Morgunblaðið - 15.01.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.01.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 ✝ Kristín Guð-mundsdóttir fæddist 1. maí 1924 að Mykjunesi í Holtum í Rang- árþingi. Hún lést á Hrafnistu 25. des- ember 2020. For- eldrar Kristínar voru Gróa Ein- arsdóttir og Guð- mundur Tómasson í Mykjunesi. Bræð- ur Kristínar voru þrír, Einar, Magnús og Steinn, en þeir eru allir látnir. Árið 1945 giftist Kristín Halldóri Eyjólfssyni, f. 9.3. 1924, d. 21.9. 2000. Þau slitu samvistir 1980. Kristín og Hall- dór eignuðust fimm börn. Þau eru: Guðmundur, f. 3.8. 1944, kvæntur Helgu Herbertsdóttur, Guðrún, f. 28.9. 1945, gift Smára Einarssyni, Gróa, f. 11.9. 1949, Ragnheiður, f. 8.10. 1952, gift Haraldi E. Jónssyni og Ómar, f. 22.2. 1954. Afkomendur Krist- ínar eru alls 46, einn er látinn. Kristín ólst upp í Mykjunesi og gekk í barna- skóla sveitarinnar sem þá var í Mart- einstungu. Kristín og Halldór hófu sinn búskap í Bal- bókamp í Vatna- görðum í Reykjavík en fluttu austur að Rauðalæk í Holtum 1950. Árið 1964 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó Kristín þar upp frá því. Síðustu árin áður en hún flutti á hjúkr- unarheimilið á Hrafnistu bjó hún í Sólheimum 23. Aðalstarf Kristínar var alla tíð húsmóð- urstarfið en meðfram húsmóð- urstarfinu vann hún í 27 ár við ræstingar í aðalbanka Bún- aðarbankans í Hafnarstræti. Útför Kristínar fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 15. janúar 2021 kl. 13. Streymi https://youtu.be/aD-mBbe6bnA Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Elsku Stína, ég má til með að setja nokkur orð á blað nú þegar þú hefur kvatt þessa jarðvist. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Þú varst með ein- dæmum góð tengdamamma og amma. Alltaf jákvæð, alltaf tilbúin að stússa með barnabörnin. Skemmtileg og kunnir ógrynni af vísum. Prjónaðir hinar fallegustu peysur, sem eru enn í notkun. Ef við þurftum að skjótast að heiman komst þú austur og svei mér þá ef þú bakaðir ekki pönnukökur fyrir alla krakkana í götunni! Ég gæti rifjað upp margar stundir en við geymum þær í hjörtum okkar. Ég held að þú hafir verið ein- hver jákvæðasta manneskja sem ég hef kynnst. Ég minnist þín líka þegar „krakkarnir“ þínir voru að gantast og gera grín, þá skríkti í þér. Um leið og ég skrifa þessi orð þá sé ég þig fyrir mér. Þín bíður ekkert nema gott með þínum. Mín kæra, ég má til að segja þessi orð um leið og ég kveð þótt það séu ekki margir sem skilja: Ég fíla þig! Sólin á þig geislum helli. Sæludalur, sveitin bezt! Sólin á þig geislum helli, snemma risin, seint þó setzt. Sæludalur, prýðin bezt! Þín er grundin gæðaflest, gleðin æsku, hvíldin elli. Sæludalur, sveitin bezt, sólin á þig geislum helli. (Jónas Hallgrímsson) Guð geymi þig Þín Margrét Guðjónsdóttir (Magga). Í dag fylgjum við til hinstu hvílu henni ömmu Stínu. Minningar mínar um ömmu Stínu eru ótal- margar, þótt ekki höfum við farið langt eða gert margt. Pönnukökur koma fyrst upp í hugann, laufa- brauðsgerð, ótrúlega góð kaka með hörðum glassúr, smákökur fyrir jólin og ýmislegt tengt nota- legri samveru. Samband mitt við ömmu Stínu var mér ákaflega mikils virði. Amma Stína var sú sem passaði okkur systkinin ef foreldrar okkar þurftu að bregða sér af bæ. Ann- aðhvort kom hún austur á Hvols- völl eða við gistum hjá henni í Sól- heimunum. Seinna fór ég að fara ein í heimsóknir til hennar og dvaldi þá nokkra daga í senn. Á unglingsárunum fannst mér ósköp gott að geta farið til ömmu ef lífið varð of flókið og erfitt. Hún spurði einskis, hjá henni fékk ég bara að vera í rólegheitum og kyrrð. Þegar ég flutti svo til Reykjavíkur