Morgunblaðið - 18.01.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bretar erulausir úrviðjum reglu- verks Evrópusam- bandsins og eru staðráðnir í að njóta þeirra tækifæra sem þetta frelsi færir þeim. The Telegraph sagði frá því á laugardag að Boris Johnson forsætisráðherra hefði falið Rishi Sunak fjármálaráðherra að leiða vinnu við að kasta regluverki Brussel á bálköstinn, eins og því var lýst, og er ætlunin að farið verði skipulega í þá vinnu. Fjármálaráðherrann á að stýra nefnd um bætt regluverk sem á að einbeita sér að því að útrýma óþarfa regluverki sem þvælist fyrir viðskiptalífinu. Öll snýst þessi vinna um að „grípa tækifæri Bretlands sem sjálfstæðrar þjóð- ar,“ eins og forsætisráðherrann hefur orðað það. Sunak segir að nú þegar Bretar hafi yfirgefið Evrópusambandið hafi þeir tæki- færi til að gera hlutina öðruvísi „og þessi ríkisstjórn er staðráðin í að nýta sem best frelsið sem Brexit færir okkur.“ „Þetta snýst ekki um að gera minni kröfur,“ bætti hann við, „heldur að horfa til framtíðar og gera sem mest úr nýjum greinum, nýrri hugsun og nýju verklagi.“ Önnur eyja í Norður-Atlants- hafi, sem stendur okkur enn nær, er ekki heldur í Evrópusamband- inu. En Ísland er í Evrópska efnahagssvæðinu og sú staða hef- ur almennt reynst landinu vel. Þó hefur ítrekað verið bent á að ís- lensk stjórnvöld hafa látið eins og við séum í Evrópusambandinu og jafnvel verið kaþólskari en páfinn í þeim efnum. Umræður um með- höndlun Íslands á regluverki Evrópusambandsins snúast oftar en ekki um það hvort við séum nægilega dugleg við að inn- leiða og orð eins og innleiðingarhalli verður til eins og þar sé um verulegt vandamál að ræða. Gefnar eru út skýrslur um það hvernig bregðast megi við vand- anum og embættismenn munstr- aðir upp bæði í Brussel og hér á landi til að vinna gegn þessum hættulega halla. Stjórnvöld hafa miklar áhyggjur af því ef innleið- ing dregst og virðast jafnvel telja ófært að hafna innleiðingu tiltek- inna reglna þó að EES-samning- urinn veiti skýra heimild til þess, enda stæðist hann ella ekki stjórnarskrá. Þessu verklagi og þessari nálg- un verður að breyta og það er vel hægt ef vilji er fyrir hendi. Eitt skref í þá átt væri að flytja hluta embættismanna úr þeim verk- efnum að þjónusta Brussel við að vinna gegn innleiðingarhallanum svokallaða og við að þvinga reglu- verk sambandsins inn í íslenska löggjöf, hvort sem það á erindi þangað eða ekki, og láta þá þess í stað fylgjast með vinnu Breta við að losa sig við regluverkið, auka frelsið og efla atvinnulífið. Ísland ætti að óska eftir því að fá að fylgjast vel með þessari vinnu breskra stjórnvalda og leitast við að innleiða hér þann hluta hennar sem unnt er. Ísland þarf ekki síð- ur en Bretland á því að halda að búa vel að frumkvöðlum og at- vinnulífi almennt og á í þeim efn- um í samkeppni við aðrar þjóðir. Skortur á því að innleiða þann niðurskurð regluverks sem Bret- ar áforma er innleiðingarhalli sem ástæða er til að hafa áhyggj- ur af. Ísland ætti að fylgj- ast vel með umbót- um Breta og leitast við að læra af þeim} Regluverkið frá Brussel á bálköstinn í Bretlandi Ítalir eru ekkiókunnugir brot- hættum margflokka ríkisstjórnum og óróleika á stjórn- málasviðinu en ýms- um þykir nóg um að stjórn- málamenn geti ekki haldið saman á tímum kreppu og faraldurs. Rík- isstjórn Giuseppe Conte riðar nú til falls eftir að Matteo Renzi, fyrr- verandi forsætisráðherra sósíal- demókrata og nú leiðtogi smá- flokksins Lifi Ítalía, hefur sagt sig og sína menn úr stjórninni. Forsætisráðherrann gengur í dag til fundar við neðri deild þingsins og er enn talinn hafa meirihluta þar á bak við sig en á morgun fer hann fyrir öld- ungadeildina og þar er talið ólík- legra að hann hafi betur. Þó er ekki enn útilokað að Renzi og hans menn komi aftur til liðs við stjórn- ina, það hefur hann sagt sjálfur, en þá er komin upp ný hindrun því að furðuflokkurinn Fimmstjörnu- hreyfingin, sem er á vinstri væng stjórnmálanna líkt og aðrir stjórn- arflokkar, tekur það ekki í mál. Þrátt fyrir þrönga stöðu er ekki úti- lokað að forsætisráð- herranum takist að afla sér nægs fylgis til að sitja áfram