Morgunblaðið - 29.01.2021, Side 14

Morgunblaðið - 29.01.2021, Side 14
14 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 Olivier Veran heilbrigðisráðherra Frakklands lagði grunninn að nýjum og mun strangari aðgerðum gegn kórónuveirunni á blaðamannafundi í París í gær. Hann sagði ný afbrigði kórónuveirunnar komin á kreik er yllu auknu álagi á sjúkrahúsin. Veran sagði útgöngubann frá 18 til 6 á morgnana undanfarnar vikur ekki hafa dugað til að halda nógu mikið aftur af veirunni sem sótt hefði aftur í sig veðrið síðustu daga. Nýjar og strangari ráðstafanir næstu daga væru því óumflýjanleg- ar. „Vírusinn dreifir sér hraðar og hraðar með viku hverri og við erum á hækkandi sviði, með rúmlega 20 þúsund jákvæð sýni á degi hverjum. Smitum hefur fjölgað um 10% á viku síðustu þrjár vikurnar,“ sagði Veran. Hann sagði ný afbrigði upphaf- legu veirunnar mikið áhyggjuefni og nefndi þau sem „faraldur innan far- aldurs, við höfum notað allar okkar greiningarleiðir til að slíta smitkeðj- una“. Veran sagði að afbrigðin hefðu getu til að valda alvarlegum heilsu- farsvanda „mjög hratt og mjög harkalega ef við aðhöfumst ekki neitt“. Veran sagði að fjöldi smitaðra af völdum afbrigðisveiranna hefði auk- ist úr um 500 á dag í fyrstu viku árs- ins í um 2.000 á dag nú. Hann sagði að „nýir vírusar kölluðu eftir nýjum viðbrögðum til að vernda okkur“. Varaði hann við vaxandi álagi á spít- ala landsins, innlagnir á gjörgæslu- deildir námu 250 síðustu daga, sam- anborið við 170 á dag í desember. Í það heila lægju 3.100 manns á gjör- gæslu. Innlagnir sjúklinga væru fleiri á dag en útskriftir. Forsætisráðherrann Jean Castex ráðfærir sig þessa dagana um frek- ari veiruvarnir og er búist við nið- urstöðu um helgina eða snemma í næstu viku. Sagði talsmaður hans að það að gera ekki neitt og halda áfram á sömu nótum og verið hefði væri ekki valkostur. Líklegast væri það mjög ströng innilokun sem gæfi vonir um hratt undanhald kórónu- veirunnar. Það segir sitt um glímuna við kór- ónuveiruna, að á sólarhring sem lauk í gærmorgun létust 18.000 manns af völdum veirusmits. Nýsmit mældust tæplega 585 þúsund. Verst hafa Bandaríkin orðið úti en þar hafa 429.292 fallið fyrir kórónuveirunni og 25.598.359 smitast. Síðasta sólar- hringinn létust 3.618 þar. Næstflest- ir dóu í Bretlandi eða 1.725 manns. Læknar og aðrir sérfræðingar á heilbrigðissviði hafa frá því í síðustu viku haft áhyggjur af þróuninni og síðustu daga hvatt stjórnvöld til að loka landinu og stöðva nær allt at- hafnalíf í þriðja sinn á einu ári. Út- göngubann hefði reynst ágætlega framan af en síðan hefði vírusinn aft- ur náð undirtökum. agas@mbl.is Útgöngubannið ekki nóg AFP Aðgerðir Oliver Veran heilbrigðisráðherra Frakklands á fundinum í gær.  Frakkar grípa líklega til mjög stífrar innilokunar til að halda kórónuveirunni í skefjum  Ný afbrigði valda álagi Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní fordæmdi stjórnvöld í Moskvu fyrir hlutdrægt réttarfar í gær, eftir að dómstóll úrskurðaði hann í áframhaldandi gæslu- varðhald. Vegna þessa verður Navalní fjarri er stuðningsmenn hans ganga honum til stuðnings við mót- mæli í Moskvu og fleiri borgum Rússlands um helgina. Meðal ann- ars verður útifundur við höf- uðstöðvar