Morgunblaðið - 29.01.2021, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.01.2021, Qupperneq 23
Það er heiður og mikil gæfa að fá að kynnast góðu fólki á lífsleið- inni og fyrir það ber að þakka. Kynni af slíku fólki auðga og bæta líf manns, bæði meðvitað og ómeð- vitað. Óli var einn þessara gim- steina á lífsins vegi. Það eru ágæt lokaorð og góð lýsing á Óla. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Sigríður Ævarsdóttir. Frá bernsku hef ég átt því láni að fagna að koma reglulega á heimili Óla og Æsu. Þar var gott að vera. Hlýtt viðmót, rólegheit og húmor mætti manni í hverju skrefi. Alltaf var gott að koma til þeirra. Óli hefur nú kvatt en hann hélt ásamt Æsu sinni fallegt og gott heimili fram á síðasta dag, þá kominn á tíræðisaldur. Við Sigga höfum í gegnum tíð- ina brallað ýmislegt en löngum stundum höfðum við það notalegt heima hjá henni og lásum … og lásum … og lásum. Mikið var um bækur á heimilinu og bóklestur í hávegum hafður. Æsa bauð upp á smurt brauð og annað góðgæti í kaffitímanum sem mér fannst al- veg dásamlegt. Óli var mikið ljúfmenni og góð fyrirmynd sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast í gegn- um mína góðu vinkonu. Gaman var að spjalla við hann og alltaf var stutt í brosið. Ljúfmennska hans lifir, það sést á fjölskyldu hans. Elsku Æsa, Sigga, Sævar og fjölskylda, innilegar samúðar- kveðjur, minningin um góðan mann lifir. Hanna Ásgeirsdóttir. Það eru sennilega ekki margir sem hafa gengið jafnmörg fótmál fyrir Mál og menningu eins og hann Ólafur Þórðarson. Hann kom sem ungur bónda- sonur ofan úr Borgarfirði og réð sig í byggingarvinnu hjá Kristni E. þegar verið var að byggja stór- hýsi MM á Laugavegi 18. Eftir að byggingin var komin upp réð hann sig á lagerinn í kjallaranum sem hann hafði sjálfur unnið við að byggja. Leiðin lá upp á við og flestir Reykvíkingar þekktu hann sem Óla í Máli og menningu enda seldi hann þeim íslenskar bækur ára- tugum saman ásamt sínum góðu samstarfskonum. Þar safnaðist upp ómæld þekk- ing á útgáfusögu íslenskra bóka- forlaga fyrir daga alnetsins. Þessa þekkingu nýttu bókaútgefendur sér og aldrei var komið að tómum kofunum hjá Óla. Áratugum saman ræktaði hann gott samstarf við útgefendur hvort sem það voru ungskáld með sína (oft einu) bók eða útgefendur sem höfðu gert útgáfu að ævi- starfi. Öllum lá gott orð til Óla í MM fyrir sanngirni og liðleg sam- skipti. Það var gæfa mín að vera ráð- inn til MM 1979 og eignast Óla sem samstarfsfélaga í tvo áratugi. Af honum lærði ég þjónustulund, helst aldrei segja nei. Að fara á enda veraldar til að leysa úr marg- víslegum spurningum sem bóka- unnendur komu með í MM til að tryggja að svörin yrðu eftir allra bestu vitund. Sýna þolinmæði og hlusta á raunir bókaútgefenda í byrjun desember og oft gleðjast yfir góðum árangri í lok árs bara 24 dögum síðar. Að gleðjast eins og barn þegar einhver bókin tók óvænt sprettinn upp metsölulistana og rjúka í sím- ann til að hringja eftir hveri áfyll- ingunni á fætur annarri. Þá fylgdu þétt handtök útgefenda til Óla fyr- ir samstarf sem engan skugga bar á áratugum saman. Við lífslok vil ég þakka, bæði fyrir hönd sjálfs mín og bók- menntafélags Máls og menningar, gæsku og trúmennsku Ólafs Þórð- arsonar við íslenska bókaútgáfu og bóksölu. Árni Kr. Einarsson. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 ✝ Ingibjörg Sím-onardóttir fæddist 15. júní 1935 í Neskaup- stað. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 21. janúar 2021. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Björg Tómasdóttir frá Neskaupstað, f. 19.9. 1906, d. 1.9. 1991, og Símon Eyjólfsson frá Merkinesi í Höfnum, f. 3.11. 1912, d. 11.12. 