Morgunblaðið - 29.01.2021, Side 28

Morgunblaðið - 29.01.2021, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 ✝ Valtýr Eyjólfs-son fæddist á Lambavatni, Rauðasandi í Rauðasandshr. 11. júní 1930. Hann lést 14. janúar 2021 á Hrafnistu Hafn- arfirði. Foreldrar Val- týs voru hjónin Sveinn Eyjólfur Sveinsson, kennari og vélstjóri, f 14. okt. 1885, Lambavatni, Rauðasandi, d. 14. okt. 1941 og Vilborg Torfadóttir húsmóðir, f. 5. júní 1896, Kolls- vík í Rauðasandshr., d. 12. sept. 1987. Bræður Valtýs: Tryggvi Eyjólfsson, f. 19. sept. 1927, d. 30. júlí 2017 og Gunnar Eyjólfs- son, f. 23. sept. 1936. Uppeldis- og frændsystkini Valtýs: Magn- ús Torfi Ólafsson, f. 1923, d. 1998, Sveinn Ólafsson, f. 1925, d. 2010, Halldóra Sigrún Ólafs- dóttir, f. 1926, d. 2007, Ólafur Guðmundsson, f. 1923, d. 2017. Valtýr giftist 2. apríl 1955 Ar- dísi Guðrúnu Kristjánsdóttur, f. á Heimabæ, Hvallátrum í Rauðasandshr. 14. apr. 1931, d. 22. feb. 2020. Foreldrar Ardísar voru hjónin Kristján H. Sig- mundsson bóndi, f. á Hvalskeri, Patreksfirði, 6. sept. 1889, d. 4. mars 1997, Valtýr Þórður, f. 17. maí 1999. Sonur Sivjar: Ásgeir D. Sæmundsson, f. 31. ág. 1984. Sambýliskona Ásgeirs: Auður Sigurkarlsdóttir, f. 1989. Börn: Baldur og Kristín, f. 2020. 3) Bylgja, f. 30. maí 1966, í sambúð með Jóhanni Sigurþórssyni, f. 22. feb. 1965. Börn Bylgju og Jó- hanns: Ragnheiður, f. 29. des. 1989 og Óskar Daði, f. 14. sept. 1995. Sambýliskona Óskars: Þorgerður Brá Traustadóttir, f. 1995. Valtýr ólst upp á Lambavatni en var einn vetur í Núpsskóla í Dýrafirði 1945-46. Fór eftir það til sjós og sigldi meðal annars til Evrópu og Bandaríkjanna. Lauk vélvirkjanámi í Vélsm. Héðni 1957, sveinsprófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík og vélstjóra- prófi frá Vélskóla Íslands 1960. Valtýr var vélstjóri hjá Jöklum 1960-66. Starfaði um tíma hjá Skeljungi en hóf 1968 störf hjá ÍSAL og vann þar á vélaverk- stæðinu þar til hann fór á eft- irlaun. Sjómennskan og sjórinn áttu hug Valtýs alla tíð og í mörg ár gerði hann út frá Hafn- arfirði trilluna Undínu með Gunnari bróður sínum. Valtýr og Ardís fluttust 1963 í Garða- bæ og bjuggu þar en fluttu á Hrafnistu Hafnarfirði í mars 2019. Útför Valtýs fer fram frá Ví- dalínskirkju 29. janúar 2021 klukkan 11. nóv. 1976 og Sigríð- ur Eggertsdóttir húsmóðir, f. á Heimabæ, Hval- látrum í Rauða- sandshr. 12. okt. 1900, d. 17. nóv. 1981. Börn Ardísar og Valtýs eru: 1) Eyj- ólfur Vilbergur, f. 3 ág. 1955, kvæntur Ludene Valtýsson, f. 29. jan. 1967. Börn þeirra: Thomas Valtýr, f. 23. júní 2000 og Ardís, f. 20. maí 2005. Dóttir Ludene: Heibri-Ann Hendricks, f. 1984. Hún á þrjá syni. Fyrri kona Eyjólfs er Guðrún Matt- híasdóttir, f. 3. jan. 1959. Dætur þeirra: Tinna, f. 24. sept. 1980, Hrafnhildur, f. 25. mars 1984, í sambúð með Einari Hallgríms- syni, f. 1985, og Bryndís, f. 2. sept. 1989, í sambúð með Rúnari J. Hermannssyni, f. 1987. Sonur: Kári, f. 15. sept. 2016. Dóttir Rúnars: Ásdís Björk, f. 2010. 