öryggislögreglunnar FSB á sunnudag. Stuttu fyrir dómsúrskurðinn voru fjölmargir stuðningsmenn andófsmannsins handteknir og hnepptir í varðhald í áhlaupi á heimili þeirra. „Þetta er frekleg lögleysa til að hræða mig og fleira fólk,“ sagði Na- valní við réttinn í myndsamtali úr Matrosskaja Tíshína-öryggisfang- elsinu í Moskvu. Síðar sendi hann frá sér ákall til stuðningsmanna um að rísa upp gegn yfirvöldum um land allt. „Verið óhrædd. Meirihlut- inn er á okkar bandi, vekjum hann upp,“ sagði þessi helsti gagnrýn- andi Vladímírs Pútíns forseta. Hinn 44 ára gamli andspilling- armaður var handtekinn við kom- una til Moskvu frá Berlín í síðustu viku eftir meðferð við eiturbyrlun, sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Bráðabirgðaréttur sem hróflað var upp á lögreglustöð í Moskvu í síð- ustu viku dæmdi Navalní í varð- haldsvist til 15. febrúar. Lögmaður hans, Olga Míkhælova, sagðist ætla að áfrýja varðhaldsákvörðuninni en bætti við að vonir um árangur væru ekki miklar. agas@mbl.is Hafnaði að sleppa Navalní AFP Moskva Alexei var tengdur úr fangelsi yfir í réttarsalinn með myndsíma. Boris Johnson forsætisráðherra Breta vísaði í gær á bug kröfum um að efnt yrði til nýrrar atkvæða- greiðslu í Skotlandi um aðild Skota að breska konungdæminu. Í heimsókn í lyfjaverksmiðju í Livingstone, vestur af Edinborg, í Skotlandi sagði hann sameiginlega baráttu gegn kórónuveirunni dæmi um jákvætt og árangursríkt sam- starf landanna í konungdæminu. „Ég held að fólk vilji sjá okkur koma kröftuglega til baka,“ sagði Johnson við blaðamenn. Hann sagði háværar kröfur um nýja atkvæða- greiðslu „algjörlega óviðeigandi“ miðað við alvarleika kórónuveirufar- aldursins. „Ég fæ ekki séð gagnsemi þess að við töpum okkur í tilgangs- lausu stjórnarskrárþrugli þegar, eft- ir allt, fór fram atkvæðagreiðsla fyr- ir ekki svo löngu,“ bætti Johnson við og skírskotaði til þjóðaratkvæðisins 2014 en þar höfnuðu Skotar sjálf- stæði frá Bretlandi. Johnson heimsótti einnig tilrauna- stofu sem greindi sýni og bólusetn- ingarmiðstöð sem breski herinn hef- ur reist í Glasgow í Skotlandi. Hermennirnir væru skýrt dæmi um ágæti þjóðarátaks. „Ég held þið get- ið alveg séð undravert framlag Skot- lands, skoskra vísindamanna, skosku þjóðarinnar til þjóðarátak- sins og ég vil ekki slíta því sam- starfi,“ sagði Johnson. Í nýlegri könnun sagðist meiri- hluti Skota telja að fyrsti ráðherra þeirra, Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins (SNP) hefði haldið betur á málum en Johnson veirufaraldrinum. Þá hafa 20 skoð- anakannanir undanfarin ár bent til þess, að meirihluti væri fyrir sjálf- stæði Skotlands. Hefur SNP birt „vegvísi fyrir atkvæðagreiðslu“ til að halda sjálfstæðiskröfunni á lofti. Sturgeon gagnrýndi komu John- son til Skotlands á tímum veirutak- markana. agas@mbl.is Útilokar að Skotar fái að velja  Benda til þess að flestir vilji sjálf- stæði Skotlands AFP Ráðherra Johnson í bólusetning- armiðstöð hersins í við Glasgow. Ögn hefur kvarnast úr breska heimsveldinu því nú hefur Hafrétt- ardómstóll Sameinuðu þjóðanna dæmt yfirráð Breta á Chagos- eyjum í Indlandshafi af þeim. Gagnrýndi dómstóllinn Breta fyrir að hafa ekki skilað Márítíus eyjunum. Er niðurstaðan sú sama og hjá Alþjóðadómstólnum og