í háskólanám heim- sótti ég ömmu við hvert tækifæri. Strætóinn minn gekk fram hjá mínu heimili og upp í Sólheima og það var ósjaldan sem ég ákvað að kíkja á ömmu. Ef ég var að fara í próf þá fór ég fyrst til ömmu og svo upp í háskóla. Spennustigið var aldrei hátt hjá þeirri gömlu, samveran alltaf þægileg og í þessu andrúmslofti leið mér alltaf svo ákaflega vel. Það er mjög langt síðan ég hitti hana ömmu mína síðast og ég finn til sorgar vegna þess. En á sama tíma get ég verið þakklát fyrir að við áttum ákaflega margar ánægjulegar samverustundir áð- ur en heimsfaraldur setti líf okkar úr skorðum. Ég sendi henni ömmu bréf í tilefni afmælis henn- ar síðastliðið vor, sendi henni myndir af börnunum mínum og sagði henni fréttir af hverju og einu. Hún hafði afskaplega gaman af barnaskaranum mínum, hávað- anum og vitleysunni þegar við komum í heimsókn í Sólheimana. Þegar ég heimsótti hana eða hringdi til hennar þá ræddum við mest um krakkana og uppátæki þeirra. Það er margs að minnast þegar hugsað er áratugi aftur í tímann, amma Stína hefur fylgt mér frá fæðingu. Tengsl okkar voru ein- stök og sterk, hún hélt mér undir skírn og ég ber nafnið hennar með stolti. Hún fylgdist með mér vaxa úr grasi og samgladdist mér í hverju skrefi sem ég tók. Þegar ég byggði mér hús í grennd við henn- ar æskuslóðir átti ég mér þann draum að hún myndi dvelja hér hjá mér að hluta til í ellinni. En þrátt fyrir að hún ætti sterkar taugar hingað austur þá var hún orðin rög við það að þvælast milli staða og því varð aldrei af því að ég gæti boðið henni til mín. Við ræddum það oft í gamni að hún gæti legið hér milli þúfna, lokað augunum og hlustað á fuglasöng- inn. Þakklát fyrir stundirnar og ótalmargar minningar kveð ég ömmu Stínu. Kristín Ósk Ómarsdóttir. Stína amma var falleg og lítillát kona sem var jafnframt sjálfstæð og sterk. Þessu virtist þó hvorki fylgja sérstök þörf fyrir að sann- færa aðra um að fylgja sínu for- dæmi, né heldur dæmandi skoð- anir á vali annarra í sínu lífi. Það er ekki sjálfgefið að eiga traust skjól í þeim sem fylgja manni í gegnum bernsku og uppvöxt en það átti ég í ömmu minni. Stína amma sýndi sínu fólki ræktarsemi og væntumþykju og jafnvel þótt ekkert skorti þá fengu allir send- ingar með flatkökum og ullar- sokkum, enda var slíkt ævinlega til á lager hjá henni. Ég minnist hlýju ömmu minnar sem kunni öllu best í hófi og sýndi samferðafólki sínu skilning og virðingu. Ég minnist hvernig hún átti samt til að vera skemmtilega ákveðin í vissum atriðum og leitaði ekki að viðurkenningu eða sam- þykki annarra, hvorki í stóru né smáu. Enginn spurði út í endur- tekna endurröðun húsgagnanna sem hún ein síns liðs framkvæmdi með því að setja handklæði undir bókaskápa og önnur húsgögn og draga síðan eftir gólfinu. Ég minnist hófstillta fagurkerans sem kunni að meta fallega gripi en aldrei skyldu þeir vera í ofgnótt. Allt var passlegt, kurteist og fág- að. Verslunaruppskrift hennar lýsir þessari hlið hennar og styrk vel en í henni fólst að njóta þess að horfa á eitthvað í búðarglugga sem mann langaði virkilega í og finna svo fullnægju í því að ganga í burtu og segja sjálfum sér: „Ég þarf þetta ekki.