Morgunblaðið - 18.01.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Íslenskir stjórnendur eru yfirleitt vel
með á nótunum um mikilvægi þess að
sinna símenntun og þjálfun starfs-
fólks. Á flestum vinnustöðum eru því
námskeið haldin með reglulegu milli-
bili til að skerpa á þekkingunni,
þjálfa samskipta-
hæfileikana eða
einfaldlega
styrkja tengslin
og bæta starfs-
andann.
En hvað er til
bragðs að taka
þegar veirufar-
aldur geisar, fjar-
vinna er orðin
normið og mun
erfiðara en áður
að stefna heilu deildunum eða vinnu-
stöðunum á einn stað til að hlusta á
fyrirlestur eða taka þátt í vinnustofu?
Margrét Reynisdóttir, ráðgjafi og
námskeiðshaldari hjá Gerum betur
ehf., segir ljóst að þróun fjarnám-
skeiða verði ein mikilvægasta áskor-
un fyrirtækja á komandi árum.
Reynslan af kórónuveirufaraldrinum
hafi sýnt að þjálfun og símenntun
með fjarfundakerfum hafi ýmsa kosti
en líka ákveðna galla sem bæði leið-
beinendur og þátttakendur þurfi að
átta sig á.
Til að mæta þessum nýja veruleika
hefur Margrét samið handbókina
Sprellifandi fjarkennsla þar sem
þessi mál eru skoðuð frá ýmsum hlið-
um og hagnýtum ráðum safnað sam-
an. Bókina má nálgast ókeypis á vef-
síðu Gerum betur
(www.gerumbetur.is) en útgáfan er
styrkt af Fræðslusjóði framhalds-
fræðslunnar, Landsmennt, Ríkis-
mennt, Sjómennt og Sveitamennt.
Margrét segir að það eigi við um
fjarnámskeið og fjarfundi að það geti
m.a. verið kúnst að halda athygli allra
þátttakenda. „Rétt eins og á nám-
skeiðum sem fara fram augliti til aug-
litis er lykilatriði að virkja fólk til
þátttöku. Í Sprellifandi fjarkennslu
eru settar fram hugmyndir um
hvernig gera megi kennsluna sem að-
gengilegasta og efnið áhugaverðara.
Þar með eru þátttakendur virkjaðir
með sama hætti og á hefðbundnum
námskeiðum og þeim gefinn kostur á
að vinna með efnið en ekki bara sitja,
hlusta og sjá.“
Kúnst að halda athygli fólks
Sem dæmi um ráðleggingar úr
bókinni má nefna mikilvægi þess að
leiðbeinandi á fjarnámskeiði leggi
sig fram við að ná augnsambandi í
gegnum skjáinn og geri kennslu-
stundina þannig persónulegri. Annar
þáttur felst í mikilvægi þess að verk-
efni séu þáttur í fjarnámskeiðinu og
þátttakendur þannig virkjaðir, hver
og einn. „Helstu fjarfundaforrit
bjóða upp á þann möguleika að
skipta þátttakendum niður í smærri
hópa og geta þeir þá spreytt sig sam-
an á verkefnum tengdum markmið-
um námskeiðsins,“ útskýrir Mar-
grét. „Það er staðreynd á
námskeiðum almennt, og sérstak-
lega í fjarkennslu, að fólk á erfitt með
að halda athyglinni nema í stutta
stund og því verður að muna að
brjóta efnið reglulega upp með ýms-
um leiðum.“
Margrét brýnir líka fyrir leiðbein-
endum að týnast ekki í tækninni.
Vissulega séu mörg sniðug forrit í
boði sem geti lífgað upp á fjarnám-
skeið en það þurfi ekki að breyta öllu
í einu. „Fólk ætti að nota sem mest af
þeirri tækni sem það þekkir. Þeir
sem eru t.d. vanir að nota Power-
Point ættu endilega að halda því
áfram enda er auðvelt að nota slíkar
glærur í gegnum fjarfundaforritin.“
En það er líka undir þátttakendum
komið að ná sem mestu út úr fjar-
námskeiðum. Margrét segir það t.d.
vera góða reglu að allir gefi sér tíma
fyrir námskeiðið til að ganga úr
skugga um að netið, myndavél og
hljóðnemi virki sem skyldi og að ekk-
ert trufli. „Fólk ætti að tryggja að
það hafi gott næði meðan á nám-
skeiðinu stendur og svo er vissara að
muna að nota takkann sem slekkur á
hljóðnemanum svo að hósti, hnerri
eða einhver uppákoma trufli ekki
aðra þátttakendur.“
Tímasparnaður
og sveigjanleiki
Þau fyrirtæki og stofnanir sem
komast upp á lagið með að nota fjar-
námskeið njóta góðs af á ýmsa vegu.
Margrét segir t.d. mikinn tímasparn-
að felast í því að þurfa ekki að gera
sér ferð á milli bæjar- eða landshluta
til að sitja námskeið og þá geti fólk
sinnt vinnu sinni alveg þar til nám-
skeið hefst. Þá er líka einfalt að taka
efnið upp og svo þátttakendur geta
auðeldlega rifjað upp eftir þörfum
eða nýtt sér kennsluna á heppilegri
tíma ef ómögulegt reyndist að sækja
námskeiðið í beinni útsendingu.
„Sumir reyna jafnvel að nýta tímann
enn betur með því að hlusta á upptök-
una á 150% hraða eða meira,“ útskýr-
ir Margrét.
