Morgunblaðið - 15.01.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.01.2021, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmisskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Kaffikrókurinn er opinn fyrir íbúa Skólabrautar. Vegna sóttvarnareglna er engin skipulögð dagskrá í félagsstarfi eldri borgara í dag. Virðum sóttvarnir og grímuskyldu í rými félagsstarfsins. Reyn- um að halda virkni með hreyfingu, samskiptum og góðu hugarfari. með morgun- nu ✝ Erla Þórisdóttirfæddist að Hnúki í Klofnings- hrepp í Dalasýslu 24. febrúar 1945. Hún lést á heimili sínu 22.12. 2020. Foreldrar hennar voru Þórir Valgeir Jakobsson, fæddur 1.5. 1914, dáinn 8.2. 1971, og Aðalheiður Guðmundsdóttir, fædd 4.11. 1913, dáin 29.4. 1986. Erla ólst upp á Hnúki hjá þeim hjónum Jóhannesi Sigurðssyni og Kristínu Sesselju Teits- dóttur. Erla var gift Þorsteini Garðari Guðmundssyni, fædd- um 24.9. 1942. Foreldrar Þor- steins voru Guðmundur Bjarna- son, fæddur 1.5. 1922, dáinn 3.1. 1998, og Kristín Þórarinsdóttir, fædd 4.7. 1921, dá- in 18.8. 1995. Erla og Þorsteinn eign- uðust fimm börn. Kristínu Jóhönnu, f. 12.11. 1967, á hún fimm börn og 12 barnabörn, Höllu, f. 24.1. 1969, á hún eitt barn, Þóri Heiðar, f. 17.9. 1971, sambýliskona Ingi- björg Nanna Smáradóttir og á hann þrjú börn, Guðmund Örn, f. 18.2. 1974, og Gunnar Haf- stein, f. 14.11. 1979. Þorsteinn lést 9.4. 2017 eftir langvarandi veikindi. Útför Erlu fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 15. janúar 2021, klukkan 13. Okkur barnabörnin langaði að skrifa nokkur orð í minningu um elsku ömmu Erlu okkar. Þegar við horfum til baka munum við öll eftir ömmu með prjónana í höndunum. Hún var mjög dugleg að prjóna og ein- kenndi það hana að miklum hluta. Við barnabörnin fengum líka vel að njóta þess og þykir okkur sér- staklega vænt um það. Við feng- um nokkrar lopapeysur frá henni og þegar við vorum yngri fórum við oft heim með ullarvettlinga og sokka frá ömmu, sem kom sér vel í kuldanum. Hún var líka mikill bakari og það var alltaf eitthvert góðgæti í boði hjá henni þegar við komum í heimsókn. Ef það voru ekki bakaðar pönnukökur eða vöfflur þá voru alltaf góðu klein- urnar hennar á boðstólnum eða sörurnar og smákökurnar. Þegar við fengum svo að gista þá var uppáhaldið gert fyrir okkur og það var makkarónugrauturinn. Amma Erla og afi Steini áttu sumarbústað í Kjósinni og eigum við líka góðar minningar þaðan. Þegar við vorum yngri var alltaf gaman þegar við fengum að fara upp í Kjós að gista. Það mátti allt hjá ömmu og afa og var þar ým- islegt brallað. Vinsælastur var litli lækurinn við hliðina á bú- staðnum sem við fengum að busla og leika okkur í. Um jólin buðu amma og afi okkur alltaf á jóla- ball hjá Breiðfirðingabúð. Það var alltaf gaman að fá að fara á jólaballið og varð þetta einhvers konar hefð sem við fengum að njóta með þeim. Þau buðu alltaf barnabörnum og í seinni tíð fengu barnabarnabörnin líka að njóta. Við munum sakna þess að koma í jólaboðin ykkar og þótt við séum öll orðin fullorðin núna munum við líka sakna jólaball- anna. