Morgunblaðið - 29.01.2021, Side 10

Morgunblaðið - 29.01.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent/Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 Lagersala EDDA HEILDVERSLUN Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run.is | eddaehf.is Föstudaginn 29. janúar kl. 14-18 Laugardaginn 30. janúar kl. 11-16 Tískufatnaður og heimilisvara Flottar vörur á frábæru verði LOKADAGAR Andrés Magnússon andres@mbl.is Spennan í bóluefnastríðinu jókst enn í gær eftir að fregnir bárust af því að belgísk yfirvöld hefðu ruðst inn í lyfjaverksmiðju AstraZeneca að til- mælum framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins (ESB). Belgarnir skoðuðu framleiðslulínuna hátt og lágt auk þess sem farið var yfir gögn verksmiðjunnar. Að sögn belgískra stjórnvalda var markmiðið að ganga úr skugga um að AstraZeneca væri að segja satt um framleiðsluörðugleika þar, en ýmsir forystumenn ESB og ein- stakra ríkja þess hafa gefið til kynna að fyrirtækið hafi selt bóluefni ætlað ESB annað. Niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en í næstu viku. AstraZeneca mótmælir Pascal Soriot, framkvæmdastjóri AstraZeneca, átti um svipað leyti fjarfund með fulltrúum fram- kvæmdastjórnar ESB, sem krafði fyrirtækið um skýra áætlun um hraða afhendingu á því bóluefni, sem ESB hefði pantað fyrir fyrsta árs- fjórðung. ESB telur að fyrirtækið hafi brotið samninginn. Því hefur Soriot andæft því kröft- uglega og segir að aðeins hafi verið samið um að fyrirtækið reyndi af bestu getu að uppfylla pöntunina. Frá upphafi hafi verið ljóst að það yrði tæpt og nú væri komið í ljós að það væri því miður ekki unnt. Ástæðan væri fyrst og fremst seina- gangur Evrópusambandsins. Það á ekki aðeins við um samn- ingana, því Lyfjastofnun Evrópu- sambandsins hefur enn ekki veitt bóluefni AstraZeneca leyfi. Vonir standa raunar til þess að það gerist loks í dag, en það kann þó að stranda á því að skriffinnar stofnunarinnar vilji að bóluefninu fylgi prentaðir merkimiðar á 24 tungumálum! Þá hafa Þjóðverjar reynt að grafa undan trúverðugleika bóluefnisins, en síðast í gær sögðu þeir það ekki öruggt fyrir fólk yfir 55 ára aldri. Fyrirtækið og bresk stjórnvöld segja það fjarstæðu. Harka ESB í garð AstraZeneca kemur nokkuð á óvart, en fyrirtækið samdi um sölu bóluefnis til ESB á framleiðsluverði, sem er fáheyrt í lyfjaiðnaði, hvað þá á tímum sem þessum. Ekki þá síður þegar haft er í huga að bæði Bretar og Banda- ríkjamenn vörðu sjöfalt meiri fjár- munum miðað við höfðatölu til þró- unar bóluefna en ESB. ESB krefst birgða Breta Þrátt fyrir að finnast berin súr hefur ESB krafist þess að Astra- Zeneca uppfylli samninginn með bóluefni frá verksmiðjum í Bret- landi, en því hefur AstraZeneca hafnað. Bretar hafi samið löngu á undan ESB, breska verksmiðjan orðið fyrir sams konar skakkaföllum í upphafi, en þremur mánuðum fyrr en í belgísku verksmiðjunni. Bretar hafi auk þess samið sérstaklega um að fá alla framleiðslu úr þarlendu verksmiðjunni þar til pöntun þeirra yrði uppfyllt, en ESB hafi ekki sam- ið um neitt slíkt. Innan Evrópusambandsins hefur Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, lagt til að útflutnings- bann verði sett á bóluefni frá sam- bandinu, sem þá kæmi í veg fyrir að bóluefni frá Pfizer bærist til Bret- lands og fjölda annarra ríkja. Ekki friðvænlegt Breski ráðherrann Michael Gove, helsti samverkamaður Boris John- son forsætisráðherra, sagði í gær að bólusetningaráætlun Breta yrði í engu hnikað með hótunum ESB. Bóluefnið hefði verið „pantað, borg- að og ráð fyrir því gert“. Talsmaður forsætisráðherrans útilokaði hins vegar ekki að Bretar deildu ein- hverju af bóluefni sínu með ESB. Í Brussel var þeirri ólífuviðar- grein hins vegar ekki vel tekið og Eric Mamer, talsmaður fram- kvæmdastjórnar ESB, ítrekaði að AstraZeneca væri skuldbundið til þess að senda bóluefni frá Bretlandi til Evrópu. „Við getum og munum fá bóluefni, þar á meðal frá breskum lyfjaverksmiðjum,“ sagði hann. Ýmsir breskir stjórnmálamenn hafa furðað sig á viðbrögðum Evr- ópusambandsins, sem virtist telja sig eiga forgang á allt og alla. Vísuðu þeir m.a. til orða Stellu Kyriakides, sem fer með heilbrigðismál í fram- kvæmdastjórninni, sem sagði að ESB hafnaði „aðferðinni fyrstir koma, fyrstir fá“. Hafa sumir haft á orði að ESB yrði meira ágengt með því að óska hjálpar en hafa uppi hótanir. Ruðst inn í verksmiðju AstraZeneca  Evrópusambandið þjarmar að AstraZeneca og krefst þess að fá bóluefni Breta  Bretar vísa þeim kröfum á bug  Óþreyja almennings í Evrópu eykst  Lyfjafyrirtækið sakar ESB um seinagang AFP Bóluefnastríð Baráttan um bóluefni birtist í orðaskaki á alþjóðavettvangi og húsrannsóknum í lyfjaverksmiðjum, en vopnaðir verðir gæta efnisins. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verkefnishópur um könnum á val- kostum Dalabyggðar til sameiningar við önnur sveitarfélög og ráðgjafar hennar kynntu í gær fyrir íbúum þá sex kosti sem taldir eru líklegastir. Þar er Dalabyggð mátuð við öll sveitarfélög í nágrenninu, í ýmsum útfærslum. Í kjölfarið ákveður sveit- arstjórn hvort óskað verður eftir viðræðum um sameiningu og þá við hverja. RR ráðgjöf hefur greint styrk- leika, veikleika, ógnir og tækifæri Dalabyggðar fyrir verkefnishópinn. Dalabyggð á talsvert samstarf við nágrannasveitarfélög um ýmsa þjónustu. Þeir þræðir liggja í allar áttir. Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar, segir að áform ríkis- valdsins um að setja 1.000 íbúa lág- mark fyrir sveitarfélög sé ástæða þess að ákveðið var að skoða þessi mál. Um 670 manns eru í Dala- byggð. Stjórnarfrumvarp um lág- marksfjölda hefur ekki verið afgreitt frá Alþingi. Eyjólfur segir að betra hafi þótt að búa sig undir samein- ingu með því að athuga hvaða kostur væri bestur fyrir íbúa Dalabyggðar en að láta leiða sig í þvingaða sam- einingu. Sveitarstjórn ákveður Valkostirnir sex sem verkefnis- hópurinn kynnti fyrir íbúum í gær eru birtir í töflu hér með. Eyjólfur segist ekki hafa ákveðið hvaða kost hann telji bestan fyrir Dalabyggð. Verkefnishópurinn mun skila skýrslu með niðurstöðum sínum og í kjölfarið er ætlunin að halda loka- vinnustofu með starfsfólki og kjörn- um fulltrúum þar sem unnið verður úr ábendingum íbúa og tillögur mót- aðar fyrir sveitarstjórn. Ef til sam- einingarviðræðna kemur er reiknað með að þeim ljúki á næsta kjör- tímabili sveitarstjórnar sem nær yfir árin 2022 til 2026. Vesturland Alls 4.655 íbúar Borgarbyggð Dalabyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Skorradalshreppur Breiðafjörður Alls 3.177 íbúar Dalabyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Reyhólahreppur Stykkishólmur Dalir, Stykkishólmur Alls 1.936 íbúar Dalabyggð Helgafellssveit Stykkishólmur Dalir, Strandir, Reykhólar Alls 1.523 íb. Árneshreppur Dalabyggð Kaldrananeshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Dalir, Strandir, Reykhólar, Húnaþing Alls 2.704 íbúar Árneshreppur Dalabyggð Húnaþing vestra Kaldrananeshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Dalir, Húnaþing Alls 1.854 íb. Dalabyggð Húnaþing vestra Dalabyggð skoðar sex valkosti til sameiningar Kynna sex valkosti  Dalabyggð undirbýr viðræður um sameiningu Meirihluti allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis leggur til að 30 einstaklingar fái íslenskan ríkis- borgararétt með lögum. Meðal þeirra er breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn. Damon Albarn, sem fæddist árið 1968 í London, sló fyrst í gegn með hljómsveitinn Blur sem náði gríðar- legum vinsældum. Hann hefur síðan starfað með sveitum eins og Gorillaz og The Good, the Bad & the Queen. Hann hlaut OBE- orðu úr hendi Bretadrottningar fyrir fjórum árum fyrir mikilsverð tónlistarstörf. Damon Albarn kom fyrst til Ís- lands fyrir tæp- um aldarfjórðungi, árið 1996, á há- tindi vinsælda hljómsveitarinnar Blur. Hann var fyrst einn á ferð og kynnti sér næturlífið, eins og fjallað var þá um í fréttum. Albarn sagði í viðtali við Morgun- blaðið fyrir réttu ári, að hann hefði bundist landinu sterkum böndum á þessum tíma og skömmu seinna festi hann sér lóð og hóf að byggja hús í úthverfi Reykjavíkur. Damon fái ríkisborgararétt  Meðal 30 einstaklinga sem eiga að fá íslenskt ríkisfang Damon Albarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.