Kórónuveirufaraldurinn hefur að
öllum líkindum markað kaflaskil í
vægi fjarvinnu í atvinnulífinu og
næsta víst að þegar faraldurinn er af-
staðinn muni margir halda áfram að
vinna heiman frá sér, frá öðrum
landshlutum eða jafnvel frá öðrum
heimsálfum. Margrét segir að vinnu-
staðir ættu samt sem áður að reyna
að blanda saman staðarnámi og fjar-
námi. Fjarnámið sé handhægur og
sveigjanlegur kostur en það sé líka
mikils virði að hópurinn hittist í eigin
persónu. „Bæði er gott að hafa fjöl-
breytni í formi námskeiða en svo er
líka maður manns gaman og annars
konar tengsl sem skapast á milli fólks
í samveru og gefst þar betra tækifæri
til að kynnast og spjalla.“
Hægara sagt en gert að
þjálfa starfsfólk yfir netið
AFP
Möguleikar Fjarnámskeið vinnustaða eru m.a. heppileg að því leyti að þau spara fólki tíma. Bæði leiðbeinendur
og þátttakendur þurfa samt að setja sig í réttar stellingar. Bandarískur heilbrigðisstarfsmaður við vinnu sína.
Vinnustaðir þurfa að aðlagast nýjum veruleika og nýta möguleika tækninnar
● Bandaríski bankinn Goldman Sachs
væntir 6,6% hagvaxtar í Bandaríkj-
unum á þessu ári og hefur hækkað fyrri
spá sína sem hljóðaði upp á 6,4% hag-
vöxt. Goldman gaf nýju spána út á laug-
ardag en breytingin stafar einkum af
nýjum aðgerðapakka sem Joe Biden
kynnti á fimmtudag.
Hyggst Biden knýja í gegn örvunar-
aðgerðir fyrir samtals um 1.900 millj-
arða dala en hann telur nauðsynlegt að
gefa bandaríska hagkerfinu öfluga inn-
spýtingu svo hjól atvinnulífsins komist
hratt af stað nú þegar sér fyrir endann
á kórónuveirufaraldrinum og von um að
bólusetningar leyfi bandarísku sam-
félagi að komast aftur í eðlilegt horf.
ai@mbl.is
Goldman hækkar
hagvaxtarspá
18. janúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.0
Sterlingspund 175.73
Kanadadalur 101.44
Dönsk króna 21.024
Norsk króna 15.165
Sænsk króna 15.436
Svissn. franki 145.21
Japanskt jen 1.2437
SDR 185.8
Evra 156.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.8517
Hrávöruverð
Gull 1853.85 ($/únsa)
Ál 2010.5 ($/tonn) LME
Hráolía 56.41 ($/fatið) Brent
smiðju í Þýskalandi fram til 19.
febrúar.
Að sögn FT gripu framleiðendur
til þess ráðs á síðasta ári að
minnka pantanir sínar hjá tölvu-
kubbaframleiðendum í takt við
samdrátt í eftirspurn á bílamark-
aði. Vaxandi bjartsýni meðal neyt-
enda varð þó til þess að markaður-
inn fyrir nýja bíla tók kipp á
síðasta ársfjórðungi 2020 og varð
eftirspurnin meiri en straumlínu-
löguð aðfangakeðja framleiðenda
gat ráðið við. Til að auka á vand-
ann hefur sala á raftækjum gengið
vel og hafa tölvukubbaframleið-
endur í nógu að snúast við að
skaffa íhluti s.s. í leikjatölvur og
farsíma. ai@mbl.is
Þýski bílaframleiðandinn Audi hef-
ur sagt meira en 10.000 manns upp
störfum tímabundið vegna skorts á
íhlutum fyrir nýja bíla. Röskun hef-
ur orðið á framleiðslu tölvukubba
og orðið til þess að mynda flösku-
hálsa hjá Audi og flestum öðrum
framleiðendum bifreiða.
Financial Times fjallar um tölvu-
kubbaskortinn og hefur eftir
stjórnendum Audi að fyrirtækið
leggi allt kapp á að framleiðsla á
fyrsta fjórðungi þessa árs dragist
ekki saman um meira en 10.000
ökutæki. Móðurfyrirtækið Volkswa-
gen reiknar með að smíða 100.000
færri bíla á fjórðungnum vegna
vöntunar á tölvukubbum og þá hafa
framleiðendur á borð við Renault,
GM, Honda, Nissan og Daimler
sagst standa frammi fyrir vand-
ræðum af svipuðum toga. Hefur
Ford þurft að loka heilli verk-
Skortur á tölvukubbum
hægir á bílaframleiðslu
AFP
Kippur Aðfangakeðjan hefur ekki
haldið í við spurn eftir bílum.
● Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hóf
í síðustu viku að greiða út 15 milljarða
dala fjárhagsaðstoð sem flugfélögin
þar í landi skipta með sér. Á að nota
fjármagnið til að standa straum af
launakostnaði og auðvelda greininni
að ráða aftur til starfa á komandi mán-
uðum tugi þúsunda starfsmanna í flug-
iðnaði sem sagt var upp störfum vegna
kórónuveirufaraldursins.
Að sögn Reuters eru 30% björg-
unarpakkans í formi láns sem ber lága
vexti og flugfélögin þurfa að end-
urgreiða á tíu árum. Flugfélögin skuld-
binda sig einnig til að setja þak á
greiðslur til æðstu stjórnenda og greiða
ekki út arð eða kaupa eigin hlutabréf út
marsmánuð 2022. ai@mbl.is
Bandarísk flugfélög
fá björgunarpakka
Vandi Vonandi fara sætin að fyllast.
STUTT
Margrét
Reynisdóttir