Morgunblaðið - 29.01.2021, Side 6

Morgunblaðið - 29.01.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 „Mörg fyrirtæki hafa um árabil lagt áherslu á að hvetja jafnt konur og karla til að sækja um störf, enda hef- ur fjölbreytileiki í teymum þótt eft- irsóknarverður og fyrirtækjum til framdráttar. Meðvitund um fleiri kynvitundir er að verða útbreiddari og þarna er bara verið að leggja áherslu á að allt fólk sé velkomið,“ segir Sigrún Kjartansdóttir, fram- kvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Breytt orðalag í atvinnuauglýs- ingum hefur vakið athygli að und- anförnu. Margir atvinnurekendur og stofnanir virðast leggja áherslu á það þegar leitað er að nýju fólki að ekki sé horft til kyns viðkomandi eða uppruna. Þannig var tiltekið með áberandi hætti í auglýsingu frá Þjóðskrá Íslands á dögunum að öll kyn væru velkomin. Í auglýsingu Borgarbyggðar eftir sálfræðingi var þess getið að áhugasamir skyldu sækja um, óháð kyni og uppruna. Orkuveitan auglýsir sömuleiðis að öll kyn séu hvött til að sækja um hjá fyrirtækinu, svo dæmi séu tekin. Í svari frá fjármála- og efnahags- ráðuneytinu við fyrirspurn Morgun- blaðsins kemur fram að við auglýs- ingar og ráðningar í störf sé ríkið bundið af lögum um jafna meðferð einstaklinga á vinnumarkaði frá árinu 2018 en þau lúta meðal annars að ráðningum og framgangi í starfi. „Þótt ekki sé í lögunum að finna ákvæði um hvernig orða skuli aug- lýsingar um laus störf er jákvætt að stofnanir veki athygli á því þegar störf eru auglýst að þær óski eftir umsóknum frá einstaklingum án til- lits til kyns og hafi þannig í huga aukinn fjölbreytileika í samfélag- inu,“ segir í svari ráðuneytisins. Merki um fjölbreyti- leika í samfélaginu  Auglýst eftir fólki af öllum kynjum í at- vinnuauglýsingum Morgunblaðið/Eggert Atvinnulíf Orðalag í atvinnuauglýs- ingum hefur breyst undanfarið. lagt viðhlítandi grundvöll að ákvörð- un sinni í málinu og þar með að ákvörðun þess efnis hefði verið í sam- ræmi við ákvæði laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Í frumvarpinu sem nú er til um- fjöllunar á Alþingi er lagt til að orða- lagi verði breytt þannig að tekið er fram að eftirlitsmenn Veðurstofunnar skuli fylgjast með hættu af ofanflóð- um í þéttbýli. Sérstaklega er tekið fram að eftirlit með hættu á ofanflóð- um á skipulögðum skíðasvæðum sé á ábyrgð rekstraraðila þeirra. Kveðið hefur verið á um þetta síðasttalda í reglugerð sem umboðsmaður Alþing- is telur að standist ekki fyllilega lög. Í greinargerð með frumvarpinu nú er þetta rökstutt með því að lögin grundvallist á því að Veðurstofan hafi skyldur til eftirlits í íbúabyggð, fyrst og fremst til að vernda fólk á heim- ilum sínum. Ekki eðlilegt Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, telur það ekki eðlilegt að þegar umboðsmaður Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að reglu- gerð ráðuneytisins og túlkun Veður- stofunnar standist ekki lög þá komi ráðherra og leggi til að lögunum verði breytt þannig að þau verði færð að túlkun og framkvæmd ráðuneytis og Veðurstofu. Elías segist vita til þess að Leyn- ingsás hafi krafið Veðurstofu Íslands um endurgreiðslu kostnaðar við snjó- flóðaeftirlit en því hafi verið hafnað. Telur hann líklegt og eðlilegt að Leyningsás láti reyna á kröfuna fyrir dómstólum enda sé álit umboðs- manns skýrt. Ofanflóðalög löguð að ólögmætri framkvæmd  Umboðsmaður taldi að ríkið ætti að greiða allt eftirlit Ljósmynd/Sigurður Þór Helgason Skarðsdalur Snjóflóð féll á skíða- svæði Siglfirðinga nýverið. Skíðasvæðið í Skarðsdal í Siglu- firði er á snjóflóðahættusvæði, eins og vel kom í ljós fyrir rúmri viku þegar snjóflóð féll yfir skíðaskála og þjónustubygg- ingar rekstraraðila skíðasvæð- isins. Lyfturnar virðast hafa sloppið. Eftir að hættumat sem skil- greindi skíðasvæðið sem snjó- flóðahættusvæði var gefið út á sínum tíma hefur verið vilji til að færa mannvirkin á öruggt svæði. Það hefur ekki verið hægt, meðal annars vegna þess að ofanflóðasjóður hefur ekki talið það hlutverk sitt að greiða kostnað við uppkaup á mann- virkjum á skíðasvæðum. Elías Pétursson bæjarstjóri segir að skíðasvæðið sé ein af undirstöðum