Morgunblaðið - 29.01.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 29.01.2021, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 kalla það. Þú fórst á milli hugs- ana og reyndir allt til að flýja þann líkama sem þú varst bundin við. Í eitt skiptið fannst þér að móðir þín væri að taka yfir lík- ama þinn svo þú hefðir meiri stjórn á honum og við þær hugs- anir breyttir þú Ásdísarnafni þínu yfir í Ásta Dís, en ég reyndi að hjálpa þér frá þeirri hugsun. Þegar þú svo ákvaðst að vera karlmaður í fyrra, þá vissi ég að þú hefðir orðið fyrir mörgum áföllum sem gerði það að verkum að þú valdir að flýja líkamann aft- ur og þess vegna breyttir þú nafninu í Blær. Ég var í daglegum samræðum við þig, og samþykktir þú að ég og bræður þínir mættu kalla þig Ásdísi. Kvöldið sem þú kvaddir samdi ég ljóð um þig sem mér finnst passa þér og þínum hugs- unum um lífið. „Think Pink Positive, líkaminn er mér mein, hvað er það sem segir mér að líkaminn sé það sem ég er? Móðir þú ert alltaf hér, hvað er það sem ég sé? Móðir og faðir, það sem þið hafið gefið mér er nú hjá mér. Sál sem er nú hrein og gefur það sem ég alltaf kveið, því sem kom frá ykkur varð ég heims- ins betri af, ég þakka það sem þið styrktuð mig með.“ Með þessum orðum kveð ég þig, mín kæra andlega systir Ás- dís Jenna, með þeim orðum sem þú hélst þér uppi með. Think Pink Positive. Megi ljósið vísa hinn rétta veg. Þín Júlíana Torfhildur. Baráttukonan Ásdís Jenna Ástráðsdóttir er fallin frá, aðeins liðlega fimmtug að aldri. Með henni er horfin ein djarfasta kona sem ég hef kynnst á ævinni. Þrátt fyrir mikla og erfiða fötlun allt frá fæðingu gaf hún hvergi eftir og tókst að lifa innihaldsríku lífi. Baráttuviljinn fylgdi henni alla ævi og tókst henni með ólíkindum að gera sig gildandi, ekki síst með aðstoð tölvutækninnar sem hún náði góðu taki á. Kjarkur hennar og ákveðni hreif þá sem til þekktu. Ásdís gekk menntaveginn og námið lá vel fyrir henni. Hún var ötul í að berjast fyrir rétti fatl- aðra og kom skoðunum sínum og reynslu á framfæri. Þó enn sé víða pottur brotinn hefur margt verið bætt til hins betra, ekki síst fyrir baráttu Ásdísar Jennu. For- eldrar hennar, Ástráður B. Hreiðarsson læknir og Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og síðar alþingismaður, voru hennar bestu stuðnings- menn, en Ásta féll frá árið 1998. Andlegur ákafi Ásdísar var eftirtektarverður. Hún fylgdist vel með tækninni og tileinkaði sér það sem henni hentaði. Tölv- an varð hennar helsta samskipta- tæki. Hún átti erfitt með að tala svo aðrir en hennar nánustu skildu en tjáði sig með ýmsum öðrum hætti, aðallega þó með því að nota sér tölvutæknina. Þó að hún hefði ekki not af höndunum við skrifin gekk henni vel að tjá sig í tölvunni, aðallega með því að smella í góm þegar bendillinn kom á réttan staf. Þetta kom henni auðvitað að miklum notum við námið. Hún tók stúdentspróf í Menntaskólanum við Hamrahlíð og síðar BA-próf í táknmálsfræði við Háskóla Íslands. Síðar á æv- inni bætti hún við sig fleiri fög- um. Ásdís orti fjölda ljóða og í mörgum þeirra kom kjarkur hennar og bjartsýni vel fram. Ég elska að lifa Lífið er dásemd Andinn í okkur deyr aldrei Hann lifir um eilífð Þegar Ásdís komst á fullorð- insár stofnaði hún heimili í fal- legu húsi í Kópavoginum ásamt eiginmanni sínum, Kevin Krist- ófer Oliverssyni, og móður hans. Hjónabandið bar ávöxt og sonur- inn, Adam Ástráður, kom í heim- inn árið 