Morgunblaðið - 18.01.2021, Side 28

Morgunblaðið - 18.01.2021, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021 Fundur Kristins og Gunnars í Kaupmannahöfn 1940 og samskipti þeirra síðar Þegar Gunnar Gunnarsson og Kristinn E. Andrésson hittust í Kaupmannahöfn á fyrstu vordögum ársins 1940 hafði griðasáttmáli Hitl- ers og Stalíns verið í gildi í hálft ár. Ætla má að sú staðreynd hafi fært þá nær hvor öðr- um. Erindi Krist- ins við Gunnar snerist ekki um smámuni. Eins og fyrr var nefnt hafði Gunnar skrifað öll sín mörgu skáldverk á dönsku og að- eins örfá þeirra höfðu verið gefin út á íslensku. Nú leitaði Kristinn samninga við Gunn- ar um að bókaútgáfan Heimskringla eða sérstakt félag á hennar vegum tæki að sér að hafa forgöngu um að þýða öll skáldrit hans á íslensku og gefa þau út. Varðveitt bréf sýna að vel fór á með þeim Kristni og Gunn- ari á þessum fyrsta fundi þeirra og þar tókst Kristni að leggja drög að samkomulagi við Gunnar um heildarútgáfu á verkum hans. Skáld- verk ber aldrei að meta eftir póli- tískum skoðunum höfundar þess og jafnan fagnaðarefni þegar stjórn- málaandstæðingar sameinast um að koma góðum bókum á prent. Skinið yfir fundi Kristins og Gunnars í Kaupmannahöfn, þar sem þeir sitja tveir á tali á viðsjárverðum tímum, getur þó varla talist bjart. Í kringum þá flögra dimmir skuggar. Báðir voru þeir mikilhæfir bókmennta- menn en ofsatrú á varasöm hug- myndakerfi hafði leitt þá á glap- stigu. Annar var nú að koma af einkafundi með Hitler í Berlín en hinn að fara til fundar við æðstu lagsbræður Stalíns í Moskvu. Ógnir og skelfingar vofðu yfir allri Evrópu en á þessum tveggja manna fundi í Kaupmannahöfn ganga sá sem kom frá Berlín og hinn sem var að fara til Moskvu í eins konar bræðralag. Viku síðar var Danmörk hernum- in af Þjóðverjum. Þá voru íslensku hugsjónamennirnir tveir farnir úr okkar gömlu höfuðborg við Eyrar- sund, annar til Bergen á leið til Ís- lands en hinn til Stokkhólms á leið til Moskvu, og skall hurðin nærri hæl- um beggja. Í bréfi sem Kristinn skrifaði eiginkonu sinni 1. apríl 1940 frá Kaupmannahöfn kveðst hann munu dvelja þar enn í þrjár vikur. Í reynd fór hann þó til Svíþjóðar að- eins fimm dögum síðar, þann 6. apr- íl, og slapp þannig undan hernámi Þjóðverja, sem lögðu Danmörku undir sig 9. apríl. Hvaða upplýsingar urðu til þess að Kristinn breytti sinni fyrri ætlan svo skyndilega? Frá því greindi hann aldrei á opin- berum vettvangi en líklegast er að Gunnar Gunnarsson hafi laumað að honum vitneskju sinni um yfirvof- andi innrás Þjóðverja. Sú staðreynd að annar fór frá Danmörku og hinn frá Noregi á haf út nákvæmlega sama dag ýtir undir þær grunsemd- ir. Úr ferð sinni frá Svíþjóð til Sovét- ríkjanna í apríl 1940 kom Kristinn ekki heim til Íslands fyrr en langt var liðið á sumar. Af styrjaldar- ástæðum varð hann að leggja langa lykkju á leið sína og fara um Genúa á Ítalíu og New York en þaðan komst hann loks heim með Dettifossi. Mjög skömmu eftir heimkomuna skrifaði Kristinn Gunnari Gunnarssyni og var þá enn þeirrar skoðunar að fé- lagið, sem til stóð að stofna um út- gáfu á verkum Gunnars, yrði bara til málamynda en Heimskringla „raun- verulegur útgefandi“. Á næstu vik- um hrundi þó sú spilaborg Kristins því að nýja félagið, sem var stofnað skömmu eftir að Kristinn kom frá Ameríku og