1982. Systkini: Tómas, f. 1934, Helga, f. 1936, d. 1989, og Hilmar, f. 1937, d. 2016. Ingibjörg hóf fyrst búskap með Vilbergi Sveinbjörnssyni, f. 1920, d. 2014, á Seyðisfirði og eignaðist með honum tvo syni: Símon Hrafn, f. 1957. Eig- inkona Símonar er Inga Arna Heimisdóttir. Fyrri eiginkona hans var Anna Kristín Sverr- isdóttir, f. 1958. Börn þeirra eru: Eva, f. 1979, Ingibjörg María, f. 1990, og Sindri Otti, f. 1996. son, f. 1971. Þeirra börn eru: Ástrós Elísabet, f. 2002, Jóhann Máni, f. 2009, og Lilja Sól, f. 2011. Barnabarnabörn Ingibjargar eru orðin 12. Afkomendur eru því 31 talsins. Ingibjörg ólst upp í Gamla Lúðvíkshúsi í Neskaupstað og lauk gagnfræðaprófi þar eystra. Á sínum sokkabands- árum dvaldi hún m.a. hjá föð- urfólki sínu í Vestmannaeyjum og í Keflavík og sinnti þar ýms- um störfum. Einnig bjó hún í Reykjavík og vann m.a. á Al- þingi við þjónustustörf. Ingi- björg bjó lengst af í Neskaup- stað og vann ýmis hlutastörf ásamt því að búa fjölskyldu sinni gott heimili. M.a. vann hún á Fjórðungssjúkrahúsinu. Ingi- björg og Þorbergur voru mjög söngelsk og sungu lengst af í kirkjukór Norðfjarðarkirkju. Ingibjörg var um skeið formað- ur kórsins. Þau fluttu að Eir- hömrum í Mosfellsbæ árið 2011 og bjuggu þar síðustu árin. Útförin fer fam frá Fella- og Hólakirkju í dag, 29. janúar 2021, kl. 13. Streymt verður frá útförinni, stytt slóð: https://tinyurl.com/y3wojev9 Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Tómas Lárus, f. 1958, eiginkona hans er Hafdís Ár- mann Þorvalds- dóttir, f. 1959. Þeirra börn eru Guðrún Fönn, f. 1982, Páll Fannar, f. 1990, og Vilborg Fönn, f. 1993. Ingibjörg og Vil- bergur slitu sam- vistum 1958. Árið 1961 giftist Ingibjörg Þorbergi Sveinssyni húsasmíðameistara frá Barðsnesi við Norðfjörð, f. 1923, d. 2016. Börn þeirra eru: Berglind, f. 1961, eiginmaður Jón Valgeir Jónsson, f. 1954. Þeirra börn eru Þorbergur Ingi, f. 1982, Halldór Hermann, f. 1984. Sigurður Sveinn, f. 1963, eig- inkona Linda Sólveig Birg- isdóttir, f. 1965. Börn af fyrra hjónabandi með Judith Pamelu Tobin, f. 1965, eru Matthías Ingiberg, f. 1990, Hannah Rós, f. 1992, og Alexander, f. 1998. Sigrún, f. 1973. Eiginmaður hennar Ástþór Vilmar Jóhanns- Mamma okkar var mjög söngelsk, lífsglöð og félagslynd manneskja og vildi lifa lífinu lif- andi með öðrum og smitaði gleðinni út frá sér. Kaus að vera sólarmegin í lífinu. Gerði meira að segja uppvaskið að skemmt- an þar sem hún söng iðulega yf- ir pottum og leirtaui sem endaði með skínandi glans uppi í skáp- um. Á góðri stundu með sérrí og selskap með góðum vinkonum og vinum voru gæðastundir. Vinkonurnar eins og Erna Sæ- rún, Auður, Olga og fleiri fylltu oft Mýrargötuna með hlátra- sköllum. Drungi og depurð var ekki hennar og mátti ávallt sjá það í klæðaburði hennar sem lýsti upp tilveruna í kring, rós- ótt og mikil litagleði. Fyrir utan tónlistina og kór- störfin áttu búðir einnig hug hennar. Fátt fannst henni skemmtilegra en að kíkja í búðir og þá sérstaklega tuskubúðir/ fatabúðir sem nutu góðs af henni. Hún var fljót að velja, var ekkert að hangsa yfir hlut- unum. Hún gat verið hvatvís og hafði skoðanir á mönnum og málefnum og sagði alltaf sína meiningu og gat það stundum stuðað þá sem á hlustuðu, þá gripum við systkinin bara um höfuðið. Reyndist börnum sínum mjög vel og vildi allt fyrir þau gera og aðstoðaði eins og hún gat. Heimili þeirra Þorbergs var ávallt opið öllum, hvort sem það var á Mýrargötunni eða á Hlað- hömrum. Gestir voru ekki fyrr búnir að reka inn nefið í gættina en við blasti hlaðborð af kræs- ingum og þýddi þá ekkert að segjast vera nýbúinn að borða, það var ekki hlustað á svo lít- ilvægar afsakanir. Stundvísi var henni mjög mikilvæg. Ef búið var að tala um að sækja hana á vissum tíma þá var hún alltaf löngu tilbúin og það mátti ekki fara mínútu fram yfir ákveðinn tíma. Stóð með sinn staf og hatt, löngu tilbúin, óþreyjufull. Það hrutu margir gullmolar upp úr mömmu. Sem dæmi að eitt skiptið þegar Þorbergur kom úr sjóróðri, og kom heim með þorsk eins og vanalega, þá var Sigrún uppáhaldsfrænka í heimsókn. Var hún að svæfa Sigga bróður og segir þá mamma við Þorberg: „Þarftu alltaf að koma með það sama?