Morgunblaðið - 18.01.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.01.2021, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021 Undanfarið hefur gagnrýni á þjóðkirkjuna og þá helst á yfirstjórn hennar verið áberandi. Hún er sökuð um að vera ekki í tengslum við fólkið í landinu hug- myndafræðilega og stjórna söfnuðunum eins og sá er valdið hefur. Það er ekki eins og ég fari oft í kirkju en ég tel mig samt kristna. Það að játa slíkt nú á tímum kallar á viðbrögð svipuð því sem viðkomandi hafi gert sig sekan um ósiðlegt athæfi. Ég las Nýja testamentið á sínum tíma (það var áður en bannað var að afhenda það í skólunum) og mér féll boðskapurinn vel. Ég sá reyndar ekki fram á að ég myndi gefa yfirhöfn mína ef ætti ég tvær en boðskapur um að til- einka sér lítillæti, auðmýkt og gjaf- mildi auk kærleika til náungans síaðist inn. Ég komst að þeirri niðurstöðu að kristni snerist um sálarheill hvers og eins okkar. Með því að forðast rangar gerðir og biðja um leiðsögn Guðs færð- umst við nær honum. Einnig skildist mér að við værum öll veiklunduð og gerðum öll mistök en með einlægri iðr- un og yfirbót mætti þurrka þau út úr lífsins bók. „Ríki mitt er ekki af þess- um heimi,“ er haft eftir Kristi og einn- ig „Gjaldið keisaranum það sem keis- arans er en Guði það sem Guðs er.“ Þjóðkirkjan virðist hafa horfið frá því að sinna andlegu lífi landsmanna og gjalda Guði það sem Guðs er en fært sig inn á svið stjórnmálanna (gegn anda Jesú) og berst nú m.a. gegn lofts- lagsbreytingum þótt augljóst sé að maðurinn hafi ekki haft neitt með fyrri hita- og kuldaskeið að gera. Einnig berst kirkjan nú fyrir því að við tökum við stöðugt fleira fólki frá þriðja heim- inum án þess að hún virðist taka ábyrgð á því að kenna því kristna siði. Margt af því fólki kemur frá löndum sem virða ekki Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna – því hún byggi á kristnum og gyðinglegum grunni og sé ósamrýmanleg sjaríalögum. Í þeim lögum er margt sem við samþykkjum alls ekki, s.s. þrælahald, en reglur um það eru enn í sjaríalög- bókum heimsins og byggja á fordæmi Múhammeðs. Það voru sannkristnir söfn- uðir í Bretlandi og BNA sem höfðu forgöngu um afnám þræla- halds sakir einlægrar trúar á mann- gildið og jafnan rétt allra manna á grundvelli kærleiksboðorðsins. Allir biskupar vorir kröfðust þess að fjölskylda sem styður Bræðralag músl- ima fengi vernd hérlendis vegna stjórnmálaskoðana sinna en á sömu skoðunum byggja öll hryðjuverka- samtök múslima, nefnilega því að leggja skuli heiminn undir íslam og koma á sjaríalögum, með góðu eða illu. Kirkjur Vesturlanda hafa verið af- spyrnuónýtar í að boða kristna hug- myndafræði og kristin gildi. Í stað þess að standa fast á sínu hafa þær tekið upp hugmyndafræði fjölmenningar og menningarlegrar afstæðishyggju auk trúar á útópíu á jörð gegnum græn orkuskipti og sjálfbærni. Afleiðingin er sú að hópar innfæddra öfgamanna er hatast við kristni og vestræna menningu hafa sprottið upp. Nýlega hófust réttarhöld yfir Osama Krayem sem er ákærður fyrir að hafa ætlað að sprengja sjálfan sig upp í Brussel 2016 og taka fjölda fólks með sér í dauðann, Allah til dýrðar. Sá er fæddur og uppalinn í Svíþjóð og aðrir „sænskir“ hryðjuverkamenn hafa verið teknir í Taílandi og Danmörku. Kristnir eru nú sá hópur sem verður helst fyrir ofsóknum í heiminum. Á Open Doors.org má lesa að 12. hver kristinn íbúi heimsins verði fyrir of- sóknum sakir trúar sinnar. Meira að segja í Bretlandi og Kanada hefa menn verið handteknir fyrir að boða guðs- orðið. Nú á dögum móðgast menn nefnilega svo auðveldlega. Það að segja að Jesú sé sonur Guðs fer illa í suma og það að tala um synd og fyrirgefn- ingu fer illa í aðra eins og predikarinn David Lynn fékk að reyna í Toronto í fyrra. Ef þjóðkirkjan á ekki að vera áhrifa- laus klúbbur sem eltir stefnulaus nýj- ustu hugmyndir í þjóðfélagsmálum þá þarf hún að hysja upp um sig bræk- urnar, því „ef saltið dofnar með hverju á þá að selta það?