“ Þó birtist styrkur hennar sennilega best í því að hún skildi mátt fyrirgefningarinnar. Fíngerð svipbrigði Stínu ömmu bættu oft miklu við fá orð en hlát- urinn var hún sannarlega ekki spör á. Fátt vissi hún betra en að heyra börn sín og barnabörn segja skemmtisögur eða ferðasögur og þessi fallegi tístandi hlátur heyrð- ist gjarnan þegar hundurinn Mína kom með í heimsókn eða ef póli- tíska raunagöngu Sigmundar Davíðs bar á góma. Lífshlaup ömmu var langt og náði yfir ótal mismunandi tímabil. Mörg þeirra hafa ef til vill fallið í gleymskunnar dá en allt mótaði þetta þá ljúfu, djúpu og lífsreyndu manneskju sem Stína amma var. Ég minnist og sakna hláturmildu, hógværu og sterku ömmu minnar og verð henni ævinlega þakklátur fyrir samfylgdina, uppeldið og vináttuna. Frímann Sigurðsson. Mig langar að minnast hennar ömmu minnar, ömmu Stínu eins og hún var ævinlega kölluð. Amma mín var stórkostleg kona, ættmóðir eins og þær verða best- ar. Minningar mínar um hana ná aftur til upphafs áttunda áratugar síðustu aldar. Góður matur, ný- bakaðar pönnukökur eða flatkök- ur og samvera stórfjölskyldunnar er það sem kemur fyrst upp í huga minn þegar ég hugsa til baka. Í æsku minni eru margar minn- ingar tengdar stórfjölskyldunni, það voru allir hjá ömmu, alltaf. Það var verið að taka slátur, allir mættir. Það var verið að skera út laufabrauð, allir mættir. Afmæli ömmu 1. maí, veisla, allir mættir. Svona get ég haldið áfram því hún hélt svo sannarlega utan um sína. Þegar ég stofnaði fjölskyldu og eignaðist börn fylgdist amma Stína vel með og við héldum miklu sambandi. Þegar við litum inn hjá henni gaukaði hún ævinlega að okkur nýbökuðum flatkökum í nesti sem voru vel þegnar og við nefndum heimsins bestu flatkök- ur. Ég færði henni fiskmeti á með- an ég stundaði sjóinn, lúðuhausar voru hennar uppáhald og það var gaman að heyra hana dásama lúðuna. Það er ekki skrítið að minning- arnar snúist að mestu um mat því amma Stína var mesti dugnaðar- forkur við heimilisstörf sem ég hef kynnst. Ef ég hugsa um heimilis- störf í stóra samhenginu þá var amma mín sannkallað partíljón og hafði yndi af því að koma stórfjöl- skyldunni saman við hin ýmsu tækifæri. Eins hafði hún gaman af því að ferðast, þó hún hafi ekki ferðast mikið á mælikvarða minnar kyn- slóðar. Hún naut þess að segja manni frá ferðalögum sínum og varð öll uppveðruð ef ég hafði komið á svipaðar slóðir. Einn dag- inn sagði hún við mig: „Nú er ég hætt að ferðast, þetta er ekkert skemmtilegt lengur, ég er alltaf langelst,“ og skellihló. Á jóladag lagði hún af stað í ferðalag, tæplega 97 ára gömul. Nú er hún ekki langelst svo von- andi nýtur hún ferðarinnar. Ég vil óska ömmu minni góðrar ferðar til Sumarlandsins. Halldór Einir Smárason. Einu sinni þegar ég var pínulít- ill, kannski þriggja fjögurra ára, kom ég að Rauðalæk með foreldr- um mínum. Þar bjó þá Stína frænka mín með Dóra sínum og fimm börnum. Þarna voru enda- lausar víðáttur og frændsystkini mín buðust til að sýna mér land- areignina. En þegar Gummi og Guðrún, elstu systkinin, göbbuðu mig til að elta spóa sem þóttist vera vængbrotinn og sögðu svo abbababb þegar ég náði honum ekki fór ég að hágráta og hljóp heim í hús og Stína huggaði mig og skammaði stóru krakkana fyr- ir að vera vond við litla frænda sinn. Síðan þótti mér alltaf vænt um Stínu. Seinna, þegar ég var byrjaður að vera kaupamaður í Mykjunesi á sumrin, var það meðal þess skemmtilegasta sem gerðist að Stína á Rauðalæk kom í heimsókn og yngri krakkarnir með henni: Gróa, Ragnheiður og Ómar, öll á mínu reki. Þau komu helst á rign- ingardögum til að trufla ekki við heyskapinn og ekki á fjósamálum til að trufla ekki við mjaltirnar. Við krakkarnir fórum alltaf beint upp á loft og í leikinn Sá sem flöskustúturinn lendir á sem var afar skemmtilegur. Á vissum tímapunkti kom amma upp og átti erindi í kistuna sína stóru sem var alltaf læst og hún opnaði með lykli. Upp úr kistunni dró hún lím- onaðiflöskur. Niðri beið veislu- borð. Ég vissi ekki fyrr en seinna að kökurnar voru allar frá Stínu komnar, og appelsínið sennilega líka, enda kaupfélagsbúð á Rauðalæk. Þegar kom að