og eru ástæður fyrir því einkum þrjár. Sú fyrsta að al- menningur er ekki mjög hrifinn af þessu brölti á þessum tímum, önn- ur að í næstu kosningum fækkar þingmönnum og það hræðir ýmsa þeirra og sú þriðja er að útlit er fyrir að hægri flokkarnir geri það gott í næstu kosningum sem er til þess fallið að þjappa vinstri mönn- um saman. En óvíst er að takist að blása í stjórnina lífi eða mynda aðra, og þá er ekki ósennilegt að kosið verði og að þá færist pendúllinn í ítölskum stjórnmálum til hægri og í átt frá Brussel, því að líkur eru á að efasemdamönnum um ágæti Evrópusambandsins muni fjölga á þingi. Þess vegna gætu verið ör- lagatímar í ítölskum stjórnmálum – jafnvel meiri en oft áður. Faraldur og kreppa hindra ekki endilega stjórnarkreppu} Pólitísk ólga á Ítalíu Þ ó nokkuð er fjallað um rekstrar- stöðu sveitarfélaga í pólitískri um- ræðu og beinist sú umfjöllun yfir- leitt að Reykjavíkurborg. Þá með upphrópunum eins og „óráðsía“ eða „skuldasöfnun á góðæristímum“. En hvað er satt og rétt í þessu? Hvað segja gögnin okk- ur í raun og veru? Eru þetta bara pólitískar hártoganir eða er reksturinn í alvöru í vanda? Byrjum á skýrslu eftirlitsnefndar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með fjármálum sveitarfélaga. Nýjasta skýrslan er frá desem- ber 2019. Þar er að finna tilvitnunina: „Þrátt fyrir misjafna stöðu einstakra sveitarfélaga virðist fjárhagsstaða þeirra á heildina litið vera ágæt“. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir „lítil- lega“ hækkun á skuldum sveitarfélaga almennt. Þessi skýrsla ætti að innihalda bestu gögnin sem við höfum til þess að bera saman stöðu sveitarfélaga. Þar kemur fram að útreiknað skuldahlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar árið 2018 var 49%. Hvað þýðir það þá í samhengi við önnur sveitarfélög? Jú, til að byrja með var meðalskuldahlutfall sveitarfélaga 63%. Skoðum hin sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Í stærðarröð er Kópa- vogur með 94% skuldahlutfall, Hafnarfjörður með 112%, Garðabær með 59%, Mosfellsbær með 84%, Seltjarnarnes með 27% og Kjós með –4%. Ef A- og B-hlutar sveitarfélaga eru skoðaðir saman þá er staðan sú, miðað við að löglega hámarkið er 150%, að með- altalið er 104%, Reykjavík með 135% skuldaviðmið sam- kvæmt lögum, Kópavogur með 109%, Hafnarfjörður 119%, Garðabær 69%, Mosfellsbær 78%, Seltjarnar- nes 69% og Kjós með –27%. Hvað þýðir þá öll þessi talnasúpa? Augljósi munurinn er hversu lágt skuldahlutfall Reykjavíkurborgar er í A-hluta miðað við hátt í A- og B-hluta samtals. Skýringuna fyrir því er að finna í háum langtímaskuldbindingum Orkuveitu Reykjavíkur. Þar hefur þróunin verið sú að skuldir hafa lækkað síðan 2009 um 90 milljarða króna. Er þá einhver innistæða fyrir upphróp- unum um óráðsíu í fjármálum borgarinnar? Ef svo, þá er frekar hægt að segja það um Kópa- vog, Hafnarfjörð og Mosfellsbæ sem eru öll með hærra skuldahlutfall í rekstri almennrar þjónustu. Eru pólitísku upphrópanirnar út af langtímaskuldum OR? Ég ætla ekki að svara spurningunni fyrir þig kæri lesandi. Ég ætla að leyfa þér að skoða gögnin og draga eigin ályktanir. Hafðu þau í huga næst þegar þú heyrir „óráðsía“ eða hvað sem það verður næst. Spurðu um samhengi og sam- anburð. Ekki láta skoðun þína ráðast af fyrirsögnum póli- tískra andstæðinga því samhengið þar er alltaf valdabar- átta. Ekki trúa valdhöfum. Ekki trúa gagnrýnendum vald- hafa. Ekki trúa upphrópunum. Gerðu kröfur um sann- gjarnar upplýsingar og staðhæfingar byggðar á gögnum. Eitt einkenni lélegra pólitíkusa er að slíta hlutina úr sam- hengi. Krefjumst betri vinnubragða. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Skuldastaða sveitarfélaga, gögn gegn áróðri Höfundur er þingmaður Pírata STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen að velja Írland í stað Íslands. Ástæð- an var hærri endurgreiðsluprósenta þar, en þeir fundu húsnæði þar sem þeir löguðu að stúdíóaðstöðu. Á Ír- landi er endurgreiðsluprósentan 32% en hægt er að fá 37% endurgreidd ef tökur fara fram utan þéttbýlustu staðanna. „Maður sér það núna að við hefðum auðveldlega verið aðal- tökulandið,“ segir Lilja. Hún bendir á að kerfið sé sjálf- bært fyrir ríkissjóð; tekjur af verk- efnum hafi skilað sér í ríkissjóð áður en endugreiðslan á sér stað. Því sé um hreina viðbót að ræða. „Og þá er- um við ekki einu sinni farin að telja með afleiddu hlutina eins og til dæmis jákvæð áhrif á fyrirtæki í ferðaþjón- ustu og veitingahúsarekstur.