2) Sigurður Heiðar, f. 30. júní 1962, í sambúð með Siv Elísa- beth Sæmundsdóttur, f. 2. júlí 1960. Synir Sigurðar og Sivjar: Andri Rúnar, f. 15. maí 1989, í sambúð með Petru R. Rúnars- dóttur, f. 1993. Dóttir: Katla Rán, f. 2020. Frank Heiðar, f. 31. Strjál eru laufin í laufsölum trjánna, blika, hrapa í haustkaldri ró. Virðist þó skammt síðan við mér skein græn angan af opnu brumi. (Snorri Hjartarson) Þau hafa verið að tínast burt eitt af öðru Lambavatnssystkinin og með þeim fer mikið af sögun- um um fólkið sem ól aldur sinn í vestustu byggðum Íslands á öld- inni sem leið, en margar eiga þó eftir að lifa. Þökk sé fróðleiksfús- um og framsýnum sagnamönnum eins og Valda frænda, hann hafði yndi af því að segja sögur og á seinni árum sat hann við og skráði endalausar sögur af sínu fólki, sló inn í tölvu ótal sendibréf foreldra sinna og annarra ættmenna, orð fyrir orð. Margar sögur mundi hann sjálfur, en aðrar fiskaði hann upp frá samferðamönnum, vinum og ættingjum. Hversu mik- ils virði það verk er allt saman mun koma í ljós þegar fram líða stundir, en við sem höfum notið sagnanna gegnum tíðina vitum að þær eru uppistaðan í okkar eigin lífsvef. Þær tengja okkur við haf- ið, fjallið og rauðan sand. Þær gæða lífi minningu forfeðra og formæðra, opna augu okkar fyrir þýðingu gjöfullar náttúru við Breiðafjörðinn, í fjöru og til fjalls, eggin bjarginu og jurtirnar gilja- skorunum. En þær gera okkur líka meðvituð um hvers virði menningin var í uppeldi barnanna á Lambavatni. Við vitum hvernig útvarpið opnaði þeim dyr að mannlífinu úti í hinum stóra heimi og kallaði þau til mennta og á vit ævintýra í fjarlægum löndum. Við vitum hvers virði það var að geta grafið sig í bækur sem veittu þeim andlega næringu í bland við verk- þekkingu ýmiskonar, því bækurn- ar á Lambavatni komu víða að og fjölluðu um allt milli himins og jarðar; þar voru Íslendingasögur í bland við Skytturnar þrjár, Kapít- ólu og danska rómana, sögur af landafundunum miklu í bland við fjölbreyttar kennslu- og hand- bækur, t.d. Lommebog for mek- anikere og grundvallarrit í veður- fræði. En minningin um Valda frænda snýst samt fyrst og fremst um hlýja nærveru, létta lund og trausta vináttu hans og Öddu við foreldra mína, að ógleymdum hans lágstemmda en hárfína húm- or. Hann hafði einstakt lag á að kitla hláturtaugarnar og innra með honum sjálfum kraumaði jafnan hlátur meðan hann spann af fingrum fram sögur af mönnum og málefnum. Þau eru ótal mörg dýrmætu augnablikin sem birtast fyrir hugskotssjónum á kveðju- stund, enda tengslin milli fjöl- skyldnanna náin og ævinlega stutt á milli húsa í uppvexti mín- um og systkina minna. Nú hefur Valdi frændi kvatt, en sögurnar lifa og í þeim minningin um fólkið og lífsbaráttuna í land- inu, því hann og hin Lambavatns- systkinin hafa alla tíð áttað sig á mikilvægi þess að sögur séu sagð- ar, þær varðveittar og færðar börnum og öðrum forvitnum og fróðleiksfúsum. Minningin um kærleiksríkan frænda, félaga og vin geymist og mun vaka með okkur um ókomna tíð. Elsku Eyfi, Siggi, Bylgja og aðrir ástvinir, fyrir hönd okkar systkina bið ég þess að ljósið eilífa umvefji ykkur og sefi sorg ykkar og söknuð. Kolbrún Halldórsdóttir. Það var eins og fastur liður með sumarkomunni líkt og farfuglarn- ir að föðurbróðir pabba kæmi vestur á Rauðasand og dveldi á Lambavatni með konu sinni Öddu. Synir þeirra Eyfi og Siggi voru líka mörg sumur