fékk nafnið Landnáma, ákvað að verða annað og meira en nafnið eitt og lifa sjálfstæðu lífi. For- seti útgáfuráðs Landnámu var Sig- urður Nordal en Kristinn var einn stjórnarmanna þar og Nordal í stjórn Máls og menningar svo þarna var innangengt á milli. Munurinn var þó sá að Kristinn var ekki hæst- ráðandi í Landnámu. Á árunum 1941-1963 gaf félagið út 21 bindi af skáldverkum Gunnars. Þar komu margir þýðendur við sögu en fyrsta bókin var Fjallkirkjan, sem Halldór Kiljan hafði nú þýtt á íslensku. Einingarbandinu milli Kristins og Gunnars, sem til var stofnað í Höfn á fyrstu vordögum ársins 1940, má líkja við „skyndibrúðkaup“. Slíkt fóstbræðralag þeirra á milli gat vart orðið til nema á skömmu og skýrt af- mörkuðu skeiði í veraldarsögunni, það er að segja á þeim 670 dögum sem liðu frá því að griðasáttmáli Hit- lers og Stalíns var undirritaður, 23. ágúst 1939, og þar til innrás Þjóð- verja í Sovétríkin hófst 22. júní 1941. Sumarið 1940 sat Gunnar Gunn- arsson heima á Skriðuklaustri og þann 14. júlí flutti hann ræðu á sam- komu, sem haldin var á Laugum í Þingeyjarsýslu. Þá voru tveir mán- uðir liðnir frá því að Bretar hernámu Ísland og tæplega fjórir mánuðir frá því Gunnar sat á tali við Hitler. Í ræðu sinni veittist hann mjög hart að Bretum, sem um þær mundir stóðu nær einir uppi gegn herveldi Hitlers-Þýskalands, er unnið hafði hvern stórsigurinn á fætur öðrum í heimsstyrjöldinni. „Vér erum frelsi rúin þjóð í herteknu landi“, sagði Gunnar og krafðist þess að þegar í stað yrði lagt lögbann á hvers kyns störf íslenskra manna fyrir breska herinn. Og hvar skyldi nú þessi skel- egga ræða Gunnars hafa farið á prent? – Jú, það var reyndar hjá Kristni í Tímariti máls og menning- ar. Svo skammt var þá á milli þeirra. Á árunum 1941 og 1942 skrifaði Kristinn Gunnari fáein vinsamleg bréf en árið 1943 kastaðist illilega í kekki á milli þeirra. Kristinn var þá orðinn alþingismaður og átti, ásamt tveimur öðrum, sæti í úthlutunar- nefnd listamannalauna. Nefndar- mönnum, þeim Kristni, Barða Guð- mundssyni og Magnúsi Ásgeirssyni, varð það á að úthluta Gunnari aðeins lægri fjárhæð en Halldóri Kiljan. Við þetta móðgaðist Gunnar heiftar- lega og sagði sig úr Rithöfundafélag- inu. Kristinn skrifaði honum þá bréf og reyndi að skýra sína afstöðu. Í upphafi bréfsins kemst hann svo að orði: Vinur minn Gunnar Gunnarsson. Nú gerðir þú HrifluJónasi meiri greiða en þótt þú hefðir skrifað upp á einnar milljón króna víxil fyrir hann. Ég heyri þú hafir sagt þig úr Rithöfundafélag- inu, gott ef ekki mannfélaginu, og get- ur enginn skilið öðruvísi en það sé vegna þess að þér hafi þótt heiðri þín- um misboðið með því að Davíð Stef- ánsson, Tómas Guðmundsson, Þór- bergur Þórðarson og nokkrir fleiri skuli settir í sama launaflokk og þú eða þú skiljir úthlutunina svo að þér sé gert lægra undir höfði sem skáldi en Halldóri Kiljan. Kristinn reynir síðan að gefa skýringar á ákvörðun nefndarinnar. Gunnar tók hins vegar lítið mark á þeim og svaraði Kristni nokkru síðar með bréfi. Þar segir: ... þú snýrð við staðreyndum ... eina frambærilega ástæðan fyrir því að út- hluta fénu eins og þið gerðuð var ann- ars sú, að þið telduð Halldór gnæfa yf- ir alla hina sem skáld, þannig hlaut alþjóð að skilja það og það vissuð þið ... Eftir þessa orrahríð dró mjög úr samskiptum Gunnars