Morgunblaðið - 18.01.2021, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Seltjarnarnes Kaffikrókurinn er opinn fyrir íbúa Skolabrautar. Vegna
sóttvarnareglna er engin skipulögð dagskrá í félagsstarfi eldri borgara
í dag. Virðum sóttvrnir og grímuskyldu í rými félagsstarfsins. Reynum
að halda virkni með hreyfingu, samskiptum og góðu hugarfari.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
og tek að mér ýmisskonar húsaviðhald.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
Góður skólabróðir
og vinur, Þorleifur
Jóhannsson, er fall-
inn frá eftir stutta en
snarpa baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Leibbi var einstakur öðlingur.
Alltaf ljúfur og þægilegur, góður
og gegnheill maður. Mér fannst
alltaf sem „vandamálfræði“, sem
þvælist fyrir mörgum, væri ekki til
hjá Leibba. Hann sá alltaf lausnir.
Var alltaf tilbúinn að leggja lið.
Það var nokk sama hvað hann var
beðinn um, hann var alltaf til.
Enda þótt við byggjum nú hvor
Þorleifur
Jóhannsson
✝ Þorleifur Jó-hannsson fædd-
ist 10. nóvember
1951. Hann lést 23.
desember 2020.
Útför Þorleifs
var gerð 11. janúar
2021.
í sínum landshlutan-
um þá voru Leibbi og
Tommi oftar en ekki
tengiliðirnir við
gömlu skólasystkinin.
Eftir að ég flutti frá
Akureyri, þá hafði
hann samband og lét
vita ef eitthvað var
um að vera hjá ár-
ganginum. Ekki var
verra, að eftir að
Bravóbítlarnir stigu
aftur á svið, þá lét hann vita hvar
og hvenær það væri.
Símtölin hófust gjarnan á orð-
unum; mér datt aðeins í hug að þú
hefðir gaman af því að vita að …
Og vissulega hafði ég gaman af því
að vita hvað stæði til og hitta
gömlu góðu skólasystkinin eða
mæta til að hlusta á Bravó og tón-
listarfólkið í kringum hann.
Leibbi var ótrúlega fórnfús á
sinn tíma þegar eitthvað stóð til.
Hann brunaði suður til að spila í
messum í kirkjunni hjá mér og
beint norður aftur. Þetta var svo
sjálfsagt í hans huga.
Þegar við á yngri árum stóðum
fyrir böllum í Lóni, þá þurfti að
semja við hljómsveitir. Þá var gott
að eiga Leibba að. Hann tók að sér
málið og reddaði því.
Leibbi var ekki aðeins fær með
kjuðana, því hann var listamaður í
höndum og afar handlaginn. Hann
gerði allt vel sem hann tók að sér.
Það er skarð að missa góðan fé-
laga og vin. Samskiptin voru ekki
dagleg en þau voru, þegar það
skipti máli, og þá gleymdi Leibbi
ekki sínum félögum. Fyrir það er
ég þakklátur og hugsa nú hver láti
vita þegar næsta gigg verður, þeg-
ar bæði Leibbi og Billi hafa kvatt
okkur með stuttu millibili.
Kæra Ellen, Guð blessi þig,
börnin og þeirra fjölskyldur.
Minningin um góðan og traustan
vin lifir og er Guði falin.
Pálmi Matthíasson.
Akureyri hefur haft yfir sér æv-
intýrablæ í augum fjölskyldunnar
í Þingaseli 4. Einhverjir angar af
fjölskyldurótunum liggja þar um
Innbæinn og Norðurbrekkuna
með ungmennafélagsanda, stúk-
ustarfi og skáldskap, skólastjórn
og þeim hugsjónaeldi og pólitíska
óróa sem ríkti á árunum 1918-
1930.
Áratugum seinna, 1978-2020,
uxu í Eyjafirðinum yndisleg blóm
á vegi fjölskyldunnar, þegar hlýr
faðmur Ellenar frænku og hans
Leibba hennar opnaðist fyrir Gillu
frænku og hennar fólki. Heim-
sóknirnar urðu óteljandi. Fót-
boltamót, skemmtiferð, vinnuferð,
fiskidagur eða einhver annar við-
burður. Sólgarður, Spítalavegur
og Stekkjartún urðu svo sjálfsagð-
ir áfanga- og gististaðir að hið
hálfa væri nóg. Það var sama hvort
mætt var undirbúið eða óundirbú-
ið. Hvort sem komið var í stutt
tveggja manna kaffispjall eða sex
manna margra daga gistingu. Allt-
af var opið og öllu í húsinu tjaldað
til, reiddur fram veislukostur og
gengið úr rúmi fyrir gestkomandi.