“ Nýlegt útspil henn- ar er hún sýndi okkur skrípamynd af Frelsaranum bendir til að saltið hafi dofnað mjög. Kristni er óaðskiljanlegur hluti þjóð- menningar okkar og hefur verið það frá upphafi því stór hluti landnáms- kvenna kom frá kristnum svæðum á Ír- landi og Skotlandi og án lágmarks- þekkingar í kristnum fræðum verður margt í bókmenntum okkar og sögu okkur lítt skiljanlegt og á það ekki síð- ur við um þekkingu á siðum og hug- myndafræði kaþólskunnar sem var rík- istrú okkar á ritunartíma Íslendingasagnanna. Lífskraftur hinna fyrstu safnaða ætti að vera okkur fyrirmynd og ættu bisk- upar og Biskupsstofa að halda sig sem mest til hlés en leyfa grasrótinni að dafna. Þjóðkirkjan verður að þora að standa óhikað að baki kristinni hug- myndafræði og verja kristinn arf okk- ar. Kjósi einhverjir að móðgast yfir því að vera sagt að það sé rangt að nýta sér þýfi í pólitískum tilgangi þá eiga þeir einfaldlega heima í öðrum söfnuði. Þjóðkirkjan Eftir Ingibjörgu Gísladóttur » Þjóðkirkjan virðist hafa horfið frá því að sinna andlegu lífi landsmanna í anda Jesú, en fært sig inn á svið stjórnmálanna. Ingibjörg Gísladóttir Höfundur starfar við umönnun aldraðra. Í Morgunblaðinu 10. janúar er sagt frá því, að ónotaðir plastpokar Frí- hafnar skuli endurunnir í plastgrjón hjá PNR Hveragerði. Grjónin verða seld til framleiðslu á plastvörum. Þetta skal gert í þágu umhverfisverndar, en skoðum betur ferilinn og ávinninginn. Pokarnir verða keyrðir til Hvera- gerðis og breytt í grjón, sem verða seld til framleiðslu á plastvörum. Verði framleiddir plastpokar úr grjónunum erum við með endurvinnslunni komin á byrjunarreit og höfum skilið eftir kol- efnisspor allan ferilinn. Rökstuðningur fyrir endurvinnslunni er að annars þyrfti að urða plastið. Það er álíka gáfulegur rökstuðningur og að kasta verðmætu sprengdu grjóti í sjó- inn, því annars þyrfti að keyra það lengri leið til urðunar við Vífilfell. Umhverfisráðherra, ég bið þig að skoða málið af skynsemi með tilliti til þess, að umhverfisvænst er að nýta pokana í Fríhöfninni, eins og vænt- anlega er gert í öðrum fríhöfnum. Virðingarfyllst, Sigurður Oddsson P.s. Fyrst ég fór að skrifa þetta, þá get ég alveg eins haldið áfram. Frá því boðið var upp á að flokka pappír og síðar plast hef ég flokkað samviskusamlega. Eina plastið, sem ekki fór í plasttunnuna, eru kjör- búðapokar með heimilissorpi. Í plast- poka, sem komu heim með ávöxtum, fóru aðrar plastumbúðir. Nú er búið að banna plastpoka við afgreiðsluborð og plastpoka á ávaxtaborðum. Í afgreiðsluna eru komnir pappírspokar, sem kosta minnst helmingi meira en plastpokarnir. Fyrir ávext- ina komu fyrst papp- írspokar, sem reyndust óhentugir eða kannski of dýrir. Nú eru ekki neinar umbúðir við ávaxtaborðin, sem ekki er boðlegt við- skiptavinunum. Plastpokum er skipt út fyrir pappírspoka vegna umhverfissjónarmiða. Það er samt staðreynd að plastpoka er auð- velt að endurvinna án mengunar og þeir brotna niður án áhrifa á umhverfið. Í flutningum þarf um sex gáma fyrir sama magn af pappírspokum og kemst í einn gám af plastpokum. Það segir samt ekki alla söguna, því plastpoki endist að minnsta kosti 10 sinnum leng- ur en pappírspoki. Þannig er kolefn- isspor pappírspoka í flutningum 60 sinnum meira en plastpoka. Papp- írspokar kosta helmingi meira en plast- pokar svo ekki eru skiptin þjóðhagslega hagkvæm. Ég var að sjá