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Elsku amma við kveðjum þig með söknuði í hjarta. Takk fyrir allt og megir þú hvíla í friði með afa. Þín barnabörn, Karen Konstantínsdóttir Arnar Leó Þórisson Aníta Lív Þórisdóttir Almar Máni Þórisson. Seinnipartinn í september 1962 mættust í húsmæðraskólan- um á Varmalandi 42 ungar stúlk- ur sem voru að hefja þar níu mán- aða nám. Þetta voru stúlkur alls staðar að af landinu, við vorum nokkrar bara 17 ára en hinar eldri. Nú erum við að kveðja Erlu okkar Þórisdóttur eftir mikil og erfið veikindi. Erla var 17 ára eins og ég þegar við hittumst á Varmalandi og það fór aldrei mikið fyrir henni. Veturinn leið með ýmsum uppákomum. Böll á Hvanneyri og Bifröst, svo gengu mislingar og inflúensan en við vorum góður og samrýndur hóp- ur. Þegar komið var fram í febr- úar sagði ég Erlu að ég ætlaði að fara með henni heim vestur að Hnjúki í Dalasýslu yfir páskana. Hún sagði strax já og þá varð ekki aftur snúið. Við fórum í rútu vestur í Dali í vitlausum byl. Það var gott að vera á Hnjúki, við höfðum það gott. Þegar við ætl- uðum til baka misstum við af rút- unni, urðum að fara með mjólk- urbíl sem keyrði alla nóttina í miklum byl. Svo miklum að annar bílstjór- inn þurfti oft að labba á undan svo þeir sæju veginn. Við komum ekki að Hreðavatnsskála fyrr en um morguninn. Við skólasysturnar höfum ver- ið duglegar að hittast annað hvert ár á nemendamótum eða í saumaklúbbum, sem eru búnir vera síðan við vorum á skólanum. Erla var alltaf svo dugleg og fé- lagslynd, ef ég þurfti að láta keyra mig eitthvað þá var Erla alltaf til í að snúast með mér. Hún var dagmamma áratugum saman, ég held að öllum hafi þótt vænt um hana, bæði foreldrum og börnum. Þegar hjónin voru hætt að vinna seldu þau húsið sitt á Vesturgötunni, sem þau voru búin að eiga lengi, og keyptu sér fallega íbúð í Mosfellsbæ. Þaðan var stutt að fara í sumarbústað- inn þeirra í Kjós. Ég fór oft með þeim þangað og þeim fannst lítið mál að sækja mig og keyra heim. Fyrsta árið þeirra í nýju íbúðinni dó Steini en hann var búinn að vera mikill sjúklingur í nokkur ár, það var erfiður tími hjá Erlu. Bæði þurfti hún að fara í aðgerð, sem gekk þó vel, en svo var alltaf eitthvað annað að koma upp á eft- ir það. Erla var alltaf dugleg að mæta í saumaklúbba en við hittumst síðast í febrúar á síðasta ári og vorum 16 þar. Það var síðasti hittingur fyrir Covid, en við vor- um alltaf í sambandi. Við skólasystur þínar þökkum þér fyrir allt og vonum að þér líði betur. Við sendum samúðar- kveðjur til barna og fjölskyldu. Hvíl í friði. Fyrir hönd skólasystra frá Varmalandshópnum ’62-’63, þín vinkona, Nanna Hansdóttir. Kynni mín og Erlu hófust fyrir 22 árum þegar við hjónin vorum svo lánsöm að fá pláss fyrir frum- burðinn okkar í dagvistun hjá henni og Steina manni hennar. Okkur var boðið að líta fyrst í heimsókn til þeirra á Vesturgöt- una sem var nokkurskonar sveitaheimili hér í miðri borginni. Þar stóð tíminn í stað, ilmurinn af íslenskum sveitamat og bakstri tók á móti manni og ekki hægt annað en að falla fyrir því. Börnin undu sér vel hjá þeim og þegar von var á öðru barni hjá okkur vorum við fljót að tryggja því pláss hjá Erlu og Steina. Erla var mikill dugnaðarforkur og sam- hliða því að passa upp á börnin, elda og baka var hún gjarnan með eitthvað á prjónunum. Ég var á þessum tíma að stíga mín fyrstu skref sem hönnuður sem hún sýndi mikinn áhuga og við ákváðum að fara í samstarf þar sem hún prjónaði peysur sem ég hannaði. Þetta samstarf stóð allt fram á síðasta dag og hefur Erla sennilega prjónað hátt í 