kveðju- stund föðmuðust þær amma og Stína heillengi og ég sá blik í aug- um beggja og jafnvel tár sem ég botnaði ekki í. Svo liðu árin. Stína flutti til Reykjavíkur. Hún og Dóri skildu. Börnin urðu uppkomin og tvístr- uðust. Þegar ég heimsótti Stínu fyrir nokkrum árum í Sólheimana spurði ég hana: Hvar leið þér best í lífinu? Og hún svaraði að bragði: Í Kamp Knox. Þar átti hún heima í stríðslok, ung, nýgift, hamingju- söm, tveggja barna móðir. En þegar ég heimsótti hana síðast, á Hrafnistu, í kóvídhléi, gaf hún lít- ið út á það hvar hún hefði búið síð- ustu átta níu áratugina eða svo. Hún vildi bara tala um Mykjunes. Gaman væri að fara heim, sagði hún og brosti fallega, ögn kannski dapurlega, en aðallega fallega. Mykjunes, bernskubærinn, var orðinn henni hjartfólgnastur allra staða, athvarf hugans, hjartastað- urinn. Svona fer lífið í hringi og er í raun bara örskotsstund, bernska og barndómur og það sem gerðist þar á milli hættir að skipta máli. Ég kveð Stínu frænku mína með söknuði. Kannski sjáumst við aftur heima í Mykjunesi í fyllingu allra tíma. Trausti Steinsson. Úr ljóðinu Móðir mín eftir Ein- ar Benediktsson. En bæri ég heim mín brot og minn harm þú brostir af djúpum sefa. Þú vógst upp björg á þinn veika arm; þú vissir ei hik eða efa. Í alheim ég þekkti einn einasta barm, sem allt kunni að fyrirgefa. Og þegar ég leiddi í langför mitt skip og leitaði fjarlægra voga, ég mundi alltaf þinn anda og svip. Þú áttir hjarta míns loga. Og þitt var mitt ljóð og hvert gígjugrip Þú gafst mér þinn streng og þinn boga. Dagar þíns lífs, þínar sögur þín svör voru sjónir með hrynjandi trafi. Móðir. Nú ber ég þitt mál á vör og merki þér ljóðastafi. Til þess tók ég fari, til þess flaut minn knörr Til þess er ég komin af hafi. Ragnheiður Halldórsdóttir. Kristín Guðmundsdóttir ✝ ValgerðurFriðþjófs- dóttir, húsmóðir og strætóbílstjóri, fæddist 27. júlí 1952 á Akranesi. Húnlést 9. janúar 2021. Hún var dótt- ir hjónanna Frið- þjófs Helgasonar og Bergdísar Ingi- marsdóttur og var næstyngst sex barna þeirra hjóna. Eftirlifandi eru: Valgeir, Sólveig Auður, Bóthildur, Helgi og Fjóla. Valgerður giftist ung Ólafi Jónssyni, 19. desember 1970, en þau slitu samvistum 1995. Þau eignuðust fjóra syni, þá Frið- berg, Jón Sölva, Valgeir og Ólaf Helga. Valgerður lætur einnig eftir sig sex barnabörn. Þau eru Bergur Arnar Jónsson, Rósa El- ísabet Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Anastasía Ást B. Valgeirsdóttir, Val- geir Leo B. Val- geirsson og Viktor Berg B. Valgeirs- son. Útförin fer fram í Fossvogskirkju í dag, 15. janúar 2021, klukkan 13. Vegna sam- komutakmarkana geta aðeins 100 manns mætt en athöfninni verður streymt. Slóð á streym- ið: https://www.facebook.com/ groups/vallamamma Virkan hlekk er einnig að finna á: https://www.mbl.is/andlat Í dag kveðjum við bræðurnir móður okkar Valgerði Frið- þjófsdóttur. Hún var kjarna- kona, stundvís, ofur dugleg og kröftug. Mamma var vinur vina sinna, elskaði öll barnabörnin og börn vina sinna. Ávallt voru dyrnar heima hjá henni opnar fyrir hverjum sem þangað kom. Mamma vann við ýmislegt samhliða móðurhlut- verkinu en hún tók að sér vinnu við þrif, framleiðslu, afgreiðslu- störf og síðar tók hún meira- prófið og fór að keyra strætó sem hentaði vel fyrir fyrir- myndarbílstjórann. Mamma var alltaf dáð og dýrkuð af vinnu- veitendunum sínum og sinnti sinni vinnu af dugnaði og kær- leik. Hún var meðal annars kjörin trúnaðarmaður hjá Strætó af samstarfsaðilum sínum hjá Hagvögnum. Mamma kom okkur fjórum bræðrunum til manns. Stóð hún oft ein í öllu því sem þurfti til að sinna þremur fötluðum drengjum sem hún vissi ekki hversu