á skjáfrétt RÚV, að Sorpa hefði flutt út 10.000 tonn af plasti til Svíþjóðar. Það eru 10.000.000 kg. Ég velti fyrir mér kolefnissporinu og flutn- ingskostnaðinum. Svo er Svíum líkleg- ast borgað fyrir að eyða plastinu og fá í bónus orkuna, sem losnar við það. Um- hverfisvænna og fjárhagslega hag- kvæmara væri að geyma plastið og setja á áramótabrennur, en rétta leiðin væri að brenna það í sorpbrennslustöð. Fljótlega eftir að ég hóf nám í Sviss 1964 sá ég háan stromp í Zürich. Ég spurði, hvort þarna væri sementsverk- smiðja, en var sagt að það væri sorp- brennslustöð. Sorpi er brennt við mjög hátt hitastig til að eyða mengun. Plast- efni eru sérstaklega vel þegin við brennsluna, því þau brenna við svo hátt hitastig. Þetta var fyrir 56 árum. Þá var sorp keyrt upp á Ártúnshöfða og mikið af því brennt þar. Plast er hliðarafurð í olíuvinnslu, sem annars væri brennt og er brennt, sbr. rauður logi sem sést við olíuhreinsi- stöðvar. Pappír er unninn úr trjám, sem binda kolefni. Plast er auðvelt að endurvinna án mengunar. Ég hef séð endurvinnslu pappírs í pappírspokaverksmiðju í Skotlandi. Það fór þannig fram að trukkar sturtuðu pappír í þrær líkt og loðnuþrær. Í þrærnar var dælt vatni með efnum sem leystu upp pappírinn. Hann varð líkt og deig, þegar vatnslög- urinn síaðist úr þrónni. Vonandi hafa eiturefni verið hreinsuð frá, áður en hann rann til sjávar. Niðurstaða þessara hugleiðinga er að umhverfisvænst sé að leyfa plastpoka, en selja þá á helmingi hærra verði en pappírspoka, t.d. 100 kr./stk. Þá eiga viðskiptavinir völina og fara vel með pokana. Nota þá aftur og aftur. Hagnaðinum af plastpokasölunni væri vel varið til Landverndar, sem hefur misst plastpokasjóðinn. Opið bréf til umhverfisráðherra Eftir Sigurð Oddsson » Verði framleiddir plast- pokar úr grjónunum er- um við með endurvinnsl- unni komin á byrjunarreit og höfum skilið eftir kol- efnisspor allan ferilinn. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari, ✝ Tómas KristinnÞórðarson fæddist 21. júlí 1945 á Hárlaugsstöðum í Rangárvallasýslu. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 29. desem- ber 2020. Foreldrar hans voru hjónin Salóme Petrea Kristjánsdóttir og Þórður Tómasson. Eftirlifandi eiginkona Tóm- asar er Ásta Margrét Sigurð- ardóttir, f. 17. júní 1944. Þau giftu sig árið 1965. Börn þeirra eru: 1) Petrea, f. 29. febrúar 1964, maki Jón Halldór Davíðsson, f. 12. september 1963. 2) Þórður, f. 29. ágúst 1965, maki Salika Pitplern, f. 27. júlí 1972. 3) Sigurður Grétar, f. 13. apríl 1967, maki Sawai, f. 31. janúar 1967. 4) Ámundi Sjafnar, f. 18. maí 1972, maki Dóra Vigdís Vigfús- dóttir, f. 23. nóv- ember 1967. 5) Sess- elja Salóme, f. 17. júní 1974, maki Magnús Sigurðsson, f. 1. sept- ember 1970. 6) Tómas Kristinn, f. 27. ágúst 1979. 7) Margrét Ósk, f. 29. september 1983, maki Pálmi Jóhannesson, f. 2. október 1959. Barnabörnin eru nítján og lang- afabörnin orðin níu. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Elsku pabbi minn. Þegar ég horfði í augun þín á spítalanum langaði mig að segja þér svo margt. Ég náði þó að segja þér það mikilvægasta af öllu sem var hversu stoltur og heppinn ég er að eiga þig fyrir föður. Þegar mamma sagði mér að þú værir kominn á spítala reiknaði ég með því að það væri stutt stopp eins og síðast. Þrautseigjan í þér var svo mikil þrátt fyrir lú- inn líkamann. Þegar ég sótti þig á spítalann og hafði átt samtal við lækni vissi ég að þú ættir ekki mikið eftir. Hjúkrunarfræðingurinn leiddi þig til mín og við gengum að lyft- unni, ég fann hvað það var gott að geta hjálpað þér að ganga, gott að geta greitt til baka stuðninginn sem ég hef haft frá þér. Þegar ég spurði