“ „Hvað annað á ég að koma með af sjónum,“ segir Þorbergur þreyttur. „Geturðu ekki bara komið með svið af sjónum!“ Þá skellti Sigrún upp úr og vakti Sigga sem hún var að svæfa. Þess má geta að Sigrún frænka var mömmu mjög kær og okkur grunar að hún muni verða í móttökunefndinni efra. Þau systkinin Tommi frændi og mamma áttu mjög góðan og dýrmætan tíma nú seinni árin. Borðuðu reglulega saman, þar sem Tommi mætti með hráefnið sem hún meðhöndlaði og gerði að máltíð og áttu góða stund saman. Yfirleitt var um gamlan hefðbundinn norðfirskan mat að ræða sem þau kunnu að meta saman með góðum minningum sem meðlæti. Það er margs að minnast af svona litríkri persónu, blessuð sé minning ástkærrar móður okkar. Tómas Lárus Vilbergs- son, Hafdís Ármann Þorvaldsdóttir. Í dag kveðjum við elsku Ingu ömmu, stórkostlega skemmti- lega konu sem við systkinin vor- um svo heppin að eiga fyrir ömmu. Sem barn ríkti alltaf mikil tilhlökkun fyrir ferðunum austur í Neskaupstað að heim- sækja Ingu ömmu, og miklum tíma eytt þar. Allt var skemmti- legt með Ingu ömmu, hvort sem það var að leika með dúkkurnar, pússa silfrið eða fara með henni í vinnuna að skúra gömlu sím- stöðina. Við gætum skrifað langan texta um allar stórkostlegu stundirnar okkar saman í barn- æskunni og geymum margar góðar minningar sem gleðja hug og hjarta. Eftir að við systkinin uxum úr grasi sáum við aðrar hliðar á ömmu og áttuðum okkur enn betur á því hversu stórkostlega konu hún hafði að geyma. Ein- staklega lífsglöð og söngelsk, sterkur persónuleiki með ákveðnar skoðanir sem fengu óspart að flakka. Félagslynd, vinmörg og ávallt í nýmóðins klæðnaði. Mótlæti mætti hún sannarlega, sbr. alvarlegt slys og seinna meir alvarleg veikindi, en stormaði yfir það með lífs- gleðina að vopni. Það var sko lítið mál að mæta á kóræfingu á milli geislameðferða, þótt komin væri á áttræðisaldur. Við höfum sannarlega margt að læra af Ingu ömmu. Á seinni árum var yndislegt að koma í heimsókn í Mos- fellsbæinn og alltaf biðu kræs- ingar á borðum, ber þá helst að nefna hina frægu Baby Ruth- köku. Þar var spjallað um dag- inn og veginn, flett í gegnum myndaalbúm og hlustað á skemmtilegar og hressandi sög- ur frá uppvexti ömmu. Amma fylgdist vel með uppvexti okkar systkina og sýndi okkur, og seinna meir okkar börnum, allt- af áhuga, þó að höfin hafi oft á tíðum skilið okkur að. Við kveðjum með sorg í hjarta en uppfull af þakklæti fyrir öll árin okkar saman! Guðrún Fönn, Páll Fannar og Vilborg Fönn. Amma mín var óþrjótandi uppspretta gleði, lífsorku og krafts. Ég var uppáhaldið henn- ar ömmu og hún var mitt þótt mig gruni að við höfum öll verið uppáhald. Ég var svo heppin sem barn að fá að vera mikið með og hjá ömmu. Og það sem við höfðum gaman. Heimilið hennar og garður var ævintýraveröld sem öllum börnum var velkomið að kanna frá kjallara að búrskáp með við- komu í snyrtiskúffunni. Allt sem við gerðum var fullkomið hvort sem það var að endurraða í skápunum hennar, baka óætar skúffukökur, syngja eða dansa, greiða sér eða snyrta með því ógrynni af snyrtidóti sem hún átti. Rabarbarinn í bakgarðinum var alltaf í boði með sykurkrús til að dýfa í. Mæður