Morgunblaðið - 18.01.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021
✝ Logi Haukssonfæddist á
Húsavík 9. apríl
1963. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 6. janúar
2021.
Logi var sonur
hjónanna Kol-
brúnar Ragn-
arsdóttur, f. 10.12.
1943, og Hauks
Helga Logasonar,
f. 7.2. 1937, d. 12.10. 2013. Bróð-
ir Loga er Hrafn, f. 25.9. 1966.
Þann 5. september 1992 gift-
ist Logi Lovísu Steinþórsdóttur,
f. 17.9. 1965. Þau eignuðust þrjú
börn: 1) Haukur Logason, f.
12.8. 1991, d. 24.8. 1991. 2)
Gunnur Logadóttir,
f. 17.3. 1993. 3)
Helgi Logason, f.
25.9. 1995.
Logi lærði raf-
virkjun á Húsavík
og lauk meist-
aranámi við Iðn-
skólann í Reykja-
vík.
Hann starfaði
við rafvirkjun og
við sölustörf tengd
faginu. Er hann lést starfaði
hann sem sölumaður hjá
Reykjafelli.
Útför Loga fer fram í dag, 18.
janúar 2021, frá Fossvogskap-
ellu að viðstöddum nánustu ætt-
ingjum.
Mikill öðlingur og gleðigjafi
er fallinn frá og það er sorg í
hjörtum okkar. Við félagar Loga
í Njóta eða þjóta-hópnum trúð-
um því alltaf að hann myndi
sigra vágestinn með sinni ein-
stöku elju og þrautseigju. Við
héldum í vonina, Logi hafði áður
haft betur í baráttunni.
Í desember 2018 var ákvörð-
un tekin um fjallaskíðaferð, til
Chamonix í Frakklandi, seinna
um veturinn. Rétt eins og aðrir
félagsmenn var Logi fullur til-
hlökkunar. Viku síðar hafði
hann samband og sagðist ekki
vera viss um hvort hann kæmist
með. Þegar hann var spurður
hvað kæmi til svaraði hann,
blátt áfram: „Þeir ætla að taka
af mér fótinn á morgun.“ Það
verður okkur alltaf hugleikið
hvernig hann tókst á við veik-
indi sín, æðruleysi og jákvæðni
einkenndi alla hans framkomu.
Daginn eftir að fóturinn var tek-
inn af skrifar Logi á facebook-
síðu sína: „Hefur einhver misst
meir en 7 kíló - fyrir hádegi?“
Þegar frá leið minnumst við
þess að þegar Logi var á önd-
verðum meiði við einhvern, þá
sagði hann gjarnan „að það væri
ekki fótur fyrir þessu“ - jafnvel
þótt hann væri alveg sammála.
Við tók endurhæfing og þar
var Logi lánsamur að geta notið
þjónustu stoðtækjafyrirtækisins
Össurar. Samvinna þeirra var
farsæl og báðum til hagsbóta.
Einhvern tíma var umræðan
komin á það stig að góður fótur
dygði ekki heldur átti að smíða
skíði undir Loga.
Logi var aldeilis ekki af baki
dottinn þrátt fyrir áföllin. Áfram
fór hann upp um öll fjöll og firn-
indi. Hann var ekki lengur á
fjallaskíðum, nú mætti hann á
vélsleðanum upp í Skálafell, á
Snæfellsjökul, vestur í Heydal
og upp í Kerlingarfjöll. Logi fór
á undan hópnum, kannaði skíða-
leiðir, mat aðstæður og leið-
beindi. Hlutverk hans var orðið
mikilvægara fyrir hópinn en áð-
ur með tilliti til skíðaleiða, ör-
yggis og þæginda. Minnisstæð
er ferðin í Heydal við Ísafjarð-
ardjúp þar sem Logi leiðsagði
okkur bestu leið upp að Ausu-
vatni. Deginum var eytt við að
dorga í gegnum ísilagt vatnið og
á meðan við biðum þess að sil-
ungurinn biti á var Logi óþreyt-
andi við að draga skíðafólkið
upp í brekkurnar. Önnur minn-
isstæð ferð er þegar við nutum
gestrisni Loga og tengdafólks
hans á Blómsturvöllum á leið
okkar upp á Hvannadalshnjúk.
