Skessuhorn


Skessuhorn - 09.06.2021, Síða 12

Skessuhorn - 09.06.2021, Síða 12
miðVikUdAgUR 9. júNÍ 202112 Atvinnuveganefnd Alþingis hefur að undanförnu fjallað um ónýtta mögu- leika til endurnýtingar orku sem til fellur t.d. við stóriðju hér á landi. Að sögn Haraldar Benediktssonar sem sæti á í nefndinni samþykkti nefnd- in fyrr í vikunni fyrir sitt leiti breyt- ingar á raforkulögum sem heimila að nýta megi og selja glatvarma. Fyrri lög gera ekki með beinum hætti ráð fyrir endurnýtingu á orku og því er með þessari breytingu opnað á slíka möguleika. meirihluti nefndarinnar telur mikilvægt að til staðar séu laga- ákvæði sem heimili stórnotendum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, að nýta og selja þá orku sem leys- ist úr læðingi frá eigin framleiðslu- ferlum og annars færi til spillis, svo- kallaður glatvarmi. meðal þess sem horft er til er framleiðsla rafeldsneyt- is, en það hefur umfram aðra orku- gjafa þann kost að hægt er að nýta núverandi innviði til geymslu og síðar sölu. Alla aðra raforku þarf að nota í rauntíma þegar hún er fram- leidd. Skessuhorn ræddi við Harald og Ólaf Adolfsson formann stjórnar Þróunarfélags grundartanga um þau tækifæri sem nú er verið að opna fyrir. Glatvarmi byggðamál Haraldur Benediktsson segir að eitt af markmiðum orkustefnunnar sé að finna lausnir sem vinni að auk- inni sjálfbærni við nýtingu orku- auðlinda og fela í sér hámarksnýt- ingu orkunnar. „Atvinnuveganefnd Alþingis ræddi sérstaklega hvaða leiðir eru færar til að stuðla að auk- inni endurnýtingu orku, m.a. nýt- ingu glatvarma, þ.e. orku sem leys- ist úr læðingi í formi varma við iðn- aðarstarfsemi. Á fundum nefndar- innar kom fram að glatvarmi er nær ónýtt orkuauðlind hér á landi en endurnýting orku snýr að ábyrgri nýtingu, lágmörkun sóunar og há- mörkun verðmætis sameiginlegra auðlinda. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar er einmitt tek- ið dæmi um tækifæri til orkuendur- nýtingar orku hjá kísilveri Elkem Ís- land á grundartanga. Þar myndast um 110 megavött af varmaafli sem ekki er nýtt í dag. með orkuendur- nýtingu væri hægt að setja þar upp 25–30 mW túrbínu og/eða allt að 70 mW af varmaafli fyrir hitaveitu eða aðra varmakrefjandi starfsemi t.d. á sviði líftækniiðnaðar. Þá kom fram á nefndarfundum okkar að sem dæmi væri hægt að nýta glatvarma frá Fjarðaáli til húshitunar á Reyð- arfirði í stað beinnar rafhitunar sem er dýrasti kosturinn þegar kemur að húshitun. Að okkar mati er nýting glatvarma því einnig mikilvæg út frá byggðasjónarmiði,“ segir Haraldur og bætir því við að í sinni einföld- ustu mynd sé með þessu móti ver- ið að nýta glatvarma til húshitunar. margir stórnotendur raforku hér á landi mynda í starfsemi sinni glat- varma sem hægt væri að nýta til ann- arrar starfsemi, en auk álvera eru það járnblendiverksmiðjur, kísilver og ál- þynnuverksmiðjur. Framtíðin gæti verið rafeldsneyti Á vettvangi Þróunarfélags grund- artanga hefur mikið verið rætt og ritað um framleiðslu á rafeldsneyti. Horft er til rafeldsneytis sem mikil- vægs framtíðar orkugjafa til að knýja samgöngutæki þar sem ekki verð- ur hægt að nota beint rafmagn né hreint vetni, til að ná fram kolefnis- hlutleysi Íslands á næstu áratugum. Árið 2019 var 96% af olíusölu á Ís- landi notað til samgangna á landi, sjó og í lofti. Ólafur Adolfsson formað- ur stjórnar Þróunarfélags grundar- tanga bindur miklar vonir við fram- leiðslu rafeldsneytis fyrir landsmenn. Hann segir í samtali við Skessuhorn að þar sem 80% af frumorkunotk- un Íslands sé nú þegar frá endur- nýjanlegum orkugjöfum sé tækifæri fyrir þjóðina að verða sjálfbær hvað orku snertir. „Þannig getur Ísland orðið 100% hreinorkuland í fram- tíðinni. Það er raunhæfur mögu- leiki samhliða því að byggja upp nýj- an orkuiðnað til samræmis við þann sem olíuþjóðir hafa haft. með því að framleiða rafeldsneyti er mögu- legt að fullnýta raforkukerfi lands- ins og búa til orkugjafa sem auðvelt er að geyma og dreifa. Orkugjafinn er þannig framleiddur með rafmagni og vatni (rafgreining) og í sumum tilvikum jafnframt með koltvísýr- ingi, sem fangaður er úr andrúms- loftinu. Sama gildir um köfnunarefni við framleiðslu rafammoníaks.