Morgunblaðið - 18.01.2021, Side 26

Morgunblaðið - 18.01.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021 England West Ham – Burnley ............................... 1:0  Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrri hálfleikinn með Burnley. Wolves – WBA.......................................... 2:3 Leeds – Brighton...................................... 0:1 Fulham – Chelsea..................................... 0:1 Leicester – Southampton ........................ 2:0 Sheffield United – Tottenham ................ 1:3 Liverpool – Manchester United.............. 0:0 Manchester City – Crystal Palace.......... 4:0 Staða efstu liða: Manch. Utd 18 11 4 3 34:24 37 Manch. City 17 10 5 2 29:13 35 Leicester 18 11 2 5 33:21 35 Liverpool 18 9 7 2 37:21 34 Tottenham 18 9 6 3 33:17 33 Everton 17 10 2 5 28:21 32 Chelsea 18 8 5 5 33:21 29 Southampton 18 8 5 5 26:21 29 West Ham 18 8 5 5 25:21 29 Aston Villa 15 8 2 5 29:16 26 Arsenal 18 7 3 8 20:19 24 Leeds 18 7 2 9 30:34 23 B-deild: Nottingham F. – Millwall ....................... 3:1  Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill- wall á 80. mínútu. Þýskaland Werder Bremen – Augsburg ................. 2:0  Alfreð Finnbogason lék fyrstu 58 mín- úturnar með Augsburg. Ítalía Roma – Napoli.......................................... 3:2  Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með Napoli. B-deild: Pisa – Brescia........................................... 1:0  Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á hjá Brescia á 80. mínútu en Birkir Bjarna- son var á bekknum allan tímann. Pordenone – Venezia .............................. 2:0  Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á hjá Venezia á 78. mínútu en Óttar Magnús Karlsson var á bekknum allan tímann. Holland AZ Alkmaar – Den Haag ........................ 2:1  Albert Guðmundsson lék fyrstu 63 mín- úturnar með AZ. Belgía Oostende – Kortrijk ................................ 2:1  Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Oostende. Grikkland Volos – Lamia........................................... 1:1  Theódór Elmar Bjarnason kom inn á hjá Lamia á 66. mínútu. Olympiacos – Giannina ........................... 1:0  Ögmundur Kristinsson var varamark- vörður Olympiacos í leiknum. Portúgal SL Benfica – Torreense .......................... 7:0  Cloé Lacasse skoraði fjögur af mörkum Benfica í leiknum.  ENGLAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Manchesterborg virðist vera að taka völdin af grönnum sínum í Liv- erpool í ensku úrvalsdeildinni í fót- bolta. Manchesterliðin United og City eru nú í tveimur efstu sætum deildarinnar eftir leiki gærdagsins, City er með fæst töpuð stig allra liða í deildinni, á meðan Liverpool hefur nú sigið niður í fjórða sætið eftir markaþurrð að undanförnu. Liverpool er reyndar það lið sem enn hefur skorað flest mörk í deild- inni, 37 talsins, en eftir markalausa jafnteflið gegn Manchester United á Anfield í gær hefur Jürgen Klopp og hans mönnum ekki tekist að skora í þremur leikjum í röð í deild- inni og gert eitt mark í fjórum leikj- um síðan þeir burstuðu Crystal Pa- lace 7:0 rétt fyrir jól. Tólf leikir í röð án taps Manchester United er nú ósigrað í tólf leikjum í röð í deildinni og er tveimur stigum á undan Manchest- er City og Leicester en þremur á undan Liverpool. United átti lengi í