Eftir að hafa ráðfært sig við
lækni ákvað Logi að koma með
okkur í fjallahjólaferð til Pól-
lands í ágúst. Einstaklega vel
heppnuð ferð þar sem Logi naut
hjálpsemi Geirs vinar síns og
samstarfsfélaga til margra ára.
Í ferðinni gaf Logi ekkert eftir.
Einn daginn var hraðinn svo
mikill að Logi endastakkst á
fleygiferð út í trjárunna, þannig
að þeim sem á horfðu leist alls
ekki á blikuna. Logi var ekki
lengi að hrista þessa byltu af
sér, brosti, sló á létta strengi og
sagðist vera „stálsleginn“, stóð
upp og hélt ótrauður áfram. Á
lokakvöldinu kvaddi Logi sér
hljóðs og talaði af mikilli ein-
lægni og hreinskilni um veikindi
sín og mikilvægi þess fyrir hann
að njóta með okkur allt þar til
yfir lyki. Logi fann orðum sínum
slíkan farveg og flutti ræðuna
með svo hjartnæmum hætti að
við komumst öll við og víða sást
tár á hvarmi.
Fyrir hönd Njóta eða þjóta-
hópsins viljum við þakka Loga
fyrir samveruna og öll ævintýrin
sem við upplifðum. Við sendum
Lovísu, Gunni, Helga, móður
hans Kolbrúnu, Hrafni bróður
hans og nánustu fjölskyldu og
vinum Loga okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin um
góðan dreng mun lifa.
Kristinn R. Sigurðsson
og Ásdís Olsen.
Kæri vinur, ég vel að trúa á
líf eftir dauðann, sjálfsagt af
hreinræktaðri eigingirni þegar
kemur að ótímabærri kveðju-
stund.
Þegar ég lít til baka og leyfi
möskvum minninganna að grípa
það sem kemur upp í hugann
birtist bros þitt sem var svo
innilegt að eyrun lyftust alltaf
með.
Síðan kemur árið 2011 upp af
fullum krafti. Þá skráðuð þið
Lovísa ykkur í 52 fjöll með
Ferðafélaginu ásamt mér og
Berglindi systur, að meðaltali
eitt fjall á viku. Hæsta fjallið var
sjálfur Hvannadalshnjúkur sem
við toppuðum öll saman í maí,
gistum á Blómsturvöllum og var
vel lagt í veisluna sem átti að slá
upp að ferð lokinni enda ærið
tilefni að skála fyrir afrekinu og
við bættist að það var Júróvisíon
… til að gera langa sögu stutta
þá vorum við öll sofnuð eftir
fyrsta lagið, alsæl eftir 15 klst.
göngu á hnjúkinn í dásamlegu
veðri og góðum félagsskap.
Ekki nóg með að við værum
að þramma um fjöll og firnindi á
Íslandi þetta ár, þá fór ég með
ykkur Lovísu í hjóla- og göngu-
ferð til Ítalíu um haustið, smá
bras á mér í byrjun en eftir að
þú varst búinn að stilla hnakk-
inn og kenna mér á gírana þá
gekk allt vel. Þetta var geggjað
ár í samveru og gleði.
Man þegar bjallan mín neitaði
að starta á bílastæðinu við
IKEA þá voru þið feðgar mættir
að redda málum og þú brostir
hringinn, svo eyrun lyftust, þeg-
ar ljóst var að það þyrfti að
draga bjölluna heim í Ekru-
smára, smá bras var þitt uppá-
hald. Þú gast lagað bílinn og
varst búinn að bóna hann líka
þegar ég kom, ekta þú.
Þið Lovísa voruð svo mætt
þegar ég flutti í íbúðina mína í
Mosó og lítið mál fyrir rafvirkj-
ann að laga til í ljósunum hjá
mér og bæta við dimmerum, svo
ég gæti nú stjórnað eins og mér
hentaði.
