Morgunblaðið - 29.01.2021, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.01.2021, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 ✝ Haukur Guð-mann Gunnars- son endurskoðandi fæddist í Reykjavík 26. desember 1952. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 19. janúar 2021. Foreldrar hans eru Anna Svandís Guðmundsdóttir, fv. skrifstofukona hjá Íslenskum getraun- um í Reykjavík, f. 1933, og Gunnar Guðmannsson, knattspyrnumaður og fv. fram- kvæmdastjóri Laugardalshallar í Reykjavík, f. 1930, d. 2014. Systkini Hauks eru Guðrún, f. 1955, Hildur, f. 1957, Þorgerð- ur, f. 1959, og Magnús, f. 1964. Haukur kvæntist Elínu J.G. Hafsteinsdóttur, hjúkrunar- fræðingi og hagfræðingi, f. 1957, hinn 27. maí 1977. Þau bjuggu alla búskapartíð sína í Reykjavík, lengst af í Vesturbæ Reykjavíkur, en dvöldust tíðum í bænum York í Bretlandi hin síðari ár. ehf. árið 1994 og starfaði þar sem endurskoðandi og meðeig- andi þar til stofan sameinaðist KPMG Endurskoðun hf. árið 2000. Haukur var meðeigandi KPMG og starfaði þar sem end- urskoðandi til ársins 2019. Frá 2019 var Haukur sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Haukur sinnti félagsstörfum í þágu knattspyrnuhreyfing- arinnar og gegndi trúnaðar- störfum fyrir Knattspyrnufélag Reykjavíkur og Knattspyrnu- samband Íslands. Hann var gjaldkeri stjórnar knattspyrnu- deildar KR árin 1981 til 1990 og skoðunarmaður reikninga upp frá því til hinsta dags, þá var hann varaformaður deild- arinnar 1995 til 1998. Hann var skoðunarmaður reikninga KSÍ frá 1993 til 2019. Haukur var sæmdur gullmerki KR með lár- viðarsveig og gullmerki KSÍ fyrir störf sín í þeirra þágu. Útför Hauks fer fram frá Neskirkju í dag, 29. janúar 2021, klukkan 13. Athöfninni verður streymt, hlekk á streymið má finna á vefslóð- inni: http://www.utfor-haukur- gunnarsson.is og virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Dóttir þeirra er Ingunn Hafdís endurskoðandi, f. 1976, gift Þórlindi Kjartanssyni, f. 1976, þau eru bú- sett í Reykjavík og eiga saman Anton Hauk, f. 2008, og Elínu Katrínu, f. 2012. Sonur þeirra er Hafsteinn Gunnar hagfræð- ingur, f. 1989, og maki hans Daði Már Sigurðsson, f. 1991, þeir eru búsettir í London í Bretlandi. Haukur lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1975 og útskrifaðist með cand. oecon.-gráðu frá Háskóla Ís- lands árið 1979. Hann hlaut lög- gildingu sem endurskoðandi ár- ið 1982. Haukur starfaði hjá Endur- skoðunarskrifstofu Sveins Jóns- sonar í Reykjavík frá árinu 1975, sem löggiltur endurskoðandi og meðeigandi þar frá 1982 til 1994. Hann stofnaði ásamt Sveini Jónssyni SH endurskoðun Elsku besti pabbi. Það var dásamlegt að eiga þig sem pabba, bæði sem barn og fullorðin, því þú varst ekki bara pabbi heldur líka vinur. Ég var svo heppin að fá að koma með þér í alls konar skemmtilegt þegar ég var lítil. Þú vannst heima um helgar á Laug- arnesveginum, á stóra borðstofu- borðinu sem dugði undir allar dagbækurnar eins og þetta var í gamla daga, og þá var oft kveikt á enska boltanum, meðan ég skottaðist í kringum þig. Svo fékk ég að koma með þér í vinn- una þar sem ég fékk að ljósrita á mér