Skessuhorn


Skessuhorn - 09.06.2021, Page 19

Skessuhorn - 09.06.2021, Page 19
miðVikUdAgUR 9. júNÍ 2021 19 Sjómannadags- hátíðarhöld í Ólafsvík Sjómannadeginum var fagnað í Ólafsvík um helgina. Byrjaði há- tíðin á föstudag þar sem dorgveiði- keppni var haldin og sáu félagar í SjóSnæ um framkvæmd mótsins. Að sögn Sigurjóns Helga Hjelm formanns félagsins voru keppend- ur um hundrað talsins og var aflinn mjög fjölbreytilegur. Allir kepp- endur fengu grillaðar pylsur og svaladrykk auk þess sem allir fengu verðlaunapening fyrir þátttökuna. Á laugardag var keppt í ýmsum greinum. Á sunnudag fóru hátíðar- höldin fram í Sjómannagarðinum þar sem ræðumaður dagsins var Egill Þórðarson. Hann fór yfir gamla tíma þegar hann var ungur og rakti sjósókn og aðbúnað sjómanna á fyrri tímum. Tveir sjómenn voru heiðraðir fyrir störf sín. Var þet- ta í 60. skiptið sem sjómenn eru heiðraðir í Ólafsvík og að þessu sinni voru þeir sjógarparnir jóhann Steinn Hansson og Róbert Óskars- son en þeir hafa þeir verið til sjós í yfir hálfa öld hvor um sig. af Frá vinstri Róbert Óskarsson og kona hans Björg Elíasdóttir, Hrönn Snorradóttir eiginkona Jóhanns Steins Hanssonar. Kappróður kvenna. Kappróður karla. Listafólk úr Tónlistarskóla Snæfellsbæjar spila sjómannalög í Sjómannagarð- inum. Jóhannes Hjálmarsson lét ekki rigninguna trufla sig og klæddist handklæði. Stoltur afi, Páll Mortensen, með barnabörnum sínum með góðan afla. Hoppukastalar voru í Sjómannagarðinum á föstudagskvöldinu og eins og alltaf vöktu þeir mikla lukku barnanna sem fjölmenntu og þau fengu líka grillaðar pylsur frá áhöfnum bátanna sem skipulögðu þessa helgi. Þeir sýndu listir sínar á BMX hjólum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.