Minningarnar um nægjusam-
an vin sem elskaði að brasa úti í
bílskúr, alltaf tilbúinn að hjálpa
og tókst á við veikindi sín af
æðruleysi eru óteljandi.
Hvíl í friði kæri vinur og takk
fyrir allar reddingarnar.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur elsku Lovísa vinkona,
Gunnur, Helgi og aðrir ástvinir.
Sigríður Klara Árnadóttir.
Í dag kveðjum við kæran
vinnufélaga hinstu kveðju.
Logi starfaði sem sölumaður í
Reykjafelli frá árinu 2012, og
allar götur síðan. Hann var bæði
vinsæll og mikils metinn í störf-
um sínum. Logi eignaðist marga
vini á árum sínum í Reykjafelli,
bæði meðal viðskiptavina og
starfsmanna. Það sem einkenndi
Loga í daglegu lífi var hvað
hann var glaðlyndur og hrein-
skiptinn í samskiptum. Hann lá
jafnan ekki á skoðunum sínum,
né lét hann vaða yfir sig. Á tíð-
um gat hann stuðað viðkvæma
með hreinskilni sinni. En það
var alltaf stutt í brosið og það
dvaldi enginn í reiðinni lengi
þegar Logi beitti brosinu. Logi
var glettilega stríðinn og hafði
jafnframt breitt bak fyrir stríðni
sjálfur. Hann tók sjálfan sig
ekkert of alvarlega og það var
ekki síst þess vegna sem hann
var jafn ástsæll og raun bar
vitni. Logi var jafnan hrókur
alls fagnaðar þegar starfsfólkið
gerði sér dagamun saman. Hans
verður sárt saknað í okkar hópi
og eftir situr skarð sem seint
tekst að fylla. En eins og Logi
hefði líklega sagt; „ekki þetta
væl krakkar, lífið heldur áfram.“
Logi var mikill fjölskyldu-
maður. Hann var ákaflega
hreykinn af börnunum sínum.
Stoltið leyndi sér ekki þegar þau
bar á góma og auðséð að hann
naut föðurhlutverksins. Það er
huggun harmi gegn að Logi hafi
átt góðan tíma með fjölskyldu
sinni í gegnum árin. Þegar allt
kemur til alls er það samvera
með okkar nánustu sem eru
dýrmætustu stundirnar í lífi
okkar.
Fyrir um tveimur árum veikt-
ist Logi. Við tók erfitt verkefni
sem hann tókst á við eins og
honum einum var lagið. Keppn-
isskapið leyndi sér ekki; „aldrei
að gefast upp“. Það var sárt að
fylgjast með hvernig óvægið
meinið lék líkama hans með tím-
anum. En um leið var ekki ann-
að hægt en að hrífast með
hvernig hann lét mótlætið ekki
slá sig út af laginu. Hann var
fylginn sér í hugsun og þannig
yfirsteig hann hindranir, eina af
annarri. Með þessu móti hélt
Logi sínu striki lengur en flestir
hefðu megnað við sambærilegar
aðstæður. Þegar fjarlægja þurfti
annan fót hans héldu óneitan-
lega flest okkar að nú myndi
Logi ekki snúa aftur í vinnuna.
En hann var ekki af baki dottinn
og mættur til vinnu fyrr en
varði, tilbúinn í slaginn og vildi
ekki hlusta á neitt væl. Hann
kaus að halda áfram að lifa lífinu
eins og hann var vanur. Hann
hafði hvorki tíma til að vorkenna
sér né hlusta á móðursýki. Hann
lét jafnframt ekki fötlun sína
aftra sér. Fljótlega var hann
farinn að gera allt aftur það sem
hann var vanur og hafði unun af
svo sem að aka bíl, klífa fjöll,
hjóla á fjallahjólinu, keyra vél-
sleðann og fékk sér meira að
segja smávegis í aðra tána líka,
eða annan fótinn eins og hann
grínaðist með sjálfur. Stundum
fannst okkur samstarfsmönnum
Loga nóg um í þessari viðleitni
hans að gefa ekki tommu eftir.
