Morgunblaðið - 18.01.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.01.2021, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI THE HOLLYWOOD REPORTER CHICAGO SUN-TIMES LOS ANGELES TIMES INDIEWIRE ROGEREBERT.COM Þetta er mikið rit í stóru brotiog verður ekki lesið á kodda,ítarlega skreytt, bæði meðljósmyndum, teikningum, gröfum og að auki innskotsgreinum; umbrot mynda og meginmáls í senn fjölbreytilegt og aðlaðandi. Tilvísanir eru eftir hverjum kafla og í bókarlok seinna bindis eru ítarlegar skrár, um 835 myndir sem raðað er eftir köflum, fjölþætt atriðisorð um efni meginmáls þar sem m.a. fylgir latneskt nafn í samræmi við flokkunarvísindin. Þessi skrá er mjög yfirgrips- mikil, prentuð í tví- dálk á 32 bls. Loks er önnur styttri atriðisorðaskrá sem felld er að staf- rófsröð latneska fræðakerfisins en íslenskt nafn fylgir. Örnólfur var þjóðþekktur vísindamaður og réttnefndur alþýðufræðari. Hann samdi kennslubækur, þýddi vísindarit, skrifaði ótal greinar við alþýðuskap í tímarit og á Vísindavefinn, sá um sjón- varpsþátt (Nýjasta tækni og vísindi), útvarpsþætti, kenndi ungmennum og las yfir rit annarra fyrir útgáfu, prýði- lega málhagur og sögumaður góður. Of fáir vísindamenn rækta nú þann hæfileika með sér að skrifa um fræði sín á skiljanlegu og góðu máli fyrir al- menning; margir rita raunar ekki á ís- lensku. Örnólf verður líka tvímæla- laust að telja í hópi fjölfræðinga, en þeim fer nú fækkandi sem kunna góð skil á fleiri en einni fræðigrein til að þætta saman í áhugaverða frásögn. Fremur er hið gagnstæða uppi á ten- ingi: að sífellt fleiri viti meira og meira um afmarkaða þætti. Sérhæfing eykst jafnt og þétt á öllum sviðum sam- félagsins. Dýraríkið er kórónan á ritferli Örn- ólfs og bak við ritið býr áratuga elja og fágæt heimildarýni á akri fræðanna. Sonur hans og sonarsynir lögðu síð- ustu hönd á verkið eftir andlát Örnólfs, uppfærðu tölulegar upplýsingar og meginmál í samræmi við nýjustu kröf- ur vísindanna, völdu myndir og skrif- uðu myndatexta og tóku saman skrár. Fyrstu 100 bls. fjalla almennt um viðfangsefnið, dýrafræði yfirleitt, sögu hennar og meginflokkun dýraríkisins fyrr og síðar, lífsamstur og líkamsgerð hvers konar kvikinda. Þar er þessi flokkun, raðað frá hinu almenna til hins einstaka með tófu að leiðarhnoða í lokin: Fylkingin (Seildýr) – Flokk- urinn (Spendýr) – Ættbálkurinn (Rán- dýr) – Ættin (Hundaætt) – Ættkvíslin (Refir) – Tegundin (Tófa) (14). Stór- gott yfirlit er í töflu bls. 61-63 sem er hliðrað við tímatal jarðfræðinnar (mér óskiljanlegt eins og fjarlægðir í geimn- um!). Eftir það víkur sögunni að ein- stökum fylkingum dýra og óendan- legri fjölbreytni þeirra. Hér fá frumdýr að fljóta með þótt skil milli dýra- og plönturíkis séu óljós meðal frumvera (48). Inngangskaflarnir lýsa því sem er sameiginlegt flestum eða öllum dýrum, næringarnámi og melt- ingu, öndun, hreyfingu, æxlun, stoð- kerfi, hringrás lífsins, margvíslegu samlífi tegunda svo örfátt sé nefnt, allt stutt skýrum teikningum og skýring- armyndum. Þar blasa við marg- víslegar skilgreiningar: „Stofn er mengi lífvera sem oftar æxlast inn- byrðis en með einstaklingum annarra stofna“ (13). „Tegund er safn stofna með einstaklingum sem við náttúrleg skilyrði geta átt saman frjó afkvæmi.“ (14). „Öll dýr eru neytendur. Sum lifa á gróðrinum í samfélaginu, á frumfram- leiðandanum. Þetta eru fyrsta stigs neytendur eða gróðurætur. Önnur dýr lifa á gróðurætunum.“ (23) o.s.frv. Þjóðfélagið í hnotskurn? Allt er þetta skrifað á lipru máli þótt orðaforðinn sé víða framandi. Ég þykist vita að Örn- ólfur hafi sjálfur búið til mörg orð sem hér ber fyrir augu; ég veit að hann hafði samband við marga málhaga menn til ráðuneytis. Í formála segir um ritið að það „inniheldur drjúgan orðaforða á íslensku yfir hugtök dýra- fræðinnar og skyldra greina ásamt fjölda dýraheita sem hér eru skráð á einum stað á íslensku.