Kaupfélagsblaðið - 03.12.1980, Page 8
Þekkja menn kosti
samvinnufélaganna?
Við getum ekki lokað augunum fyrir því, að tím-
arnir breytast og mennirnir með. Meðan þjóðin
barðist tvísýnni baráttu fyrir frelsi sínu, vissu allir
hvað frelsi og sjálfstæði var. Eftir að ísland varð
fullvalda ríki, fór merking orðanna að skolasttil og
menn fóru að nota þau um mörg og ólík hugtök.
Verslunarfrelsið kostaði mikla og markvissa
baráttu, sem nær öll þjóðin fylgdist með af opnum
huga og með virkri þátttöku. Nú erverslunaránauð
svo langt að baki í rás sögunnar, að baráttan fyrir
afnámi hennar er flestum gleymd. Þáttur sam-
vinnuhreyfingarinnar geymist heldur ekki í minni
manna, nema á hana sé minnt. Nú ersamfélagið
ofið miklu fleiri þáttumenáðurvar. Almenningurá
því erfitt með að afla sér staðgóðrar þekkingar á
afmörkuðum sviðum þess. Breyttir atvinnuhættir
hafa í sumum tilvikum snúið athygli fólks frá
kaupfélögunum. Gömlu kaupfélögin sem voru í
senn framleiðenda- og neytendafélög, áttu stærri
hlut í afkomu fólks, en þau félög sem síðar hafa
orið nær eingöngu neytendafélög.
Flestir eru sammála um að við búum við góðan
hag og fólki líði hér betur en víðast hvar annars
staðar í heiminum. En fáir hyggja að hvaða
straumar báru okkur úr öldudal fátæktarinnar til
velmegunar. Ég óttast að þáttur félagshyggju-
fólksins og þá einkum sókn samvinnuhreyfingar-
innartil betri lífshátta, sé aðfalla í gleymsku. Mark-
viss og farsæl uppbygging samvinnufyrirtækja
víðs vegar um landið, þykir ekki sérlega fréttnæm
og fellur í skuggann hjá fjölmiðlum, þegar önnur
rekstrarform skaþa sífellt nýjar fréttir af gjaldþrot-
um, nafnaskiptum og sjóðþurrðum, svo nokkuð sé
nefnt. Það er sagt að engar fréttirséu góðarfréttir.
Þannig geta samvinnufélögin gleymst ef þau
minna ekki á sig sjálf. Nú ersvo komið, að hægter
að spinna upp sögu um vondan mann og segja að
hann sé kaupfélagsstjóri. Svona eru kaupfélögin.
Engu máli skiptir þótt söguþráðurinn brjóti alls
staðar í bága við samþykktir og venjur samvinnu-
hreyfingarinnar. Ég tel því, að fyrr á tímum hafi
jafnvel einlægustu fylgismenn einkareksturs vitað
meira um samvinnuhreyfinguna en almenntgerist
í dag.
S.K.
Styrkir úr
menningarsjóði SÍS
Á síðasta aðalfundi Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga kom fram, að nýbúið er að ákveða
nokkra styrki úr menningarsjóði þess, samtals að
upphæð 7 millj. kr.
Skógræktarfélagi íslands verða veittar 2 millj. kr.
í tilefni af ári trésins, Ungmennafélagi íslands
verða veittar 1.5 millj. kr. vegna ritunar á sögu fé-
lagsins, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra 1.5
millj. kr. vegna kostnaðar við nýbyggingu félags-
ins við Háaleitisbraut í Reykjavík, Blindrafélagið
hlýtur 1 millj. kr. sem viðurkenningarvott fyrir frá-
bært starf um langt árabil, og 1 millj. kr. rennurtil
tækjakaupa til hjálpar heyrnarskertum, en Stefán
Skaftason yfirlæknir, verður til ráðuneytis um til
hvaöa tækjakaupa upphæðinni verður varið.
Jólatrésskemmtun fyrir börn í Stapa
á þriðja i jólum ki. 3.