Morgunblaðið - 29.01.2021, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021
Árið 2021 geta
heilsustofnanir landsins
hvorki vistað né sent
rafræn gögn á milli
staða þegar kemur að
heilsuöryggi kvenna.
Úrræði lækna og
ljósmæðra eru fábrotin
þegar kemur að heilsu-
öryggi kvenna. Óásætt-
anlegt er að þessar
starfsstéttir á lands-
byggðinni þurfi jafnvel að brjóta per-
sónuverndarlög á ögurstundu, til að
tryggja heilsuöryggi kvenna á Íslandi
á 21. öldinni.
Þann 1. febrúar á síðasta ári fagn-
aði Kvenfélagasamband Íslands 90
ára afmæli sínu með því að ýta form-
lega úr vör landssöfnun undir heitinu
„Gjöf til allra kvenna á Íslandi“. Þessi
söfnun hefur staðið yfir síðan þá.
Áætlað er að henni ljúki formlega 1.
febrúar nk. en hægt verður að leggja
framlög inn á söfnunarreikninginn til
15. febrúar. Því miður hefur Covid-19
sett stórt strik í söfnunina en upp-
hafsáætlunin var að ná 36 milljónum
en þegar þetta er skrifað hafa safnast
um 48% þeirrar fjárhæðar. Oft var
þörf en nú er nauðsyn á að allir standi
saman.
Söfnunarreikningurinn er 513-26-
200000 kt: 710169-6759
Heimasíða söfnunarinnar er:
www.gjoftilallrakvenna.is
Hver er þessi „Gjöf til allra kvenna
á Íslandi“ sem safnað er fyrir?
Í upphafi leitaði afmælisnefnd KÍ
eftir upplýsingum hjá Önnu Sigríði
Vernharðsdóttur yfirljósmóður og
Huldu Hjartardóttur yfirlækni
kvennadeildar LSH um hugmyndir
að tækjabúnaði sem vantaði til að
tryggja betur heilsu-
öryggi kvenna um allt
land. Hjá þeim komu
fram upplýsingar um
Astria- og Milou-kerfi.
Þetta eru tæki og tækni
sem tengst geta fóst-
urritum og ómskoð-
unartækjum sem notuð
eru við mæðravernd,
fæðingar og skoðanir á
kvenlíffærum. Mögu-
leiki þessarar tækni
kemur sér því afar vel
fyrir heilbrigðsstofn-
anir á landsbyggðinni sem sinna
þessari þjónustu við konur. Þetta
snýst um rafræna vistun á gögnum
og möguleika á rafrænni tengingu við
sérfræðinga á kvennadeild LSH þeg-
ar einhver vafaatriði koma upp.
Ljósmóðir í héraði er oft ein á vakt.
Bæði í mæðravernd og fæðingarþjón-
ustu getur tíminn oft skipt miklu
máli. Það á ekki síst við á þeim svæð-
um sem fjærst eru stóru sjúkrahús-
unum. Milou-tæknin snýst um að
tryggja fagaðilum á þessum stöðum
aðgang að sérfræðingum og auka ör-
yggi skjólstæðinga með því að fá álit
sérfræðinga við úrlestur rafrænna
gagna.
Söfnunarverkefnið snýst annars
vegar um uppfærslu á tækjum sem
fyrir eru á landinu en sums staðar
þarf jafnframt að kaupa ný tæki,
vegna þess að þau sem þar eru nú í
notkun, eru svo sannarlega löngu
komin á tíma. Upplýsingar af papp-
írsritum allra þessara tækja voru áð-
ur send með faxtækjum. Núna eru
úrræði lækna og ljósmæðra víðast fá-
brotin þegar senda þarf upplýsingar
á milli og fá úrlestur og álit. Óásætt-
anlegt er að nota símtæki og mynda-
forrit í þeim til að flytja viðkvæm
gögn á milli. Eitthvað sem er brot á
persónuverndarlögum en hefur
reynst neyðarúrræði í alvarlegum að-
stæðum til að geta fengið álit sér-
fræðinga. Oft á ögurstundu!
Söfnunarverkefnið snýst einnig um
að reyna að fækka ónauðsynlegum
ferðum t.d. verðandi mæðra milli
landshluta vegna þess að tækjabún-
aður heima í héraði er ekki nógu góð-
ur. Í nútímanum og með aukinni ljós-
leiðaravæðingu á landinu er margt
sem má auðveldlega fylgjast með í
heimabyggð, bæði með möguleikum
fjarlækninga og rafrænni vistun
gagna. Tækni sem þessi bætir alla
skráningu með vistun gagna í sam-
tengdu og rafrænu kerfi, þar sem
auðvelt er að fletta upp upplýsingum
þegar bregðast þarf skjótt við í að-
stæðum sem upp kunna að koma.
