Morgunblaðið - 18.01.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021
FERSKT OG GOTT PASTA
TILBÚIÐ Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM!
Farþegum Strætó bs. fækkaðium 3,3 milljónir í fyrra, úr
12,2 milljónum árið 2019 í 8,9 millj-
ónir. Samhliða þessu minnkuðu
tekjurnar um 800 milljónir króna
og bætist sá vandi
við himinháan styrk
hins opinbera og er
nú rætt við ríkið um
að það borgi enn
meira til starfsem-
innar vegna
ástandsins.
Fyrirtækið bendir á að fyrstutveir mánuðir ársins 2020 hafi
verið yfir fyrra ári sem sýni að far-
þega- og tekjufallið skýrist af far-
aldrinum. Það er rökrétt að draga
þá ályktun, en fleira kann að koma
til auk þess sem þetta gefur ekki
endilega fyrirheit um að allt renni í
sama farið að faraldri loknum.
Í samtali Morgunblaðsins við Jó-hannes S. Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóra Strætó, segir hann,
spurður um útlitið á þessu ári, að
það verði erfitt. Erfitt sé að sjá fyr-
ir hvenær þjóðfélagið taki við sér
og hvaða afleiðingar fyrir ferðir
fólks hið nýja norm fjarnáms og
heimavinnu hafi á almennings-
samgöngur til framtíðar.
Undir þetta má taka. Almenn-ingssamgöngur eru meðal
þess sem kann að breytast var-
anlega eftir faraldurinn, auk þess
sem ný tækni, rafknúin hlaupahjól,
ruddi sér til rúms í fyrra og á ef-
laust sinn þátt í að skýra færri far-
þega hjá Strætó.
Þessar ábendingar framkvæmda-stjórans um mögulegar breyt-
ingar á framtíð almenningssam-
gangna hlýtur að verða að taka til
alvarlegrar skoðunar hjá þeim sem
vinna að borgarlínu og hyggjast
setja tugmilljarða af fé almennings
í það verkefni.
Jóhannes S.
Rúnarsson
Stórtíðindi af
Strætó bs.
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Lögreglustjórinn á Austurlandi
ákvað í gærmorgun, í samráði við
Veðurstofu Íslands og almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra, að
aflétta rýmingu á þeim svæðum
Seyðisfjarðar sem rýmd voru í var-
úðarskyni á föstudagskvöld vegna
úrkomu.
Mikið rigndi á Seyðisfirði frá
föstudagskvöldi alveg þangað til dró
úr úrkomu seinni hluta laugardags.
Vegna óvissu um stöðugleika hlíð-
anna í Botnabrún eftir skriðuföllin í
desember og viðbrögð jarðlaga við
ákafri úrkomu þótti öruggast að
rýma hluta bæjarins. Öll hús við
Botnahlíð voru rýmd. Þá voru húsin
við Múlaveg 37, Baugsveg 5 og
Austurveg 36, 38b, 40b, 44, 44b, 46,
46b, 48, 50, 54 og 56 einnig rýmd á
föstudaginn. Engin hreyfing mæld-
ist í hlíðinni þrátt fyrir úrkomuna
um helgina og ekki varð vart við
óstöðugleika. Þá hækkaði vatnshæð
í borholum ekki umtalsvert og því
talið óhætt að aflétta rýmingu af
þeim hluta sem rýmdur var á föstu-
daginn.
Því til viðbótar var rýmingu einn-
ig aflétt af öllum húsum við Foss-
götu, en hús við þá götu voru rýmd
vikuna fyrir jól þegar stærsta skrið-
an féll. Farvegur Búðarár hefur síð-
an þá verið dýpkaður og lagfærður.
Rýmingu á Seyðisfirði aflétt
Engin hreyfing eða óstöðugleiki í
hlíðinni þrátt fyrir mikla úrkomu
Morgunblaðið/Eggert
Seyðisfjörður Rýmingu var aflétt
og íbúar fengu að snúa aftur heim.
Fallið hefur verið frá fyrirætlunum
um breytingar aðalskipulags í Úlfars-
árdal í Reykjavík, á þá lund að í reit
milli Lambhagavegar og Skyggn-
isbrautar í brekku mót suðri verði
rýmisfrekar verslanir, léttur iðnaður
og verkstæði. Andstaða var við þau
áform meðal íbúa í Úlfarsárdal og
Grafarholti og ályktað var gegn þeim
í íbúaráði. Þá var í gangi undir-
skriftasöfnun gegn áformum um
breytingu og í gær höfðu á 12. hundr-
að manns þar skráð sig inn.
„Það var hvatning íbúa að svæðið
yrði áfram skilgreint sem blönduð
byggð íbúða, þjónustu og þrifalegrar
atvinnustarfsemi. Niðurstaðan er að
hlusta á þær raddir og gera ekki
breytingar á gildandi aðalskipulagi,“
sagði Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi
Viðreisnar og varaformaður skipu-
lags- og samgönguráðs, í samtali við
Morgunblaðið. „Þyngst í rökum fyrir
því að halda nú óbreyttu skipulagi
vegur einhugur meðal íbúa hverfisins
ásamt því að óbreytt skipulag sam-
rýmist áfram vel megináherslum
okkar í skipulagsmálum varðandi
þétta og blandaða byggð.“
Mál þetta var til umfjöllunar á síð-
asta fundi skipulagsráðs Reykjavíkur
og þar lét meirihlutinn, það er fulltrú-
ar Samfylkingar, Viðreisnar og Pí-
rata, bóka að ekki væri rétt að breyta
aðalskipulagi umrædds svæðis, það
er reitsins M22, en að framtíð-
arskipulag svæðisins verði skoðað
nánast í samráði við íbúa og aðra sem
hagsmuni ættu undir. „Með skoðun á
framtíðarskipulagi svæðisins er sér-
staklega vísað til þess að til stendur
að gera hverfisskipulag fyrir borg-
arhlutann, eðlilegt er að ræða Hall-
ana, eins og þetta svæði er stundum
kallað, í tengslum við þá vinnu. En
aðalskipulag fyrir reitinn verður
óbreytt; það er meginniðurstaðan
nú,“ segir Pawel. sbs@mbl.is
Engu mun breytt
í Úlfarsárdalnum
Blönduð byggð
verður í reit M22
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Úlfarsárdalur Ekki verður hróflað
við aðalskipulagi svæðsisins.