“ Ísland stendur höllum fæti Sigríður segir að Íslendingar standi betur en margar aðrar þjóðir í baráttunni við kórónuveiruna og að- stæður hér séu hentugar fyrir komu kvikmyndagerðarmanna. „Áhuginn á að koma hingað með stór verkefni er svo sannarlega til staðar, en það þarf að sækja þessi verkefni sem er erfitt í dag þar sem Ísland stendur höllum fæti þegar kemur að samkeppnis- hæfni endurgreiðslukerfisins. Þetta er verðmætasköpun sem við þurfum á að halda,“ segir hún og tekur undir þau orð Lilju að slík verkefni komi sér vel fyrir ríkissjóð. „Þetta væri sóknaraðgerð og arðbær fjárfesting fyrir ríkissjóð. Við þurfum að fjölga störfum og slík verkefni örva eftir- spurn, ekki síst hjá ferðaþjónustufyr- irtækjum. Þar að auki eru kvikmynd- ir og sjónvarpsseríur sem framleiddar eru hér á landi einhver besta landkynning sem við fáum.“ Endurgreiðsla verði hækkuð í allt að 35% Ljósmynd/Pegasus Verkefni Frá tökum sjónvarpsþáttanna Game of Thrones á Íslandi. Lilja Ósk Snorradóttir Sigríður Mogensen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Kvikmyndagerð hefur verið ísókn undanfarin misseriog við eigum að gefa ennfrekar í. Við verðum að sækja tækifærin núna í stað þess að bíða aðgerðalaus eftir því að betri tímar komi,“ segir Sigríður Mogen- sen, sviðsstjóri hugverkasviðs Sam- taka iðnaðarins. Samtökin og Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda hafa lagt fram hugmyndir þess efnis að endur- greiðsla vegna kvikmyndagerðar verði tímabundið hækkuð til að laða stór erlend kvikmyndaverkefni hing- að til lands. Viðræður hafa staðið yfir við atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið síðustu mánuði, síðast á fundi í desember. „Það hefur verið tekið nokkuð vel í þessar tillögur og þær eru, eftir því sem ég best veit, til skoð- unar í ráðuneytinu,“ segir Sigríður. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra, svaraði ekki beiðni Morg- unblaðsins um viðtal vegna þessa. Geta náð í enn stærri verkefni Í dag er hægt að sækja endur- greiðslu á 25% þess kostnaðar sem fellur til við kvikmyndagerð. Erlendir kvikmyndagerðarmenn hafa helst séð kosti við að koma hingað í útitökur en hugmyndir um hækkun fela það í sér að hærri endurgreiðsluprósenta gæti laðað hingað stærri verkefni sem jafnvel taka lengri tíma í framkvæmd og gætu einnig falið í sér tökur í kvik- myndaveri. Þannig gætu verkefni sem kosta á milli 1-2 milljarða í fram- kvæmd fengið endurgreiðslu á 30% kostnaðar en verkefni yfir 2 millj- örðum gætu fengið endurgreiðslu á 35% kostnaðar. Til að setja hlutina í samhengi hefur það aðeins einu sinni gerst að verkefni hafi farið yfir einn milljarð hér á landi. „Við höfum þegar náð inn mörg- um góðum verkefnum og það er eng- inn vafi hjá mér að það sé hægt að ná inn enn stærri verkefnum með hækk- un endurgreiðslu,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir, formaður Sambands ís- lenskra kvikmyndaframleiðenda. Hún nefnir sem dæmi tökur fyrir sjónvarpsþættina Game of Thrones hér á landi. Hér fór fram mikið af úti- tökum en þegar kom að tökum í kvik- myndaveri ákváðu framleiðendurnir Drög að frumvarpi til breyt- inga á lögum um endur- greiðslur vegna kvikmynda voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda nýverið. Fjöl- margir hagsmunaaðilar gerðu athugasemdir við frumvarpið og voru flestir af- ar ósáttir við það. Endur- greiðslur eru framlengdar út árið 2025 en ekkert er vikið að hækkun endur- greiðsluprósentu. Þess í stað eru lagðar til ýmsar breyt- ingar sem sagðar eru byggð- ar á ábendingum Ríkisend- urskoðunar. Til að mynda að hlutdeild í rekstrarkostnaði myndi ekki lengur stofn til endurgreiðslu. Óttast margir að uppsagnir verði í geir- anum af þessum sökum. Ósáttir við frumvarpið KVIKMYNDAGERÐARMENN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.