Jafnframt er hægt að auka á sam-
vinnu og færa sérfæðiþekkingu og
úrlestur nær konunni og fjölskyldu
hennar. Minnka fjarveru, vinnutap og
óþægindi, að ekki sé talað um það, að
fá betri tæki og úrlestur af þeim fyrir
landsbyggðina. Það færir eftirlitið
meira til konunnar frekar en að kon-
an fari úr sinni heimabyggð með öll-
um þeim óþægindum sem það hefur í
för með sér. Þær eru oft í viðkvæmu
ferli þar sem ferðalög gera þeim erf-
itt fyrir og getur beinlínis aukið á
áhættuþætti þeirra, veikindi eða
hvort tveggja.
Kæru landsmenn, tökum nú öll
höndum saman og bregðumst við
ákalli um aukna tæknivæðingu sem
aukið getur öryggi kvenna á með-
göngu, í fæðingu og við skoðun á
kvenlíffærum.
Aukum heilsuöryggi
kvenna um allt land
Eftir Elinborgu
Sigurðardóttur » Árið 2021 geta
heilsustofnanir
landsins hvorki vistað
né sent rafræn gögn á
milli staða þegar kemur
að heilsuöryggi kvenna.
Elinborg Sigurðardóttir
Höfundur er formaður Sambands
sunnlenskra kvenna og ritari afmæl-
isnefndar KÍ.
ssk@kvenfelag.is
Greiðslur almanna-
trygginga (TR) til
eldri borgara hafa
verið með óbreyttum
skerðingum síðan
2017, þótt allar aðrar
greiðslur í samfélag-
inu hafi árlega hækk-
að, fjármagnstekjur
umfram 25 þúsund
krónur skerða
greiðslur TR um 45%.
Lífeyrissjóðsgreiðslur
eru taldar með fjármagnstekjum
hjá TR, en þegar þær eru greiddar
út, eru þær að fullu skattlagðar
eins og um laun væri að ræða. Ef
eldri borgari vinnur fyrir hærri
launum en kr. 100.000 á mánuði
eru greiðslur TR skertar um 45%.
Skerðingarnar
Hvers vegna sameinast ekki
stéttarfélög og verkalýðsfélög í
baráttu gegn því óréttlæti, sem
eldra fólk er beitt með þessum
óbreyttu skerðingum á greiðslum
frá TR vegna lífeyrissjóðsgreiðslna
og hins vegar einnig þess lífsréttar,
að fá að vinna sér til bjargar? Í
samningaviðræðum stéttar- og
verkalýðsfélaga og atvinnurekenda
við ríkið, hafa engar kröfur um
leiðréttingu varðandi þessar skerð-
ingar verið settar fram. Og engar
hækkanir til eldri borgara hafa
náðst í tengslum við launasamninga
milli þessara aðila síðustu 12 ár.
Meira að segja desemberuppót og
orlofsgreiðslur, sem þessir aðilar
sömdu um á sínum tíma eru með
skerðingum á greiðslum til eldri
borgara, en ekki á samsvarandi
greiðslum til launamanna.
Lífskjarasamningar
Þann 16. desember sl. tók Al-
þýðusambandið undir kröfu Lands-
sambands eldri borgara um hækk-
un, samsvarandi
lífskjarasamningnum um 15.750
krónur á mánuði árið 2021. Hvaða
krafa eða hækkun var það? Ráð-
herra hafði áður tilkynnt nákvæm-
lega um þessa hækkun til þeirra er
tæki gildi 1. janúar 2021. Hvað
varð þá um launahækkanir og lífs-
kjarasamninginn fyrir árið 2020?
Gleymdist að þær hækkanir ættu
að ná til eldri borgara, en síðasta
hækkun til þeirra var 3,6% frá TR
1. janúar 2020 og miðaði þá líklega
við hækkanir óskiljanlegrar viðmið-
unar á launum annarra árið 2018!
Greiðslur sem týnast
Greiðslur stéttarfélaga og verka-
lýðsfélaga til starfsmanna sinna
vegna ýmissa tilgreindra útgjalda
týnast, þegar þeir verða eldri borg-
arar, og ekkert kemur þar í staðinn
frá almannatryggingum eða sjúkra-
tryggingum. Þeir fá þó að sækja
um sumarbústaði áfram, sem þeir
lögðu fram sinn hlut til að byggja.