2.000 peysur fyrir fjölskyldufyrirtækið mitt Farmers Market. Hún var einstaklega vandvirk og afkasta- mikil en samkomulag okkar var þannig að hún gæti prjónað á þeim hraða sem henni hentaði. Erla kom svo reglulega til okkar með afraksturinn og þáði gjarnan kaffibolla og við skiptumst á nýj- ustu fréttum af fjölskyldunum okkar. Erlu er sárt saknað á okk- ar heimili og við minnumst henn- ar með mikilli hlýju. Ég sendi börnum hennar og fjölskyldu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Bergþóra Guðnadóttir. Erla ÞórisdóttirRagnheiður Þóra Kolbeins Ragga nýtti sinn tíma vel. Við sem eftir sitjum getum huggað okkur við að þrátt fyrir að Ragga hafi far- ið frá okkur langt um aldur fram gat hún kvatt sitt frumkvöðlastarf bæði stolt og sátt. Störf Röggu, sem einn af frumbyggjum Sólborg- ar, er samofið sögu skólans og andi hennar mun lifa áfram með okkur í borg sólarinnar. Ragga elskaði fjölskyldu sína á svo fallegan hátt að eftir var tekið. Hennar allra bestu stundir voru í sumarbústaðnum Sjónarhóli með Rósu Guðbjörgu og Gumma. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Röggu og biðjum við góðan guð að umlykja hana í sorginni. Góða ferð elsku Ragga mín, við sjáumst síðar. Guðrún Jóna Thorarensen. Mér eru minnisstæð fyrstu kynnin af Röggu. Hún heilsaði mér sem nýrri samstarfskonu haustið 1998 í leikskólanum Sólborg í Reykjavík. Hún var brosandi, geislandi af hressleika og starfs- gleði og bauð mig velkomna til starfa. Okkar samstarf og traust í tæp 20 ár var afar farsælt og gefandi bæði faglega og félagslega, auk vináttunnar sem skapaðist á milli okkar. Brosið og útgeislunin var einkennandi fyrir Röggu og gaf mér orku og gleði alla samferðina. Við þurftum oft í vinnunni að hafa fundi og samráð um ýmis vinnutengd mál, sum „flókin og snúin“, önnur „auðveldari“. Við Ragga náðum iðulega saman í húmor og söng sem við notuðum oft í „erfiðu“ málunum og þá var það stundum þannig að einhver setning sem sögð var á fundinum kallaði fram lag og/eða textabrot í huga okkar og önnur okkar hóf upp röddina og söng textabrotið og hin tók undir. Svo sungum við og dilluðum okkur um stund, kláruðum ekkert endilega lagið og héldum svo áfram á fundinum og fundum lausn á mál- inu. Þau lög sem mér eru minnis- stæðust og ég tengi mest við Röggu og þessi augnablik í vinnunni okkar eru meðal annars: „Það er bara þú, bara þú sem ég þrái“, „Ó,hún er svo sæt að sólin verður feimin“ og „Ég er frjáls eins og fuglinn. Mér er ekkert til ama flest nú veldur mér kæti.“ Þessi lög hafa fylgt mér og munu gera það áfram, viðhalda og skerpa myndina af Röggu í minn- ingu minni. Ég er þakklát fyrir kynni og samferð við þessa gæða- konu sem allt of snemma þurfti að yfirgefa jarðneskt líf. Ég votta Gumma, Rósu Guð- björgu og öðrum í fjölskyldu Röggu og vinum hennar innilega samúð. Minning Röggu lifi. Signý Þórðardóttir. Hjartans yndislega, skemmti- lega og fallega Ragga mín er farin. Hláturinn er þagnaður. Við fáum ekki að sjá fallega brosið hennar meir né horfa í skilnings- ríku augun hennar í notalegu spjalli. Ég kynntist Röggu fyrst í gegn- um eldri systur mína. Mér fannst sjálfsagt að fá að fylgja Dúdú systur eftir í öllu en það var ekki alltaf í boði. Ég horfði því oft á vinahópinn hennar og var bara heiðarlega afbrýðisöm. Í þessum fallega vinahópi var ein dásemd