Morgunblaðið - 29.01.2021, Side 17

Morgunblaðið - 29.01.2021, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 Grænfáni Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætti í Fjölbrautaskólann í Ármúla í gær og dró grænfánann að húni. Er þetta í áttunda sinn sem skólinn tekur þrátt í þessu samstarfsverkefni Land- verndar um umhverfismenntun. Alls eru um 200 skólar á öllum skólastigum þátttakendur í verkefninu. Viðstaddir athöfnina voru fulltrúar skólans og Landverndar, auk þess sem Svavar Knútur söng og spilaði nokkur lög. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Um alþjóðlegt verkefni er að ræða, sem Landvernd leiðir hér á landi. Árni Sæberg Vatn er ein dýrmætasta auðlind jarðar og án vatns er ekkert líf. Ísland er auð- ugt að vatni og kemur sér- staða landsins glöggt fram í því hversu ríkt landið er að yfirborðs- og grunn- vatni. En það er ekki nóg að halda því fram að við eigum besta vatn í heimi, við þurfum einnig sem þjóð að geta sýnt fram á að svo sé og verndað síðan vatnið okkar til framtíðar. Fyrsta vatnaáætlun Íslands komin í kynningu Rannsóknir, greiningar og vöktun á vatnsauðlindinni gefa okkur upplýsingar um gæði vatns en slíkt er nauðsynlegt fyrir öll þau sem byggja lífsviðurværi sitt á hreinleika vatns og sjávar – það er að segja, okkur öll. Mikilvægt er að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni og náttúrulegu ástandi vatns fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Um árabil hefur verið unnið að fyrstu vatnaáætlun Íslands og nú eru drög að henni komin í kynningu á vefsíð- unni vatn.is. Samvinna lykilatriði til að tryggja gæði vatns Hreint vatn er mikilvægur þáttur í grænu hagkerfi og styrkir ímynd Íslands út á við. Afar brýnt er að nýta auðlindina á skynsamlegan hátt þannig að ekki sé gengið um of á hana. Til að tryggja sjálf- bæra nýtingu og langtímavernd vatns- auðlindarinnar þurfum við heildstætt kerfi, samræmda stjórnun og aukna þekkingu þegar kemur að vatnamálum. Með vatnaáætlun er sett fram fyrsta stefna Íslands um að halda öllu vatni á Ís- landi í góðu ástandi og lýsir áætlunin samvinnu stjórnvalda, stofnana, eftirlits- aðila, sveitarfélaga, hagsmunaaðila og al- mennings alls til að ná því markmiði. Umhverfisstofnun hefur nú lagt fram tillögu að vatnaáætlun, en ætlunin er að hún taki gildi árið 2022. Vatnaáætlun fylgir einnig aðgerðaáætlun og vöktunar- áætlun þar sem farið er yfir þær aðgerðir sem vinna þarf á næstu árum og lögð fram áætlun um vöktun. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í því að afla upplýsinga um gæði vatns og fylgjast með að ástandi hraki ekki. Fráveitumál umfangs- mestu aðgerðirnar Umfangsmestu aðgerð- irnar sem ráðast þarf í snúa að fráveitumálum sveitarfé- laganna en brýnt er að bæta hreinsun fráveituvatns. Ríkið hefur frá og með árinu 2020 tekið aftur upp stuðning við sveitarfélög sem ráðast í úrbætur í fráveitumálum og munu þrír milljarðar fara í slíkan stuðning á næstu fimm árum. Ég hef lagt ríka áherslu á þetta mikil- væga samstarf ríkis og sveitarfélaga. Verndun vatns er grundvöllur lífsgæða Það getur verið erfitt fyrir okkur á Ís- landi að gera okkur í hugarlund hvernig lífið væri án aðgangs að heilnæmu vatni. Það lýsir kannski best gæfu okkar sem þjóðar en hreint vatn er grundvallar- mannréttindi sem mikilvægt er að vernda hvar sem er í heiminum, líka hérlendis. Verndun vatns er samvinnuverkefni sem gengur þvert á stofnanir og stjórnvöld en einnig er mikilvægt að vinna með hags- munaaðilum og almenningi öllum til að við náum markmiðum okkar um gott ástand vatns á Íslandi. Ég vil því hvetja ykkur öll til að kynna ykkur fyrstu vatna- áætlun Íslands á heimasíðu Umhverfis- stofnunar, vatn.is, og senda inn athuga- semdir og ábendingar fyrir 15. júní næstkomandi. Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson »Hreint vatn er mikil- vægur þáttur í grænu hagkerfi og styrkir ímynd Íslands út á við. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Besta vatn í heimi? Öll átök eru á milli tveggja grundvall- aratriða, vígvöllurinn liggur eftir öllum lönd- um og álfum, öllum sjó, öllu lofti, en einkum þó gegnum miðja vitund okkar sjálfra. Þannig er heimurinn atómstöð. Í umbroti atóma verða til ný frumefni en úr- gangurinn endar í því að verða blý, sem til lítils er nýtt. Þessi atómstöð er ávallt að kljúfa upp staðnaðar einingar, sumar ein- ingar hverfa í duftið en aðrar verða lifandi verksmiðjur sem framleiða lífsgæði. Atómstöð mannsandans og stöðnun Atómstöð mannsandans er mið- stöð sköpunar og þróunar. Samtök sauðfjárbænda og Al- þýðusamband Íslands virðast telja það hlutverk sitt að vernda blý og stöðnun. Sauðkindin verður ekki uppspretta framfara og bættra lífs- kjara. Það koma undarlegar „álykt- anir“ frá Alþýðusambandi Íslands, sem bera með sér sterkan vilja til að viðhalda óbreyttu ástandi í atvinnu- lífi. Vangeta og snilldarandi Í átökum milli grundvallaratriða eru átökin einkum milli vangetunnar og snilldarandans. Vangetan hefur nokkurt úthald en að lokum lætur hún undan. Ástandið í Austur- Evrópu eftirstríðsáranna er dæmi- gerð vangeta. Á milli Austur- og Vestur-Evrópu var járntjald. Um járntjaldið var háð kalt stríð í vitund stjórn- málamanna. Ef til vill var það stríð fororð friðar. Járntjaldið féll vegna gjaldþrots, vegna þess að vanget- an lét undan snilld- arandanum. Hagþróun Hagvöxtur á Íslandi hefst með þil- skipaútgerð, sem held- ur áfram með vélvæð- ingu bátaflotans og togurum. Sennilega hefur sauðkindin aldrei verið samkeppnishæf við sjávar- útveg. Á mínum fyrstu árum á vinnu- markaði voru 25 togarar gerðir út frá Reykjavík. Nú eru þeir sex og lítið atvinnuleysi. Vill einhver bera saman lífskjör og lífsgæði núna og um 1960? Öll er þessi þróun vegna nýsköpunar. Þá var talað um dýrmætan gjald- eyri, af því gengi krónunnar var ranglega skráð með handafli. Gjald- eyrir er ávallt jafn dýrmætur og heimagjaldmiðill ef gengi gjaldmiðla er ekki handstýrt. Framleiðsluhagkerfi Reykjavíkur varð þjónustuhagkerfi. Vangeta Bæjarútgerðarinnar í þrjú ár kost- aði eitt Ráðhús í Reykjavík. „Nýja hagkerfið“ Eitt sinn var lausnarorðið „nýja hagkerfið“. Það var ekkert nýtt í nýju hagkerfi. Aðeins er beitt nýjum aðferðum við framleiðslu. Nýjar af- urðir og ný þjónusta urðu eftirsókn- arverðar. Frá 1990 hefur kaup- máttur launa aukist um 2,1% á ári og lífskjör batnað eftir því. Ekki varð það vegna aukinna aðfanga! 1990 er merkilegt ár til viðmið- unar. Það er árið sem járntjaldið féll. Það er árið eftir að múrinn milli austurs og vesturs féll. Þá var Ísland á þröskuldi þess að gerast aðili að „Evrópsku efnahagssvæði“, EES, sem leitt hefur efnahagsþróun á Ís- landi á liðnum þremur áratugum. Hvar á Ísland möguleika? Það er rangt að spyrja þessarar spurningar. Landið á ekki mögu- leikana. Það er fólkið sem byggir landið sem á þá. Það eru tvö augljós heimilistæki sem eru merki fram- fara og nýjunga: Sjónvörp og tölvur. Sjónvörp kostuðu augun úr fólki fyr- ir nokkrum árum. Sjónvörp nú- tímans hefðu kostað húsverð fyrir 30 árum. Tölvur með