sem vinnu- menn í sveitinni og voru mjög tryggir heimilinu. Það var alltaf tilhlökkun að hitta Valtý og heyra frá honum sögurnar frá því þeir bræður þrír voru að alast upp og öllum uppátækjunum sem þeir fundu upp á við mismikla hrifn- ingu eldra fólksins á heimilinu. Hann átti nokkrar byssur og kom stundum með þær vestur og það var hjá honum sem við bræð- ur fengum fyrst að skjóta úr al- vöruriffli í mark sem voru kú- skeljar af rifinu. Það var mikil upphefð frá því að nota heima- smíðuðu trérifflana. Eitt sumarið koma þau hjón dragandi trébát á kerru sem hann hafði smíðað sjálfur heima hjá sér fyrir þó nokkrum árum, afar vandaðan úr tvöföldum krossvið. Adda hafði saumað björgunar- vesti af nokkrum stærðum. Hann stillir okkur bræðrum einn daginn upp við bátinn til myndatöku og segir svo: „Nú slæ ég ykkur bát- inn til eignar með öllum fylgibún- aði.“ Ég held að við höfum aldrei orðið eins hissa og orðlausir við nokkurri gjöf sem við höfum feng- ið fyrr né síðar. Valtýr setti aðeins eitt skilyrði með bátsgjöfinni; að ekki mætti breyta nafni bátsins sem heitir Margrét eftir systur Öddu. Hann var mikið notaður til róðra á Lambavatninu og Krókn- um, passað að bera á hann á hverju ári og geyma inni að vetr- um. Er þessi bátur enn til á Lambavatni. Viljum votta börnum og öllum afkomendum samúð og stuðning í missi og söknuði. Þorsteinn og Eyjólfur Tryggvasynir Lambavatni. Valtýr Eyjólfsson ✝ Marta Hjart-ardóttir fædd- ist30. júní 1926 í Vestmannaeyjum. Hún lést 17. janúar 2021. Foreldrar: Sól- veig Kristjana Hró- bjartsdóttir, f. 28.10. 1902, d. 15.10. 1993, fædd í Simbakoti á Eyr- arbakka, og Hjört- ur Magnús Hjartarson, f. 7.8. 1893, d. 8.10.1978, fæddur í Mið- ey í Landeyjum. Þau bjuggu í Hellisholti í Vestmannaeyjum til ársins 1973 er þau fluttu í Kópa- vog eftir eldgosið á Heimaey. Systkini: Hjörtur Kristinn Hjartarson, f. 17. des. 1921, d. 3. apríl 2012. Viktoría Klara Hjart- ardóttir, f. 29. júní 1924, d. 7. júní 2013. Óskar Hjartarson, f. 29. ágúst 1927, d. 15. des. 2014. María Hjartardóttir, f. 8. des. 1928, d. 31. jan. 1951. Aðalheiður eiga tvo syni, Birki og Óðin, þrjú barnabörn og eitt barna- barnabarn. Guðbjartur, f. 18.11. 1950, maki Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, þau eiga þrjá syni, Daníel Fannar, Ásgeir Snæ, Hjört Magnús og tólf barnabörn. Guðmundur Bjarni, f. 12.2. 1955, maki Jóhanna Kristinsdóttir, þau eiga þrjú börn, Guðríði Mörtu, Kristin Eyjólf og Daníel Guðna, níu barnabörn og tvö barna- barnabörn. Daníel Guðni, f. 6.4. 1957, maki Petrína Sigurð- ardóttir, þau eiga fjögur börn, Berglindi, Jósef William og tví- burana Guðmundu Petru (látin) og Daníel Guðna (látinn). Hjört- ur Kristján, f. 17.5. 1964, maki Kristín Guidice, þau eiga þrjá syni, Hafstein, Davíð og Hjört Kristján og þrjú barnabörn. Marta vann ýmis störf með- fram húsmóðurstarfinu. Þau Daníel stunduðu búskap í Vesta- mannaeyjum, voru með kindur og hænsni, ráku um tíma 50 kúa bú, auk þess sem þau ræktuðu ýmsar matjurtir. Þau áttu um tíma sumarbústað í landi Hlíð- ardalsskóla og höfðu þar frí- stundabúskap. Útförin fer fram í kyrrþey. Hjartardóttir, f. 27. apríl 1930, d. 12. mars 2012. Haf- steinn Hjartarson, f. 10. júlí 1932. Maki Mörtu var Daníel Guðni Guð- mundsson, bifreiða- stjóri, f. 14.11. 