2011. Skömmu fyrir andlátið skipti Ásdís Jenna um nafn. Hún var alla tíð mjög leitandi og opin og þar kom að hún ákvað að breyta nafni sínu. Fyrir valinu varð nafnið Blær Ástríkur Stefán. Vonandi fyrirgefst mér að ég noti hennar gamla nafn í þessum kveðjuorðum. Blessuð sé minn- ing Ásdísar Jennu. Sigurveig Jónsdóttir. Dísin mín/Blær, er ég hugsa til þess dags eins og það hafi skeð í gær hafðir þú áhrif á mitt líf. Við kynntumst í febrúar árið 1999 á síðustu öld eins og við hlógum stundum að og vann ég hjá þér í sjö ár. Á þeim tíma fór ég í nám í þroskaþjálfun þar sem umræður okkar höfðu áhrif á námsval mitt og mun ég aldrei sjá eftir því. Vorum alltaf í sambandi í gegn- um FB og einnig á kaffihúsi eða heima hjá þér. Er þú leitaðir til mín á þessari öld og baðst mig um aðstoð með NPA (notenda- stýrða persónuleg aðstoð) var ég að sjálfsögðu tilbúin að aðstoða þig þar sem mér hefur alltaf þótt mjög vænt um þig og var mjög ánægð með að þú hefðir loksins fengið þá þjónustu sem allir í þín- um sporum eiga rétt á. Við áttum margar góðar samræður og lang- ar mig að minnast á er þú sagðir mér að þinn draumur væri að gifta þig og eignast barn. Þá sagði ég við þig: draumar geta ræst og þeir gerðu það, þú giftist í ágúst 2009 honum Kevin þínum og þið eignuðust yndislegan dreng, Adam, í ágúst 2011. Ef- laust væru okkar kynni efni í heila bók en það eru sameiginleg- ar minningar okkar þar til við hittumst næst. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ég enda þessa minningu mína á orðum hennar/hans: „Eins og alltaf hugsið bleikt, blátt, grænt, jákvætt, elskið, lifið lífinu bros- andi!“ Innilegar samúðarkveðjur til Kevins, Adams og fjölskyldu hennar/hans. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum, hugur okkar er hjá ykkur. Þín álfkona, Elsa Eiríksdóttir Hjartar og fjölskylda. Elsku besti Blær minn. Við kynntumst á Reykjalundi sumar- ið 1994. Ég gleymi því aldrei þeg- ar ég sá þig í fyrsta skipti. Þú geislaðir af lífsgleði þrátt fyrir að vera í einum stærsta rafmagns- hjólastól sem ég hef séð og tjáðir þig í gegnum litla tölvu. Þegar þú komst inn í líf mitt var ég ekki á góðum stað í lífinu. Mér leið mjög illa andlega og lík- amlega. Ég gat ekkert bjargað mér sjálf, gat ekki talað né gengið og mér fannst útlitið ekki bjart. Þegar ég kynntist þér talað- irðu mikið um það að þú værir með þrjú markmið í lífinu en þau voru að eignast kærasta, flytja að heiman og fara í háskóla. Þetta greip ég á lofti og þú gafst mér einhvern aukakraft og varst fyr- irmynd mín í öllu eftir það. Ég skyldi sko ekki gefast upp á lífinu þó svo að mig langaði mikið til þess. Fyrst þú gætir haft þessi há- leitu markmið gæti ég nú alveg gert það sama og þú. Við brölluðum margt saman á Reykjalundi. Ég gleymi því seint þegar við hengdum skilti aftan á hjólastólana okkar og á því stóð „það er allt í lagi með hausinn á okkur“ og svo brunuðum við um alla gangana. Eins þegar þú keyrðir yfir mömmu á stólnum þínum og vá hvað við hlógum, ég hef aldrei séð mömmu hoppa jafn hátt til að forða sér. Eftir Reykjalund héldum við vinskap og gat ég alltaf leitað til þín með allt. Þú náðir öllum markmiðum þínum; þú eignaðist kærasta, fluttir að heiman og kláraðir háskólanám. Mér varð oft hugsað til þín þegar mig vant- aði kjark og þor til að fram- kvæma eitthvað, þá spurði ég mig sjálfa gjarnan að því hvernig Blær myndi gera þetta. Ég var mjög upp með mér þegar þú baðst um mig