Morgunblaðið - 18.01.2021, Side 24

Morgunblaðið - 18.01.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021 NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heilsa& útivist –– Meira fyrir lesendur Nú er tíminn til að huga að betri heilsu og bættum lífstíl. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefn PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir þriðjudaginn 26. janúar. fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. janúar SÉRBLAÐ 40 ára Ármann er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum og býr þar. Hann er með BA í stjónrmálafræði og MA í alþjóða- samskiptum frá HÍ. Ármann vinnur við fjármálaráðgjöf og þjónustu hjá Lands- bankanum. Maki: Zeynep Sidal Snævarr, f. 1987, ferðamálafræðingur og hjúkrunar- fræðinemi og vinnur á Landspítalanum. Dóttir: Valborg Snævarr, f. 2015. Foreldrar: Valborg Þóra Snævarr, f. 1960, hæstaréttarlögmaður, og Eiríkur Thorsteinsson, f. 1959, kvikmyndagerð- armaður. Þau eru búsett á Seltjarnar- nesi. Ármann Snævarr Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft á þolinmæli að halda til að komast gegnum daginn. Gefðu þér tíma til þess að hugsa málin og ákveða næstu skref í vissu máli. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er alveg nauðsynlegt að búa yfir sem flestum upplýsingum þegar þarf að taka ákvörðun í veigamiklu máli. Sinntu vinum þínum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Eyddu ekki orku þinni í að hugsa um það neikvæða. Ekki láta líf annarra koma þér úr jafnvægi, það er bara full- komið á yfirborðinu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Góðar fréttir frá fjarlægum slóðum létta á hjarta þínu. Styttu þér stundir með handavinnu eða göngutúrum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hafðu varann á þegar kemur að samningsgerð í dag. Stundum þarf að toga upplýsingar út úr makanum með töngum. Það reynir á þolrifin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú neyðist til að vinna upp á nýtt hluti, sem þú hélst að væru löngu tilbúnir. Reynsla þín, álit og skoðanir falla í góðan jarðveg. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar ein/n í dag. Vatnaskil verða í ástamálunum fljótlega. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þær aðstæður koma upp að þú neyðist til þess að segja hvar í flokki þú stendur. Þinn tími mun koma fyrr en þú heldur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Forðastu öll óþarfa útgjöld og ekki sækja vatn yfir lækinn. Einhver lofar þér gulli og grænum skógum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að njóta samskipta við vandmenn þína, einkum börnin. Þú hefur ekki sést heima hjá þér nema í mý- flugumynd og kominn tími á að breyta því. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gætir þurft að láta þínar þarfir mæta afgangi vegna þess að einhver þarf á hjálp þinni að halda. Láttu þvermóðsk- una ekki ná tökum á þér. 2015-16 undir forystu Jónu Hlífar Halldórsdóttur. „Frá unga aldri hefur myndlistin átt í mér hvert bein, ég sýndi henni strax mikinn áhuga, ekki bara að búa til hluti, teikna og vinna í höndunum heldur á ég líka minningu um að heillast af framkvæmdum í kringum hana. Man t.d. þegar komið var með frauðplastmótin af lágmynd Sig- styrkja og viðurkenninga sem hluti af Gjörningaklúbbnum sem á verk í eigu helstu safna og safnara á Ís- landi og víða erlendis. Eirún hefur jafnframt sinnt félags- og trún- aðarstörfum fyrir myndlistarfólk og er sérstaklega stolt af þátttöku sinni í herferðinni, Við borgum myndlist- armönnum, sem SÍM (Samband ís- lenskra myndlistarmanna) stóð fyrir E irún Sigurðardóttir er fædd 18. janúar 1971 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún elst upp Hlíðunum, aust- urbæ Kópavogs og miðbæ Reykja- víkur. „Ég hóf snemma að passa börn en vann í sveit á sumrin og er með dráttarvélapróf.