meirihluta Allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna. Í eyjaklasanum er m.a. að finna bandarísku herstöðina Diego Garcia. Bretar segjast ætla að bíða með afhendinguna þar til þeir telji sig ekki lengur hafa þörf fyrir þær til hervarna. Talsmaður bresku stjórnarinnar sagði að í hugum Breta væri enginn vafi á eign- arhaldi þeirra á eyjaklasanum. Hann hefði lotið breskum yfirráð- um frá 1814. agas@mbl.is Bretar tapa Chagos-eyjum VINNINGASKRÁ 320 12335 20424 34911 44055 54210 65492 73705 326 12469 20818 35344 44135 54535 65541 73709 346 12909 20913 35367 44505 55058 65553 73764 352 12928 21812 36168 44986 55263 65591 73780 942 13509 21860 36465 45491 55366 65687 74203 956 13608 21911 36750 45560 55768 65823 74516 972 13721 22150 37090 45598 56101 65946 74650 1160 13754 22928 37807 46341 56513 66361 75670 1240 14270 23222 37961 46408 56558 66615 75699 2161 14297 23426 38208 46708 56602 66853 75743 2641 14451 23551 38572 46744 56797 68254 75789 2779 14508 24625 38748 46925 56969 68421 75952 2837 14596 24954 38760 47057 57145 68542 76064 2878 14856 25035 39099 47132 57592 68623 76193 3435 15249 25430 39278 47258 57977 68657 76442 3537 15438 26261 39295 47300 58439 68772 76721 5391 15489 26919 39298 47337 58747 69141 76987 5980 15741 27284 39369 47978 58893 69160 77216 6337 16454 27444 39676 48054 59476 69833 77414 6544 16652 27813 39746 48491 59631 69939 77539 6547 16786 27948 40138 48771 60611 70085 77852 6821 16804 27964 40662 49172 60739 70244 78015 6886 17068 28246 40670 49240 60949 70266 78026 7420 17485 28660 41038 50030 61435 70328 78223 8129 17853 28904 41371 50119 61863 70890 78425 8387 17960 29089 41418 50268 61931 71230 78751 8589 18263 30829 41444 50325 61935 71383 79200 8910 18305 30980 41541 50419 62370 71647 79689 8917 18328 31921 41748 50494 62522 71873 79747 9283 18410 32017 42422 50552 62550 71882 79782 9693 18963 32121 42437 50842 62618 71920 79789 9817 19186 32135 42695 50918 62714 72631 10176 19229 33036 42752 51771 63510 72759 10574 19444 33151 42923 52273 63585 72782 10824 19825 34264 43040 52371 63788 73045 11187 19916 34580 43238 52505 64356 73579 11635 20028 34851 43712 53185 64516 73614 318 8172 19288 28192 43980 56844 66590 76406 2225 8566 20056 30011 44858 58364 67903 76520 2847 9053 20653 30049 48232 59220 68389 77902 3857 10031 20659 30219 48471 59564 70443 78238 4667 11139 21653 31444 49190 59736 71327 78354 5830 11723 21695 34463 50727 61406 72464 78525 5844 11827 21838 35349 51077 61840 72596 78990 5995 12608 23766 36165 51829 62333 72888 79733 6228 17280 23963 37610 51944 62759 73624 79792 6782 18044 27042 38286 52075 63402 74881 7106 18057 27207 39486 52667 63895 75492 7304 18450 27364 40071 53816 65353 76308 7856 19243 27937 40871 54190 65959 76385 Næstu útdrættir fara fram 4., 11., 18. & 25. febrúar 2021 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 13003 49515 51176 55425 61744 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1282 6404 16556 22313 34450 58571 1697 7615 17197 24135 43048 67219 5173 10927 17900 28287 46114 74137 6235 13356 21139 34178 55791 78045 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 4 7 7 2 39. útdráttur 28. janúar 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.