sem þinn ráðgjafa hjá NPA-miðstöðinni. Þú vildir hafa mig með þér í liði. Þá fyrst fannst mér ég geta borg- að til baka allt sem þú gerðir fyrir mig á Reykjalundi. Skilaboðum bæði í gegnum síma og tölvupóst fjölgaði ört og bætti það sam- bandið á milli okkar elsku Blær minn. Ég hef alltaf dáðst af elju þinni og krafti elsku Blær minn, þú lást aldrei á skoðunum þínum og gast látið heilu bæjarfélögin heyra það ef þér fannst þörf á. Ég veit að þú fékkst góðar móttökur í Sumarlandinu. Hugur minn er hjá fjölskyld- unni þinni. Þín vinkona, Pála. Elsku Blær okkar. Þegar við, Tabúsystur þínar, hittumst til þess að minnast þín eftir að þú kvaddir lá í loftinu mikil sorg yfir því skarði sem þú skilur eftir meðal okkar en um leið þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur og lagðir af mörkum til baráttu fatl- aðs fólks á Íslandi. Þú varst sterk baráttumanneskja og tókst þér pláss á ólíkum sviðum samfélags- ins, án þess að afsaka þig, og bjóst þannig til pláss fyrir okkur. Þú varst okkur mikilvæg fyr- irmynd þegar við vorum að alast upp en fatlað fólk var svo ósýni- legt í samfélaginu og gátum við því lítið speglað okkur í fólki sem bjó við sambærilegan veruleika og við. Við þekktum þig ekki allar persónulega sem börn en vissum allar hver þú varst. Þú varst óþreytandi við að ryðja brautina og sýna okkur að við eigum fram- tíð. Ljóðin þín færðu hug okkar og hjarta rödd og orð yfir fötl- unarreynslu okkar, sem oft er svo erfitt að koma orðum að. Hindranirnar á vegi þínum í gegnum lífið voru ófáar en það var stundum eins og þú sæir þær ekki. Þú óðst áfram og gerðir kröfu um jöfn tækifæri til tjáskipta, sjálfstæðs lífs, menntunar, að- gengis og foreldrahlutverksins. Það var samt ekki alltaf auðvelt og dáumst við að þrjósku þinni og eldmóði enda gafstu aldrei drauma þína upp á bátinn. Þú varst óhræddur við að leita ráða hjá öðru fötluðu fólki en á sama tíma óspar á hvatningu, ráðlegg- ingar og leiðbeiningar fyrir fólk í sambærilegri stöðu. Rétt áður en þú kvaddir hélstu þétt utan um eina Tabúsystur sem var á leið í aðgerð og leiðbeindir annarri um hvernig ætti að setja fagfólki með fordóma mörk í tengslum við for- eldrahlutverkið. Elsku baráttubróðir okkar. Takk fyrir að kenna okkur að hrista af okkur skömm og vera stoltar fatlaðar manneskjur. Nærvera þín skilur eftir stórt skarð en við munum leggja okkur fram um að heiðra minningu þína með því að gefa engan afslátt af réttlætinu og biðjast ekki afsök- unar á neinu. Ég elska fugla fuglarnir geta flogið ég get ekki flogið fuglarnir geta sungið ég get sungið fuglarnir syngja með mér. Ég elska mennina mennirnir geta gengið ég get ekki gengið mennirnir geta sungið ég get sungið mennirnir syngja ekki með mér. Blær Ástríkur Ástuson Ást- ráðsson, við vottum elsku syni þínum, maka, fjölskyldu, vinum og öðru samferðafólki okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd feminísku fötlunar- hreyfingarinnar Tabú, Freyja Haraldsdóttir, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir. Hugrekki, æðruleysi, kjarkur, að gefast aldrei upp sama hvað á móti blæs er það sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég kveð kæra frænku mína Ásdísi Jennu. Blær Ástríkur var karlkynsnafnið sem hún kenndi sig við undir það síð- asta. Ég hugsa fyrst og fremst um hana sem fallega sál, brautryðj- andi fyrirmynd okkar sem áttum samleið með henni. Þess vegna segi ég hún. Það er grípandi að kynnast