okkar voru kannski ekki alltaf sáttar við kennslu- stund í varalitun eða sykurát af rabarbarastöngli. En við vorum alsæl. Sterk var amma og ákveðin og sætti sig ekki við hvað sem er. Kannski aðeins þrjósk og sagðist sjálf vera langrækin þó að ég hafi aldrei kynnst því. En þær hefðu fáar konurnar á þess- um tíma austur á fjörðum treyst sér til að rífa sig upp með tvo drengi og fara frá barnsföður sínum eins og hún gerði. Hún flutti aftur í föðurhús þar sem henni og drengjunum hennar var tekið opnum örmum inn í faðm samheldinnar fjölskyldu. Þegar hún svo eignaðist sitt eig- ið hús sem Þorbergur smíðaði fyrir hana var sama sagan þar. Allir velkomnir alltaf. Tengslin við ömmu minnkuðu þegar ég eltist og flutti burt en ég var svo heppin að geta end- urnýjað þau þegar ég flutti á Vesturlandið og hún í Mos- fellsbæ og eignaðist þá ekki ein- göngu ömmu aftur heldur líka vinkonu. Okkur ömmu fannst ægilega gaman að hittast. Við drógum fram fínu bollana ef við vorum að drekka kaffi, jólabollana ef sú árstíð var og fínu glösin úr Tékkkristal þegar við fengum okkur bjór, með glasamottum undir. Við hlustuðum á tónlist, sungum og slúðruðum örlítið. Hún elskaði ferðalög, kórinn sinn, fjölskylduna sína og fötin sín. Hún elskaði tónleika og tón- list, dans og skemmtanir, veisl- ur og glaum og gleði. Hún var lífsglöð og jákvæð og hlakkaði iðulega til einhvers sem átti eft- ir að gerast eða talaði af ánægju um eitthvað skemmtilegt sem hafði gerst. Hún sá hvað mest eftir í lífi sínu að hafa aldrei tekið bílpróf. Ég er reyndar hrædd um að ef hún hefði gert það hefðum við aldrei séð framan í hana heldur eingöngu séð á eftir henni á leið í eitthvert ævintýr. Amma lagði mikið upp úr því að líta vel út og vera móðins. Hún litaði alltaf á sér hárið, sagðist bara ekki geta hugsað sér að vera gráhærð. Þá væri hún eins og gömul kerling. Hún upplifði sig aldrei gamla hún amma. Hún vissi fram á síðasta dag hvað var móðins og hvað ekki og skammaði mig ef ég mætti ekki nógu vel tilhöfð til hennar. Ég gæti sagt endalausar sög- ur um hana, en kem þeim ekki öllum fyrir hér, heldur geymi þær í hjarta mínu. Ég er óend- anlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af hennar lífi. Ég er þakklát fyrir það að hún fékk að fara svona fljótt, þó að ég hefði viljað hafa hana mun lengur. Amma hefði aldrei sam- þykkt það að vera sjúklingur. Eva Símonardóttir. Inga var litríkur hluti af minni barnæsku og var gift Þor- bergi móðurbróður mínum, en þau bjuggu á Norðfirði þar sem ég ólst upp. Inga og Þorbergur bjuggu á Hlíðargötu 16 á neðri hæðinni en amma og Þórður frændi bjuggu á efri hæðinni. Það er svo margs að minnast og erfitt að gera upp á milli allra þeirra minningabrota sem fylla hugann þegar ég hugsa til Ingu. Nestið sem við krakkarnir feng- um hjá henni í berjamó var dásamlegt, heimabakað vínar- brauð með bleiku glassúri, eng- inn gaf okkur betra nesti en Inga. Oftar en ekki var lítið um berjatínslu heldur nutum við náttúrunnar og nestisins. Inga elskaði jólin og naut sín í undirbúningnum, ég man jóla- boðin með smákökum, spila- mennsku við frændsystkinin í Matador eða veiðimann og full- orðna fólkið í vist. Ef jólaboðið var á efri hæðinni gátum við börnin farið á neðri hæðina og ólmast á meðan fullorðna fólkið spjallaði eða spilaði. Þegar kom að afmælisveislum barna hennar var hún í essinu sínu og bakaði af hjartans list. Það var einfald- lega gott að vera barn í kring- um Ingu og ég naut þess. Inga hafði alla tíð gaman að söng og hafði fallega sópran- rödd þau hjónin sungu bæði í um áratuga skeið í kirkjukórn- um sem var einn af þeim hlutum sem tengdi þau saman sem hjón. Oft mátti heyra í þeim