hendurnar. Margir við- skiptavinir áttu leið á skrifstof- una og það var alltaf kátt á hjalla þegar fjölgaði á skrifstofunni og mikið hlegið. Ég held að á þess- um tíma hafi ég ákveðið að verða endurskoðandi eins og þú því það var svo gaman í vinnunni þinni. Elsku pabbi, æskudraumur minn rættist þegar við áttum þess kost að vinna saman í 11 ár. Þegar ég lít til baka þá átta ég mig á því að þú skiptir þér aldrei af, þú bara leiðbeindir ef þér fannst það þurfa eða óskað var eftir. Þegar ég var að læra undir löggildingarprófin þá lærði ég heima hjá ykkur mömmu. Þegar þú komst heim í lok dags settist ég hjá þér í eldhúsinu á meðan þú eldaðir og fór yfir með þér allar spurningar sem höfðu vaknað hjá mér við lesturinn þann daginn. Þegar kom svo að því að fara í prófin, þá sagðirðu í gamansöm- um tón en samt alvarlegum: „Inga mín, þú manst bara að það er alltaf jafnt í debet og kredit,“ svo horfðum við hvort á annað og skellihlógum. Þetta var svona brandari hjá okkur, alveg eins og við stemmdum af sokkana en pöruðum þá ekki saman eins og aðrir þegar þurfti að ganga frá þvottinum. Okkur fannst það fyndið. Í sumar var ég svo heppin að komast í veiði með þér og mömmu, og krökkunum. Við vor- um að rifja upp hvernig veðrið var og það var víst heldur napurt, en í minningunni var sól. Með þér var alltaf sól elsku pabbi minn. Í þessari veiði kenndirðu mér að hnýta fluguna á. Þú varst meistarakokkur. Allt- af stóðstu í dyrunum með út- breiddan faðminn, skælbrosandi eins og þú hefðir verið að bíða eftir okkur og við værum að gera þér mesta greiða í heimi að koma í heimsókn. Þú varst glaður, já- kvæður og bjartsýnn að eðlisfari. Það verður erfitt að geta ekki hringt í þig til að spyrja hvernig ég á að elda kjötið eða baka grænmetið. Mér þykir óskaplega vænt um alla kaffibollana sem við höfum drukkið saman síðustu árin. Við gátum spjallað um allt og best af öllu var að ég gat alltaf sagt þér hvernig mér leið. Þú skildir mig svo vel. Þú studdir mig með allri þinni visku og væntumþykju. Fyrir jólin komstu að máli við mig þar sem þú vildir árétta að ungir menn eigi að láta drauma sína rætast, sérstaklega þegar þeir flytja mál sitt vel. Ungi mað- urinn var elskulegur afastrákur- inn þinn. Að þínu frumkvæði rættist draumur hans svo sann- arlega og gat hann deilt með þér þrekvirkinu nú í janúar. Ég ætla að halda áfram að lifa lífinu eins og þú kenndir mér, gera skemmtilega hluti með fólk- inu sem ég elska mest, fjölskyld- unni og góðum vinum. Ég elska þig elsku pabbi minn, Guð geymi þig. Þín Ingunn Hafdís Hauksdóttir (Inga). Elsku hjartans pabbi minn. Þegar þú greindist með krabba- mein fyrir rúmu hálfu ári reyndi ég þrátt fyrir áfallið að vera þakklátur fyrirvaranum sem greiningin gaf okkur fjölskyld- unni. Hún var áminning um hve lífið er dýrmætt og hverfult í senn, samveran hvert með öðru ómetanleg og ég fann huggun í tækifærinu sem okkur var gefið að njóta með þér síðustu stund- anna. En síðustu stundirnar virtust enn svo órafjarri. Þú varst svo hugrakkur, svo hraustur og hlát- urmildur fram á síðasta dag þrátt fyrir veikindin og lékst á als oddi um jólin, alsæll að hafa loksins alla fjölskylduna