Leibbi fagnaði hverjum fjöl-
skyldumeðlim úr Seljahverfinu
eins og hvítum hesti. Allir fundu að
í Leibba sló risastórt hjarta með
rúm fyrir hvern sem var. Leibbi
var sannarlega allra. Við eldhús-
borðið, í stofunni eða hvar sem því
varð við komið fór Leibbi með sög-
ur og gamanmál, startaði heim-
spekilegum umræðum, leysti og
krufði vandamál bæði persónuleg
og önnur. En ekki var hávaðanum
eða fyrirganginum fyrir að fara.
Húmorinn og endalaus persónu-
legur sjarmi réð ferð. Og alltaf lét
Leibbi gesti finna að hann hefði
áhuga á þeirra málum, gleðiefn-
um, sorgum og sigrum. Hann gat
svo sannarlega sett sig í annarra
spor.
Hvers manns hugljúfi er orðtak
sem oft er viðhaft. Það smellpass-
ar svoleiðis við Leibba að ekki
verður betur gert. Enda þótt hann
væri súperstjarna í heimi íslenskr-
ar tónlistar og nyti þar á bæ
ómældrar virðingar, setti hann sig
aldrei á háan hest eða stærði sig af
sínum verkum. Það var gefandi að
eiga við Leibba orð um tónlist og
allt það sem tónlistarlífinu viðkom.
Þvílíkur hafsjór af þekkingu og
innsæi.
Heimilisbragur hjá Ellen og
Leibba var þannig að ekki fór á
milli mála að þar á bæ ríkti ást,
eindrægni og umhyggja. Samband
þeirra lýsti óendanlegri og gagn-
kvæmri ást, trausti og virðingu.
Börnin nutu föður síns í öllu sínu.
Kisa skottaðist um eins og drottn-
ing. Fallegra og notalegra heim-
ilislíf er ekki hægt að ímynda sér.
Síðustu mánuðir hafa verið ein-
kennilegir. Covid setti í raun loku
fyrir öll samskipti og tilfinningarn-
ar voru í endalausum rússíbana.
Við fyrir sunnan fylgdumst með
langri og strangri baráttu Leibba
og Ellenar og fjölskyldunnar en
gátum kannski ekki staðið með
þeim eins og við hefðum viljað. En
þannig varð þetta því miður.
Nú er Leibbi allur og síðasti
trommutaktur hans sleginn. Við
sem eftir sitjum eigum minningar
um hann sem eru allar baðaðar
birtu, yl og hlýjum geislum norð-
lenskrar sólar.
Elsku Ellen og fjölskylda, megi
sú birta, ylur og hlýja gefa ykkur
styrk.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra frá okkur Gillu og
börnum.
Blessuð sé minning Þorleifs Jó-
hannssonar.
Steinþór Haraldsson,
Guðríður Hulda
Haraldsdóttir Isaksen.
✝ Marie la Co-ur fæddist í
Danmörku 7. júní
1939. Foreldrar
hennar voru Kar-
en Hulda
Christine la Cour
og Folke Trier
Hansen.
Eftirlifandi
maki Marie er
Reynir Pálsson
fæddur 15. ágúst
1941. Foreldrar hans voru Páll
Pálsson og Þor-
björg Hallmanns-
dóttir.
Synir þeirra eru
Hjalti, Kjartan og
Erik.
Barnabörnin eru
sjö og lang-
ömmubörnin tvö.
Marie lést 1. jan-
úar 2021 í Odense
Danmörku. Útför
hennar fór fram
þar 8. janúar 2021.
Mig langar að minnast
tengdamömmu minnar Marie,
eða Maríu eins og hún var alltaf
kölluð á Íslandi, en hún lést í
Danmörku á nýársdag.
Þegar ég hugsa til baka finnst
mér eins og ég hafi eiginlega
þekkt hana alltaf, enda var ég
bara unglingur þegar við Hjalti,
elsti sonur hennar og Reynis,
byrjuðum saman.
Ég varð fljótt eins og hluti af
fjölskyldunni og er óendanlega
þakklát fyrir það.
Það er svo margs að minnast,
en upp úr stendur helst hvað
María elskaði fjölskylduna sína
bæði á Íslandi og Danmörku.
Mér fannst alltaf gaman að tala
dönsku en það varð ennþá meira
gaman eftir að ég kynntist Mar-
íu. Ég man þegar mamma henn-
ar, Karen, kom í heimsókn frá
Danmörku, og við fórum og
heimsóttum allsherjargoðann
Sveinbjörn. Það var spjallað
mikið og Karen keypti ljóðabók
af Sveinbirni. Vitandi að ég var
með stúdentspróf í dönsku
fannst Karen að ég gæti kannski
snarað ljóðunum yfir á dönsku.