við Kristin E. Andrésson. Í bók sinni Íslenskar nú- tímabókmenntir 1918-1948 segir Kristinn að við hlið Halldórs Lax- ness sé Gunnar „mikilhæfastur af nútíma íslenskum skáldsagnahöf- undum“. Sé litið til bestu verka Gunnars var sá dómur ekki út í blá- inn, enda þótt hæpið sé að skipa hon- um „við hlið Halldórs“. Ósigur Þýskalands í lok heims- styrjaldarinnar og upplýsingarnar, sem þá komu fram, um milljónamorð í útrýmingarbúðum nasista lögðu hugarveröld Gunnars Gunnarssonar í rúst. Hann náði sér aldrei af því áfalli. Gunnar var 56 ára þegar stríð- inu lauk en þrotinn að kröftum sem skapandi rithöfundur. Á þriðja og fjórða áratugnum hafði hann verið mjög stórvirkur og samið nýja skáldsögu nær árlega, auk greina og ritgerða. Eftir stríðslok sendi hann aðeins frá sér tvær skáldsögur. Árið 1952 Sálumessu, sem Sveinn Skorri Höskuldsson segir vera „nánast bergmál og eftirhreytur frá Heiða- harmi“, annarri bók Gunnars, er gefin hafði verið út 1940 og að lokum Brimhendu 1954. Samskipti Kristins E. Andrés- sonar og Gunnars Gunnarssonar eru á margan hátt merkileg. Báðir voru þeir ákafir trúmenn og trúarhitinn varð báðum að falli. Hér var áður að því vikið að Gunnar muni hafa gefið Kristni bendingu um að hraða sér frá Kaupmannahöfn til Svíþjóðar í fyrstu viku apríl 1940, rétt áður en Danmörk var hernumin af Þjóð- verjum. Þvílíkum greiða gleymir enginn. Að vísu má ætla að Kristinn hefði komist heim haustið 1940 með Esju frá Petsamo, sem liggur skammt frá norðurlandamærum Finnlands. Um þann möguleika vissi þó enginn fyrr en undir haust. Það hefði því orðið formanni Sovétvina- félagsins á Íslandi þung raun að sitja fastur í Kaupmannahöfn nær allt sumarið, undir járnhæl þýska hers- ins. Fyrstu árin eftir lok heimsstyrj- aldarinnar hafði Gunnar Gunn- arsson hægt um sig í stjórnmálum en um miðjan sjötta áratuginn fór hann að láta verulega til sín taka í hópi þeirra sem af mestum ákafa börðust gegn heimskommúnism- anum og meintum útsendurum hans á landi hér. Varð það til þess að farið var að rifja upp hin nánu tengsl Gunnars við þýsku nasistana. En Kristinn E. Andrésson fékk sig ekki til þess. Hann var einlægur aðdáandi skáldverka Gunnars og vorið 1973 samdi hann og flutti í útvarpi langan fyrirlestur: „Kjarninn í verkum Gunnars Gunnarssonar.“ Fyrirlest- urinn var birtur í 4. og s. tölublaði tímaritsins Samvinnunnar sama ár og varð hann síðasta framlag Krist- ins til umræðna um íslenskar bók- menntir. Þegar Kristinn flutti þenn- an fyrirlestur stríddi hann við þungan sjúkdóm sem síðar á sama ári varð honum að aldurtila. Ætla má að þegar svo var komið hafi hann fundið hjá sér knýjandi þörf fyrir að launa Gunnari liðsinnið frá vorinu 1940. Gunnar og Kristinn Bókarkafli | Í bókinni Draumar og veruleiki rifjar Kjartan Ólafsson upp sögu Kommúnista- flokks Íslands og Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins. Kjartan starfaði um árabil innan vinstrihreyfingarinnar og þekkti persónu- lega flesta þeirra sem við sögu koma. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Fjandvinir Gunnar Gunnarsson tók því illa þegar Halldór Laxness fékk heldur hærri listamannalaun 1943 og sagði sig úr Rithöfundafélaginu. Hann kenndi Kristni E. Andréssyni um og eftir það dró mjög úr samskiptum þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.