Okkur er minnisstætt þegar
hann mætti beint úr erfiðri
lyfjameðferð í vinnuna. Þetta
var á meðan ýmsir fullfrískir
menn þorðu vart að vera á ferli
vegna veirunnar. Hann vildi
ekki lifa í ótta. Hann vildi fagna
lífinu meðan hann gat og nýta
hverja mínútu. Minningin lifir
um góðan dreng sem fór allt of
fljótt. Hvíldu í friði kæri sam-
starfsfélagi og vinur.
Við vottum eiginkonu, börn-
um og móður Loga, þeim
Lovísu, Helga, Gunni og Kol-
brúnu sem og öðrum aðstand-
endum innilega samúð.
Fyrir hönd samstarfsfólks
Loga í Reykjafelli ehf.,
Þórður Illugi Bjarnason.
Nú er komið að því að kveðja
kæran vin og vinnufélaga.
Ég kynntist Loga þegar hann
hóf störf sem sölumaður hjá
Reykjafelli 2012. Fljótlega tók
maður eftir því hversu vel hann
hugsaði um heilsuna og mat-
aræði og átti það til að láta okk-
ur hin vita með sínum skemmti-
lega húmor ef við vorum farin
að stækka eitthvað of mikið á
óæskilegum stöðum eða
skammtarnir voru úr hófi á mat-
ardiskunum.
Logi var góður skíða- og
hjólamaður og fórum við margar
fjallaskíðaferðir saman á hin
ýmsu fjöll og þá oft með fjalla-
skíða- og hjólahópnum Njóta
eða þjóta og einnig var Hrafn
bróðir hans oft með í för.
Það var svo í desember 2018
að í ljós kemur krabbamein í
vinstri fæti og eina sem dygði til
að komast fyrir það væri að taka
fótinn af fyrir ofan hné og var
það gert nokkrum dögum síðar.
Það lýsir jákvæðni og húmor
Loga vel að það fyrsta sem hann
sendi frá sér á samfélagsmiðla
var eitthvað á þá leið: „7 kíló
farin í dag geri aðrir betur.“
Hann fór síðan strax að spá í
hvenær hann kæmist aftur í
vinnu og hvernig hann gæti not-
ið lífsins með gervifót og haldið
áfram að skemmta sér í útivist.
Eitt af því fyrsta sem hann
gerði var að fá sér vélsleða til að
geta verið með í skíðaferðunum
og fór hann með okkur í margar
ferðir á sleðanum og var óþreyt-
andi í að aðstoða með að finna
leiðir og draga fólk upp. Var
vinnufélagi okkar Ívar Eiðsson
honum ómetanleg hjálp og var
oft með í för.
En það var ekki nóg fyrir
Loga, hann þurfti líka að geta
gert eitthvað á sumrin og þá
varð að finna leið til að geta
stundað fjallahjólamennsku.
Fékk hann sér rafmagnsfjalla-
hjól og gerði sér lítið fyrir og
hannaði þvílíkan snilldarbúnað
til að fóturinn héldist á ped-
alanum.
Það var svo nú í vor að í ljós
kom að meinið var komið aftur
af stað og tók þá við erfið lyfja-
og geislameðferð sem virtist
bera árangur. Þá ákvað hann að
fara með Njóta eða þjóta-hópn-
um í fjallahjólaferð til Póllands.
Þar gaf Logi ekkert eftir þrátt
fyrir að vera nýkominn úr lyfja-
meðferðinni og enn að ná upp
þreki. Það er mín ein mesta
gæfa að hafa farið með í þessa
ferð því þarna áttum við fé-
lagarnir frábærar stundir saman
sem munu lifa í minningunni um
ókomna framtíð.
Logi var alltaf mættur í vinnu
þegar hann gat og varð okkur
stundum nóg um þegar hann
þurfti t.d. að skreppa frá í geisla
en kæmi svo strax og hann væri
búinn og var honum margoft
bent á að hann þyrfti ekki að
mæta í vinnu frekar en hann
vildi en þá var bara svarið og
hvað á ég að gera þá? Hann
sagði mér oftar en einu sinni
hversu þakklátur hann væri
vinnuveitendum sínum fyrir
stuðninginn sem hann fékk hjá
þeim. Einnig hversu þakklátur
hann væri starfsfólki Össurar
sem gerði allt til að létta honum
lífið.
