Morgunblaðið - 18.01.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hálendisþjóðgarður verður ekki stolt þjóðarinnar ef stofna á hann með valdi. Hugmyndin er kannski sveipuð rómantík í huga ein- hverra, en ekki mínum. Sam- kvæmt orðum umhverfisráðherra á þessi stærsti þjóðgarður í Evr- ópu að draga til sín mikinn fjölda ferðamanna, svo kyrrð og tign öræfanna mun hverfa. Slíkt vil ég ekki,“ segir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir í Bræðratungu í Biskupstungum. „Þjóðgarði fylgir viðamikil uppbygging inviða svo innheimta megi þjón- ustugjöld af þeim sem um svæðið fara. Gjöldin eiga að stórum hluta að standa undir rekstri garðs- ins. Því þarf mikinn fjölda ferðamanna í stuttan tíma, enda er hálend- ið fólki aðgengilegt nema örfáar vikur að sumri. Ég sé ekkert gott né umhverfisvænt við massatúr- isma eða að í byggð séu rík- isreknar gestastofur með minja- gripasölu.“ Gjörþekkjum hálendið og umgöngumst af virðingu Frumvarp og fyrirætlanir um stofnun hálendisþjóðgarðs hafa mætt talsverðri andstöðu úti í dreifbýlinu. Þar hefur Guðrún Svanhvít látið til sín taka, meðal annars sem fulltrúi í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Hún þekkir, eft- ir óteljandi ferðir, vel til allra stað- hátta á Biskupstungnaafrétti, sem verður að stærstum hluta innan marka þjóðgarðsins verði af stofn- un hans. „Biskupstungur eru á hálend- isbrúninni og ekki þarf að keyra nema rétt inn fyrir Gullfoss eða upp á Haukadalsheiði við Geysi og þá erum við komin í óbyggð. Lang- jökull, Jarlhettur og Bláfell blasa við úr byggð og eru okkur nærri,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Hálendið nýtist okkur hér í sveit með ýmsu móti. Sauðfé er á fjalli 8-10 vikur á sumrin á afrétt- inum sem er líka vinsælt útivistar- og ferðarsvæði. Þar hefur verið byggð upp ferðaþjónusta, skipu- lagðar ferðir, gistiskálar og fleira gott. Að málum stendur fólk sem gjörþekkir hálendið og umgengst af mikill virðingu. Að mínu mati hefur okkur sem njótum og nýtum hálendið farist það vel úr hendi.“ Orkuskipti að frumkvæði úr héraði Verkefnið Orkuskipti á Kili náðist í höfn á síðasta ári. Lagður var rafmagnsstrengur úr Bisk- upstungum norður í Skagafjörð, með tengingum á ýmsum stöðum á hálendinu, þar sem rafmagn var áður fengið með díselstöðvum. Til þessa lagði Bláskógabyggð um 40 milljónir króna úr sveitasjóði auk þess sem önnur sveitarfélög og einkaaðilar lögðu í púkkið. Ríkið styrkti verkefnið um 100 milljónir króna, en halda verður því þá til haga, segir Guðrún Svanhvít, að frumkvæðið kom frá heimafólki og aðilum sem starfrækja ýmiss kon- ar þjónustu á hálendinu. „Ég er sannfærð um orku- skipti á Kili væru ekki komin til framkvæmda hefði ríkisstofnun ráðið för. Og þá komum við að kjarna frumvarpsins um hálend- isþjóðgarð sem er sá að umdæm- isráð, stjórn, forstjóri og ráðherra eiga að hafa umsjón og taka ákvarðanir um hvað verður gert og hvernig á svæðinu. Umsjón verður tekin af fólkinu sem býr í sveitum sem garðurinn mun til- heyra,“ segir Guðrún og að lokum: Stolt af sveit og fólki „Þörf og vilji til að stofna þjóðgarð þarf að koma frá fólkinu sem notið hefur hálendisins og sinnt því af virðingu. Vel má því vera að hljómgrunnur verði fyrir þjóðgarði í framtíðinni, ef rétt er staðið að undirbúningi. Lán mitt í lífinu er annars að hafa alist upp og búa í samheldnu bænda- samfélagi. Ég óskaplega stolt af sveitinni minni og fólkinu hér. Ég mun því berjast af fullum krafti fyrir því að menning og samfélags- gerð, hér sem byggist að stórum hluta á nálægðinni við hálendið, verði ekki frá okkur tekin.“ Öræfin blasa við úr byggð í Biskupstungum og menningin fjallanna mótar mannlíf sveitarinnar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugsýn Bláfell hér með hvítan koll rentu er fremst og svo Hvítárvatn og Langjökull. Sólkatla og Hrútfellsjökull norðan vatnsins. Þetta er Biskupstungnaafréttur sem heimafólk vill flest hvert að verði ekki gerður að þjóðgarði. Hálendisþjóðgarði fylgir ekki rómantík  Guðrún Svanhvít Magnús- dóttir er fædd árið 1975 og á allar sínar rætur í Biskups- tungum. Hún er húsasmiður, búfræðingur og reiðkennari að mennt. Guðrún og Kjartan Sveinsson maður hennar búa á föðurleifð hans í Bræðratungu og eru þar með kýr, fé og hrossarækt.  