vök að verjast á Anfield í gær en hefði getað hirt öll þrjú stigin undir lokin þegar Alisson varði frá Paul Pogba úr dauðafæri. Ole Gunnar Solskjær er greinilega að ná upp miklum stöðugleika hjá Manchester United sem virðist í fyrsta skipti eftir brotthvarf Alex Fergusons vera líklegt til að gera sig virkilega gildandi í baráttunni um enska meistaratitilinn. City er á siglingu Manchester City nýtti sér þessi úrslit til hins ýtrasta í lokaleik gær- dagsins og sigraði Crystal Palace á afar sannfærandi hátt, 4:0, á Eti- had-leikvanginum. Miðvörðurinn John Stones skoraði tvö mörk, hans fyrstu úrvalsdeildarmörk fyrir City, og Ilkay Gündogan og Raheem Sterling gerðu sitt markið hvor. City hefur klifrað töfluna hægt og bítandi undanfarnar vikur eftir óvenjuslæma byrjun á tímabilinu. Sex sigrar og tvö jafntefli í síðustu leikjum hafa komið Pep Guardiola og hans mönnum í góða stöðu á nýj- an leik. Á sama tíma hefur City unnið fimm leiki og gert eitt jafn- tefli í sex leikjum öðrum mótum og virðist vera búið að ná góðu jafn- vægi í sinn leik á ný. Leicester sigraði Southampton 2:0 með mörkum frá James Madd- ison og Harvey Barnes og gerir sig áfram líklegt til að slást um topp- sæti deildarinnar. Sama er að segja af Tottenham sem vann botnliðið Sheffield United 3:1 á útivelli með mörkum frá Serge Aurier, Harry Kane og Tanguy Ndombélé. Þótt Tottenham sé í fimmta sæti er liðið aðeins fjórum stigum á eftir Manchester United og alls ekki hægt að afskrifa José Mourinho og hans menn í toppbar- áttunni. Manchester að taka völdin?  United og City í efstu sætunum AFP Jafnir Paul Pogba og Mohamed Salah skildu sáttir eftir markalausa jafn- teflið á Anfield í gær þar sem Pogba nýtti ekki gott færi undir lokin. Tryggvi Snær Hlinason og Martin Hermannsson fögnuðu góðum sigr- um í spænsku A-deildinni í körfu- knattleik þar sem Tryggvi átti lík- lega sinn besta leik til þessa. Hann skoraði 24 stig fyrir Zaragoza sem sigraði Fuenlabrada, 105:85, og tók auk þess níu fráköst og átti tvær stoðsendingar. Zaragoza er í 14. sæti af nítján liðum í deildinni. Martin og félagar í Valencia sigr- uðu San Pablo Burgos á útivelli í gærkvöld, 83:78, þar sem Martin skoraði sex stig og átti fimm stoð- sendingar. Valencia er í sjötta sæti. Tryggvi var lykil- maður í sigri FIBA Kraftur Tryggvi Snær Hlinason var óstöðvandi gegn Fuenlabrada. Jón Guðni Fjóluson landsliðsmaður í knattspyrnu var á laugardaginn kynntur til leiks sem nýr leikmaður Hammarby í Stokkhólmi en félagið hefur samið við hann til þriggja ára. Jón lék síðustu mánuði ársins 2020 með Brann í Noregi en var áð- ur tvö ár með Krasnodar í Rúss- landi. Hann lék hins vegar í sex ár í Svíþjóð þar á undan, með Sundsvall og Norrköping, og er því kominn á kunnuglegar slóðir. Jón Guðni er 31 árs gamall varnarmaður og hef- ur leikið 17 A-landsleiki fyrir Ís- lands hönd. Jón Guðni til Stokkhólms Morgunblaðið/Eggert Svíþjóð Jón Guðni Fjóluson er kom- inn til Hammarby í Stokkhólmi. Eftir góðan sigur á Haukum í fyrstu umferð hefur Þór tapað tveimur í röð sem hljóta að teljast vonbrigði. Stjarnan með fullt hús Bikarmeistarar Stjörnunnar eru einnig með fullt hús stiga eftir sigur á stigalausum Þórsurum frá Akureyri, 86:83. Stjarnan náði mest 27 stiga forskoti en Þórsarar sýndu mikinn styrk með að skora 19 stig í röð í þriðja leikhluta og koma sér aftur inn í leikinn. Því