þig hvort þú gætir gengið með mér sagðir þú að sjálfsögðu já. Þú náðir að harka af þér að lyftunni og niður og þá var orkan búin og þú vildir hvíla þig, seinasta spölinn rúlluðum við í hjólastól. Það var stutt stopp heima og þú varst aftur kominn á spítalann, nú voru skilaboðin til okkar að þú ættir líklega ekki eftir nema þrjá daga. Þessi skilaboð voru þau verstu sem ég hef fengið hingað til. Þegar ég horfi til baka á allt sem þú hefur afrekað í lífinu þá er ég stoltur af þér elsku pabbi. Bara það að þið mamma komuð upp sjö börnum hefur ekki verið auðveldur leikur á þessum tíma. Fyrstu árin sem ég man eftir mér voruð þið mamma alltaf í nokkr- um vinnum; unnuð fullan vinnu- dag og svo tók næsta vinna við. Ég man aldrei eftir að hafa lifað við skort og aldrei heyrði ég ykk- ur bugast yfir álagi. Þú varst allt- af kærleiksríkur, elskulegur og vingjarnlegur, að sýna tilfinning- ar var ekki þín sterka hlið en ég fann alltaf fyrir kærleikanum og umhyggjunni sem skein frá þér. Þó að lífið væri ekki alltaf auð- velt náðir þú alltaf að sigrast á erfiðleikum sem komu upp. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því sem við systkinin vorum að bralla og sérstaklega þegar við vorum að takast á við ný verkefni og áskoranir. Þú gladdist og sýndir því mikinn áhuga. Þú varst mér mikil fyrirmynd, elsku pabbi, og ég hef margt að þakka þér fyrir. Þó að þú hafir ekki skreytt lífið með orðum þá barst þú alltaf frið og kærleika með þér. Ég sakna þín elsku pabbi minn, takk fyrir allt sem ég hef fengið frá þér. Það er ekki erfitt að elska mann eins og hann pabba minn, ég er stoltur Tómasson. Jóh. 14. kafli: Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru marg- ar vistarverur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef bú- ið yður stað kem ég aftur og tek yður til mín svo að þér séuð einnig þar sem ég er. Veginn þangað sem ég fer þekkið þér. Dugmikill og vinnusamur, fyrirmynd á margan hátt. Kærleikann þú hefur falið, sýnir hann á annan hátt. Þreytan sigrar, pabbi sefur, tími að hvíla lúin bein. Ferðalagið nú þú hefur, Drottinn kallar þig nú heim. Bænin virkar pabbi minn, örugg er þín himnavist. Þakklæti og söknuð finn er kveð ég þig og þakka. Ámundi S. Tómasson. Tómas Kristinn Þórðarson Ekki virðist metnaðarfullum ljóðaunnendum nú- tímans stætt á því að þakka ekki Jóhanni Hjálmars- syni heitnum fyrir framlag sitt til íslenskrar ljóðlistarhefðar. En hann var, með bókmenntaum- fjöllun sinni, sá fulltrúi ljóðlistar sinnar tíðar, sem hélt helst uppi yfirsýn um mikilvægi íslenskrar ljóðlistarhefðar fyrir almenning, af þeim sem voru miðlægir í þeim þjóðarstraumi. Ég kynntist skrifum hans fyrst náið í kringum 1980, er ég var kennari í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hefur það ráðið nokkru um að ég ákvað að verða Jóhann Hjálmarsson ✝ Jóhann Hjálm-arsson skáld fæddist 2. júlí. Hann lést 27. nóv- ember 2020. Útför Jóhanns fór fram 11. desem- ber 2020. frekar ljóðskáld og greinahöfundur en skáldsagnahöfund- ur. Síðar má segja að við höfum orðið hattkunnugir er ég varð sem jafn- fremstur ritrýndra ljóðskálda í Morg- unblaðinu. Að venju ljóð- skálda vil ég þó stytta mál mitt! Raunar minnist ég þess nú, að ég lýsti honum í einu ljóði mínu er hann gekk framhjá glugganum þar sem ég sat á Kaffi París við Austurvöll kringum 2005, og er það að finna í ljóði mínu sem heit- ir Á kaffihúsi um páska og yrki ég þar m.a. svo: Við stóra borðið glotta spjallkarlarnir, og úti fyrir gengur skáld eitt framhjá; á eftir konu sinni með gælurakkann. Lífið mælir með sér sjálft, og ég hugsa til skjaldmeyjar minnar. Tryggvi V. Líndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.