Morgunblaðið - 29.01.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 29.01.2021, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ífyrradag voru76 ár liðin fráþví hersveitir Rússa í síðari heims- styrjöld tóku yfir út- rýmingarbúðirnar í Auschwitz og frelsuðu þá sem þar voru í haldi og biðu þess að verða teknir af lífi. Frá árinu 2005 hefur 27. janúar því verið alþjóðlegur minning- ardagur um fórnarlömb helfarar- innar gegn gyðingum. Ekki er ofsagt að helförin sé einn hryllilegasti glæpur sem mannkynssagan hefur að geyma, þar sem sex milljónir gyðinga hið minnsta voru myrtar fyrir það eitt að uppruni þeirra og trú þóknaðist ekki valdhöfunum. En helförin gerðist ekki í tómarúmi, þar sem fjöldinn allur af venjulegum Þjóð- verjum tók þátt í henni, hugur þeirra eitraður af ranghug- myndum og lýðskrumi. Aðrir létu sér fátt um finnast, þóttust ekki eða vildu ekki vita, það sem þó lá í augum uppi varðandi framferði nasista gegn gyðingum. Nær allar götur frá því upp komst um útrýmingarbúðirnar hefur sú spurning vaknað hvernig í ósköpunum það gat gerst, að ein mesta menningarþjóð Evrópu lét teyma sig áfram í brjálæði öfga og ofsahaturs, skref fyrir skref, þar til eina rökrétta niðurstaðan í hennar huga var sú að útrýma þyrfti öllum gyðingum. Og allar götur síðan hefur verið spurt, hvort þvíumlíkt gæti gerst aftur, jafnvel meðal þeirra ríkja sem staðið hafa í fararbroddi hins vest- ræna heims. Engin einföld svör eru við þessum spurningum. Vissu- lega voru ýmsar sér- stakar aðstæður uppi í Þýskalandi á árunum á milli stríða, þar sem niðurlægingin sem fylgdi ósigrinum í fyrra stríði, auk efnahagsþrenginga Kreppunnar miklu, gerðu Hitler og kónum hans auðveldara að sannfæra Þjóðverja um að þeirra leið væri sú eina sem gæti fært þá aftur á sinn fyrri stall sem stórveldi. Um leið varð leitin að blóra- bögglum meðal gyðinga þægileg leið til að forðast að horfa í augu við afleiðingar fyrri heimsstyrj- aldar, og sífellt var þrengt meir að kjörum þeirra innan Þýskalands á fjórða áratugnum. Með sífelldum úthrópunum og gegndarlausum áróðri voru þeir smátt og smátt sviptir mennsku sinni, þar til venjulegu fólki þótti allt að því sjálfsagt að taka þátt í ofsókn- unum gegn þeim. Því miður hefur sagan end- urtekið sig margoft frá stríðs- lokum. Nærtækustu dæmin eru fjöldamorðin í Rúanda og Búrúndí og ógnarverkin í Srebrenica, en þau eru einungis toppurinn á ís- jakanum. Ekkert þeirra nær þó helförinni að vöxtum, sem betur fer, en það þýðir þó ekki að hún gæti ekki endurtekið sig. Besta leiðin til að aftra slíku er að halda minningu þeirra sem fór- ust í helförinni hátt á lofti, og leyfa sér aldrei að gleyma því, hvílík illska getur búið í mannskepnunni, þegar hatrið fær að ráða för. Hvaða lærdóm má draga af helförinni?} Hryllingur sem má aldrei gleymast Rússar og Banda-ríkjamenn hafa samþykkt að fram- lengja gildistíma af- vopnunarsam- komulagsins New START um fimm ár, en það átti að renna út í næstu viku. Samkomulagið, sem takmarkar ríkin tvö við 1.550 kjarnorkuodda á hvort ríki, er beinn arftaki þeirra afvopn- unarsamninga sem risaveldin gerðu sín á milli þegar kalda stríðið var í algleymingi, og er hið síðasta sem enn er í gildi. Nokkur eftirsjón er að sumum, en þó ekki öllum, af þeim sátt- málum risaveldanna sem fallið hafa fyrir borð á síðustu árum. Hafa ber þó í huga að þeir voru barn síns tíma, en tæp hálf öld er liðin frá tímum þíðunnar í kalda stríðinu sem sáttmálarnir spruttu upp úr. Engu að síður er brýnt að þau tvö ríki sem flest og mest kjarnorkuvopn eiga séu í sífelldu samtali um það hvernig þau tak- marki þá eign sína, og reyni um leið að forðast að þeim verði nokkurn tímann beitt. Samskiptin milli Bandaríkj- anna og Rússlands hafa hins veg- ar verið í nokkru ólagi um langa hríð og ágreinings- efnin eru mörg og misjöfn. Biden Bandaríkjaforseti hefur nú þegar lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir „endurræs- ingu“ á samskiptum ríkjanna, en bæði