Logi var mikill fjölskyldu-
maður og var ákaflega stoltur af
börnunum sínum, Helga og
Gunni, og varð tíðrætt um þau.
Það er erfitt að hugsa sér lífið
án Loga en eftir sitja yndislegar
minningar um einstaklega já-
kvæðan og góðan vin.
Ég votta Lovísu, Helga,
Gunni, Hrafni bróður og Kol-
brúnu móður hans og öðrum að-
standendum mína dýpstu sam-
úð.
Geir Arnar Geirsson.
Logi Hauksson
✝ GuðmundurVigfússon
fæddist 30. mars
1927 á bæ fyrir ut-
an Akranes. Hann
lést á HSS 1. jan-
úar 2020. Hann var
sonur hjónanna
Vigfúsar Brynjólfs-
sonar og Sigríðar
M. Þórðardóttur.
Hann kynntist
snemma á lífsleið-
inni Guðveigu
Fjólu Guðmunds-
dóttur, giftist
henni og eignaðist
með henni sjö
börn.
Hann var mikils
metinn og vel lið-
inn verkamaður og
verkstjóri alla sína
starfsævi.
Jarðarförin fór
fram í kyrrþey.
Fallinn er frá góður maður.
Hans bíður nú betri staður og veit
ég að hann heldur þangað glaður
því nú er þjáningum hans lokið.
Guðmundi eða gamla eins og
hann kallaði sig kynntist ég þegar
ég tók saman við yngsta son hans
Bjarna og náðum við strax vel
saman og varð strax vel til vina.
Dýravinur var hann mikill og
voru fuglarnir í miklu uppáhaldi
og gleymi ég aldrei þeirri sjón að
sjá hann ganga niður tröppurnar
á Sólbakka og sjá smáfuglana í
tugatali koma fljúgandi og lenda
við fætur hans til að fá hjá honum
brauð og epli.
Einnig fannst mér svo yndis-
legt að sjá þá feðga saman, rödd
gamla mýktist alltaf þegar hann
ávarpaði Bjarna og kallaði hann
alltaf elskuna sína.
Gamli maðurinn var ekki þjóð-
þekktur en til margra afreka
vann hann þó. Hann fæddist fyrir
utan Akranes 1927, vann mikið
fyrir Hafnarfjarðarbæ við að
koma klóaklögnum í nýja hverfið í
vesturbænum, sprengdi klappir í
varnargarðinum í straumsvík fyr-
ir álverið, sem var mikið verk á
þeim tíma, undir þýskri verk-
stjórn. Bátar voru honum líka
hugleiknir og vann hann í Báta-
lóni við viðgerðir á eikarbátum
um tíma og svo innréttingafyrir-
tækinu Byggi, við innréttinga-
smíði, spónlagningu og fleira.
Vann hann svo fyrir Vita- og
hafnamálastofnun við bryggju-
smíði víða um land og var mikið að
heiman.
Einnig sprengdi hann fyrir
stækkun á flugvellinum í Vest-
mannaeyjum. Svo vann hann hjá
Jóni Erlings í Sandgerði og Mið-
nesi hf., fyrst í salthúsinu og svo á
netaverkstæði fyrir allan flotann
sem Miðnes var með. Það sleit
honum alveg og var hann alltaf
mikils metinn enda djöflaði hann
sér alveg út og fékk lítið fyrir en
gull af manni var hann.
Blessuð sé minning hans.
Bjarni Guðmundsson og
Steinunn Jakobsdóttir.
Guðmundur
Vigfússon
Axel Kvaran
mágur minn lést 12.
apríl sl. Það var um
miðja síðustu öld að
hún Jónína Ósk
(Ogga) systir mín og
Axel fóru að vera saman. Það
þóttu nokkur tíðindi heima á
Hverfisgötunni, æskuheimili okk-
ar Oggu, þar voru fyrir hálfbróðir
okkar, Svavar Ármannsson, og
foreldrar, Bryndís Guðjónsdóttir
og Guðbjartur Egilsson. Axel var
hár, myndarlegur, hægur, hlýr og
með sitt vingjarnlega bros vann
hann hug og hjarta okkar allra.