minningabrotum henn- ar. Hvernig líður manneskju sem hefur heila hugsun, en er innilok- uð í fjölfötluðum líkama, á allt sitt líf undir hjálp annarra? Ég kynntist henni fyrst að ráði þegar fjölskylda hennar fluttist heim frá Danmörku. Þá var hún oft hjá föðurafa sínum og ömmu, tví- burasystur móður minnar. Þau, eins og öll fjölskylda hennar, voru óþreytandi að umvefja hana kærleika, þjálfa hana líkamlega, styrkja hana andlega og kenna henni. Það kom líka í ljós að hún var góðum gáfum gædd, hafði heila hugsun og mikla námshæfi- leika. „Ég hugsa eins og þið“ er nafnið á ljóðabók hennar sem hún gaf út þegar hún var 19 ára. Lífshlaup hennar einkenndist af baráttu fyrir réttindum fatl- aðra. Þar fetaði hún í fótspor mömmu sinnar, sem einnig kvaddi þennan heim langt um aldur fram. Hún tók stúdentspróf frá MH eftir erfiðan feril í grunn- skóla, þar sem henni fannst hún mæta litlum skilningi. Leiðin lá svo í háskólann. Þar lauk hún prófi í táknmálsfræði og stundaði laganám. Hugur hennar var frjáls. Annar heimur var opinn fyrir henni og huglæg samskipti við lífs og liðna voru henni eðli- legur hluti af lífinu. Handanheim- inn kallaði hún hann. Þangað leit- aði hún þegar erfiðleikar jarðlífsins voru henni of þung- bærir. Til að hjálpa öðrum þrosk- aði hún miðilshæfileika sína. Stóra kraftaverkið í lífi hennar voru eiginmaðurinn Kevin og sonurinn Adam. Yndisleg fjöl- skylda full af kærleika og um- hyggjusemi. Með hjálp Ástráðs pabba hennar og Önnu stjúpmömmu hennar hefur fjölskyldulífið gengið vel. Bræðurnir hafa ómælt lagt sitt af mörkum. Báðir eru læknar. Yngri systur hennar eru sem systur Adams. Ég og fjölskylda mín vottum þeim öllum dýpstu samúð. Hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir allt það sem hún hefur kennt mér. Blessuð sé minning hennar. Ásta Valdimarsdóttir. ✝ SigurðurGreipsson (Siggi) fæddist 1. ágúst 1949. Hann lést á heimili sínu í Danmörku 20. jan- úar 2021. Foreldrar hans voru Margrét Jóns- dóttir, f. 26. júní 1914, d. 9. nóv- ember 1995, og Elís Greipur Sveinsson, f. 16. ágúst 1911, d. 8. október 1971. Systir hans var Ragnheið- ur Líndal Hinriksdóttir (Gógó), f. 18. júlí 1936, d. 7. apríl 2006. Sigurður kvæntist Kolbrúnu Kristinsdóttur árið 1970. Þau slitu samvistir. Sonur þeirra er Greipur Gísli, f. 2. júlí 1970, og hans sonur er Anton Hrafn, f. 1. desember 2006. Síðari eiginkona hans var Lotte Greipsson, d. júní 2012. Siggi og Lotte héldu heimili á Ís- landi um árabil en komu sér svo fyrir á notalegu heimili í Greve í Danmörku sem Siggi hélt eftir hennar dag. Siggi ólst upp hjá foreldrum sínum í Stórholti 22 í sambýli við systur sína, mág og þeirra börn auk þeirra sem leigðu í kjallaranum en það var líf og fjör í Stórholtinu í þá daga enda fluttist hann ekki að heim- an fyrr en rúmlega tvítugur er hann stofnaði sitt eigið heimili með Kollu og Greipi á Víðimel í Reykjavík. Þaðan héldu þau svo til Vestmannaeyja þar sem Siggi starfaði hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Siggi var mennt- aður líffræðingur og fór utan til Edinborgar að ná sér í mast- ersgráðu í örverufræðum er hann var um þrítugt. Síðustu starfsárin vann hann í Hollustuvernd ríkisins uns hann varð óvinnufær af völdum MS- sjúkdómsins. Útför Sigurðar Greipssonar verður gerð í dag, 29. janúar 2021, klukkan 12.00, frá kirkj- unni í Greve og verður hann lagður til hinstu hvílu við hlið Lotte konu sinnar. Nú þegar lífsbókinni hans