miður fyrir þá dugði það ekki til. Eins og oft áður var Hlynur Bær- ingsson bestur hjá Stjörnunni með 16 stig og sjö fráköst. Þá vann ÍR auðveldan sigur á stigalausum nýliðum Hattar á úti- velli 105:87. Collin Pryor fór á kostum hjá ÍR og skoraði 30 stig. Collin nýtur sín vel hjá ÍR þar sem hann er í stóru hlutverki. Sig- urður Gunnar Þorsteinsson skor- aði 17 stig og tók 9 fráköst fyrir Hött gegn sínu gömlu félögum og hefur sjaldan verið í betra formi. Sigurður nýtur sín vel hjá Hetti, en liðið virðist enn og aftur ekki nægilega gott til að halda sér uppi í efstu deild. Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Klemmdur Þórsararnir Andrius Globys og Ivan Aurrecoechea þrengja að Hlyni Bæringssyni fyrirliða Stjörnunnar í leiknum á Akureyri í gær. Logi stal sen- unni í Skagafirði  Grindavík og Stjarnan með fullt hús KÖRFUBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Hinn 39 ára gamli Logi Gunn- arsson stal senunni í Skagafirði er Njarðvík vann 108:107-sigur á Tindastóli í framlengdum leik í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Logi skoraði sigurkörf- una um leið og lokaflautið gall en aðeins 1,7 sekúnda var eftir þegar Njarðvík hélt af stað í lokasókn- ina. Með sigrinum hristi Njarðvík tapið gegn Haukum í síðustu um- ferð af sér og er liðið með tvo sigra og eitt tap. Shawn Glover verður ekki kennt um tapið, en sá bandaríski skoraði 39 stig og er með 34 stig að meðaltali í leik fyr- ir Tindastól til þessa í deildinni. Spennan var ekki mikið minni í Þorlákshöfn þar sem Grindavík var í heimsókn gegn Þór. Eftir framlengdan leik unnu Grindvík- ingar 94:92-sigur og er gula liðið á Suðurnesjunum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Kristinn Pálsson er loksins byrjaður að sýna sitt rétta andltið og skoraði hann 18 stig og tók 12 fráköst. Dominos-deild karla Þór Ak. – Stjarnan................................ 83:86 Þór Þ. – Grindavík ....................... (frl.) 92:94 Höttur – ÍR ......................................... 87:105 Tindastóll – Njarðvík............... (frl.) 107:108 Staðan: Stjarnan 3 3 0 274:239 6 Grindavík 3 3 0 314:291 6 Keflavík 2 2 0 209:161 4 ÍR 3 2 1 282:266 4 Njarðvík 3 2 1 285:274 4 Þór Þ. 3 1 2 284:306 2 Valur 2 1 1 182:181 2 Tindastóll 3 1 2 294:296 2 Haukar 2 1 1 184:190 2 KR 2 0 2 181:196 0 Þór Ak. 3 0 3 262:299 0 Höttur 3 0 3 251:303 0 Dominos-deild kvenna Keflavík – Fjölnir ................................. 72:60 Skallagrímur – Snæfell ........................ 85:80 KR – Breiðablik.................................... 58:73 Haukar – Valur..................................... 64:74 Staðan: Valur 4 3 1 245:193 6 Keflavík 3 3 0 252:188 6 Haukar 5 3 2 315:292 6 Fjölnir 5 3 2 350:333 6 Skallagrímur 4 3 1 272:293 6 Breiðablik 5 1 4 251:281 2 Snæfell 4 1 3 286:318 2 KR 4 0 4 276:349 0 Þýskaland Fraport Skyliners – Würzburg.......... 72:80  Jón Axel Guðmundsson skoraði 21 stig fyrir Fraport, tók 4 fráköst og átti 3 stoð- sendingar. Bretland Caledonia – Leicester Riders............. 61:91  Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 19 stig fyrir Leicester, tók 5 fráköst og átti 4 stoð- sendingar á 24 mínútum. Newcastle – Leicester Riders ............ 39:66  Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 16 stig fyrir Leicester og tók 6 fráköst.  

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.