sem gaf sig alltaf á tal við mig, Ragga Kolbeins, mér fannst hún töffari með flott nafn og ótrúlega sæt. Á fullorðinsárum kemur svo Ragga inn í líf okkar hjóna þegar þau Guðmundur Pálsson kær vinur okkar fóru að rugla saman reytum. Ég eignaðist yndislega vinkonu sem ég leit upp til og lærði svo margt af. Það var eins og við hefð- um alltaf þekkst og þannig var Ragga, hún fór aldrei í manngrein- arálit og vildi öllum vel. Ragnheiður Kolbeins var algjör nagli, jákvæð og lífsglöð mann- eskja. Hún var sannur vinur vina sinna og alltaf tilbúin að rétta fram hjálp- arhönd. Það var ekkert óljóst hjá Röggu, hún vildi hafa hlutina á hreinu og var búin að hugsa og skipuleggja í þaula ef eitthvað stóð til. Ragga tók börnum Gumma opn- um örmum og þau henni. Árið 2004 kom Rósa Guðbjörg í heiminn en þær mæðgur áttu einstakt sam- band og missir Rósu okkar er svo óendanlega sár. En eftir að hafa fylgst með þessari 16 ára stúlku síðustu vikur og mánuði er alveg ljóst að Ragga skilur eftir sig afar sterkt ljós kærleika, festu og dugn- aðar í stúlkunni sinni. Rósa á fallega festi minninga ásamt öllum þeim dýrmætu perl- um sem foreldrar hennar hafa þrætt á hana síðustu 16 árin. Ragga fékk líka að upplifa ömmuhlutverkið og þar var fegurð. Amma var best og ástin í hjartanu hennar stór. Kærleika Röggu eiga stúlkurnar okkar líka í hjartanu sínu því þegar við komum saman vorum við alltaf eins og ein stór fjölskylda. Við áttum eftir að gera svo margt saman, við syrgjum því bæði fortíð og framtíð. Til að geta haldið áfram án elsku Röggu höldum við í og tölum um allar fallegu og skemmtilegu minn- ingarnar. Kæra fjölskylda, missir ykkar er svo sár. Elsku Gummi, það er búið að vera magnað að fylgjast með ykkur hjónum, svo falleg og samstillt. Þú varst kletturinn hennar Röggu, þú virtir hennar tilfinning- ar og óskir fram á síðustu stundu og gerðir henni kleift að vera heima á fallega nýja heimilinu ykk- ar eins lengi og hægt var. Elsku Hrafnhildur, missir þinn er mikill en það er styrkur þinn líka. Það er búið að vera fallegt að fylgjast með þér stíga inn í erfiðar aðstæður og vera til staðar fyrir Röggu, Rósu og pabba. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir ömmu Rósu og fjölskyldu. Góður Guð blessi minningu elsku fallegu og góðu Röggu okkar. Í hennar anda höldum við áfram, annað er ekki í boði. Ragga verður alltaf með okkur í hug og hjarta. Ragga er komin í sumarlandið, hún er búin að setja á sig gloss, komin í fallegan krúttkjól og krútt- stígvél með fína klútinn sinn. Hún er að sýsla í sveitinni sinni umvafin kærleika okkar. Kirstín Erna Blöndal. Ragnheiði Þóru Kolbeins hitti ég fyrst er hún kom ásamt þremur bekkjarsystrum til að sækja um vinnu. Þær geisluðu, svo innilega til- búnar að takast á við krefjandi verkefni. Þannig hófst samstarf okkar. Ragnheiður starfaði fyrst sem deildarstjóri og síðan aðstoðarleik- skólastjóri í leikskólanum Sólborg frá vormánuðum 1994 allt þar til hún fór í veikindaleyfi haustið 2019. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt, enda fékk hún sjaldan hlé frá því verkefni sem krabbameinsmeð- ferðirnar voru. En baráttuandinn og jákvæðnin voru alltaf til staðar og hún hlakk- aði til að koma til starfa á nýjan leik. En nú er hún horfin til annarra verkefna, ekki að eigin ósk heldur þess sem öllu ræður. Þetta var skemmtilegur, sam- heldinn og faglega sterkur hópur í Sólborg og með okkur þróuðust vináttubönd sem einkenndust af gagnkvæmri virðingu fyrir þekk- ingu og mannkostum. Leikskólinn Sólborg var í farar- broddi á mörgum sviðum og má þar nefna nám án aðgreiningar og sameiginlegt nám heyrandi og heyrnarlausra barna. Þróunar- verkefnin voru mörg og var Ragn- heiði Þóru sérstaklega annt um umhverfismennt og að Sólborg fengi skartað grænfánanum. Einnig má nefna að hún hafði for- göngu um innleiðingu aðferða til að styrkja jákvæðan skólabrag. Hún var styðjandi og hvetjandi hvort sem um var að ræða börnin, foreldrana eða samstarfsfólk. Hún sá hlutina ekki sem vandamál heldur verkefni sem þurfti að leysa. Fyrir mig sem leikskólastjóra voru það forréttindi að hafa Ragn- heiði í brúnni með mér þar til ég lauk störfum í Sólborg í lok árs 2013. Ég sendi ástvinum Röggu inni- legar samúðarkveðjur. Jónína Konráðsdóttir. Ástkær frænka mín, Ragnheið- ur Þóra, kvaddi okkur 27. desem- ber sl. eftir erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Ragnheiður Þóra var bróðurdóttir mín, dóttir Steina og Rósu mágkonu. Hún kom í heiminn 1. apríl 1966 og var oft gantast með það að um aprílgabb væri að ræða. Hafi svo verið var þetta besta aprílgabb sem ég hef upplifað. Ragnheiður Þóra var yndislegt barn, þroskað- ist vel og varð frábær manneskja. Hún var mikill dugnaðarforkur, elskaði allt sem viðkom útivist, gekk á fjallstinda og áskoranir voru til að sigrast á þeim. Hún var skáti af lífi og sál, að- stoðaði við barnaguðsþjónustur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, sem færðu börnunum mikla gleði og frið í námunda við Guð. Rósa Guð- björg, dóttir Ragnheiðar og Guð- mundar, söng í barnakórnum og Guðmundur spilaði undir, góð samverustund fyrir fjölskylduna. Ragnheiður Þóra var glæsileg kona, alltaf glöð og skemmtileg, brosti mikið og hafði þennan dillandi hlátur sem var svo smitandi. Ragnheiður ólst upp við mikla ást og umhyggju hjá foreldrum sínum og Þorvaldi bróður sínum en þau bjuggu alla tíð í Dunhaga 17. Sveitin togaði hins vegar í þau og ófáar ferðir farnar í Sandhól í Ölfusi þar sem afi og amma bjuggu og að Krossi þar sem Edda móðursystir hennar bjó og voru það unaðsstundir. Ragnheið- ur og Guðmundur reistu sér sumarbústað í landi Sandhóls og dvöldu þar öllum stundum, enda sannkallaður sælureitur fjölskyld- unnar. Ragnheiður Þóra frænka mín vílaði ekkert fyrir sér og sinnti foreldrum sínum vel og öllum í kringum sig og mér eru minnis- stæð heilræði þau sem hún gaf Rósu Guðbjörgu þegar hún fermdist og hversu fallega hún tal- aði til hennar með von um bjarta framtíð. Þó framtíðin nú virðist sveipuð myrkri veit ég að ósk Ragnheiðar mun rætast með þeirri vissu að al- góður guð vaki yfir henni og fjöl- skyldunni allri. Það sem einu sinni var eru nú góðar minningar. Elsku Guð- mundur, Rósa Guðbjörg, Þorvald- ur minn og aðrir ástvinir, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að vaka yfir ykkur. Elsku Ragnheiður Þóra, þakka þér samfylgdina og Guð veri með þér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér, þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þóra Katrín Kolbeins (Kata frænka).  Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Þóru Kol- beins bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.