Morgunblaðið - 29.01.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er mikil óánægja meðal leik-
skólakennara og leikskólastjórnenda
með þessa ákvörðun. Ekki var hlust-
að á fagleg rök sérfræðinga á skóla-
stiginu og það er staðreynd að marg-
ir hugsa sér til hreyfings,“ segir
Haraldur Freyr Gíslason, formaður
Félags leikskólakennara, um fyrir-
hugaða sumaropnun á leikskólum í
Hafnarfirði.
Ákveðið var í fræðsluráði Hafnar-
fjarðar á síðasta ári að allir leikskól-
ar bæjarins verði opnir 12 mánuði á
ári. Ekki verði lokað í fjórar vikur yf-
ir sumarið eins og verið hefur og
börn og starfsmenn geti því tekið
sumarfrí hvenær sem er yfir sum-
artímann, en fríið verður þó að vera
minnst fjórar vikur samfleytt. Breyt-
ing þessi tekur gildi nú í sumar.
Gagnrýnt hefur verið að þetta
muni raska faglegu starfi og stöðug-
leika á leikskólunum. Mikill meiri-
hluti starfsmanna skrifaði undir
mótmæli gegn þessari ákvörðun. Í
nýlegri grein í bæjarblaðinu Hafn-
firðingi sögðu tveir bæjarfulltrúar
Samfylkingarinnar, sem er í minni-
hluta í bæjarstjórn, að ákvörðun
þessari hafi verið „þröngvað fram af
fullkomnu skilningsleysi á grund-
vallarstarfi leikskólans sem er að
mennta og efla þroska barnanna
okkar“.
„Félag leikskólakennara leggst al-
farið gegn hugmyndum Hafnarfjarð-
ar um sumaropnun leikskóla og kom
þeim skilaboðum á framfæri á sínum
tíma. Eins sendu Félag leikskóla-
kennara og Félag stjórnenda leik-
skóla þessa ályktun sameiginlega
þar sem félögin hvöttu Fræðsluráð
Hafnarfjarðar til að endurskoða
ákvörðun sína um sumaropnun leik-
skóla,“ segir Haraldur.
„Það er að okkar mati heldur eng-
in raunveruleg þörf til staðar. Þetta
hefur einnig með sér kostnað í för
sem betur væri nýttur í aðra þætti
innan leikskólastigins í Hafnarfirði.
Það er hins vegar alveg ljóst að leik-
skólinn er ekki í stakk búinn að taka
við þessu verkefni og segja má að
opnun húnæðis leikskóla allt sumar-
ið verði í besta falli gæsla.“
Hefur gengið vel annars staðar
„Þetta fyrirkomulag hefur gefist
vel í nágrannasveitarfélögum okkar
og ég á ekki von á öðru en að svo
verði líka hjá okkur,“ segir Rósa
Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafn-
arfirði.
Rósa segir að unnið sé að útfærslu
þessa nýja fyrirkomulags. Settur
hafi verið á fót vinnuhópur sem
leggja muni fram tillögur um það
hvernig best sé að haga framkvæmd-
inni. „Það er mikilvægt að undirbúa
þetta vel og sú vinna er í gangi. Þetta
er útfært eins vel og hægt er, í sam-
ráði við leikstjórastjóra og annað
fagfólk. Þetta er fyrst og fremst gert
með hagsmuni barnanna í huga og ég
hef trú á því að það náist góð sátt um
þetta. Einnig hefur misskilnings
gætt um faglegt starf yfir sumartím-
ann, fastráðið starfsfólk mun að
sjálfsögðu sinna starfinu eftir fjölda
barna hverju sinni.“
Rósa kveðst hafa skilning á því að
fólk hafi uppi efasemdir um ágæti
þessara hugmynda, slíkt sé eðlilegt
og algengt þegar gera eigi breyting-
ar. „Þetta er þó það sem hefur verið
kallað eftir í gegnum árin. Það hefur
gengið mjög vel í Garðabæ og nú hef-
ur Reykjavík tekið þetta upp sömu-
leiðis. Það er til mikils að vinna að
prófa þetta.“
Leikskólinn „ekki í stakk búinn“
Óánægja með fyrirhugaða sumaropnun á leikskólum í Hafnarfirði Starfsmenn mótmæla og Félag