Það var fullmikil bjartsýni!
Ég minnist líka eins af fyrstu
skiptunum sem ég kom með
Hjalta heim til hans, María var á
fullu að baka brauð og bollur,
það voru skálar og plötur um allt
eldhúsið. Ég hafði aldrei prófað
að baka brauð og hélt að það
væri mjög flókið, en María sýndi
mér á yfirvegaðan hátt að þetta
væri ekkert mál, og ég hef búið
að því síðan. Reglulega þegar ég
skelli í brauð eða bollur hugsa
ég til tengdó.
Þegar við Hjalti eignuðum
Rakel var María í skýjunum, nú
var loksins komin stelpa. Hún
naut þess að vera amma og tók
það hlutverk alvarlega.
María var, að mér skilst frá
krökkunum mínum, frábær
amma, og við foreldrarnir sáum
það líka. Það var gaman að vera
í gistingu hjá ömmu og afa, sem
þá voru flutt til Danmerkur þar
sem við vorum búsett. María sá
um að það væri morgunleikfimi
með viðeigandi teygjum, svo
kannski út að labba eða hjóla
eða í sund, og auðvitað að borða
fullt af grænmeti, en þá var
venjulega kominn tími til að
skella i pönnsur. Nokkuð sem ég
veit að öll barnabörnin hennar
elskuðu.
Eftir að við fjölskyldan flutt-
um til Bandaríkjanna sáumst við
auðvitað sjaldnar en þá var gott
að skrifa bréf, og það var nokk-
uð sem María var góð í. Eftir að
tölvur og tölvupóstar urðu norm-
ið vildi hún frekar skrifa bréf, og
við fjölskyldan nutum þess.
Elsku María, ég er svo þakk-
lát fyrir allt. Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Guðrún.
Marie la Cour
Elsku mamma er
farin, það er eins og
farg á brjóstinu.
Einhvern veginn
er erfitt að sætta sig við að hún er
dáin þó að ég gæti séð í hvað
stefndi.
Þau voru orðin mörg samtölin á
milli okkar á undanförnum árum,
þar sem ég fékk allar fréttir af
hvað um væri að vera í fjölskyld-
unni. Oftast var eins og einhver
leyniþráður væri á milli okkar eins
og við vissum að nú væri tími til að
hringja. Alltaf var hægt að fá upp-
lýsingar um alla fjölskyldumeð-
limi, unga sem aldna, hún var eins
og spjaldskrá sem hægt var að
fletta upp í og hún vissi alltaf um
alla afmælisdaga og aðrar uppá-
komur. Þó að ég hafi búið erlendis
í nærri 30 ár var nálægðin mikil á
milli okkar. Frábærar heimsóknir
til mín til Englands og síðar Wales
eru ógleymanlegar í minningunni.
Sínum bestu árum eyddi hún í Ási
í Kelduhverfi þar sem hún kom
sem ráðskona. Þar kynntist hún
eiginmanni sínum Yngva Axels-
syni og eignuðust þau fimm börn
saman, en Yngvi er látinn. Ekki er
hægt að segja að lífið hafi mulið
undir hana þótt ekki sé hægt að
segja að um fátækt sé að ræða.
Mikill gestagangur var í Ási og þá
sérstaklega á sumrin, þar var
mamma í essinu sínu í matseld og
bakstri til að gera eins vel við gesti
og gangandi og hægt var. Öll föt
og líka sængurföt saumaði hún
heima, á mig og flest systkinin
mín og notaði til þess handsnúna
Singer-saumavél. Það er ekki
hægt að tala um að hún hafi haft
mikið til að létta sér störfin en öllu
mætti hún með bros á vör og já-
kvæðu hugarfari. Aldrei lét hún
neikvæð eða slæm orð falla til
nokkurs manns. Mjög notalegt
samband myndaðist milli þeirra
konunnar minnar Mandy og eins
milli hennar og Óskars Smára
sonar míns og ekki að sjá að
tungumálaerfiðleikar stæðu þarna
á milli og kallaði Mandy hana allt-
af mömmu. Efst í huga mér er
þakklæti fyrir að hafa verið svo
lánsamur að fá að hafa þig fyrir
móður í 75 ár.
Blessuð verði alltaf minning þín
elsku mamma.
Smári
Margrét
Nikulásdóttir
✝ Margrét Niku-lásdóttir fædd-
ist 11. janúar 1925.