atvinnulífsins í Fjallabyggð, það sé liður í að þjóna ferðamönnum. Lýsir hann þeirri skoðun sinni að ofan- flóðasjóður eigi að koma að aðgerðum á öllum þeim mann- virkjum sem samfélag stendur að, atvinnuhúsnæði og frí- stundasvæðum sem fólkið not- ar, jafnt og íbúðarhúsum. Stefnt er að því að setja upp bráðabirgðahús til að þjóna gestum og koma starfsemi sem fyrst í gang. Vilja færa skíðasvæðið SIGLUFJÖRÐURBAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ein af ástæðum þess að lagt er fram frumvarp um breytingar á lögum um snjóflóð og skriðuföll er að þörf þótti á að skýra hlutverk eftirlitsmanna Veðurstofunnar. Þeir sinni fyrst og fremst þéttbýli en ekki snjóflóða- hættu á skipu- lögðum skíða- svæðum. Viðurkennt er í greinargerð að þetta sé gert til að laga lögin að framkvæmdinni á undanförnum ár- um en í áliti sem umboðsmaður Alþingis sendi frá sér á síðasta ári kemur fram að fram- kvæmdin sé ekki lögum samkvæmt og ríkið eigi að greiða kostnað við snjóflóðaeftirlit á skíðasvæðum. Sjálfseignarstofnunin Leyningsás, sem rekur skíðasvæðið í Skarðsdal í Siglufirði og Fjallabyggð og Rauðka standa að, hefur staðið í áralöngu stappi við Veðurstofuna og umhverf- isráðuneytið út af þessu máli. Ráðu- neytið hafnaði því að greiða laun eft- irlitsmanna vegna eftirlits með snjóflóðahættu á skíðasvæðinu. Álit umboðsmanns kom í kjölfar kvört- unar sjálfseignarstofnunarinnar. Skíðasvæði verði undanskilin Ráðuneytið taldi að markmið lag- anna hefðu ekki staðið til þess að ríkið stæði undir kostnaði við eftirlit á frí- stundasvæðum og vísaði til almennra athugasemda með frumvarpi í þá veru að eftirlitið ætti fyrst og fremst að ná til þéttbýlis. Umboðsmaður Al- þingis benti á að gerðar hefðu verið breytingar á frumvarpinu og í þeim tekið fram að hættumat skyldi ná til skíðasvæða til jafns við íbúabyggð til að tryggja öryggi fólks. Varð niður- staða umboðsmanns sú að ráðuneytið hefði ekki sýnt fram á að það hefði Elías Pétursson Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar vísar gagnrýni Þórarins Ævarssonar, eiganda Spaðans, á málflutning Eflingar um launaþjófnað á bug. Grein eftir Þórarin birtist í Morgunblaðinu í gær en þar sagði hann málflutning Eflingar rangan og villandi. Þá benti hann á fækkun krafna vegna vangoldinna launa. Viðar segir aftur á móti að fækkun launakrafna síðustu mánuði sé til komin vegna þess að fyrirtæki sem í hlut eiga eru ekki í rekstri vegna kór- ónuveirunnar, meðal annars vegna hruns í ferðamannaiðnaði. Það segi sitt um hvar kjarasamningsbrot hafi verið algengust. Þá segir hann að þær töl- ur sem Þórarinn notar í greininni eigi ekki við þar sem í þeim tölum séu opinberir starfsmenn, þar sem launaþjófnaður fyrirfinnist nánast ekki. Viðar vísar gagnrýni Þórarins á málflutning Eflingar vegna launaþjófnaðar á bug Tveir greindust með kórónuveir- una innanlands á miðvikudag og voru þeir báðir í sóttkví. Enginn hefur greinst utan sóttkvíar í viku eða frá 20. janúar. Á Covid.is kem- ur fram að nú eru 47 í einangrun og 35 í sóttkví. 17 eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og hefur fjölgað um einn á milli daga. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir fjallaði um árangurinn af aðgerðum á landamærum á upplýs- ingafundi almannavarna í gær í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið vegna þeirra aðgerða, sem sumir telja of strangar. Hann sagði ekki tímabært að slaka á aðgerðum innanlands sem hafa verið í gildi síðustu vikur og eiga að gilda til 17. febrúar en þær séu þó alltaf í endurskoðun. Það sé ekki útilokað að hægt sé að slaka á núna á næstunni. Fullyrti Þórólfur að aðgerðir á landamærum hefðu verið mjög áhrifaríkar til að halda faraldrin- um í skefjum og það væri athygl- isvert að núna væru nágranna- þjóðir okkar að taka upp svipaðar áherslur. Hann sagðist vona til þess að hægt væri að bólusetja þorra landsmanna á næstu mánuðum en að samstaða og þolgæði væru okk- ar sterkustu vopn í baráttunni við veiruna næstu vikur og mánuði. Kveðst ekki útiloka tilslakanir innanlands  Aðgerðir á landamærum áhrifaríkar Ljósmynd/Almannavarnir Fundur Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.