Auk bústarfa hefur Guðrún sinnt ýmsum félagsstörfum í þágu sinnar sveitar og setið í sveitarstjórn Bláskógabyggðar frá 2014. Hver er hún? Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir Gæfa og góðar vættir voru með Guðrúnu þegar hún, átján ára göm- ul, bjargaði barni úr brennandi húsi á bænum Stöllum, skammt frá Geysi í Haukadal, á nýársnótt árið 1994. Guðrún var fyrir utan íbúðar- húsið að áliðinni nóttu þegar elds- ins var vart. Hún braust inn og náði að bjarga tíu mánaða stúlkubarni, Öldu Valentínu Rós Hafsteins- dóttur, á síðustu stundu úr brenn- andi byggingunni. Tvö börn, átta og fjögurra ára, létust. Guðrúnu fórust svo orð í viðtali við Morgunblaðið 4. janúar 1994: „Um leið og ég sá eldinn hljóp ég beina leið inn því ég vissi að það voru börn í húsinu. […] Ég kíkti inn í herbergin en þar var enginn og þá fór ég inn í hjónaherbergið. Þar tók ég litlu telpuna í fangið og fór fram á gang. Þá sá ég ekkert fyrir reyk og myrkri, þurfti að stoppa til að átta mig á því hvar ég væri en gekk eftir minni í áttina að útidyrunum. […] Ég var nýkomin út þegar allt Bjargaði barninu úr eldinum DRÝGÐI MIKLA HETJUDÁÐ FYRIR 27 ÁRUM Frásögn Morgunblaðið 4. janúar 1994. var orðið alelda og eldurinn kom út um alla glugga.“ Aðspurð segir Guðrún að vissu- lega hvarfli hugur stundum að þessu atviki nærri áramótum, þó langt sé um liðið. „Reynslan mótar fólk, en áhrifin á mig eru léttvæg samanborið við harm fólksins sem átti í hlut. Ann- ars kenndi þetta mér helst að barma mér ekki þó hlutir séu ekki alltaf eins og maður helst kysi,“ segir Guðrún sem 1994 var Eyvind- ardóttir. Faðir hennar Eyvindur Magnús notar þó alltaf síðara nafn- ið og dóttirin kennir sig við það nú. Alls 43% eru andstæð frumvarpi um- hverfisráðherra um hálendisþjóð- garð, 26% eru hlutlaus og ríflega þrír af hverjum tíu eru fylgjandi málinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýs Þjóðarpúls Gallup. Konur fremur en karlar styðja fyrirætlanir þessar, stuðningur við málið er mestur á höf- uðborgarsvæðinu og meðal fólks með langskólanám að baki. Úti á landi segjast 61% aðspurðra alfarið á móti hálendisþjóðgarði. Á höfuðborgar- svæðinu eru 68% þeirra sem spurðir voru fylgjandi málinu. Stuðnings- menn Miðflokks, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eru öðrum frekar líklegastir til að vera á móti hálend- isþjóðgarði, en stuðningur kemur helst frá vinstri og Viðreisn. Í sl. viku var hálendisþjóðgarður til umfjöllunar í sveitarstjórn Múlaþings og telja fulltrúar þar að skv. stjórn- unar- og verndaráætlunum verði of langt gengið í því að takmarka skipu- lagsvald sveitarfélaga. Í því sambandi er bent á að styrkja þurfi raforku- flutninga austur á land og setja upp háspennulínur innan þjóðgarðsins. Taka þurfi tillit til þess í regluverki þjóðgarðs. Reynslan af rekstri Vatna- jökulsþjóðgarðs sé um margt ágæt, en sú starfsemi hafi hins vegar aldrei verið fjármögnuð að fullu. Þau mál þurfi að vera í höfn áður en stærri skref séu tekin. Átta af níu fulltrúum í sveitarstjórn samþykktu tillögu þar sem þetta kom fram. Fulltrúi VG var á móti og segir fyrrgreind sjónarmið og fleira vera rangfærslur. Stjórnsýslan seinvirk Í umsögn Flóahrepps um þetta sama mál segir að stofnun þjóðgarðs auki líkur á auknum fjölda ferða- manna um hálendið. Ekki sé fyrirséð að nægilegt fé fáist til uppbyggingar innviða og reksturs sem því fylgi. Þá sé hætt við að fyrirkomulag stjórn- sýslu þjóðgarðs verði seinvirkt. Þá hefur sveitarstjórn efasemdir um ágæti þess að umhverfisráðherra sé afhent vald til þess að taka ákvarðanir og veita starfsleyfi tengd þjóðgarði sem geta verið þvert gegn vilja sveit- arfélaga eða félagasamtaka í héraði. Eins er settur fyrirvari um að áhrifa- svæði þjóðgarðsins nái út fyrir skil- greind mörk með hömlum sem slíku fylgja. sbs@mbl.is Margir eru á móti  Andstaða er við hálendisþjóðgarð, skv. Gallup  Múlaþing og Flóinn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hálendið Herðubreið er drottning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.