Barack Obama og Donald Trump höfðu uppi háleitar vonir í upp- hafi forsetatíðar sinnar um að þeim gæti tekist að ná fram ein- hvers konar „nýju upphafi“ gagn- vart Rússum með tilheyrandi þíðu. Það þarf hins vegar tvo til, og framferði Rússa á undanförnum árum hefur ekki beinlínis verið til að ýta undir sáttavilja á milli. Þegar traustið er ekki fyrir hendi er þó hægt að fagna litlum áföngum sem miða að öruggari heimi. Framlenging nýja START-samkomulagsins er vissulega einn af þeim, og mun jafnvel í fyllingu tímans teljast stór áfangi á þeirri vegferð. Það veltur hins vegar á því hvert framhaldið verður og hvort ríkin tvö, sem helst halda á fjöreggi heimsins, geti fundið lausnir á helstu ágreiningsefnum sínum án þess að gripið verði til vopna. Framlenging nýja START-sáttmálans markar von um aukna þíðu, en varast ber of mikla bjartsýni} Nýtt upphaf en þó ekki N ú er áformað að selja um fjórð- ungshlut ríkisins í Íslands- banka og vonandi ganga þær áætlanir eftir á fyrri hluta þessa árs. Ríkissjóður eignaðist bankann sem hluta af stöðugleikaframlagi Glitnis á árinu 2015. Allt frá þeim tíma hefur legið fyrir að ríkið hygðist selja þegar tækifæri skapaðist enda hvorki rétt né skynsamlegt að meirihluti bankakerfisins sé til lengdar í eigu hins opinbera. Fjárbinding ríkisins er í dag um 400 milljarðar króna í bankastarfsemi – sem er í eðli sínu áhætturekstur og samsvarar um 37% af skuldum hins opinbera. Þessum fjármunum væri betur varið í arðsamari verkefni eins og t.d. uppbyggingu innviða eða til að minnka skuldsetningu ríkissjóðs. Eins og vænta mátti hafa úrtöluraddir ekki látið á sér standa og helst fundið þessum hug- myndum til foráttu að tímasetningin sé óheppileg í miðjum heimsfaraldri og að of lágt verð muni fást fyrir hlutinn. Þessi rök standast engan veginn. Þvert á móti hafa skapast góðar aðstæður til að hefja sölu bankans. Vaxtalækkanir leiða til þess að almennir fjárfestar beina sjónum sínum í auknum mæli að hlutabréfum. Hlutabréfaverð hefur hækkað verulega undanfarna mánuði. Vel heppnað hluta- fjárútboð Icelandair sl. haust gefur vonir um góðan árang- ur. Hlutabréf í Íslandsbanka fjölga fjárfestingakostum og verða eflaust eftirsótt meðal almennra fjárfesta. Þá hefur því verið haldið fram að sala sé óráðleg þar sem stór hluti lána bankans séu í frystingu vegna farald- ursins. Þetta er orðum aukið. Samkvæmt upp- lýsingum frá bankanum er slík frysting öðru fremur bundin við fyrirtæki í ferðaþjónustu og nema alls um 10% af lánasafni bankans. Áætlanir og aðgerðir stjórnvalda miða sér- staklega að því að viðsnúningur í þeirri grein verði hraður samhliða bólusetningum næstu mánuði. Loks hafa andstæðingar fyrirhugaðrar sölu haldið því fram að nýir eigendur muni ganga að veðum og selja eignir fyrirtækja sem eiga í erf- iðleikum. Þetta er ástæðulaus ótti. Hagsmunir banka og viðskiptavina þeirra fara saman. Bankar hafa þannig hag af því að standa með viðskiptavinum sínum í gegnum erfiða tíma, líkt og íslensku bankarnir hafa gert, og aðstoða þá við uppbyggingu þegar storminn lægir. Þar er eignarhald ríkisins engin forsenda. Hvergi hefur borið á því að Arion banki, sem skráður er á markað, gangi harðar fram gegn viðskiptavinum sín- um en ríkisbankarnir. Þó má einnig hafa í huga að ekki er stefnt að sölu meirihluta bankans í þessari atrennu. Aðalatriðið er þó að skuldlítill ríkissjóður hefur riðið baggamuninn þegar efnahagsáföll hafa dunið yfir þjóðina. Með yfirgnæfandi eignarhaldi á fjármálakerfinu dregur úr mætti ríkisins til að mæta ytri áföllum þegar þau verða. Nú er tækifæri til að draga úr þeirri áhættu með því að hefja sölu á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka og nýta fjármunina betur í þágu almennings. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Nú er rétti tíminn til að selja Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Afleiðingar kórónukrepp-unnar hafa verið miklar ávinnumarkaði. Ætla máað allt að 32 þúsund ein- staklingar á vinnualdri séu í þeirri stöðu að vera atvinnulausir, vera vinnulitlir í hlutastörfum eða hafa með öllu horfið af vinnumark- aðinum, mögulega gefist upp á at- vinnuleitinni en segjast tilbúnir að vinna þótt þeir séu ekki að leita að vinnu um þessar mundir. Á sama tíma hefur vinnustundum fækkað umtalsvert á vinnumark- aðinum. Töluverður slaki mælist enn á vinnumarkaði og hefur hann aukist um tæp fimm prósentustig á milli ára að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofu Íslands úr vinnu- markaðskönnun í desember. Margir segjast vera vinnulitlir og vilja vinna meira Seinasta mánuð nýliðins árs höfðu 31.800 einstaklingar það sem nefnt er „óuppfyllta þörf fyrir at- vinnu“ og jafngildir það 14,7% af öllum einstaklingum sem hér eru á vinnumarkaði og eru taldir mögu- legt vinnuafl. „Af þeim voru 36,2% atvinnulaus- ir, 26,8% tilbúnir að vinna en ekki að leita, 1,8% í vinnuleit en ekki til- búnir að vinna og 35,3% starfandi en vinnulitlir og vildu vinna meira. Samanburður við desember 2019 sýnir að slaki á vinnumarkaði hefur aukist um 4,8 prósentustig á milli ára,“ segir í frétt Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að at- vinnuþátttaka mældist 79,7% í des- ember þegar niðurstöðurnar hafa verið leiðréttar gagnvart árs- tíðabundnum sveiflum, sem er svip- að hlutfall og á umliðnum mán- uðum. Fæstar vinnustundir voru í apríl og desember á síðasta ári Áætlað hlutfall starfandi af mann- fjölda var 74,9% og raunar heldur minna ef tekið er tillit til árs- tíðabundinna sveiflna. Má sjá af samanburði við desember árið á undan að starfandi einstaklingum á vinnumarkaði hefur fækkað frá því sem var á árinu 2019 en hlutfall starfandi hefur dregist saman um samtals 2,4 prósentustig á milli ára. Ef litið er á vinnutímann kemur í ljós að meðalfjöldi unnina stunda í desember sl. var 35,3 stundir (óleið- rétt miðað við árstíðasveiflu), sem er næstlægsta mæling á vinnu- stundum frá upphafi vinnumark- aðsrannsóknar Hagstofunnar. Lægsti meðalfjöldi vinnustunda mældist í apríl í fyrra þegar fyrsta bylgja kórónuveirunnar gekk yfir en þá voru vinnustundirnar komnar niður í 34,2 stundir. Einnig má sjá að ef vinnustundir eru bornar saman við ástandið í desember árið 2019 hefur vinnu- stundum fækkað um 2,3 stundir á viku á milli ára. Slaki á vinnumarkaði og færri vinnustundir Vinnumarkaðurinn síðustu sex mánuði* Atvinnuleysi (%), júlí-des. 2020 Áætlaður mannfjöldi (þúsundir) Vinnustundir (meðalfjöldi á viku) Utan vinnumarkaðar (þúsundir) Heimild: Hagstofan 9% 7% 5% 3% 1% 280 270 260 250 240 40 39 38 37 36 57 54 51 48 45 júlí ágúst sept. okt. nóv. des. júlí ágúst sept. okt. nóv. des. júlí ágúst sept. okt. nóv. des. júlí ágúst sept. okt. nóv. des. *16-74 ára, árstíðaleiðréttar tölur 5,9% 4,4% 7,3% 6,0% 261 260,9 262,6 51,3 37,8 38,0 38,3 53,753,6 Áhrif kórónuveirufaraldursins hafa verið gríðarleg á vinnumarkaði um allan heim að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar (ILO). Úttekt á vegum ILO leiðir í ljós að fækkun vinnustunda á heimsvísu hafi verið 8,8% á seinasta ári frá seinasta fjórðungi ársins 2019. Þetta jafn- gildi því að um 255 milljónir starfa hafi tapast frá því að faraldurinn braust út. Um helmingur fækkunar vinnu- stunda í heiminum í fyrra stafaði af því að starfandi einstaklingar þurftu að sætta sig við skerðingar á vinnutíma eða fóru í hlutastörf. Fækkun vinnustunda í fyrra var fjórfalt meiri en átti sér stað á árinu 2009 í kjölfar fjármálakrepp- unnar. Opinberar atvinnuleysistölur sýna að atvinnulausum í löndum heims fjölgaði um 33 milljónir í fyrra og eru um 220 milljónir manna nú skráðar atvinnulausar um allan heim. Þá er talið að því til viðbótar hafi um 81 milljón manna horfið af vinnumarkaðinum og telj- ist ekki til atvinnulausra. 255 milljónir starfa töpuðust NÝ ÚTTEKT ILO Á AFLEIÐINGUM FARALDURSINS AFP Við störf Talið er að atvinnulausum hafi fjölgaði um 33 milljónir um heim allan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.