1925, d. 19.7. 1996. Þau byggðu sér hús í Bröttugötu 10 í Vestmannaeyjum og síðan á Höfðavegi 25, þar sem þau bjuggu fram að eldgosinu í Heimaey, í janúar 1973. Eftir gosið bjuggu þau um skeið á Heinabergi 20 í Þorlákshöfn og fluttu síðan í Furugerði 17 í Reykjavík árið 2001. Marta flutti að Framnesvegi 20 í Reykja- nesbæ árið 2003 og bjó þar til dauðadags. Börn: Mörtu og Daníels, öll fædd í Vestmannaeyjum: Hafdís, f. 15.4. 1947, maki Yngvi Ög- mundsson, d. 20.7. 2016, þau Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Mörtu Hjartar- dóttur, og þakka henni samfylgd- ina sem aldrei bar skugga á í þau rúmlega 48 ár sem við þekkt- umst. Fyrsta búskaparárið okkar, bjuggum við Bjartur við hliðina á þeim Dalla og Mörtu í Eyja- byggðinni í Þorlákshöfn, og var það sérstaklega notalegt. Við Marta skiptumst á um tíma að vinna hálfan daginn í fiski og passaði Marta elsta drenginn okkar á móti mér á meðan ég vann. Ég fann strax að ég gat lært margt af þessari rólegu, hlý- legu og hæversku konu ekki síst í matargerð, bakstri og öðrum heimilisstörfum. Allt sem Marta gerði á því sviði var vel gert. Ég lærði meira að segja að borða lunda hjá henni með því að naga krikana og dýfa í lundasósuna hennar sem er ein besta sósa sem ég hef smakkað um ævina. Eftir að Dalli dó árið 1996, var Marta oft með okkur Bjarti og móður minni Þorbjörgu, á ferð- inni. Við fórum í sumarbústað, helgarferðir, á kaffihús, fórum í sumarhúsið okkar í Svíþjóð og svo ferðuðumst við alla leið til Kúbu eitt árið. Alltaf var gott að vera með Mörtu, alltaf sama jafn- aðargeðið og jákvæðnin og þær mamma náðu einstaklega vel saman enda aðeins tvö ár á milli þeirra. Jafnvel eftir að mamma greindist með alzheimer reyndist Marta henni sama góða vinkonan. Marta naut þess að sitja í sól og hita, umkringd fallegum gróðri, og húðin hennar varð und- ireins fallega brún ef sólin skein á hana. Ég þakka Mörtu kærleikann sem hún sýndi alla tíð okkur og sonum okkar og fjölskyldum þeirra. Þau tengdust henni ömmu Mörtu öll á sérstakan hátt. Það var einstaklega gaman að sýna henni myndir af barnabörnunum, hún fylgdist af áhuga með þeim öllum. Undanfarið ár þótti henni gaman að fylgjast með litlu tví- burasystrunum, Auði og Mörtu Hjartardætrum, enda var hún barngóð hún amma Marta. Guð blessi minningu Mörtu Hjartardóttur. Guðmunda Lára Guðmundsdóttir. Marta Hjartardóttir Nú er hann fluttur, elsku Jói afi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi árið 2003 að kynnast þeim hjónum Jóa afa og Unni ömmu á Brákarbrautinni. Elskulegt fólk sem tók svo ofur vel á móti gestum og gangandi. Fólk af gamla skólanum komið, sem öllum leið vel í kringum sem kíktu í kotið til þeirra. Mig langar að minnast fyrstu heimsóknar minnar og eins samtals þá, sem ég átti við afa Jóa. Heimsókn sem er mér ákaflega góð og skemmtileg minning. Þar var mér eins og þeim hjónum var tamt, mér tekið eins og ég hefði þekkt þau alla ævi, af einskærri um- hyggju með kostum og kynjum. Meðan Unnur amma galdraði fram hlaðborð kræs- inga eins og þær gerast bestar, ekkert sparað, spjallaði Jói afi við okkur