“ Leikskólanám Eirúnar var í Hamra- , Álfta- og Austurborg og grunnskólanámið í Ísaks-, Snæ- lands-, Digranes- og Austurbæj- arskóla að ógleymdum námskeiðum í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík og útskrif- aðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996, var Erasmus- skiptinemi við Fachhochschule Hannover, stundaði framhaldsnám við Hochschule der Künste Berlin 1996-98 og lauk diplómu í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands 2014 Eirún stofnaði The Icelandic Love Corporation/Gjörningaklúbb- inn ásamt tveimur öðrum árið 1996 og hefur starfað í Gjörningaklúbbn- um allar götur síðan eða helming ævi sinnar ásamt því að stunda myndlist undir eigin nafni en Eirún vinnur núna að sýningu sem verður opnuð í Gerðarsafni í mars og teng- ist uppvaxtarárum hennar í Engi- hjallanum í Kópavogi. Eirún var einn af umsjón- armönnum Kolkrabbans á Rúv vet- urinn 1998-99. Hún bjó og starfaði í Berlín 2003-05 en hefur búið á Ís- landi síðan. Hún hefur verið stunda- kennari við Listaháskóla Íslands á myndlistar- og sviðslistadeild, BA- og MA-stigi frá 2001 og afleys- ingaprófessor við skólann 2013 og gaf út bókina Skapandi ferli, leið- arvísir, út frá sköpunar- og kennslu- reynslu sinni og hefur haldið fyr- irlestra í skólum og fyrirtækjum upp úr efni bókarinnar. Eirún hefur verið tilnefnd til menningarverðlauna DV og fengið styrk frá Hlaðvarpanum, menning- arsjóði kvenna, hún á verk í eigu Listasafns Reykjavíkur, Háskóla Íslands, ASÍ, Safns og Nýlistasafns- ins auk þess hefur hún hlotið fjölda urjóns Ólafssonar á vörubíl upp í Engihjalla þegar blokkin var steypt og finnst eins og ég hafi setið í bílnum en það er nú sennilega ofminni. Alla vega þá er þessi lágmynd upp eftir allri blokkinni og hefur án efa átt þátt í sjálfsmynd minni, eigandi heima í þessari flottu blokk sem var byggð af ungu fólki sem hafði ekki mikið á milli handanna en nægjanlegt menn- ingarlegt kapítal til þess að vera með útilistaverk á blokkinni sinni.“ Eirún hefur alltaf haft mikinn áhuga á jafnrétti og margt í mynd- listinni hennar tengist því. „Ég man vel eftir stofnun Kvennalistans, fljót- lega eftir það skilja foreldrar mínir og ég tek mína fyrstu femínísku ákvörðun. Var flutt niður í bæ ásamt mömmu og systrum mínum þegar ég hitti mömmu vinkonu minnar úr Kópavoginum sem spurði mig hvern- ig ég hefði það, þetta var kona sem ég hafði oft fengið kakó í eldhúsinu hjá. Þegar við svo kveðjumst fatta ég að ég hef ekki hugmynd um hvað konan heitir, þar sem mamma er víst ekki sérnafn, en ég vissi mæta vel hvað maðurinn hennar hét og hefði getað þulið upp hvað allir pabbar bekkj- arsystkina minna úr Kópavogi hétu, því þau voru jú öllu kennd við feður sína. Þarna 13 ára gömul fyrir utan Hlemm ákvað ég að mín börn skyldu kennd við báða foreldra sína þótt þau þyrftu að sitja uppi með einfalda i-ið í nafninu mínu, en það er skrifað svona þar sem nafnið mitt er samsett úr nöfnum föðurafa og -ömmu minnar. Með árunum fjölgar klúbbunum og upp úr fertugu fór ég að gera alls konar fullorðins, fór í kvennakór, samkvæmisdans, prjóna-, sauma-, les- og gönguklúbb, elska að fara austur í Bjarnanes, en fyrir nokkrum árum var okkur Magga boðið að vera með í fluguveiði í Vatnsdalnum, við kunnum ekkert en ég sá fyrir mér að það væri alla vega næs að kynnast dalnum hennar Sigurlaugar ömmu aðeins betur í gegnum þetta. Svo bara tók fyrsti fiskurinn og það er ekki aftur snúið. Það fiskast ekki allt- af en þetta er eins og með mynd- listina, endalaus ástundun og útsjón- arsemi en svo auðvitað líka innsæi. Það er æðislegt að komast í öll þessi Eirún Sigurðardóttir myndlistarkona – 50 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Anna, Magnús, Eirún og Hildur. Fimmtug á Fimmvörðuhálsi Gjörningaklúbburinn Eirún og Jóni við tökur ásamt Óskari tökumanni á Vatni og blóði sem sýnt var á Listasafni Íslands á síðasta ári. 30 ára Dísa er Reyk- víkingur, ólst upp að hluta í Grafarvogi og er að flytja þangað aftur. Hún er með BS í tölvunarfræði frá HR og er hugbún- aðarsérfræðingur hjá Advania, en er í fæðingarorlofi. Maki: Tryggvi Geir Magnússon, f. 1989, hugbúnaðarsérfræðingur hjá Lands- bankanum. Börn: Aþena Dís Björgúlfsdóttir, f. 2012, og Magnús Örn Tryggvason, f. 2020. Foreldrar: Ágústa Kristín Andrésdóttir, f. 1966, búsett í Reykjavík, og Guð- mundur Örn Guðbjartsson, f. 1966, d. 2020, rafvirki og bareigandi á Tenerife. Ásdís Erna Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Magnús Örn Tryggvason fæddist 27. maí 2020 í Reykja- vík. Hann vó 3.785 g og var 50 cm. Foreldrar hans eru Ásdís Erna Guðmundsdóttir og Tryggvi Geir Magnússon. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.