Morgunblaðið - 15.01.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.01.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framkvæmdir við nýja eldisstöð Fiskeldis Austfjarða á Kópaskeri gengur vel. Stjórnarformaður félags- ins vonast til að stöðin komist í gagnið á næstu mánuðum. Jafnframt er ver- ið að stækka klak- og seiðastöð fyrir- tækisins í Rifósi í Kelduhverfi en þessar stöðvar vinna saman við að skila stórum og góðum seiðum til sjó- kvíaeldis. Verið er að steypa og reisa átta stór eldisker á Kópaskeri. Að því búnu verður 30 metra langt stál- grindarhús byggt yfir kerin. „Við höfum verið heppin með veður í vetur, það hafa komið gluggar inn á milli sem hægt hefur verið að nota til að steypa,“ segir Guðmundur Gísla- son, formaður stjórnar Fiskeldis Austfjarða. Volgur sjór úr borholu Þegar húsið hefur verið reist tekur við vinna við rafmagn, aðrar lagnir, súrefniskerfi og fleira. „Stefnt er að því að stöðin verði komin í gagnið á næstu mánuðum þannig að við getum notað hana til ala seiði til útsetningar í kvíar í vor eða sumar,“ segir Guð- mundur. Jafnframt er unnið að stækkun klak- og seiðastöðvarinnar í Rifósi. Stöðvarnar vinna saman. Hrognin eru klakin í Rifósi og alin upp í 50-70 gramma stærð, tilbúin til að fara til áframeldis í sjó í nýju stöðinni á Kópaskeri. Þar hefur verið borað eft- ir vatni og fæst góður sjór, 13 gráðu heitur, sem Guðmundur segir að sé kjörhiti til áframeldis seiðanna. Seið- in frá Rifósi eru alin á Kópaskeri þangað til rétt þykir að setja þau út í sjókvíar á Austfjörðum. Stefnt er að 400 gramma stærð en það fer þó eftir aðstæðum. Hægt verður að dæla seiðunum beint út í brunnbát í höfn- inni á Kópaskeri. Fiskeldi Austfjarða rekur ásamt Arnarlaxi seiðastöðina Ísþór á Þor- lákshöfn. Guðmundur segir það veita rekstraröryggi að hafa tvær stöðvar. Ekki liggur enn fyrir hver fram- leiðslugeta stöðvanna á Norðurlandi verður en Guðmundur nefnir 3-4 milljónir seiða þegar stöðin á Kópa- skeri verður komin á fullan snúning. Framleiðslugetan ráðist einnig af því hversu stór seiði verða afhent frá stöðinni. Fallegur úr Fáskrúðsfirði Fiskeldi Austfjarða hefur til þessa eingöngu slátrað laxi upp úr sjókvíum í Berufirði. Í vikunni hófst slátrun frá nýjum stað, úr kvíum í Fáskrúðsfirði. Guðmundur er ánægður með árang- urinn þar. „Eldið í Fáskrúðsfirði hef- ur gengið einstaklega vel. Fiskurinn er fallegur. Fjörðurinn er afar góður til laxeldis. Svo hefur hann fengið ein- staklega góða umönnun hjá starfs- fólki okkar,“ segir Guðmundur. Um 100 gramma seiði voru sett út í kvíarnar í Fáskrúðsfirði fyrir átján mánuðum og fiskurinn sem nú er ver- ið að slátra er fimm til fimm og hálft kíló að þyngd. Guðmundur er ánægð- ur með vöxtinn og bendir á að hægt hefði verið að stytta eldistímann verulega með því að setja út stærri seiði. Segir Guðmundur það einnig kost að vera með eldi í fleiri en einum firði. Ný seiðastöð framleiðir stórseiði  Fiskeldi Austfjarða byggir mikla seiðastöð á Kópaskeri og stækkar á Rifósi  Stöðvarnar vinna saman að framleiðslu seiða  Laxi slátrað í fyrsta sinn úr Fáskrúðsfirði og þaðan koma góðar afurðir Tankar Verktakar eru að reisa átta risastór ker í nýrri seiðastöð Fiskeldis Austfjarða á Kópaskeri. Laxaflök Afurðirnar úr Fáskrúðs- firði eru girnilegar að sjá. BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Mörgum brá í brún þegar fréttir bár- ust af kórónuveirusmiti sjúklings á hjartadeild Landspítalans, deildinni var lokað, 100 manns settir í sóttkví og 200 starfsmenn skimaðir fyrir veirunni. Betur fór en á horfðist, eftir víð- tæka rannsókn þótti sýnt að þar væri sennilega um að ræða gamalt smit hjá sjúklingnum, sem legið hafði á deildinni síðan í desember. Útskrifa átti manninn, en fyrst þurfti hann að gangast undir tvöfalda skimun og var seinni skimunin jákvæð. Áður hafði hann tvisvar sýnt neikvæða svörun við veirunni. En þó að allt hafi það farið vel, þannig séð, þá vakna ýmsar spurn- ingar um áreiðanleika skimunarinn- ar. Hversu áreiðanlegt er próf sem gefur tvisvar neikvæða svörun og síð- an einu sinni jákvæða en falska svör- un? Í því samhengi er vert að hafa í huga að þar er um að ræða sýni sem tekin eru á sérstaklega viðkvæmri deild á hátæknisjúkrahúsi, en ekki á bílastæði eða bak við skilrúm í Leifs- stöð. Þær áhyggjur eru ekki alveg nýjar af nálinni, enda benda niðurstöður úr tvöföldu skimuninni á landamærun- um til þess að fyrri skimun missi af um fjórðungi smita. Ef seinni skimun missir af svipuðu hlutfalli mætti ætla að um 6% smita sleppi þar í gegn. Misgóð skimun í Bretlandi Nú er rétt að geta þess að skimanir af þessu tagi eru ekki allar eins, að- ferðir geta verið mismunandi og mis- mikil reynsla segir sömuleiðis til sín. Fyrr í vikunni var þannig greint frá því í Bretlandi, að við skimun fyr- ir kórónuveirunni í Skotlandi hefði mönnum yfirsést meira en 2/3 til- fella. Það er langversti árangurinn í Bretlandi. Samkvæmt greiningu hugveitunn- ar Our Scottish Future (stofnuð af Gordon Brown, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands) á opinberum töl- um voru að meðaltali 43.379 Skotar með veiruna undanfarnar sex vikur, en skimun og smitrakning náði að- eins til 13.650 tilfella að meðaltali eða 32%. Það bendir til þess að um 30.000 tilfelli hafi farið framhjá heilbrigðis- yfirvöldum. Ástandið reyndist litlu skárra á Englandi, þar sem 41% greindist, en mun betra í Wales (70%) og best á Norður-Írlandi (81%). Þrátt fyrir að smitrakningarkerfið í Skotlandi væri talið virka tiltölulega vel sem slíkt, þá var árangurinn af því nær enginn, einmitt vegna þess hve mörg tilfelli fóru framhjá skim- uninni. Breska blaðið The Daily Tele- graph hafði það eftir Hugh Penning- ton, einum fremsta veirufræðingi Breta, að fyrir vikið hefðu Skotar verið að berjast við kórónuveiruna „með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak“. Hann hvatti til mun for- virkari skimunar en verið hefði, ekki síst í skólum, en til þess að bæta gráu ofan á svart bendir greiningin til þess að Skotar hafi aðeins nýtt getu sína til skimunar að þriðjungi. Skoska heimastjórnin hefur und- anfarna daga sætt aukinni gagnrýni fyrir sóttvarnaaðgerðir sínar, ekki þá síst fyrir að skimunin sé ekki nýtt nema að litlu leyti, einmitt þegar nýtt afbrigði veirunnar hafi breiðst ört út. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skota, hefur varið það og sagt eft- irspurn ráða nýtingunni. Stjórnvöld þar hafa sömuleiðis andæft fyrr- nefndri greiningu og sagt hana óná- kvæma í samanburði sínum. Pennington prófessor er á öðru máli og telur aukin smit að undan- förnu enga tilviljun. „Það er ekki nema von að veiran sé að vinna á, því eins og þessi rannsókn sýnir, þá er- um við ekki að leita að henni og við erum ekki að finna hana eins oft og við ættum.“ Spurningar vakna um áreið- anleika skimana við Covid-19  2/3 smita í Skotlandi fara framhjá skimunum  Misvísandi svörun skimana á LSH Morgunblaðið/Eggert Skimun Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fór í skimun fyrir veirunni í vor, en hversu áreiðanleg var hún? Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur hafnað kyrrsetningarbeiðni fyrrver- andi íbúa Bræðraborgarstígs 1 og aðstandenda þeirra á eignunum Bræðraborgarstíg 1 og 3. Skúli Sveinsson, lögmaður HD-verks, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Skúli segir grundvöll kyrrsetningarinnar hafa verið veik- an og skilyrði ekki talin vera fyrir hendi svo fallast mætti á beiðni um kyrrsetningu. Hann segir einnig að málið sé fyrst og síðast byggt á nið- urstöðu skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en hann telur þær niðurstöður einfaldlega rangar. „HMS byggir ranglega á því að lagðar hafi verið inn teikningar til byggingarfulltrúa til samþykktar ár- ið 2000. Hið rétta er að það voru lagðar inn svokallaðar reyndar- teikningar til byggingarfulltrúa það ár en það eru teikningar sem sýna hvernig húsið var þá en snúa ekki að neinum sérstökum breytingum á því sem samþykkja hefði þurft,“ segir Skúli. Bræðraborgarstígur 1 brann síð- asta sumar og létust þrír erlendir ríkisborgarar í brunanum. Karl- maður á sjötugsaldri er ákærður fyrir manndráp og íkveikju. Morgunblaðið/Eggert Brunarústir Húsið er gjörónýtt. Sýslumað- ur hafnaði beiðninni  Eignin verður ekki kyrrsett

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.