um heima og geima. Við áttum svo mörg skemmti- leg samtöl og gat hann frætt mig og bætt á mörgum sviðum. Þarna í fyrstu heimsókn minni þar sem ég spjallaði við afa Jóa dásamaði ég heimili þeirra hjóna. Jói ræddi við mig brosandi og upplýsti mig um að hann væri nú reyndar að fara að flytja. Ég jákvæðnin uppmáluð, tók strax undir og talaði um þá frá- bæru þjónustu og aðhlynningu sem hjúkrunarheimilin veittu íbúum sínum öllum stundum, sem og öryggið sem þjónustu- íbúðir byðu upp á. Afi Jói fór að hristast og brosti bara meira til mín, þarna bjó eitthvað meira undir eins og vant var hjá honum. Honum var mikið skemmt. Þegar ég hafði lokið tali mínu, brosti hann kíminn og sagði mér að reyndar væri hann að flytja undir græna torfu … eðlilega í þessari fyrstu heimsókn minni vissi ég ekki hvernig ég ætti að svara. En í gegnum tíðina höfum við vinirnir hlegið að þessu og mörgu öðru skemmtilegu sem hefur borið á góma. Hafðu þökk fyrir allt og allt, Jói, góða ferð og ég bið að heilsa. Gestur Andrés Grjetarsson. Jóhann Óskar Sigurðsson ✝ Jóhann ÓskarSigurðsson fæddist 9. nóv- ember 1925. Hann lést 18. desember 2020. Útför hans fór fram 20. janúar 2021. Langafi minn, Jóhann eða oftast kallaður afi Jói, var og er alltaf minnisstæður mað- ur. Afi átti alltaf sérstakan stað sem enginn getur topp- að. Þegar Jói afi og Unnur amma mín voru ekki flutt á dvalarheimilið man ég ekkert rosalega mikið. Nema ævintýraheiminn sem þau bjuggu til. Litla Mjallhvít- arhúsið kallaði ég það alltaf. Amma alltaf tilbúin með kaffi og með því, afi alltaf tilbúinn að stríða og prakkarast. Einn sá mesti sem ég þekkti, ef hann væri sögupersóna héti hann Emil í Kattholti. Þegar þau fluttu svo á dval- arheimilið, þá var enn þá meira spennandi að fara til þeirra jafnvel. Þau voru alltaf hress og kát. Langafi sat alltaf í hornsætinu innst, þar var hans staður, bæði inni í herberginu og í hjartanu, innst inni í horn- inu. Þar sem allir gætu séð hann og spjallað við með kaffi að sötra. Alltaf þegar allir komu í heimsókn til þeirra var skrifað í gestabók. Það var svolítil stemning að þegar maður labb- aði inn, sagði hæ og settist að borðinu, rétti hann alltaf fram gestabókina og lét mann skrifa í hana nafnið sitt. Svo þegar ég fór frá honum eftir heimsókn þá kyssti ég alltaf hann á kinn- ina, alltaf var hann stingóttur. Órakaður alltaf stingóttur á kinninni sinni. Alltaf sagði ég, afi þú ert stingóttur. Þá hlóg- um við rosalega bæði. Alltaf svo ef ég gleymdi að segja það, spurði hann mig hvort hann hafi nú ekki verið stingóttur, auðvitað var hann það, kinnin var órökuð. Þá hló karlinn í horninu djúpum hlátri. Ég man líka eftir því að einu sinni var verkefni í skólanum að tala við einhvern fullorðinn, eldri manneskju og spyrja hana um hvernig var í gamla daga. Þá var ég að spyrja um alls konar, frá hver er uppáhalds- smáköku tegund til hvað er besta uppfinning sem hann var vitni að. Hann glotti bara og sagðist ekki muna það, svo hló hann sínum djúpa stríðnishlátri. Greinilega að stríða. Elsku langafi Jóhann, hvíldu í hamingju og friði, elska þig endalaust. Sjáumst síðar. Þitt langafabarn, Unnur. Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.