leikskólakennara segir að kostnaður ætti að fara í annað Bæjarstjóri segir að unnið sé að útfærslu
Haraldur Freyr
Gíslason
Rósa
Guðbjartsdóttir
Eldur kom upp í togaranum Þinganesi í Slippn-
um í Reykjavík á þriðja tímanum í gær þegar
unnið var að viðgerð á togaranum. Samkvæmt
upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborg-
arsvæðinu var búið að slökkva eldinn að mestu
áður en það kom á vettvang en fjölmennt lið
slökkviliðs-, sjúkraflutninga- og lögreglumanna
var sent á staðinn. Ekki er talið að mikið tjón
hafi orðið við eldsvoðann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eldur slökktur í Þinganesi
Stutt og snörp jarðskjálftahrina
varð í Þórisjökli í fyrradag og mæld-
ust þar um 30 skjálftar, sá stærsti
3,0 stig og sá næststærsti 2,7 stig, að
sögn Kristínar Jónsdóttur, hóp-
stjóra náttúruvárvöktunar hjá Veð-
urstofu Íslands. Hún segir að það
hafi verið stærsti jarðskjálfti sem
mælst hefur á þessum slóðum frá
árinu 2000.
„Þegar við förum lengra aftur er
ljóst að það hefur verið töluverð
jarðskjálftavirkni þarna áður og
jarðskjálftar allt að 4,5 stig mælst
þarna,“ segir Kristín.
Hún bætir við að þetta svæði sé á
vestara gosbeltinu og þar séu alltaf
einhverjar jarðhræringar. Þegar
jöklar hopa, minnka og léttast
minnkar fargið á jarðskorpunni og
það geti valdið jarðskjálftum.
gudni@mbl.is
Þórisjökull
Þórisjökull
Höfuðborgar-
svæðið
Selfoss
Borgarnes
Lang-
jökull
Akranes
Loftmyndir ehf.
Skjálftar í
Þórisjökli
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er
með til rannsóknar skemmdarverk
sem unnin voru á bíl Dags B. Egg-
ertssonar borgarstjóra. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá lögreglu.
Rannsóknin beinist að því hvort
skotið hafi verið á bíl hans og þá
hvort málið tengist skotum á hús-
næði Samfylkingarinnar í Sóltúni í
síðustu viku. Ásgeir Þór Ásgeirsson
yfirlögregluþjónn segir að málið sé í
algjörum forgangi.
„Það eina sem við getum sagt er,
að að sjálfsögðu er þetta litið mjög
alvarlegum augum og þessi rann-
sókn er í algjörum forgangi,“ segir
Ásgeir Þór.
Allt að átta tilkynningar hafa bor-
ist lögreglunni á
höfuðborgar-
svæðinu sem ná
aftur til ársins
2019 um
skemmdarverk
eða árásir á skrif-
stofuhúsnæði
stjórnmálaflokka.
Málið er á herð-
um miðlægrar
deildar lögreglu
eftir að grunur vaknaði um að sami
aðili gæti borið ábyrgð á öllum árás-
unum. Bæði Samfylkingin og stjórn
Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna, sendu frá sér yfirlýsingar
þar sem skotárásir gegn stjórnmála-
flokkum og stjórnmálafólks voru for-
dæmdar.
„Sama hvaða stjórnmálaflokk við
kjósum, þá þurfum við að vernda
grunnstoðir lýðræðisins og megum
ekki sætta okkur við árásir, hótanir
og ógnir í garð fólks í stjórnmálum
eða vegna stjórnmálaskoðana þess,“
segir í yfirlýsingu Samfylkingarinn-
ar um málið.
„Hugur stjórnarinnar liggur hjá
borgarstjóra og starfsmönnum
þeirra stjórnmálaflokka sem orðið
hafa fyrir þessum árásum, vonandi
munu hvorki þeir né nokkrir aðrir
þurfa að upplifa slík voðaverk fram-
ar hér á landi,“ segir í ályktun Varð-
ar.
Rannsaka hvort skotið hafi
verið á bíl borgarstjórans
Dagur B.
Eggertsson
Málið litið alvarlegum augum og rannsóknin í forgangi