hjá þér undir einu þaki í fyrsta sinn síð- an kófið hófst. Það hvarflaði ekki að mér þegar ég stalst (þrátt fyr- ir allar sóttvarnareglur) til að knúsa þig bless á flugvellinum áður en ég flaug aftur heim til London eftir hátíðarnar, að það yrði það síðasta faðmlag okkar feðga. Eftir að þú veiktist hafði ég margsinnis hugsað til alls þess sem ég ætlaði að segja þér áður en þú kveddir, alls sem ég átti ósagt. En ég var haldinn þeirri sammannlegu ranghugmynd að tíminn væri óþrjótandi auðlind og ég beið með að færa hugsanir mínar í orð – eftir hverju veit ég ekki. Svo þraut tímann fyrirvara- laust. Ég ætlaði að segja þér að jafn- vel þótt ég hafi ekki alltaf tekið uppeldistilraununum vel, sér- staklega á unglingsárunum, þá hefði ég ekki getað hugsað mér betri pabba en þig. Þú innrættir mér alla þína bestu mannkosti; þrautseigju, heilindi, einstakt vinnusiðferði, orðheldni og áreið- anleika – enda þótt ég hafi ekki náð að tileinka mér þá nema til hálfs á við þig. Ég ætlaði að segja þér hvað ég var þakklátur fyrir hvað þú tókst mér vel, og hvað þú varst alltaf góður við Daða Má. Það hefðu ekki allir feður af þinni kynslóð tekið því fagnandi að einkason- urinn kæmi heim með kærasta, en þú studdir okkur alltaf svo fal- lega, sóttir Gleðigöngur með mömmu í fleiri en einu landi og flaggaðir stoltur regnbogafánan- um í stofunni heima. Ég ætlaði að segja þér hvað mér þótti vænt um allar stund- irnar sem við áttum saman. Þeg- ar við tefldum saman í eldhúsinu heima, horfðum á hasarmyndir, fórum feðgaferðir á völlinn, sáum Arsenal lyfta bikarnum á Wem- bley og stálumst til að bæta á okkur einum bjór í hálfleik, jafn- vel þótt þú segðir brúnaþungur með prakkaraglampa í augum að móðir mín yrði ekki ánægð með okkur. Þú hefur sennilegast get- ið þér þess til, en það var ekki knattspyrnuáhuginn sem dró mig á völlinn með þér, heldur tækifærið til að eiga með þér þær stundir þar sem þú naust þín best. En mest af öllu langaði mig til að segja þér aftur og aftur og aft- ur hvað mér þykir vænt um þig. Við feðgarnir sýndum hvor öðr- um kærleik í verki (eða hvað er annað hægt að kalla það að telja enn fram fyrir son sinn á hverju ári óumbeðinn, jafnvel eftir að ég komst á fertugsaldur?), en höfð- um ekki alltaf um hann mörg orð. Og þú vissir auðvitað hvað þú varst mér kær. En nú þegar tækifærið er liðið vildi ég óska að ég hefði sagt þér það oftar. Hafsteinn Hauksson. Ekki veit ég hvaða raunhæfar væntingar hægt er að gera sér til viðmóts hugsanlegs tengdaföður þegar maður byrjar að gera sig heimakominn hjá foreldrum einkadóttur. Í þeim efnum veit ég þó að ég var heppnari en flest- ir. Aldrei mætti mér annað en bros og hlýja frá manninum sem síðar varð ástkær tengdafaðir minn og óviðjafnanlegur afi barnanna okkar. Yndislegar móttökur á Fjöru- grandanum gerðu heimsóknir þangað að tilhlökkunarefni. Og ekki sakaði að geta gengið að margréttuðu veislufæði vísu, nánast á hvaða degi vikunnar sem var. Um langt árabil má heita að eldamennska Hauks tengdapabba hafi haldið lífinu í okkur hjónaleysum. Þannig mun minningin um hann lifa í huga mínum, í eldhúsinu að undirbúa matinn. Þar var hann kóngur í sínu