Hún lést 22. des-
ember 2020.
Útför Mar-
grétar fór fram 12.
janúar 2021.
Elsku amma mín,
Magga Nikk, Magga í
Ási. Ég á svo erfitt með
að ímynda mér að
þurfa að lifa án hennar
en ég var óendanlega
heppin að eiga hana í
næstum 32 ár.
Þeir sem þekktu
ömmu Möggu elskuðu
hana, því hún var besta
kona sem til var. Hún
var með eindæmum
hlý og góð, sagði ekki styggðaryrði
um nokkurn mann, skipti varla
skapi þótt ýmislegt gengi á, og
hafði heldur betur lifað tímana
tvenna, eða jafnvel þrenna. Svo
átti hún alltaf eitthvað gott í gogg-
inn og var þekkt um sveitir og bæi
fyrir gómsætan mat sem hún bar
sem snarast á borð þegar gesti bar
að garði. Það var orðin óslitin hefð
að skrifa í gestabók þótt maður liti
bara rétt inn hjá henni og það
leynast án efa margir brandarar
og þakkir fyrir brúna botna með
hvítu kremi á þeim blaðsíðum.
Það sem var sennilega fallegast
við ömmu, fyrir utan það hvað hún
var hreinlega falleg og alltaf
klædd flott og fín, var hvað hún var
auðveldlega heilluð af hversdags-
legum hlutum. Blómin hennar
veittu henni ómælda ánægju, þar
má helst minnast á stjúpurnar sem
hún hafði alltaf jafn gaman af hvað
væru duglega að sá sér sjálfar og
spretta upp við ýmsar aðstæður.
Hún sá fegurð í minnstu hlutum og
mér fannst alltaf merkilegt hvað
henni tókst að halda gleðinni yfir
því sem er svo auðvelt að sjást yfir.
Ég gleymi því ekki þegar ég var,
sem svo oft áður í fæðingarorlof-
inu með Viktor Erik, í hádegismat
hjá henni, og litli kútur lá á teppi á
gólfinu og hjalaði. Ömmu, sem átti
6 börn, ótal barnabörn og barna-
barnabörn og meira að segja
barnabarnabarnabörn og hafði því
án efa heyrt fleiri börn hjala en
flestir aðrir, fannst litla hjalið svo
æðislega sniðugt og þótti svo gam-
an að heyra í honum. Gleðin var
svo einskær og ljúf, bara yfir hjal-
inu í einu litlu barni.
Ég hef lengi reynt að tileinka
mér marga eiginleika ömmu, með-
al annars þetta ofangreint, ásamt
því að ganga alltaf frá því sem ég
er búin að nota í eldhúsinu, vera
jafn óeigingjörn og ósérhlífin og
hún, og baka jafn góðar skonsur.
Það er ekkert víst að ég nái því, því
amma var einstök.
En eitt get ég sagt með vissu og
það er að ég sé ömmu í hverju
blómi og stjúpur verða alltaf vel-
komnar í minn garð.
Hildur Axelsdóttir.
Elsku litli og
stóri frændi okkar.
Við elskum þig
og söknum þín svo mikið, Þor-
lákur Ingi minn. Þú varst alltaf
svo svakalega góður við Viktor
minn og mér þykir svo ótrúlega
vænt um vinskapinn okkar síð-
ustu ár. Þú vissir hvað þú
hjálpaðir mér mikið með sam-
ræðum okkar og ég vissi að þér
þótti mjög vænt um þær líka og
þær hjálpuðu þér líka sagðirðu
mér eitt sinn. Þú varst bara
símtali, skilaboðum eða snappi
frá og alltaf vorum við með sól í
hjarta og bros út að eyrum eft-
Þorlákur Ingi
Sigmarsson
✝ Þorlákur IngiSigmarsson
fæddist 20. sept-
ember 1999. Hann
lést 27. desember
2020.
Útför Þorláks
fór fram 13. janúar
2021.
ir samtölin okkar.
Ég geymi minning-
arnar okkar í
hjartanu, og þegar
ég hugsa um fal-
lega brosið þitt þá
brosi ég, þótt ég
gráti þá gefurðu
mér bros. Þú varst
litli frændi minn,
stóri frændi Vikt-
ors og þú ert og
varst miklu meira
en bara frændi. Þú varst vinur
minn.
Guð gefi mér æðruleysi
til þess að sætta mig við það sem
ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því sem ég get
breytt
og vit til að greina þar á milli.
Þín stóra frænka og litli
frændi,
Ásthildur Gyða og
Viktor Orri.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningar-
grein,“ valinn úr felliglugganum.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar