Morgunblaðið - 29.01.2021, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021
✝ Hörður fædd-ist 25. apríl
1931 í Reykjavík.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli þann 11. jan-
úar 2021. For-
eldrar Harðar
voru Theódóra
Stefánsdóttir, f.
1899, d. 1984, og
Þormóður Sveins-
son, f. 1889, d.
1964. Systkini Harðar: Sveiney,
Stefán, Sveinn, Benedikt og
einn hálfbróðir samfeðra, Berg-
mann, sem eru öll látin.
Hörður kvæntist Inger
Margrethe Þormóðsson þann
15.3. 1958, kjötiðnaðarmanni,
en hún lést 6. desember 2010.
Börn Harðar og Inger eru: 1)
Steindór, f. 27.1. 1962, í sam-
búð með Uki 2) Nanna, f. 4.10.
1963, maki Guðmundur B.
Ólafsson, f. 13.11. 1962. Börn
þeirra eru: a) Margrét Nana, í
sambúð með Erni Hackert, son-
ur þeirra Eldur Örn b) Birkir
Smári, unnusta Lilja Árnadóttir
c) Hörður Egill,
unnusta Vala Mo-
gensen Thors 3)
Björn S. Harð-
arson, f. 17.8. 1967.
Hörður var alinn
upp á Laugavegi
27b og flutti síðan
á Kringlumýrar-
blett. Hörður fór í
Vélskólann og eftir
að hann útskrifað-
ist þaðan vann
hann sem fyrsti vélstjóri um
árabil á Ísólfi sem gerður var
út frá Seyðisfirði og aflaði sér
tekna til að fara í framhalds-
nám til Danmerkur. Hörður út-
skrifaðist úr Tækniháskólann í
Óðinsvéum og hóf í framhald-
inu störf hjá A.P. Möller
(Odense Staalskibsværft) við
skipateikningar. Tveimur árum
síðar fluttu þau til Íslands og
hóf hann þá störf hjá Ísarn hf.
við að selja Scania-vörubíla og
bátavélar. Þar vann hann út
starfsævina.
Útför Harðar hefur farið
fram.
Sú kynslóð sem nú er að renna
sitt æviskeið hefur lifað tímana
tvenna. Tengdafaðir minn er gott
dæmi um það. Hörður var alinn
upp á Laugavegi 27b við nauman
kost ásamt fjórum systkinum sín-
um og flutti síðar að Kringlumýr-
arbletti sem nú er Lágmúli. Hörð-
ur talaði ekki mikið um æskuárin
en vel mátti á honum skilja að
heimilisaðstæður hefðu verið erf-
iðar og ekki var alltaf til aur fyrir
mat. Líklega hefur það bjargað
þeim að faðir hans reri til fiskjar
þegar færi gafst og eflaust hefur
fiskur verið oftar á borðum en hjá
flestum. Móðir mín hefur sagt
mér frá því að hún myndi fyrst eft-
ir þeim feðgum er faðir Harðar
seldi fisk beint úr hjólbörum á
Skólavörðuholtinu með þann litla
sér við hlið.
Hörður fór í Vélskólann sem
ekki kom á óvart enda mjög flink-
ur í höndum gagnvart öllu er sneri
að vélum. Eftir útskrift réð hann
sig á fiskiskip. Hann var reglu-
samur og passasamur á peninga
og eyddi engu. Þess í stað lagði
hann fyrir til að geta farið til frek-
ara náms. Faðir hans hafði á orði
að hann skildi nú ekkert í þessari
ákvörðun. Hann væri að þéna
mikið og því væri tilgangslaust að
læra meira. En út fór Hörður og
lærði tæknifræði í Odense í Dan-
mörku. Það var ekkert sjálfgefið
og frekar mikið áræði þar sem
hann var alveg mállaus á erlenda
tungu og þekkti ekkert til í Dan-
mörku. En það reyndist happaför.
Hann stóð sig vel í námi og kynnt-
ist þar eiginkonu sinni Inger, ein-
stakri konu. Þau hófu búskap í
Danmörku en það var Inger sem
vildi frekar búa á Íslandi og voru
þau alkomin árið 1962. Þau þurftu
að takast á við áföll og gerðu það
með einstakri samheldni.
Hörður starfaði við sölu á bílum
og skipavélum frá Scania og átti
glæstan feril sem sölumaður.
Margir minnast gömlu appelsínu-
gulu Scania-vörubílanna sem voru
allir eins. Ég hélt ég lengi vel að
það væru ekki til aðrir litir, en það
var nú ekki ástæðan. Einungis var
keypt ein tegund, þá var auðveld-
ara að bjóða varahluti og bíla á
lager. Allt var úthugsað.
Hörður var markaður af æsk-
unni og treysti fyrst og fremst á
sjálfan sig, ákveðinn og fylginn
sér. Hann var lítið fyrir fjölmenni.
Í samkvæmum hafði hann meira
gaman af að leika við krakkana og
kitla, sem var hans sérgrein, en
spjalla um menn og málefni. Hann
var sparsamur og fór vel með fé
sem hann ávaxtaði vel út frá eigin
innsæi. Hann eyddi engu í sjálfan
sig og ég er nær því fullviss að
hann hafi aldrei keypt sér flík að
eigin frumkvæði. Hann gekk í
Scania-úlpum allt sitt líf og átti
enn slíka úlpu er hann kvaddi. En
ekki var hann spar á sína og gerði
allt fyrir eiginkonuna og börnin.
Hann var alltaf tilbúinn til að að-
stoða og vildi gera hlutina strax.
Barnabörn hans fengu sannarlega
að njóta þess, hann gerði allt fyrir
þau, sem þau kunnu sannarlega að
meta.
Hann dvaldi á Skjóli síðustu ár-
in og naut þar umhyggju og hlýju
frá starfsfólki.
Genginn er góður maður sem
komst til manns af eigin eljusemi
og dugnaði sem einkennir marga
þá sem upplifðu fátækt á eigin
skinni. Ég þakka samfylgdina og
hjálpsemina í gegnum áratugina.
Guðmundur B. Ólafsson.
Hörður frændi minn byrjaði
snemma að vinna það sem lagðist
til og tókst að lokum að komast í
vélstjóranám. Að loknu námi réð
hann sig sem vélstjóra á togarann
Ísólf sem gerður var út frá Seyð-
isfirði.
Stundum var siglt var með
aflann. Gleymi því aldrei, þegar ég
var 12 ára og lá á Sólvangi, þegar
hann kom í heimsókn og færði
mér fallega öskju, silkifóðraða að
innan með hárbursta, greiðu og
spegli. Flottasta gjöf sem ég hafði
nokkru sinni fengið. Þar að auki
stóran poka með súkkulaðipen-
ingum, hverjum og einum slegið
inn í gullinn álpappír.
Hugur Harðar stóð til að
mennta sig frekar á sviði véltækni
og ákvað hann að fara í tækni-
fræðinám til Danmerkur, þar sem
hann stundaði nám við Tækniskól-
ann í Óðinsvéum.
Eitt kvöldið ákváðu Hörður og
skólafélagi hans að fara út að
borða. Á veitingastaðnum voru
fyrir tvær fallegar ungar stúlkur
sem sátu við borð. Þegar þeir ætla
að setjast við annað borð tekur
þjónninn sig til og flytur þá að
borði stúlknanna. Önnur stúlkan
hét Inger Pedersen og þannig
kynntist hann verðandi eiginkonu
sinni. Heillaðist Inger af þessum
myndarlega Íslendingi en hana
hafði alltaf dreymt um að ferðast
til annarra landa og varð sá
draumur svo sannarlega að veru-
leika. Með tímanum urðu þau
mörg löndin sem þau heimsóttu.
Varð úr að Hörður mannaði sig
upp og spurði hvort hann mætti
bjóða henni í bíó. Tók hún boði
hans með þökkum og var ákveðið
að hittast fyrir utan „biografen“.
Hörður var heldur betur upptek-
inn við að snyrta sig og klæða sig í
sitt fínasta, flýtti sér af stað til að
hitta nýju vinkonuna. Þegar hann
kom á staðinn uppgötvaði hann að
peningarnir höfðu gleymst heima.
Heldur var þetta neyðarleg staða
og neyddist hann til að biðja Inger
um lán fyrir miðunum.
Eitt sumarið hjálpaði Hörður
foreldrum sínum við heyskapinn
og keyrði lítinn pallbíl. Í Herði sat
stundum svolítill prakkari og í eitt
sinn fór hann í kvenkjól af Unni
mágkonu sinni, setti skuplu um
höfuðið, hnýtti að framan að hætti
skúringakvenna og setti á sig sól-
gleraugu með leðurbleðlum á
spöngunum. Svo skruppu þau
Hörður og Unnur í bíltúr niður í
bæ, á leiðinni drapst á bílnum og
varð hann að fara út til að snúa
skrjóðnum í gang. Heldur þótti
áhorfendum þetta undarlegur
kvenmaður sem baslaðist við að
snúa pallbíl í gang með stórri
handsveif.
Inger hafði menntun í „dansk
smørrebrød“ og „charcuterie“ og
einstaklega myndarleg húsmóðir.
Sérstaklega minnumst við hjónin
allrar þeirrar hjálpar sem þau
voru stöðugt tilbúin að rétta okk-
ur. Þegar við giftum okkur ætluð-
um við okkur ekki að hafa veislu.
Þegar Inger frétti það kvöldið áð-
ur krafðist hún þess að halda brúð-
kaupsveislu okkar, ekki kom til
mála að mótmæla. Hún útbjó
glæsiveislu með sólarhrings fyrir-
vara. Töfraði fram kaffi, tertu- og
smurbrauðsveislu sem byrjaði
með kampavíni við komu gesta.
Margar stundir áttum við á
heimilinu þeirra, þar sem ætíð var
tekið á móti okkur af alúð og
rausn.
Þessa kæra frænda er sárt
saknað, mér er þó huggun að nú
fer hann á vit sinnar elskuðu eig-
inkonu.
Sveiney Sveinsdóttir.
Þegar ég var að vinna í skipa-
deild Sambandsins á sínum tíma
kom Hörður oft þangað í erindum
vegna vinnu sinnar. Þegar ég stóð
eitt sinn og var að ljósrita var allt í
einu einhver sem greip í mig og
byrjaði að kitla mig og mér brá svo
mikið að ég hentist næstum upp á
ljósritunarvélina. Hörður stóð þá
fyrir aftan mig og hló og hló. Hann
spurði mig oft: „Manstu þegar ég
kom niður í vinnu til þín og þú
hoppaðir næstum upp á ljósritun-
arvélina?“
„Afi kitli“ var hann kallaður af
mínum drengjum því hann gat
aldrei setið á sér og kitlaði þá og
mig endalaust er við hittumst.
Stundum þurfti Inger að hasta á
hann og láta hann hætta og þá
hætti hann eins og snupraður smá-
strákur, en hélt áfram að glotta
eins og hann myndi halda áfram
um leið og Inger sneri sér við.
Hörður og Inger komu alltaf
þegar stórir viðburðir voru í lífi
mínu og minnar fjölskyldu í gegn-
um árin en Hörður átti erfitt með
að sitja kyrr og vildi bara standa
og ganga um því krafturinn í hon-
um var endalaus, líka þegar hann
átti að slappa af.
Árið 1963 fluttu Inger og Hörð-
ur og foreldrar mínir inn í Skipholt
55 sem var fæðingarár okkar
Nönnu. Í Skipholtinu var ég svo
heppin að Hörður og Inger voru
með mig inni hjá sér eins og heim-
alning. Inger var heimavinnandi
eins og flestar húsmæður á þeim
tíma en mamma mín vann alltaf úti
og heimili Inger og Harðar var
alltaf opið fyrir mér og var því
mikill missir þegar þau fluttu í
Brautarlandið.
Í þá daga var unnið sex daga
vikunnar og Hörður var mikið að
vinna. Á sunnudagsmorgnum
þurfti hann oft að skreppa niður í
Ísarn til að vinna og fékk ég þá að
koma með Steindóri og Nönnu í
bíltúr.
Hjá Ísarn hf. voru fluttir inn
Scania-vörubílar og var þá talað
um Scania Vabis, eina tegundina.
Ég gat slegið um mig oftar en einu
sinni þegar ég lenti í þeim aðstæð-
um að talað var um Scania með því
að spyrja: „Ertu að tala um Scania
Vabis?“ og gat stundum vakið upp
undrun að ég væri svona vel að
mér í bílamálum en ég vissi ekkert
nema það sem Hörður hafði kennt
okkur vinunum.
Saab var eina tegundin af bíl
sem Hörður vildi og keyrði hann
bílana sína út því hann var lunkinn
við að gera við bíla.
Hörður bar Inger sína á hönd-
um sér og var mikill missir fyrir
hann þegar hún lést snögglega
eftir stutt veikindi fyrir tíu árum.
Hann varð má segja aldrei sami
maður eftir það.
En barnabörnin urðu áfram í
fyrsta sæti hjá honum og var hon-
um umhugað að þeim gengi sem
best og gerði allt sem í hans valdi
stóð til að stuðla að því að þeim
gengi vel í lífinu. Það þurfti bara
að smella fingrum og hann var
kominn til að aðstoða, skutla
barnabörnunum og hjálpa til við
hvað sem það var og hafði mikla
ánægju af því.
Alzheimer tók yfir lífið og setti
mark sitt á síðustu ár sem var
átakanlegt fyrir hann og fjölskyld-
una.
Elsku Nanna, Guðmundur,
Steindór, Uki, Margrét Nana,
Örn, Birkir Smári, Lilja, Hörður
Egill, Vala og Eldur litli.
Sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur héðan frá Nor-
egi,
Guðrún og Rúnar.
Hörður Þormóðsson fæddist
1931, var sonur Þormóðs Sveins-
sonar og Theódóru Stefánsdóttur.
Foreldrarnir áttu myndarlegt hús
á Hverfisgötu 112, þar sem Hörð-
ur fæddist.
Þormóður faðir hans hafði fjár-
fest í mótorbát, en þau hjónin töp-
uðu öllum eignum sínum í heims-
kreppunni og fluttist fjölskyldan í
bakhús á Laugavegi 7b þar sem
Hörður ólst upp.
Þormóði tókst þó að komast yf-
ir litla trillu til fiskveiða og seldi
sjálfur eigin afla á Óðinstorgi og
varð þekktur sem Toggi fisksali.
Theódóra dró björg í bú m.a. með
því að búa til bolluvendi fyrir
bolludag og baka flatkökur heima
og selja.
Hið efnahagslega áfall foreldra
hans átti eftir að móta huga Harð-
ar ævilangt og hann leyfði sér
ekkert bruðl framan af lífi og lagði
öll laun til hliðar.
Eftir vélstjóranám hér heima
fór hann í tæknifræðinám í Óðins-
véum í Danmörku. Á námsárun-
um í Danmörku kynntist hann
eiginkonu sinni Inger. Þau giftust
og bjuggu í Óðinsvéum nokkur ár.
Eftir námið fékk Hörður vinnu
sem tæknifræðingur hjá A.P.
Möller í Óðinsvéum og tók þar
þátt í að teikna eitt stærsta olíu-
flutningaskip sem byggt var á sín-
um tíma.
Þegar þau hjónin fluttust til Ís-
lands tóku þau fyrst á leigu kjall-
araíbúð í Bólstaðarhlíð hjá móð-
urbróður Harðar, seinna keyptu
þau hæð í Skipholti og að lokum
myndarlegt raðhús í Brautar-
landi.
Hugur Harðar stóð til að vinna
í sérgrein sinni en valdi til bráða-
birgða að gerast sölumaður hjá Ís-
arn, sem var umboðsaðili Scania-
vörubíla. Það fór þó svo að þar
starfaði hann til æviloka. Nokkru
eftir að hann hóf störf þar var hon-
um meðal annars boðið af Jóni
Sveinssyni að gerast hluthafi í
skipasmíðastöðinni Stálvík. En
reynsla Harðar frá kreppuárun-
um sat í honum, svo ekki varð af
því.
Til marks um dugnað Harðar
og það traust sem hann naut með-
al viðskiptavina er að hann var
heiðraður af Scania fyrir að vera
söluhæstur af öllum fulltrúum
fyrirtækisins um heiminn, en þá
var að sjálfsögðu miðað við fólks-
fjölda viðkomandi markaða.
Þegar ég þurfti að kaupa nýtt
afgreiðsluhús frá Húsasmiðjunni
fyrir bílasölu okkar sá Hörður um
að flytja húsið á staðinn án þess að
það kostaði mig svo mikið sem
eina krónu.
Síðar þegar við hjónin vorum
flutt til Svíþjóðar og ákváðum að
setjast þar að til frambúðar þurft-
um við að fá búslóðina flutta frá
Íslandi til Svíþjóðar. Um leið og
Hörður frétti af því bauðst hann
til að bjarga málum og lét flytja
gáminn með öllu okkar dóti til Sví-
þjóðar. Ekki kom til greina að
borga fyrir flutninginn.
Hörður var sannfærður um að
hann færi á undan eiginkonunni
og varð því fráfall Inger honum
mikið áfall og með sorg sáum við
hvernig honum hrakaði eftir lát
hennar.
Hörður var hreinskilinn og
sagði sína meiningu, traustur vin-
ur sem ávallt var reiðubúinn að
hjálpa vinum sínum.
Karl Jóhannsson.
Ein dýpsta gæfa í geði manns
er glaðlegt bros í fari hans. Nú
þegar Hörður Þormóðsson hefur
kvatt okkur er margs að minnast.
Merkilegu lífshlaupi er lokið.
Hörður ólst upp við fátækt en tók
ungur ákvörðun um að berjast til
mennta. Leiðin lá á sjóinn til að
afla tekna fyrir framhaldsnámi.
Hann aflaði það vel að þegar hann
var kominn í framhaldsnám til
Danmerkur var hann aflögufær
og studdi samnemendur sína.
Hann var bæði örlátur og aðhalds-
samur. Það litla sem hann leyfði
sér meðan hann var á sjónum var
að kaupa sér harmónikku. Hann
náði góðri leikni sjálfmenntaður
og spilaði í dúrum sem eru nánast
bara á færi atvinnumanna.
Hörður var mjög metnaðarfull-
ur eins og öll hans verk bera vott
um. Hann vandaði jafnt til samn-
inga sem samskipta, hreinskipt-
inn með afbrigðum. Hann hugsaði
áður en hann framkvæmdi og
ígrundaði öll sín verk fyrir fram.
Með því að temja sér þetta verk-
lag varð hann með tímanum mjög
fljótur að átta sig á stöðu mála
hverju sinni. Lausnamiðaður og
sá marga leiki fram í tímann.
Hann hitti ástina sína í Dan-
mörku og flutti hún með honum til
Íslands. Þar datt hann í lukku-
pottinn því samhentari hjón en og
Inger og Hörður eru vandfundin.
Þau náðu svo sannarlega að stilla
saman strengi sína en Inga dó fyr-
ir fáeinum árum. Hún var yndis-
leg kona með einstaklega gott
geðslag, alltaf glöð og rómuð fyrir
matargerð. Að kynnast svona
samhentum hjónum gefur manni
trú á gildi góðs hjónabands og
skilning á kærleikanum því þau
voru óspör á stuðning í sínu um-
hverfi. Þau eignuðust þrjú börn,
Steindór, Nönnu Elísabetu og
Björn. Þegar Bjössi sonur þeirra
lenti í slysinu í Danmörku, korn-
ungur, lentu þau í málaferlum við
stærsta tryggingafélag Danmerk-
ur. Hörður lagði ómælt á sig við
þjálfun sonarins, sem enginn bjóst
við að næði slíkum bata sem hann
og gerði. Hinn hluta málsins,
málaferlin, vann hann samhliða,
nam þann hluta lögfræðinnar sem
hann þurfti og stillti svo málinu
þannig upp að Davíð mætti Golíat.
Að skorast undan var ekki til í
orðabók Harðar. Hann flutti málið
sjálfur fyrir Hæstarétti Dan-
merkur, á dönsku, með ungan lög-
mann sér við hlið og hafði fulln-
aðarsigur. Samt missti hann út úr
sér að kalla dómarann „skat“ sem
merkir elskan. Hörður var orð-
heppinn glaðsinna húmoristi.
Svona sigra vinna bara andans af-
burðamenn.
Hörður var lengi bæði sölu-
stjóri og tæknilegur ráðgjafi hjá
Ísarn – Scania-umboðinu á Ís-
landi. Hann eignaðist marga vini í
Svíþjóð eins og annars staðar.
Hann fékk gullmerki Scania fyrir
frábæran árangur í sölu og þjón-
ustu.
Margs er að minnast við leið-
arlok. Efst í huga okkar er þakk-
læti fyrir handleiðslu merks
manns.
Við vottum öllum aðstandend-
um okkar dýpstu samúð. Af lítil-
magna bar hann blak og batt orð
við handtak.
Bjarki Harðarson,
Carl Hemming Erlingsson.
Hörður Þ.
Þormóðsson
Hvert fór tím-
inn? Hugsað til
baka þá höfum við
þekkst í 37 ár; getur
þetta verið? Það eru í minning-
unni engin 37 ár, en það er víst
málið.
Stella og Helgi voru alltaf
nefnd saman, þessi samsetning
átti til að vera tungubrjótur
þannig að úr varð Stelli og
Helga, svo tamt var okkur orðið
að nefna ykkur tvö eins og um
eitt nafn væri að ræða. Það lýsir
einnig svo vel því hvað þið hjónin
voruð samtaka um alla hluti að
nöfnin ykkar runnu saman í eitt.
Stella var einn hagsýnasta og
útsjónarsamasta kona sem við
þekktum, hún hafði ávallt ráð
undir rifi hverju, hvort sem það
Elín Stella
Sigurðardóttir
✝ Elín Stella Sig-urðardóttir
fæddist 29. apríl
1952. Hún lést 10.
janúar 2021.
Útför Stellu fór
fram 22. janúar
2021.
kom að barnaupp-
eldi, fjármálum „að
redda þeim“ eða al-
mennri lífsspeki.
Hennar lífsspeki
var að dvelja ekki
við það sem ekki var
hægt að breyta og
gera ávallt það
besta úr aðstæðum
hverju sinni. Um-
burðarlyndi og já-
kvæðni var hennar
karakter. Hún var ekki að fárast
yfir smámunum og lifði lífinu lif-
andi með það að markmiði að
hugsa vel um sitt fólk og njóta.
Hún var vakin og sofin yfir sín-
um, og var það kostulega bros-
legt hvað hún hugsaði alltaf vel
um Helga sinn.
Við gerðum oft létt grín að
þessu við hana, að hún hugsaði
um hann eins og barn, hún tók
því létt og sagði ávallt að það
væri ekkert of gott fyrir Helga
sinni. Þegar hún færði honum Ir-
ish coffee á Eurovision-kvöldun-
um okkar og passaði ávallt að
hann fengi góðan bita af nauta-
lundinni sem var hefðbundin á
matseðli okkar hóps.
Á sama tíma að ári var við-
kvæðið allavega síðustu 32 árin,
við Eruovision-hópurinn hitt-
umst alltaf einu sinni á ári til að
halda Eurovision-partí. Jafnvel
þó að ekkert væri Eurovision
eins og árið 2020, það var ekki
látið trufla okkar árlegu hátíð,
það var samt Eurovision-partí,
það klikkaði aldrei, það var bara
þannig.
Við hópurinn sitjum eftir,
slegin og döpur, harkalega minnt
á hvað lífið er dýrmætt og brot-
hætt. Við kveðjum ástkæra vin-
konu og samferðakonu með
trega en munum ávallt minnast
þín, kæra vinkona, og segjum því
áfram eins og ávallt „á sama tíma
að ári,“ hvort sem það verður
hérna megin eða hinum megin.
Elsku Helgi, Erla Hlín, Siggi
og Sigrún Ella, mikill er missir
ykkar, þetta gerðist svo snöggt
að það var enginn tími til að að-
lagast eða kveðja. Hugur okkar
er með ykkur, kæra fjölskylda,
mikilvægt er að hafa lífsmottó
hennar Stellu okkar ávallt í
huga, muna að njóta og hugsa vel
hvert um annað, það er alveg í
hennar anda.
Fyrir hönd Eurovision-hóps-
ins,
Bára Mjöll Ágústsdóttir.