Sigga okkar hefur verið lokað streyma minningarnar fram, ljúf- ar og ljósar, umvafðar húmor enda drengur góður sem aldrei lét styggðaryrði falla um nokk- urn mann. Ekki varð hann bitur þótt lífið hafi snemma þyngt hon- um byrðar heldur gerði sér far um að finna í þeim litbrigði til að gera lífið bærilegra. Hann var frændi okkar, vinur og uppeldisbróðir. Við áttum skjól í Stórholti 22. Þar slitum við barnsskónum. Holtin voru barn- mörg á þessum árum, umhverfið allt eitt leiksvæði að Steinó og Klambratúni sem þá var allt í skurðum, kjörinn stríðsvettvang- ur, enda oft stríð milli gatna. Er eitt slíkt stríð var í uppsiglingu voru þeir vinirnir Siggi og Þór- leifur ásamt Guðbjörgu að passa bróður Þórleifs. Ótækt var að hafa þann stutta með í stríðið svo Siggi stakk upp á því að koma honum á meðan í öruggt skjól bak við olíutankinn því þar gæti hann sig hvergi hrært. Uppátæk- in voru mörg, t.d. töluðu þeir vin- irnir saman með því að setja loft í kinnarnar og kreista þær hægt og virtust skilja hvor annan full- komlega. Þeir félagar ásamt Hadda með hasarblöðin á Roy Rogers í Aust- urbæjarbíói á sunnudögum. Bíó- dagar Friðriks Þórs um þennan kafla lífsins er gersemi enda tek- in upp í næsta húsi við okkur. Milli Sigga og Gógóar systur hans var einstakt samband sem einkenndist af ástúð, kærleika og vináttu. Þolinmæði Sigga gagn- vart litlu systurdætrunum var takmarkalaus. Hann sótti þær hjólandi á leikskólann í Óháða söfnuðinum, með aðra á stöng og hina á bögglabera. Dró þær um á sleða og kenndi þeim ýmsa leiki eins og saltað brauð, eina krónu og brennibolta. Hann var óþreytandi við að sýna töfrabrögð þar sem hann gleypti tyggjó eða krónupening og töfr- aði svo út í gegnum hin ýmsu lík- amsop. Hann lagði sig allan fram og fyrir ein jólin alveg sérstak- lega þegar hann bjó til húsgögn í litla dúkkuhúsið þeirra úr eld- spýtustokkum sem hann hafði safnað. Hann gerði borð og kommóður sem hann klæddi með tekklituðu sjálflímandi plasti. Þessu raðaði hann á pappaspjald og festi með teygjum svo þetta var alveg eins og út úr búð. Þvílík hamingja! Eins og jólahaldið var í föstum skorðum í Stórholti 22 þá voru uppátæki Sigga líka með sama sniði ár eftir ár og þeirra beðið með mikilli eftirvæntingu. Leik- tilburðirnir með möndlu í kinn voru óborganlegir sem og svip- urinn sem fylgdi í kjölfarið þegar mandlan kom úr annars munni. Hann vaskaði bara upp á að- fangadagskvöld til að komast sem fyrst í pakkana en jólin færðu Sigga í barnið, kannski var það bara fyrir okkur sem yngri vorum en hvort heldur sem var er sá gulls ígildi sem skapar slíkt fyrir aðra. Siggi lærði snemma á gítar, fékk rafmagnsgítar á unglingsár- um og herbergið hans fylltist af félögum með sama áhugamál og brilljantín í hári sem sungu Puff the Magic Dragon og sem hann reyndar söng í heila viku á bíl- ferðalagi með ömmu á Reynistað, enda spurði hún: „Kanntu ekki eitthvert annað lag Siggi?“ Þá pírði hann augun og hló hátt og snjallt. Hér hefur aðeins verið tiplað á minningasteinum bernsku- og unglingsára okkar með Sigga þótt samferðin sé lengri. Hann var tryggur, hringdi reglulega til að halda tengsl, taka stöðuna og gantast. Minningasjóðurinn því orðinn stór, okkar gleðitankur. Við lútum höfði og þökkum allt og allt. Ástvinum hans vottum við ein- læga samúð. Guðbjörg, Hinrik, Jóna Ágústa, Margrét Elín og Óli Guðmundur. Sigurður Greipsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.