ríki og lék á als oddi. Mér fannst lærdómsríkt hvernig Haukur hugði vandlega að öllu því sem að honum sneri, passaði upp á sig og sína. Hann lifði í samræmi við þau góðu ráð sem Birtíngur Voltaires gaf – að maður eigi að hugsa vel um garðinn sinn. Og það gerði hann sannarlega. Ef allir menn væru eins vandvirkir og passasamir upp á umhverfi sitt og Haukur væri lítið um árekstra og mis- skilning í mannlegu samfélagi. Haukur hafði einstaklega þægilega nærveru. Hann var broshýr og hláturmildur, orku- mikill en ætíð yfirvegaður í fasi og framkomu. Haukur hafði skoðanir á ýmsu öðru en virtist ekki láta neitt koma sér úr jafn- vægi; nema einna helst óhag- stæð úrslit í leikjum KR eða Arsenal. Tengdapabbi var einstakur afi barnanna okkar, sýndi öllu sem þau tóku sér fyrir hendur einlægan áhuga og lét óspart í ljós stolt og velþóknun í þeirra garð. Þau munu búa að því alla tíð að hafa náð að kynnast góð- um afa og hafa átt með honum margar góðar og skemmtilegar stundir. Rúmum sólarhring fyrir and- látið mætti ég þeim hjónum í Frostaskjólinu, honum og elsku Ellý tengdamömmu. Ég var ak- andi en þau á síðdegisgöngutúr. Eins og alltaf var Haukur óað- finnanlega til fara –glæsi- mennskan uppmáluð. Snyrti- mennskan undirstrikaði virðingu Hauks fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu. Þau leiddust og brostu. Þetta var í síðasta skiptið sem ég sá hann. Minningin er falleg, ein af mörgum. Ljós þessara óteljandi fögru minninga mun með tíð og tíma brjótast fram og bera afgerandi sigur á skuggum sorgarinnar, þótt þeir hafi yfir- höndina um sinn. Við syrgjum fráfall góðs manns. Anton Haukur og Elín Katrín munu alla sína daga búa að því að hafa kynnst afa sínum vel, og við Ingunn munum halda minningu hans á lofti. Það var ljúft að kynnast Hauki og fyrir það verð ég ætíð þakklátur. Hvíl í friði. Þórlindur Kjartansson. Kveðja frá Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur Það er skammt stórra högga á milli, fallinn er frá góður KR- ingur, Haukur Guðmann Gunn- arsson endurskoðandi, en fyrir nokkrum vikum var borinn til grafar föðurbróðir Hauks, Sig- urgeir Guðmannsson heiðurs- félagi KR. Þau störf sem Hauk- ur hefur í gegnum áratugina unnið fyrir félagið eru ómetan- leg. Hann sat í stjórn knatt- spyrnudeildar KR, var aðalend- urskoðandi aðalstjórnar sem og annarra deilda KR í áratugi. Traustari mann var ekki að finna. Haukur var alltaf boðinn og búinn að rétta félaginu hjálp- arhönd og taldi aldrei það eftir sér og það var sérlega gott að vinna með honum. Slíkir ein- staklingar eru hverju íþrótta- félagi ómetanlegir og leggja grunn að öflugu íþróttastarfi eins og Haukur gerði fyrir KR. Haukur hlaut gullnælu KR með lárviðarsveig sem veitt er fyrir mikil og góð störf í þágu félags- ins. Við KR-ingar vorum heppn- ir að eiga mann eins og Hauk að. Ég rakst á Hauk fyrir nokkrum mánuðum á förnum vegi og eins og ávallt var stutt í brosið, hlát- urinn og glettnina í augunum. Ekki hvarflaði það að mér að það yrði í síðasta skipti sem við hittumst. Við KR-ingar minnumst Hauks með mikilli virðingu og þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir gamla góða KR og þökkum honum samfylgdina í gegnum tíðina. KR-ingar senda eiginkonu hans, Elínu, börnum, barnabörnum og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðj- ur. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR. Léttleiki og gleði geislaði af Hauki hvar sem hann fór. Það var alltaf stutt í dillandi hlátur- inn, góðlátlega grínið og um leið vináttuna. Við félagarnir höfum nú setið í kringum spilaborðið í hartnær hálfa öld og notið vin- áttu hver annars, sagt misgóða brandara og hlegið saman. Haukur var þar, eins og annars staðar, alltaf hrókur alls fagnað- ar. Við fráfall hans er höggvið stórt skarð í hópinn. Það heggur nærri okkur hverjum um sig og minnir á sinn hátt á hverfulleika okkar allra. Við jafnaldrarnir er- um jú komnir á eftirlaunaaldur, en erum misfljótir að viðurkenna það. Haukur hafði vit á því að hætta að vinna á skikkanlegum tíma og nýtti tímann sem hann fékk með fjölskyldu sinni og vin- um. Við spilafélagarnir nutum líka góðs af því enda varð það til þess að spilaklúbburinn var tíð- ari síðasta misserið en nokkru sinni fyrr. Við sáum þá ekki endalokin fyrir. Haukur og Ellý voru einstakir höfðingjar heima að sækja. Á fimm ára fresti var árshátíð spilaklúbbsins haldin hjá þeim og þá stóð ekki á veitingum sem þau höfðu lagt alúð sína í. Hvort það var Haukur eða Ellý sem eldaði vissum við aldrei en Haukur var ævinlega mættur með kokkasv- untuna um sig miðjan þegar bor- ið var á borð. Kærs vinar er sárt saknað. Við spilafélagarnir sendum Önnu, móður Hauks, Ellý, Ingunni Haf- dísi, Hafsteini Gunnari og fjöl- skyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Reynir Jónsson, Níels Guðmundsson, Guðmundur Ásgeirsson, Einar Stefánsson og fjölskyldur. Fallinn er frá góður félagi og samstarfsmaður til margra ára langt fyrir aldur fram. Við kynntumst Hauki þegar SH endurskoðun ehf. gekk til liðs við KPMG seint á síðustu öld með endurskoðendurna Svein Jónsson, Hauk G. Gunnarsson og Einar Ólafsson í broddi fylking- ar. Haukur náði strax góðu sam- bandi við okkur félagana sem töldum nauðsynlegt að stunda ýmsar og margbreytilegar tóm- stundaiðkanir utan vinnu. M.a. fórum við í veiðiferðir á sumrin og við stofnuðum klúbb sem kall- aðist AFM, annar föstudagur í mánuði, sem fól í sér að við hitt- umst annan föstudag í hverjum mánuði áður en við fórum heim eftir vinnu og gerðum eitthvað skemmtilegt. Eftir því sem árin liðu heltust sumir úr samstarfinu og hurfu til annarra starfa. Samt hittist þessi hópur alltaf öðru hverju í gegn- um árin með mislöngu hléi. Þá voru rifjaðar upp veiðisögur og ýmsir atburðir sem, þrátt fyrir ærsl og læti þegar þannig stóð á, fóru aldrei úr böndunum. Nú stóð til að fara að hittast aftur en þá barst allt í einu óvænt fregnin um andlát Hauks. Það tókst ekki að hittast í þetta sinn en minn- ingarnar hrannast upp. Haukur var einstaklega skemmtilegur í vinahópi og þessi dillandi hlátur hans sem alltaf lyfti upp stemmningunni bergmálar enn í eyrum okkar. Við vonumst allir til að geta farið með honum í lax- veiði þegar við hittum hann hin- um megin. Við félagarnir sendum eigin- konu og fjölskyldu Hauks okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng gleym- ist ekki. Blessuð sé minning hans. Aðalsteinn, Bernhard, Eyvindur, Geir Valur, H. Ágúst, Haukur, Heimir, Sigurþór og Stefán. Mætur vinur og samstarfs- maður til áratuga var á einu augabragði kallaður yfir móðuna miklu, öllum að óvörum. Enginn átti von á aðskilnaði á þeirri stundu. Haukur hafði átt við veikindi að stríða, en taldi sig vera kominn yfir það versta og bjartari tímar fram undan. Hauk hafði ég þekkt frá því hann var á barnsaldri. Foreldrar hans og föðurfjölskyldu þekkti ég vel og af góðu einu. Þau voru Vesturbæingar og sannir KR- ingar öll með tölu. Haukur hóf síðar störf á endurskoðunarstofu minni ásamt og með námi í við- skiptafræði í HÍ. Fljótlega kom í ljós að hann hafði góða hæfileika til starfsins. Hann var samvisku- samur, nákvæmur og sérlega tö- luglöggur. Hann var rólyndur, yfirvegaður og bjó yfir einstöku skapferli og jafnaðargeði, sem skapaði honum traust og virð- ingu samstarfsmanna og við- skiptavina. Haukur var fagmað- ur góður og starfaði sem löggiltur endurskoðandi allan sinn starfsferil. Haukur fékk knattspyrnu- bakteríu í vöggugjöf og sannkall- að KR-uppeldi. Annað félag kom aldrei til greina, nema bara Ars- enal í enska fótboltanum. Eftir að Haukur varð kvæntur, tveggja barna faðir með eigin og tímafrekan atvinnurekstur hafði hann líka tíma til að sinna áhuga sínum á KR. Hann var í stjórn knattspyrnudeildar félagsins á annan áratug og má með sanni segja að hann hafi stjórnað fjár- málum deildarinnar með góðum árangri á þessum árum. Síðar var hann kosinn skoðunarmaður ársreikninga KR og deilda fé- lagsins og gegndi því starfi þar til yfir lauk. Haukur var gæfumaður í sínu einkalífi. Hann og Ellý kona hans voru afar samlynd, glöð og ánægð með hvort annað, til- veruna og lífið. Ég og Elísabet eiginkona sendum Ellý og fjölskyldu, Önnu og systkinum Hauks okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng og einlæg- an vin gleymist ekki. Hans verður sárt saknað. Sveinn Jónsson. Við óvænt fráfall Hauks Gunn- arssonar kveðjum við starfsfólk KPMG góðan samstarfsmann, vinnufélaga og vin til tveggja áratuga. Haukur kom til starfa hjá KPMG þegar SH Endur- skoðun, sem hann starfaði hjá og var annar eigenda að, sameinað- ist KPMG rétt fyrir aldamótin. Við sameininguna varð hann einn af meðeigendum KPMG. Haukur lét strax til sín taka innan félags- ins sem starfsmaður og hluthafi. Hann hafði sterkar skoðanir á málefnum sem voru efst á baugi hverju sinni, var fylginn sér og rökfastur. Hans glaðlega yfir- bragð og eftirminnilegi hlátur smitaði út frá sér til samstarfs- fólks, sem líkaði návist hans. Haukur lét sig ekki vanta á mannfögnuðum félagsins og tók fullan þátt í þeim alla tíð. Haukur lét af störfum hjá fé- laginu fyrir tæpum tveimur ár- um síðan og þegar hann greind- ist skömmu síðar með krabbamein tókst hann á við veikindin af æðruleysi og með já- kvæðni að vopni eins og honum var einum lagið. Þannig minn- umst við hans nú þegar leiðir skilur. Við samstarfsfólk hjá KPMG sendum Elínu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hlynur Sigurðsson. Haukur Guðmann Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.