Áunninn réttur til hjálpar og
styrktar fellur hins vegar niður.
Hafa félögin gleymt stöðu þessa
fólks, sem greiddi öll starfsár sín
prósentur af launum til hinna
mörgu sjóða sem félögin sjá um?
Hvers vegna fær þetta fólk ekki
áfram að njóta þess til hjálpar, sem
það hefur alla sína starfsævi lagt
framlag til? Gleyma þeir sem ráða
þessu, að þeir verða einnig eldri
borgarar?
Lífeyrissjóðirnir
Það er ekki lengra síðan en árið
1969, að því kerfi var komið á að
launþegar skyldu greiða 12% af
launum sínum með mótframlagi
vinnuveitanda í lífeyr-
issjóð, sem launþeginn
átti síðan að fá greitt
úr eftir 67 ára aldur.
Þeir samningar náðust
í tengslum við alls-
herjarkjarasamninga
á vinnumarkaði og
kváðu fyrst á um
greiðslur af dagvinnu.
Þetta náðist fram með
verkfallsbaráttu og
samkomulagi við at-
vinnurekendur, sem
síðan var samþykkt á
Alþingi. Í kjölfarið voru stofnaðir
lífeyrissjóðir út um allt land um
100 að tölu, en þeir hafa síðan
sameinast í um 8 virka sjóði af 21
sjóði.
Breytingar á fyrirkomulagi og
greiðslum til sjóðanna hafa síðan
aftur og aftur verið gerðar með
sama hætti í kjölfar kjarabaráttu
verkalýðsfélaga, s.s. að
greiðsluprósenta miðar við öll
greidd laun og hefur einnig verið
hækkuð.
Samsvarandi lífeyrissjóðskerfi
fyrirfinnst hvergi annars staðar og
má virða til þess að lífeyrissjóðs-
greiðslur launamanna séu viðbót-
arskattur á laun og þar með að Ís-
lendingar greiði hæsta skatt í
heimi af launum sínum.
Fram til ársins 1988 greiddi
launþeginn skatt af þessu iðgjaldi.
Það ár var lögum hins vegar
breytt í þá veru að iðgjaldið var
undanþegið skatti, en greiðsla,
sem samsvaraði skatti af iðgjald-
inu var innt af hendi til lífeyr-
issjóðanna.
Í dag er brotið á lífeyrisþega
með tvennum hætti: Reikna ætti
út persónulegar skattgreiðslur
hvers og eins til 1988 af launum
viðkomandi og endurgreiða honum
með vöxtum ef óbreyttu fyr-
irkomulagi er viðhaldið, að skatt-
leggja lífeyrissjóðsgreiðslur til
eldri borgara, því tvísköttun af
sama stofni fjármagns er ólögleg.
Einnig ætti að meta hlutfall þess-
ara greiðslna eftir 1988 til lífeyr-
issjóðanna, sem eru að hluta
vaxta- og fjármagnstekjur sem
yrðu þá í sama hlutfalli skatt-
lagðar með fjármagnstekjuskatti,
22%, en ekki með þriggja þrepa
skattlagningu frá um 31% til 45%.
Krafa um leiðréttingu
Ef þetta verður ekki leiðrétt af
þessum aðilum með kröfu til rík-
isstjórnar í næstu átökum aðila,
hljóta menn að skoða það að njóta
lögréttar um frelsi frá fé-
lagaskyldu, þ.e.a.s. að segja sig frá
þeirri skyldu að vera í verkalýðs-
eða stéttarfélagi og hætta jafn-
framt að greiða til lífeyrissjóða.
Þess í stað gæti fólk sparað á eigin
ábyrgð og tekið sér lífs- og fram-
færslutryggingu. Á þetta myndi
þurfa að reyna fyrir öllum dóm-
stólum innanlands og ef á reyndi,
einnig erlendis.
Hver er barátta
stéttarfélaga og
verkalýðsfélaga
fyrir eldri borgara?
Eftir Halldór
Gunnarsson
Halldór
Gunnarsson
»Reikna ætti út per-
sónulegar skatt-
greiðslur hvers og eins
til 1988 af launum og
endurgreiða viðkom-
andi með vöxtum ef
óbreyttu fyrirkomulagi
er viðhaldið.
Höfundur er formaður kjararáðs
Félags eldri borgara í Rang-
árvallasýslu.
Allt um sjávarútveg