Morgunblaðið - 18.01.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.01.2021, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021 Reykjavíkurtjörn Húsin við Tjarnargötu eru hvert öðru fallegra. Þau hafa staðið af sér ýmsa tísku í byggingarlist og á sama tíma hafa trén við Suðurgötu vaxið og myndað ramma um þau. Kristinn Magnússon Kostnaður við um- ferðartafir á höf- uðborgarsvæðinu er farinn að nálgast 20 milljarða á ári ef ekki meir. Kostnaður vegna slysa og óhappa í umferðinni hefur verið í grennd við 50 milljarða á ári og hlut- ur höfuðborgarsvæð- isins þar af sennilega um 60%. Mestur fellur kostnaðurinn til innan Reykjavíkur. Þessi kostnaður lendir allur eftir einhverjum leiðum á atvinnulífinu, fyrirtækjum innan svæðisins og ut- an og það er á ábyrgð borgar- og sveitarstjórna. Áhrifamestu aðgerð- irnar til úrbóta eru mislæg gatna- mót en þau má ekki byggja vegna illskiljanlegrar fóbíu í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, sem virðist ekki átta sig á því að greið hringrás fólks milli heimilis og vinnu er það sem heldur þjóðfélag- inu gangandi. Einkenni umferðar í og kringum borgir er að á morgnana safnast fólk saman þar sem framboð vinnu er mest, sem oftast eru tiltölulega lítil svæði nálægt borgarmiðju eða í iðnaðarhverfum. Með þessu móti verður samvinna fólks virkari, afköst margfaldast og framleiðnin verður margfalt meiri til hagsbóta fyrir allt þjóðfélagið. Af þessum sökum sjá stjórnvöld sér hag í að niður- greiða almennings- samgöngur að ein- hverju marki og örva þannig hagvöxt. Eftir vinnu dreifist fólk svo aftur til síns heima til að sinna fjöl- skyldum og starfa að félagsmálum en hvort tveggja eru ekki síður mikilvæg störf en þau sem eru stunduð á vinnutíma. Þessi hring- rás er það sem skapar velsæld í þróuðum þjóðfélögum nútímans. Þegar mest er, þá er umferðin í Reykjavík svo mikil að á ljósum gatnamóta hliðargatna við Miklu- braut og Hringbraut myndast meira og minna samfelldar bílarað- ir frá Ártúnsbrekku vestur að báð- um háskólunum. Fleiri þéttar raðir við ljósin á Háleitisbrautinni báðum megin Miklubrautar mynda svo kross nær kyrrstæðra bíla yfir Reykjavík. Það þarf engan að undra að á þessum sömu ljósa- stýrðu gatnamótum verða fleiri slys og óhöpp en annars staðar. Á Reykjanesbrautinni, sér í lagi vegna ljósa við Bústaðaveg mynd- ast svo önnur röð. Þessu ófremdarástandi vill borg- arstjórn Reykjavíkur mæta með borgarlínu og vísar til fjölmargra borga erlendis sem hafa svipað há- gæðakerfi almenningssamgangna hjá sér. Þessi hágæðakerfi erlendis geta við bestu aðstæður flutt nær jafn mikið og sporvagna-/léttlesta- kerfi en stofnkostnaður er allt að þrefalt minni og það er aðdráttarafl þeirra fyrir ráðamenn þegar eft- irspurn eftir flutningum fólks er orðin það mikil að það kallar á meira en venjulegan strætó. Svo er ekki hér. Í flestum löndum Evrópu eru menn mjög háðir járnbrautum til að flytja fjölda fólks inn og út úr borgunum, þar taka við sporvagnar og léttlestir sem flytja fólkið til og frá brautarstöðvunum til vinnu- staða. Íbúar borganna og næsta nágrennis nota strætisvagna frá ytri hverfunum að vinnuhverfum borgarinnar og síðan annaðhvort sporvagna- eða léttlestakerfin til ferða inni í borginni þar sem hún er þéttust. Hágæðakerfin falla inn í þetta mynstur og fá þannig mun betri nýtingu en hægt er með því að flytja fólk aðeins inn til vinnu- hverfanna árdegis og út aftur síð- degis eins og hér verður meðan engar lestarsamgöngur eru. Sér- rými og forgangur á ljósum breytir engu þar um við okkar aðstæður. Stærri vagnar og fjölgun ferða eykur vannýtingu, hinar dýru sér- akreinar nýtast illa og forgangur vagnanna á ljósum tefur aðra um- ferð. Borgarlína er því ekki svar við því ófremdarástandi sem ríkir í umferðinni í Reykjavík. Borgar- línan mun ein og sér ekki heilla til sín þann aukna fjölda farþega sem dugar til að hækka tekjur umtals- vert. Sérfræðingum ber saman um það. Hún mun því verða og halda áfram að vera enn stærri baggi á bæjarfélögum höfuðborgarsvæðis- ins en Strætó BS er í dag án þess að skila marktækt meiru. Eina svarið sem gagn er í eru færri umferðarljós og fleiri mislæg gatnamót. Hægt er að sýna fram á að mislæg gatnamót minnka tíma- tafir í umferðinni svo mikið að þau borga sig upp fyrir þjóðfélagið á fáum árum. Þannig má bæði minnka verulega þann tafakostnað í umferðinni sem Samtök iðnaðar- ins áætluðu 15 milljarða á ári 2018 og er örugglega farinn að nálgast 20 milljarða í dag ef ekki meir og slysakostnaðinn upp á gróft reikn- að 30 milljarða árlega. Gegn slíkum framkvæmdum hefur borgarstjórn staðið. Ekki hefur fengist betri skýring á þeirri afstöðu en sú, að mislæg gatnamót séu ljót. Kostnaður upp á tugi milljarða árlega, sem skerðir samkeppn- isstöðu íslenskra atvinnuvega virð- ist ekki skipta meirihluta borg- arstjórnar neinu máli. Lagst er gegn raunhæfum lausnum, vand- anum leyft að vaxa frá ári til árs og það auglýst upp að gagnslítil borgarlína geti leyst hann, sem er fjarri lagi. Í Reykjavík er málum stjórnað með því að þvælast fyrir. Það eru ekki góðir stjórnarhættir. Eftir Elías Elíasson »Hægt er að sýna fram á að mislæg gatnamót minnka tíma- tafir í umferðinni svo mikið að þau borga sig upp fyrir þjóðfélagið á fáum árum. Elías Elíasson Höfundur er verkfræðingur. Borgar-ekki-lína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.