Morgunblaðið - 29.01.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 29.01.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Framfarir héldu áfram í mjólkur- framleiðslunni á síðasta ári. Með- alnyt kúnna jókst um 50 kg frá árinu á undan. Þá fækkaði kúabúum landsins og þau stækkuðu. Meðalnyt allra mjólkurkúa var 6.384 kg yfir árið. Hún hefur aukist á hverju ári, að minnsta kosti síð- ustu tíu ár, eins og sést á meðfylgj- andi línuriti. Nytin er 950 kílóum meiri að meðaltali en hún var fyrir tíu árum. Kúabúin eru nú 534 og hefur þeim fækkað um 64 á áratug. Meðalbú- stærðin hefur á þessu tímabili aukist úr 38,5 árskúm á bú í 48,4 eða um 10 kýr að meðaltali yfir landið. Við uppgjör Ráðgjafarþjónustu landbúnaðarins á skýrsluhaldi kom í ljós að kúabú Guðrúnar Marinós- dóttur og Gunnars Þórs Þórissonar á Búrfelli í Svarfaðardal var með mestu meðalafurðirnar, 8.579 kg. Afurðir eru að meðaltali mestar á Austurlandi, 6.693 kg eftir hverja árskú, rúmum 300 kg yfir landsmeð- altali. helgi@mbl.is Afurðamestu kýrnar og kúabúin 2020 Býli Skýrsluhaldarar Árskýr Kg mjólkur 1. Búrfell í Svarfaðardal Guðrún og Gunnar 42,6 8.579 2. Hurðarbak í Flóa Hurðarbaksbúið ehf . 51,7 8.445 3. Hraunháls í Helgafellssveit Guðlaug og Eyberg 27,7 8.357 4. Kirkjulækur 2 í Fljótshlíð Eggert, Jóna, Páll og Kristín 53,3 8.353 5. Göngustaðir í Svarfaðardal Göngustaðir ehf. 56,3 8.312 6. Skíðbakki í Landeyjum Rútur og Guðbjörg 57,7 8.268 7. Skáldabúðir 2 í Skeiða- og Gnúpverjahr. Gunnbjörn ehf . 122,3 8.243 8. Dalbær 1 í Hrunamannahreppi Arnfríður Jóhannsdóttir 58,7 8.199 9. Svertingsstaðir 2 í Eyjafjarðarsveit Hákon og Þorbjörg 63,6 8.189 10. Hrepphólar í Hrunamannahreppi Hrepphólar ehf. 62,8 8.186 11. Grund í Svarfaðardal Friðrik Þórarinsson 54,2 8.166 12. Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi Stefán og Steinunn 47,0 8.161 13. Hrafnsstaðir í Kaldakinn Flosi og Unnur 47,4 8.030 14. Ytri-Hofdalir í Viðvíkursveit Ytri-Hofdalir ehf. 30,9 8.019 Kýr Bú Kg mjólkur 1. Smuga Ytri-Hofdalir 14.565 2. Ösp Birtingaholt 4 14.062 3. Merlin Lambhagi 13.898 4. Píla Garður 13.650 5. Rauðsól Skíðbakki 13.413 6. Svipa Hallfreðarstaðir 2 13.293 7. Fata Skáldabúðir 2 13.200 8. Merkel Gautsstaðir 13.015 9. Láka Skáldabúðir 2 12.943 10. Eyja Oddgeirshólar 4 12.861 Heimild: rml.is Heimild: rml.is Meðaltal eftir hverja árskú Afurðahæsta bú frá upphafi Nythæsta kýr frá upphafi Nythæstu kýrnar 2020 Fjöldi búa, meðalbústærð og meðalafurðir á árskú 2016 Brúsastaðir, Brúsi ehf. 8.990 Kg mjólkur 2020 Smuga, Ytri-Hofdölum 14.565 Kg mjólkur 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Fjöldi búa Meðalbústærð (árskýr) Meðalafurðir á árskú (Kg mjólkur)598 38,5 5.436 534 6.384 48,4 Nytin jókst um 50 kíló  Stöðugar framfarir  Kúabúum fækkar og þau stækka Smuga, sem er kýr í fjósinu á Ytri- Hofdölum í Viðvíkursveit í Skaga- firði, setti nýtt Íslandsmet í afurða- semi á nýliðnu ári. Hún mjólkaði 14.565 kg og tók metið af Svönu í Flatey á Mýrum sem mjólkaði 14.345 kg á árinu 2019. „Hún hefur alltaf mjólkað vel og gerir enn. Þannig stendur á núna að hún mjólkaði allt árið. Hún bar í nóv- ember 2019 og það tók langan tíma að koma fangi