syngja saman heima við og fannst mér það alltaf ótrúlega fallegt. Þegar þættir í Ríkisút- varpinu eins og Óskalög sjó- manna og Lög unga fólksins hljómuðu tók Inga oftar en ekki undir af hjartans list með rúllur í hárinu og fallega slæðu yfir á meðan hún sýslaði í eldhúsinu. Þegar dansleikir og skemmt- anir voru í bænum naut hún þess að vera með enda mjög fé- lagslynd kona og þá klæddi hún sig í sitt fínasta skart og þau hjón bæði. Hjónabandið var gott og voru þau samhent hjón, þau Inga og Þorbergur. Hún var glæsileg kona og alltaf fallega klædd og hafði gott auga fyrir fallegum hlutum og samsetningu lita. Heimili þeirra hjóna var alltaf svo fallegt og gott að koma þar inn. Inga var trúuð kona og án þess að vera með guðsorð á vörum þá var maður var við þessa trúarlegu vissu sem hún bjó yfir. Inga kynntist erfiðleik- um lífsins eins og aðrir og hún tók þeim með jákvæðni og trú á það góða, það þýddi ekkert að gefast upp, heldur hélt hún áfram og gerði það besta úr hlutunum. Inga var ákveðin í skoðunum á menn og málefni og lét það óspart í ljós sem kom sér stund- um illa því það voru auðvitað ekki alltaf allir sammála henni. Hún hafði ákveðna sýn á móð- urhlutverkið sem hafði verið hennar aðalstarf á ævinni með 5 börn og hún hélt sínum skoð- unum á lofti án nokkurs hiks. Eftir að þau fluttu suður og heilsan var farin að daprast hjá Þorbergi bjuggu þau í þjón- ustuíbúð í Mosfellsbæ. Börn Ingu og barnabörn eiga hrós skilið fyrir að hlúa svo vel að þeim hjónum á lokasprettinum. Ég kveð yndislega konu sem gaf svo fallega af sér til samferða- manna sinna og trúi því að hún sé komin í sumarlandið innan um fólkið sitt sem farið er. Börnum hennar og barnabörn- um og öllum ættingjum sendi ég mínar hugheilu samúðarkveðjur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Margrét Elíasdóttir Föðursystir okkar, Ingibjörg Símonardóttir, er látin 85 ára að aldri. Inga frænka var alltaf góð heim að sækja og minnumst við systurnar notalegra heimsókna á Mýrargötuna þegar við dvöld- um að sumarlagi hjá afa og ömmu á Norðfirði. Þar voru góðar veitingar á boðstólum á fallegu heimili og skemmtilegar sögur sem hún sagði okkur systrum, bæði þá og síðar. Inga frænka kom líka oft við á æskuheimili okkar í Kúrlandi 7. Hún og móðir okkar, Anna Sigurbergsdóttir, voru miklir mátar og töluðu reglulega sam- an í síma og það voru ekki stutt símtöl. Þær höfðu líka gaman af því að fara saman í búðir, en Inga frænka átti iðulega erindi í verslanir þegar hún kom til Reykjavíkur enda mjög smart og alltaf vel tilhöfð. Það var ómetanlegt að vera með Ingu á ættarmóti í Nes- kaupstað síðastliðið sumar. Hún rifjaði upp sögur af fjölskyld- unni og lífinu á Norðfirði í gamla daga. Inga sagði skemmtilega frá og gat verið mjög hispurslaus. Við nutum sannarlega samvistanna við hana á ættarmótinu en einnig hefur verið mjög ánægjulegt að fá hana í afmæli barna okkar undanfarin ár. Inga átti marga afkomendur sjálf, var stolt af þeim og mátti vera það enda glæsilegur hópur. Inga var óspör á að deila sinni miklu lífs- reynslu og miðla góðum ráðum varðandi uppeldi og lífið al- mennt. Þau systkinin, hún og faðir okkar Tómas, hittust reglulega síðustu misserin og borðuðu saman. Hann fór oft til hennar á laugardögum og leyfði okkur systrum að heyra hve mikill listakokkur hún Inga systir var. Við getum vissulega tekið undir það og er það minnisstætt þegar hún kenndi okkur að elda hafra- graut, þar var hvergi slegið af í nákvæmni og kröfum. Við kveðjum Ingu frænku með hlýju í hjarta. Minning um góða konu lifir. Sigríður Björg og Berglind María Tómasdætur. Ingibjörg Símonardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.