltkornum, en stærstu
agnirnar tengjast yfirleitt eldgosum og ryki.
Agnir í andrúmslofti eru bæði náttúrulegar og manngerðar. Stór hluti agna er af
náttúrulegum uppruna frá foki úr eyðimörkum, jarðvegi, úr reyk frá náttúrulegum
eldum, úr salti frá sjávarúða, einnig súlfat og ryk sem myndast við eldgos. Mestu
breytingar á endurkasti agna verða þegar stór eldgos þeyta efni hátt upp í
andrúmsloftið (t.d. gos í Pinatubo 1991 eða Lakagígar 1783).
Um 10% af ögnum í andrúmslofti eru manngerðar og eru ýmist losaðar beint út í
andrúmsloftið eða myndast í andrúmsloftinu (Textor et al., 2006). Manngerðar agnir
eru upprunnar í útblæstri iðnaðar (blanda af súlfötum, lífrænu og svörtu kolefni (sóti)
og nítrati), manngerðum eldum (brennsla á lífmassa), bruna á jarðefnaeldsneyti,
jarðvegsfoki vegna landeyðingar, skógareyðingu, þurrkun lands, jarðvinnslu,
námugreftri og almennt aðgerðum manna sem raska yfirborði jarðar sem verður síðan
fyrir vindrofi. Slíkar manngerðar agnir eru algengar yfir meginlöndum norðurhvels
jarðar.
Magn og eðli agna hefur tekið miklum breytingum í takt við þróun iðnvæðingar.
Uppsprettur eru oftast staðbundnar við þéttbýli og dreifast síðan undan vindi.
Agnir endast yfirleitt einungis í eina til tvær vikur í andrúmslofti þar til úrkoma
hreinsar þær úr loftinu og fellir þær til jarðar. Þrátt fyrir stuttan líftíma geta agnir
borist langar leiðir, sem dæmi geta agnir, sem hreyfast með meðalhraða um 5 m/s og
eru í andrúmslofti í eina viku, borist um 3.000 km vegalengd (CCSP, 2009).
Efni, sem þeytast við eldgos hátt í andrúmsloftið yfir efstu ský hafa mun lengri líftíma
og geta haft áhrif á veðurfar í 12 ár áður en þau berast aftur til yfirborðs með úrkomu.
Mjög stór öskugos geta valdið kólnun á meðalyfirborðshita jarðar um hálfa gráðu
Celsíus sem varað getur í nokkra mánuði eða ár (Le Treut et al., 2007).
Rykagnir hafa ekki einungis áhrif á loftslag því myndun þeirra og flutningur eru
einnig mjög háð loftslagi. Uppspretta agna á okkar tímum er einkum tengd
þurrkasvæðum og úrkomulitlum svæðum. Hnattræn líkön hafa metið að flæði agna á
okkar tímum sé á bilinu milli 1 til 3 Pg ár1 (Cakmur et al., 2006; Goudie, 2009)).
Mannleg umsvif hafa áhrif á efnisflutning rykagna, og eru talin vera á milli 0 til 50 %
af hnattrænni losun rykagna (e.g. (Mahowald et al., 2004; Tegen et al., 2004). Þessar
tölur um efnisflutning og mannleg áhrif spanna svo rúmt bil þar sem skortur á
gögnum bæði með tilliti landfræðilegrar staðsetningar og samfellu í tímaröð gagna
takmarkar betri gildi.