mikla hjálp myndu þurfa seinna á lífsleiðinni. Henni var nefnilega tjáð að fötl- uðu synirnir gætu endað í hjólastól kringum um fermingu enda var lítið vitað um sjúkdóm okkar bræðra þá. Einn sonur- inn fæddist þó án þessa sjúk- dóms en seinna kom í ljós að hann reyndist vera svolítið of- virkur. Þannig að þessi fyrstu ár með okkur hafa eflaust tekið svolítið á hjá henni mömmu okkar. Henni tókst þó nokkuð vel til að við teljum. Mömmu fannst ávallt betra að gefa en að þiggja og átti erf- itt með að segja nei. Henni fannst gjafir sínar oft ekki nægilega merkilegar og vildi ávallt gera betur. Var ávallt tilbúin að hliðra sínum tíma fyrir aðra og í raun þurftum við að passa upp á að hún hefði valmöguleikann á að segja nei. Besta leiðin til þess var í raun að athuga hvernig stæði á hjá henni í hversdagslegu spjalli og ef hún var laus þá gátum við smeygt okkar ósk inn í spjallið. Oftar en ekki sá hún þó í gegnum þetta hversdags- lega spjall okkar og kom sér beint að efninu og sagði: „Vant- ar þig aðstoð með eitthvað?“ Þegar við bræðurnir kveðjum mömmu koma í hugann stórar og sterkar minningar sem við bræðurnir munum halda hátt á lofti. Við trúum því að orka henn- ar sé nú með okkur og vitum að ást hennar, kærleikur og fasta knúsið mun fylgja okkur um ókomna tíð. Við erum stoltir synir hennar mömmu. Friðbergur, Jón Sölvi, Valgeir og Ólafur Helgi. Fyrsta manneskjan sem ég hitti á lífsleiðinni var amma. Seinna meir passaði hún mig oft og mér fannst alltaf skemmtilegt að koma til ömmu í heimsókn. Hún var alltaf til í að spila við mig þegar ég kom í pössun til hennar, þó mig gruni að hún hafi fengið dálítinn leiða á ólsen-ólsen. Þrátt fyrir það settist hún niður og spilaði, vegna þess að það gladdi mig - sérstaklega þegar ég vann, enda leyfði hún mér lengi að vinna sig. En það voru ekki bara spil sem voru á borðstólum þegar kom að skemmtun heima hjá ömmu. Hún átti líka alltaf glás af DVD-myndum sem maður gat valið úr til þess að setja í spil- arann og horfa á saman. Ef einhver myndi biðja mig um að nefna það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um ömmu, þá væru það knús. Enginn knúsaði jafn fast og innilega og hún amma. Það mætti halda að með þessum knúsum hafi hún verið að yf- irfæra alla sína ást á meðtak- anda knússins. Í síðasta skipti sem ég hitti hana ömmu mína áður en hún lést knúsaði hún mig innilega og það er knús sem ég mun muna eftir alla mína ævi. Ég mun alltaf hafa þetta knús í hjarta mínu. En amma var ekki bara amma, þó hún hafi staðið sig frábærlega í því hlutverki, held- ur var hún nefnilega líka strætóbílstjóri. Ég sagði ömmu oft að hún væri besti bílstjórinn og þegar ég þurfti að taka strætó í skól- ann á morgnana passaði ég mig á því að taka fjórtán á réttum tíma svo ég gæti hitt á ömmu og fengið hana til þess að „skutla“ mér í skólann. Ég minnist þess líka þegar ég fékk að fara með henni í tómum strætó upp á stöð í Hafnarfirði – og það var sko ekkert meira spennandi en að fá að vera einkafarþegi í strætóinum hjá ömmu. En þó þetta allt hafi verið of- boðslega mikilvægt í fari ömmu er það sem stendur upp úr fyrir mér hvað hún var ofboðslega góðhjörtuð og yndisleg mann- eskja í alla staði. Hún var glaðlynd og bros- mild, vildi öllum vel og gerði allt sem hún gat fyrir alla. Amma sýndi ávallt mikla um- hyggju í garð þeirra sem henni þótti vænt um og var einstak- lega elskuleg og alúðleg. Ef allir væru jafn góðviljaðir og myndu sýna jafn mikla hjálpsemi og amma væri heim- urinn dans á rósum. Ég sendi þér eitt fast knús, amma mín. Bergur Arnar Hrafnkell Jónsson. Valgerður Friðþjófsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.