í hana á síðasta ári. Það er loksins komið og hún á að bera í júní. Hún er samt enn í 26-27 lítrum á dag,“ segir Halldór Jónas- son, bóndi í Ytri-Hofdölum. Hæsta dagsnyt Smugu á síðasta ári var 52 kíló og var nytin yfir 40 kg á dag fram á sumar. Hún hafði mjólkað alls tæplega 68 þúsund kíló frá því hún átti sinn fyrsta kálf og til loka síðasta árs. Smuga fæddist á Skúfsstöðum í Hjaltadal í maí 2011. Halldór fékk hana sem fyrsta kálfs kvígu í við- skiptum við vinafólk sitt. Kýrin er mikið gæðablóð, eins og Þórdís, dóttir Halldórs, nefnir dæmi um. Smuga þarf að stíga upp á heimasmíðaðan pall til upphækk- unar svo þægilegra sé að mjólka hana. Þegar pallurinn er lagður við fætur hennar stígur hún upp á hann, eins og ekkert sé, og af honum aftur þegar búið er að mjólka. „Aldrei ves- en og aldrei læti í henni. Hún er svo- lítið mikið uppáhalds í fjósinu,“ segir Þórdís. Halldór er ánægður með stöðuna í mjólkurframleiðslunni, segir útlitið ekki slæmt. Hins vegar sé staðan verri í nautakjötsframleiðslunni vegna innflutnings á kjöti. Nefnir að nú sé 4-6 mánaða bið eftir slátrun en telur að eitthvað sé að rætast úr um þessar mundir. helgi@mbl.is Metkýr Smuga er með einstaklega gott geðslag, róleg og yfirveguð. Kýrin Smuga setti nýtt Íslandsmet  Gæðablóð og í uppáhaldi í fjósinu Ranglega sagði í frétt í blaðinu í gær um árangur þjóða við að ná tökum á faraldri kórónuveirunnar að Ísland væri eina Evrópulandið meðal tíu efstu landanna. Þar átti að standa að Ísland væri eina Norðurlandaþjóðin meðal tíu efstu. Fleiri lönd sem tilheyra Evrópu eru á topp-tíu-listanum, þ.e. Lettland og Kýpur auk Íslands. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Rangt dánarár Í blaðinu í gær var ranglega sagt að hundrað ár væru liðin í ár frá andláti Napóleons Frakklandskeisara. Hið rétta er að hann lést fyrir tvö hundruð árum. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Meðal tíu efstu þjóða Alls seldust 23.336 lítrar af þorrabjór í Vínbúðunum fyrstu tvær söluvik- urnar. Það er umtalsverð aukning frá því í fyrra en þá seldust 19.469 lítrar af þorrabjór fyrstu tvær vikurnar. Nemur söluaukningin rétt tæpum 20%. Sala á þorrabjór hófst viku fyrr í ár en verið hefur síðustu ár. Fimmtán tegundir þorrabjórs eru til sölu þetta árið og nýtur Þorra Kaldi mestra vinsælda, rétt eins og í fyrra. Alls seldust 9.738 lítrar af hon- um fyrstu tvær vikurnar og hefur sal- an aukist um 15% á milli ára. Næst- vinsælastur er Bóndi Session IPA en tæpir fjögur þúsund lítrar hafa selst af honum. Þá kemur Víking Vetraröl og í fjórða sætinu er svo Segull 67 þorraöl. Vinsældir þessa þorrabjórs frá Siglufirði aukast til muna milli ára, eða um rúm 46% fyrstu tvær vik- urnar. Fimmti vinsælasti þorrabjór- inn í ár er hindberjaölið Vetrarsól sem Víking framleiðir. Skammt und- an koma svo Þorrmóður frá Gæðingi og Hvalur 2 frá Steðja. hdm@mbl.is Þorra Kaldi vinsælast- ur alls þorrabjórs í ár Morgunblaðið/Eggert Skálað Þorrabjórinn fór í sölu í Vínbúðunum fyrir tveimur vikum. Lang- mest hefur selst af Þorra Kalda en Bóndi Session IPA er næstvinsælastur.  Um 20% aukning á sölu þorrabjórs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.