“ Ólafur segir að áætlað sé að eftir- spurn eftir rafeldsneyti eigi eftir að aukast á næstu árum og áratugum, samhliða vitundarvakningu stjórn- valda, fyrirtækja og almennings um hvaða afleiðingar loftslagsbreytin- gar hafa á umhverfið. „með aukinni eftirspurn og aukningu í framleiðslu geri ég ráð fyrir að verð á rafeldsney- ti muni lækka og verði það samkep- pnishæft við lífeldsneyti og jarðef- naeldsneyti í framtíðinni. Þannig mun verða búið til kolefnishlutlaust eldsneyti sem verður lausn á loft- slagsvanda heimsins,“ segir Ólafur Adolfsson. mm Blaðamaður Skessuhorns kíkti í lok síðustu viku í heimsókn á bæ- inn Ölkeldu ii í Staðarsveit. Þar býr bóndinn kristján Þórðarson ásamt Astrid konu sinni og reka þau þar kúabú ásamt jóni Svavari bróður hans og syni hans Þórði og fjölskyldum þeirra. Þau hafa síð- ustu tvo áratugi þurft að glíma við svokallaðan símakulda á bæjunum þremur. Nánast ekkert gSm sam- band er á svæðinu og eru alls fimm bæir þarna í kring sem eiga við þennan vanda að etja. Þetta eru auk Ölkeldu; Furubrekka, Foss, Álfta- vatn og Lindarbrekka. Árið 2008 skipti kristján um allt gler í húsinu á Ölkeldu með svokölluðu k-gleri sem er flotgler og er mun betra að gæðum en venjulegt gler. Svo gott er það að eftir þetta versnaði gSm sambandið enn meira á bænum og var þó ekki gott fyrir. kristján seg- ir þetta bagalegt ástand og að þetta sé öryggismál: „Það eru tvö síma- möstur hérna, annað er á gröf og hitt er á Öxl. Tvö fjöll eru í beinni línu milli þessara bæja sem blokka líklegast símasambandið, Lágafells- hyrnan fyrir austan og Þorgeirsfell fyrir vestan. maður frá Neyðarlín- unni kom hérna við um daginn og náði engu sambandi og vildi bæta við mastri á hólinn hjá okkur sem er svo sem ágætis hugmynd.“ Heimasíminn datt út í þrjár vikur kristján segir þó að líklegast væri best að setja mastur á vitann á kirkjuhóli og er vongóður um það eftir heimsókn starfsmanns Neyð- arlínunnar. „Það myndi bæta úr þessu vandamáli, ekki bara á þess- um bæjum heldur í Staðarsveit- inni allri því ekki er alls staðar gott gSm samband hér í sveit þó hvergi sé það eins slæmt og hér. Það þarf einhvern punkt til að magna þetta upp þó það séu blettir og blettir sem detta inn að þá er það alls ekki nóg. Það er einn staður í húsinu sem eitthvað gSm samband næst og það er í forstofunni. Ég skipti um símafyrirtæki fyrir stuttu og þegar það gerðist datt heimasíminn út hjá mér í þrjár vikur. Það þýddi að ég var nánast símasambandslaus allan þennan tíma og það var ekki góð tilfinning.“ Þá segir kristján einnig að það færist sífellt í vöxt að göngugarpar séu að príla um fjöllin fyrir ofan og séu ekki í neinu gSm sambandi. „Það virðist svo að símafyrirtækin hafi ekki nokkurn áhuga að þjóna þessum nokkrum vælandi íbúum varðandi símamálin og að áherslan verði að vera á öryggismálin til að þoka þessum málum áfram.“ Hins vegar segir kristján að það megi alveg hæla ljósleiðaravæðingunni sem hér hafi orðið: „Það eru allir bæir hér í fullkomnu netsambandi en því miður hefur það ekki áhrif á blessað símasambandið.“ Róbótarnir þurfa GSM samband Ölkeldubændur eru nýlega búnir að stækka við fjósið hjá sér. Þeir eru með um 80 mjólkandi kýr og auk þess töluvert nautaeldi. með við- byggingunni stækkaði fjósið um alls 400 fermetra og er allt húsið nú um 1500 fermetrar. Næsta mál hjá bændunum er að „róbótavæða,“ sem sagt að kaupa sér mjaltaþjóna í fjósið hjá sér og það er fjárfesting upp á tugi milljóna króna að sögn kristjáns. „En þar kemur aftur babb í bátinn því róbótarnir þurfa gSm samband til að láta okkur vita ef eitthvað er ekki í lagi hjá þeim og því er nauðsynlegt að hafa þetta samband til að þeir geti sent okk- ur skilaboð. Það er því óljóst hvort það sé gerlegt en leysist vonandi þegar þar að kemur.“ Nánast ekkert gSm samband er í fjósinu og getur blaðamað- ur staðfest það. kristján er í sam- starfi með bróður sínum og syni hans en stundum komi það fyrir að þeir séu að þvælast einir í fjósinu: „Ef eitthvað kæmi fyrir þá væri lít- ið sem við gætum gert því við gæt- um ekki látið vita af okkur á þessu dauða svæði sem fjósið er. Eins og ég sagði að þá er þetta öryggismál fyrir okkur bændurna hér í sveit- inni og þolinmæði okkar er nán- ast á þrotum. Þetta er eins og með margt annað, maður venst þessu ef hlutir eru í ólagi í einhvern tíma en nú erum við komnir alveg að þol- mörkum í þessu máli,“ sagði krist- ján bóndi á Ölkeldu að lokum. vaks Símakuldi á Ölkeldu í Staðarsveit Forsenda þess að hægt verði að kaupa mjaltaþjón á bæinn er að símasamband komist í lag „Halló! Ertu þarna?“ Á þessum eina stað í húsinu í Ölkeldu II er hægt að ná GSM sambandi. Viðbygging við fjósið í Ölkeldu. Ef á að vera hægt að róbótavæða nýja fjósið er GSM samband forsenda fyrir því Glatvarmi virkjaður og framtíðin gæti falist í rafeldsneyti Haraldur Benediktsson þingmaður og nefndarmaður í atvinnuveganefnd og Ólafur Adolfsson formaður stjórnar Þróunar- félags Grundartanga.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.