“ (9). Ég valdi allmörg dýraheiti á kvikindum sem ég kannast ekkert við, sleppti þeim sem mér eru töm, en fletti hinum upp í Rit- málsskrá Orðabókar háskólans sem reyndist eiga dæmi um þriðjung þeirra. Á heildina litið eru þau líklega fleiri en altént er hér traustlega haldið um tauma tungunnar. Það ærir óstöðugan að hafa mörg fleiri orð um efni bókar. Hér er öllu skilmerkilega haldið til haga og fjöl- margar innskotsgreinar úr öðrum eða skyldum fræðum lífga framsetningu efnis. Ýmsa fróðleiksmola tíndi ég upp: Surtseyjargosið spillti hrygningar- svæðum íslensku sumargots- síldarinnar (14) þótt ofveiði ætti stærstan þátt í hruni stofnsins. Auðnu- tittlingur er farfugl sums staðar á Grænlandi, kemur til Íslands á vet- urna! (31). Og krían: „Lengsta farleið kríu sem mæld hefur verið reyndist um 80.000 km báðar leiðir. Engin dýrategund nýtir lengur dagsbirtu yfir árið en krían.“ (32). A Örnólfur hefur ísmeygilegan húmor, t.d. þar sem hann vekur máls á því að hömlur séu á kynblöndun tegunda með undantekningum þó og nefnir til hest og asna þótt ekki sé þeim eigin- legt að blandast. „Þar við bætist að þessum hófdýrum er ekki eðlilegt að leita hófanna hvort hjá öðru.“ (16). Eða þetta: „Goggunarröð, jafnt meðal hænsna, apa og annarra félagsdýra, virðist draga úr erjum innan hópsins, þar sem hvert dýr þekkir sinn sess og hegðar sér samkvæmt því. Fyrirbærið er ekki óþekkt meðal manna.“ (27). Bráðskemmtileg samantekt um tenn- ur heillar lesendur (493). Dýraríkið er frábært rit, réttnefnd fróðleiksnáma, aðgengilegt, ljómandi vel myndskreytt og margir kaflar bráðskemmtilegir þótt fæstir leggist væntanlega í ítarlestur um kvikindi sem eru þeim fjarlæg og framandi. Bækurnar eru prýðilegt uppsláttarrit, vel skipulagðar og vinsamlegar les- endum, jafnvel þótt þeir þekki bara ær og kýr af eigin raun, kannski líka hund og kött. Höfundur og sveinar hans eiga hrós skilið fyrir meðferð móð- urmálsins og frágang efnis. Heiman- búnaður forlagsins er eins og best verður á kosið. Morgunblaðið/Styrmir Kári Fræðimaðurinn „Dýraríkið er frábært rit, réttnefnd fróðleiksnáma, að- gengilegt, ljómandi vel myndskreytt og margir kaflar bráðskemmtilegir þótt fæstir leggist væntanlega í ítarlestur um kvikindi sem eru þeim fjarlæg og framandi,“ skrifar rýnir um verk Örnólfs Thorlaciusar. Dýrin stór og smá, snilldarbækur! Dýrafræði Dýraríkið I-II bbbbb Eftir Örnólf Thorlacius. Meðhöfundar: Árni Thorlacius, Lárus Thorlacius og Magnús Thorlacius. Hið íslenska bókmenntafélag 2020. Tvö bindi, innbundin, 912 bls. með myndum og skrám. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Bandaríska leikkonan Debra Mess- ing er sögð afar ósátt við að Nicole Kidman hafi verið ráðin í að leika Lucille Ball í hennar stað, í væntan- legri kvikmynd Aarons Sorkin um Ball sem Amazon framleiðir og nefnist Being the Ricardos. Spænski leikarinn Javier Bardem mun leika fyrrum eiginmann Ball, Desi Arnaz, að því er fram kemur í frétt á vef Deadline. Mun myndin fjalla um eina viku í tökum á hinum gríðarvinsælu þáttum Ball og um leið erfitt tímabil í lífi og starfi þeirra hjóna. Valið á Kidman hefur verið gagnrýnt á samfélagsmiðlum og efast þar margir um að hún sé rétta leikkonan í hlutverkið. Bland- aði Messing sér í þá umræðu enda þykir hún hafa leikið Ball frábær- lega í einum lokaþátta Will & Grace í fyrra. Skrifaði hún fjölda at- hugasemda um hvers vegna hún ætti að leika Ball en ekki Kidman. Svekkt yfir að fá ekki að leika Ball Lucille Ball Debra Messing Fjöldi listamanna mun koma fram við vígslu Joe Bi- den í embætti forseta Banda- ríkjanna á mið- vikudaginn, 20. janúar, og þeirra á meðal Lady Gaga sem fær þann heiður að syngja þjóðsönginn. Jennifer Lopez mun einnig koma fram, Bruce Springsteen, John Legend, Foo Fighters, Justin Timberlake, Jon Bon Jovi og Demi Lovato. Leikarar munu einnig láta að sér kveða, Tom Hanks verður kynnir og leikkon- urnar Eva Longoria og Kerry Wash- ington gegna svo ónefndum hlut- verkum, skv. The New York Times. Gaga syngur þjóð- sönginn við vígslu Lady Gaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.