Þótt ævistarf Axels hafi verið
lögreglustörf kom hann víða við á
ævinni. Hann var KA-maður allt
sitt líf og hafði miklar taugar til
þess félags. Hann til dæmis æfði
og spilaði með handboltadeild KA
(Knattspyrnufélag Akureyrar)
árið 1951 og urðu þeir Norður-
landsmeistarar það ár.
Axel var einn af frumherjunum
í sjósundi hér á Íslandi. Oft birt-
ust við hann viðtöl og myndir í
blöðunum þegar hann var að
synda sjósund á ýmsum stöðum
hér við land. Til dæmis synti hann
árið 1961 bæði Eyjasund, það er
milli Vestmannaeyja og
Landeyjasands, og Drangeyjar-
sund. Þá var ég mjög hreykinn af
mági mínum.
Axel var í byrjunarliði Verndar
og var ráðinn framkvæmdastjóri
hálfan daginn (1960-1962). Hann
heimsótti fanga í fangelsin og
ræddi við þá. Hann tók á móti
fyrrverandi föngum og aðstoðaði
þá á allan máta. Hann var alltaf
dyggur liðsmaður Verndar. Árið
1974 er Skilorðseftirlit ríkisins
var stofnað var Axel ráðinn for-
stöðumaður þess.
Ekki má gleyma New York-
ævintýrinu, Axel var í hópi ís-
lenskra lögreglumanna sem voru
Axel Kvaran
✝ Axel Kvaranfæddist 7. jan-
úar 1932. Hann lést
12. apríl 2020.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
ráðnir tímabundið
til að sinna öryggis-
gæslu hjá Samein-
uðu þjóðunum í New
York. Axel flytur ár-
ið 1967 með Oggu og
synina tvo, Brynjar
og Svavar, til New
York og dvelja þar í
tvö ár. Við í kotinu
heima á Hverfisgöt-
unni vorum ákaflega
stolt af tengdasynin-
um. Axel og Ogga buðu foreldrum
mínum að heimsækja þau til New
York. Mér er í minni hvað for-
eldrar mínir voru þakklát og hrif-
in af Axel, hvað hann var dugleg-
ur að aka með þau um alla New
York-borg og nágrenni. Til er
skemmtileg saga af því þegar Ax-
el ók þeim til að skoða Sögusafn
heimilis Franklins D. Roosevelts
í Hyde Park, NY. Föður mínum
fannst mikið til safnsins koma. Á
þessum tíma var kalda stríðið í al-
gleymingi, nema hvað þegar faðir
minn er kominn út þá stillir hann
sér upp við hlið hermannsins sem
stóð vaktina við útgöngudyrnar
og söng hástöfum „Ísland ögrum
skorið“. Mig grunar að þetta hafi
verið föður míns Keflavíkur-
ganga.
Við Axel höfum verið tengdir
fjölskylduböndum í 65 ár og með-
an börnin okkar voru að vaxa úr
grasi og barnaafmælin á fullu
voru fjölskylduböndin nokkuð
sterk. En eins og gengur gliðn-
uðu fjölskylduböndin með árun-
um en eftir að við komumst á átt-
ræðisaldurinn hafa þau styrkst
mikið. Mér fannst gott að sjá hve
gott sambandið er milli bræðr-
anna.
Axel átti við vanheilsu að stríða
síðustu árin og þurfti umhyggju
allan sólarhringinn og Ogga syst-
ir mín stóð vaktina allan tímann
af mikilli ástúð og hélt í höndina á
Axel allt til enda. Ég kveð Axel
með virðingu, þakka samfylgdina
og votta Oggu systur minni,
Brynjari, Svavari og Axel og fjöl-
skyldum þeirra samúð mína.
Rúnar Guðbjartsson.