Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
Hinn frjálsi heimur er alls ekki
gefinn og sjálfsagður. Sá er þetta rit-
ar ólst upp þar sem hinn frjálsi heim-
ur var allur í litlum hluta veraldar.
Leiðtogar hins frjálsa heims voru
þrír, hershöfðinginn Dwight D. Ei-
senhower og stjórnmálamennirnir
Harold Macmillan í Bretlandi og
Konrad Adenauer í Vestur-
Þýskalandi. Þeir voru heimilisvinir í
útvarpinu. Orð þeirra og gerðir voru
í útvarpinu frá því snemma á morgn-
ana. Skömmu síðar kom Charles de
Gaulle, eftir endurkomu til valda,
þegar hershöfðinginn hafði kallað
landa sína til hlýðni við sig.
Þessu til viðbótar fylgdi oftar en
ekki hvað var helst í Lundúna-
fréttum þennan morgun, eftir að
leikinn hafði verið „Menuit“ eftir
Boccherini.
Þessir fjórir heiðursmenn tóku sér
það hlutverk að byggja upp Evrópu
með stuðningi Marshall-áætlunar-
innar, sem nefnd hefur verið „horn-
steinn hagsældar“ í Evrópu. Áætl-
unin er nefnd eftir bandaríska
hershöfðingjanum og utanríkis-
ráðherranum George C. Marshall,
sett fram til að koma í veg fyrir að
öfgaöfl næðu fótfestu í Evrópu að
lokinni styrjöldinni.
Viet-Nam
Utan hins frjálsa heims í Evrópu
voru nýlendur Breta og Frakka í
Afríku og Asíu. Þegar þær fengu
frelsi varð til stjórnarfar af öllu tagi.
Frakkland var nýlenduveldi. Ein ný-
lenda varð þeim óleysanlegt vanda-
mál. Það var sá hluti Indo-Kína sem
hét Viet-Nam.
Með samkomulagi kenndu við
Genf frá 1954 var Viet-Nam skipt í
tvo hluta, Norður-Viet-Nam og Suð-
ur-Viet-Nam. Kambodía og Laos
fengu sjálfstæði en áttu í ýmsum erf-
iðleikum. Frakkar gáfu Indo-Kína
eftir en „vandamálið“ var alls ekki úr
sögunni. Afskipti Bandaríkjanna af
Viet-Nam eru talin hafa hafist af al-
vöru 1955, afskipti sem stigmögn-
uðust í Viet-Nam-stríðinu, allt þar til
yfir lauk 1975.
Fyrir utan fimm forseta Banda-
ríkjanna stjórnuðu hershöfðingjarnir
Maxwell Taylor og William West-
moreland styrjaldarrekstri á staðn-
um. Sendiherra Bandaríkjanna í Sai-
gon var lengst af Henry Cabot
Lodge, reyndur stjórnmálamaður.
Varnarmálaráðherra Kennedy
forseta, Robert McNamara, sá er
endurreisti Ford-bifreiðaframleið-
andann, viðurkenndi síðar að styrj-
aldarreksturinn hafi verið vonlaus
frá upphafi.
Styrjaldarrekstrinum lauk með
því að síðustu Bandaríkjamennirnir,
ásamt sendiherranum, Graham
Martin, komust undan með þyrlum
af þaki bandaríska sendiráðsins í Sai-
gon, um borð í flugmóðurskip á
Tonkin-flóa. Þyrlum var hent í sjóinn
til að sú næsta gæti lent.
Útvarp Reykjavík tilkynnti
snemma morguns í lok apríl 1975,
„Viet Nam-stríðinu lauk í nótt“.
Upplifun greinarhöfundar
Greinarhöfundur kom til Hanoi
um miðja nótt haustið 2016. Á leið frá
flugvelli til hótels, sem stóð af sér
styrjöldina, var myrkur svo langt
sem augað eygði. Í huga kom: „Hvað
voru Bandaríkjamenn að gera hér?“
„Hvert voru þeir komnir?“ „Hvað
vissu þeir 58.209 hermenn, sem féllu
í Viet-Nam-stríðinu um tilgang
stríðsins?“ Stigmögnun: „Við höfum
misst 40.000 unga menn, við verðum
að klára stríðið.“ Perdue! Stríðið tap-
að!
Áhrif ljósmynda
Stríð var rekið í „beinni útsend-
ingu“. Sjónvarpsstöðvar lýstu at-
burðum. Fréttaljósmyndarar voru
nærri vígvellinum. Fréttamyndir
breyttu almenningsálitinu í hinum
frjálsa heimi. Bandarískri millistétt
var nóg boðið.
Þessar ljósmyndir bættust við her-
afla bændaþjóðar í Viet-Nam. Nakta
stúlkan á myndinni, Phan Thi Kim
Phuc, lifði styrjöldina af. Hún er nú
velgjörðarsendiherra UNESCO.
Nguyen Ngoc Loan gerðist veit-
ingamaður í Bandaríkjunum eftir að
hafa skotið Viet Cong-liðann Nguyen
Van Lem. Ekki er vitað um örlög
þess, sem bíður yfirheyrslu.
Ljósmyndir voru áhrifameiri en
allur herafli Bandaríkjamanna. Viet-
Nam stefnir hratt í að verða iðn-
aðarveldi, með verulegan greiðslu-
afgang og fjárhagslegt sjálfstæði.
Skáld orti
Þá er forsætisráðherra lagði blóm-
sveig við grafhýsi Ho frænda orti ís-
lenskt skáld;
Hverfull og skrítinn er heimurinn,
hugsjónir ganga úr skorðum.
Heiðrar nú Davíð Ho Chi Minh.
Hver hefði trúað því forðum?
(Stefán Vilhjálmsson)
Eftir Vilhjálm Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason með blómum
skreyttum Ho Chi Minh í Hanoi.
Höfundur var alþingismaður.
Viet Nam, Perdue
Viet Nam-stríðinu lokið. Síðustu
Bandaríkjamennirnir komnir frá
Saigon um borð í flugvélamóðurskip.
Mynd af nakinni stúlku að flýja
napalmárás hafði mikil áhrif.
Hún heitir Phan Thi Kim Phuc
og varð velgjörðarsendiherra
UNESCO.
Viet Cong-liði bíður yfirheyrslu fullur skelfingar.
Ekki er vitað hvað varð um hann.
Nguyen Ngoc Loan lögregluforingi skýtur Viet Cong-liðann
Nguyen Van Lém. Loan varð veitingamaður í Virginíu.
Á gangi í nýja miðbænum Þessar tvær konur, sem ljósmyndari Morgunblaðsins náði á mynd, muna eflaust þá tíð þegar einungis var bílastæði þar sem hið nýja Hafnartorg stendur nú. Í stað bíla-
stæðis eru nú verslanir, veitingastaðir, fyrirtæki og íbúðir ásamt því að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans rísa hinum megin við Geirsgötuna og nýtt Marriot-hótel, á svokölluðum Hörpureit.
Eggert