afkastagetu far- tölvu hefðu tekið undir sig heilt hús fyrir 50 árum. Atvinnustefna íslenskra stjórn- valda fyrir 50 árum kallaðist byggða- stefna eða skipulagshyggja. Hún fólst í skuttogaravæðingu og hrað- frystihúsaáætlun og eflingu á at- vinnu fyrir ófaglærða og uppbygg- ingu framhaldsskóla víða um land. Hvað áttu framhaldsskólanemar eft- ir útskrift úr háskóla að gera í sinni gömlu heimabyggð? Breyttur sjávarútvegur Svo breyttust aðstæður í sjávar- útvegi. Kaupendur sjávarafurða vildu ferskar sjávarafurðir. Vinnsla uppsjávarfisktegunda fer fram án þess að mannshöndin komi nærri. Í gömlu frystihúsi í Neskaupstað unnu 200 manns. Í nýju frystihúsi í Neskaupstað vinna 75. Vélin sér beinið betur en mannsaugað og sker betur en mannshöndin. Afköstin eru sennilega fimmföld í því nýja. Mestur hluti starfsmann- anna í nýja frystihúsinu er sérhæft vélafólk og tölvufólk. Aukinn sjávarafli mun ekki bæta lífskjör á Íslandi. Það kann að vera að lífefnaiðnaður á Íslandi bæti lífs- kjör. Það verður hugvitið sem bætir lífskjör. Hlutverk stjórnvalda er að skapa starfsskilyrðin en hugkvæmni einstaklinga mun ráða för. Heilbrigðismál, vandamál? Heilbrigðismál eru ekki alltaf vandamál. Grunnþættir heilbrigð- ismála varða einstaklinginn sjálfan, lifnaðarhætti og forvarnir. En málin geta vandast. Þá kemur til sigurför skurðlækninga, sýkingavarna og ónæmisvarna. Þegar Bismarck ákvað 70 ára líf- eyrisaldur urðu fáir 70 ára. Síðan eru liðin 150 ár. Nú er með- alævilengd Íslendinga komin yfir 80 ár. Mín kynslóð er sennilega sú fyrsta sem fékk fulla meðferð við háþrýsti- sjúkdómum. Mín kynslóð fékk strax að vita skaðsemi reykinga. Lækningarannsóknir eru til þess að auka lífsgæði. Þar eiga íslenskir vísindamenn góða möguleika á því að verða að gagni með nýsköpun. Heilbrigðismál verða sambland heilbrigðrar skynsemi og hátækni. Það kann að vera að íslensk heil- brigðisþjónusta geti orðið útflutn- ingsgrein. Þar eru möguleikar. Þá verða yfirvöld heilbrigðismála að hverfa frá þeirri hugsun að heil- brigðismál snúist um það sem í að- gerðarannsóknum er kallað bið- raðavandamál. Biðraðir í mánuði og ár, þegar um heilsu og kvalir er að ræða, eru aldrei ásættanlegar. Biðraðir í bönkum hættu að vera vandamál þegar útlánavextir urðu jákvæðir raunvextir í stað gjafvaxta. Þá jókst framboð lánsfjár og lán urðu lán en ekki „lánafyrirgreiðsla“ til hinna útvöldu. Rannsóknir og nýsköpun Nýsköpun verður aldrei morg- unverk. Umhverfi nýsköpunar vex út úr umhverfi rannsókna. Það er álitamál hvort rannsóknum í þágu atvinnuvega, til grunnrannsókna sem kunna að leiða til nýsköpunar, hefur verið nægjanlega sinnt. Þol- inmæði til árangurs er ekki mikil. Ís- lenskt viðskiptalíf hefur fremur lagt stund á eftirprentun, stundum með örlitlum lagfæringum. Það er ekki nýsköpun. Hvar eiga íslensk fyrirtæki mögu- leika? Hvar kunna íslensk fyrirtæki að ná samkeppnisforskoti? Dæmi eru um að sterkur heimamarkaður hafi lagt grunn að frekari vexti. Þá er hægt að tala um rannsóknir í þró- un og nýsköpun. En eins og skáldið sagði: Fegurst auðlegð manns á Íslandi eru skýin sem dragast saman í flóka og leysast í sundur. Sá tími er liðinn að aðeins sé hægt að hugsa um kaffi og kvæði. Eftir Vilhjálm Bjarnason »Dæmi eru um að sterkur heima- markaður hafi lagt grunn að frekari vexti. Þá er hægt að tala um rannsóknir í þróun og nýsköpun. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður og verður það aftur. Að skapa nýtt í atómstöð hugans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.