Morgunblaðið - 29.01.2021, Side 32

Morgunblaðið - 29.01.2021, Side 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 50 ára Simmi er Hvolsvellingur en hef- ur búið í Vestmanna- eyjum frá 1991 og á ættir að rekja þangað. Hann er bakari að mennt og lærði hjá Andrési Sigmundssyni og er einnig með meirapróf. Simmi er kokkur á Vestmannaey VE-54 hjá Bergi-Hugin. Maki: Ása Ingibergsdóttir, f. 1977, við- skiptafræðingur og aðalbókari hjá Vinnslustöðinni. Börn: Kristín Rós, f. 1999, Sigurlaug, f. 2003, og Ingibergur, f. 2012. Foreldrar: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, f. 1927, húsmóðir, og Kári Rafn Sigur- jónsson, f. 1933, vélvirkjameistari. Þau eru nýflutt til Eyja frá Hvolsvelli. Sigmundur Rúnar Rafnsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver gæti líka tekið upp á því að gera þér óvæntan greiða. Gættu þess að tala svo skýrt að aðrir þurfi ekki að velkjast í vafa um meiningu þína. 20. apríl - 20. maí  Naut Afbrýðisemi meðal þeirra sem okkur þykir vænt um gerir hlutina erfiðari. Reyndu samt að missa ekki sjónar á velferð þinna nánustu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að eiga samvinnu við aðra í dag og því skaltu reyna að láta ekki í ljós andúð þína á þeim. Farðu þér hægt meðan þetta gengur yfir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú getur horft á líf þitt úr fjarska áttu auðvelt með að laga hluti sem hjálpa þér til þess að komast á leiðarenda. Vandinn hverfur ekki þótt þú lítir fram hjá honum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú ertu loks tilbúinn til að gera þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um nokkurn tíma. Sneiddu hjá hranalegu og árásargjörnu fólki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eyddu ekki óþarfa tíma í að sannfæra aðra um að þú sért að gera rétt því þú ert besti dómarinn í því máli. Með opnum huga má auðveldlega finna milliveginn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Látið ekki áhyggjurnar ná tökum á ykk- ur. Sýndu stórt hjarta þitt og siðfágun og taktu því sem að höndum ber með kímnina að vopni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Mundu að orð hafa mikil áhrif. Ruglingur gærdagsins er liðinn hjá, í dag muntu afkasta miklu. Fólk finnur að þú nýtur lífsins og langar til að slást í hópinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu af þeim ávana að bíða eftir að aðrir hafi samband við þig. Vertu í sam- vinnu með öðrum því núna er ekki rétti tím- inn til að vinna einn að hugðarefnum þínum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er sótt að þér úr öllum áttum svo þú mátt hafa þig allan við að verja þig og þína. Reyndu að minna þig á að það finna allir til minnimáttarkenndar svona af og til. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft ekki að hrökkva frá þótt til þín sé leitað um forystu í máli sem þú tel- ur þig ekki vita nóg um. Sýndu hóf. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það þýðir ekkert fyrir þig að stappa niður fótunum og krefjast þess að þú fáir þitt fram í dag. heyra sérfræðingar í almennum skurðlækningum, æðaskurð- lækningum, þvagfæraskurðlækn- ingum, lýtalækningum, háls-, nef- og eyrnalækningum og meina- fræði.“ Helgi er virkur vísindamaður á Helgi er nýorðinn yfirlæknir og forstöðulæknir skurðlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Ég mun því hætta á Klíníkinni enda orðið mikið að gera hjá mér á Akureyri. Ég stýri semsagt skurðlækning- unum hérna. Undir skurðlækningar H elgi Sigurðsson fædd- ist 29. janúar 1961 í Reykjavík en var að- eins níu mánaða þeg- ar fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna. Hann átti heima í Westchester County, sem er út- hverfi New York-borgar. Fjöl- skyldan flutti síðan aftur heim í Skerjafjörðinn þegar Helgi var 13 ára. Helgi gekk í Hagaskóla, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, af náttúrufræðibraut, 1981 og stundaði læknisfræðinám í læknadeild Háskóla Íslands 1982- 1988. Kandídatsnámið fór fram við Sjúkrahúsið á Akranesi 1988-1989 og síðan var haldið til Bretlands í framhaldsnám sem tók níu ár. Þar var hann við nám og störf í Dudley, Stourbridge, London, Aberdeen og Inverness í Skotlandi og lokaprófin fóru fram við Royal College of Sur- geons of England og Royal College of Surgeons of Edinburgh. Hann fékk sérfræðileyfi í almennum skurðlækningum og æðaskurðlækn- ingum 1997 í Bretlandi og á Íslandi 1999. Helgi sneri heim til Íslands eftir námið og var æðaskurðlæknir á Landspítala 1999-2008, þar af sett- ur yfirlæknir æðaskurðlækninga- deildar 2005-2007, og almennur skurðlæknir 2009 og skurðlæknir í afleysingum á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 2009 og 2010. Hann hefur verið starfandi sér- fræðingur í Domus Medica frá 1999. Helgi hélt út til London 2010 og var almennur, maga-, þarma- og bráðaskurðlæknir við Chelsea & Westminster Hospital í eitt ár. „Markmiðið var að vera lengur, en ég var of langt frá strákunum mínum svo ég flutti aftur heim til Íslands.“ Hann gerðist sérfræði- læknir í æðaskurðlækningum á Landspítala 2011-2015 og var skurðlæknir í afleysingum við Landssjúkrahusið í Þórshöfn í Færeyjum í júlí 2011. Hann hefur verið starfandi sérfræðingur í Klín- íkinni Ármúla frá október 2015 og skurðlæknir í afleysingum við Sjúkrahúsið á Akureyri frá 2016. fræða- og starfssviði æða- og al- mennra skurðlækninga og hefur birt greinar og bókarkafla og birt fjölda niðurstaðna í formi erinda á erlendum og innlendum ráð- stefnum. Hann er með talsverða stjórnunarreynslu og kennslu- reynslu, m.a. í skurðlækningum við Háskóla Íslands 2001-2006, á Landspítala 2006-2008 og 2011- 2015, við Chelsea & Westminster Hospital, London árið 2010 og við Háskólann á Akureyri frá 2016. Hann hlaut nafnbótina klínískur lektor við Landspítala árið 2006. Helgi hefur alla tíð verið virkur í félagsmálum, gengst þar við for- ystuhlutverkum, og auk þess í starfi gegnt stjórnunarstöðum. Hann var m.a. fulltrúi stúdenta í deildarráði læknadeildar Háskóla Íslands 1984-1986, formaður Fé- lags læknanema 1986-1987 og fulltrúi í ýmsum nefndum félags- ins. Hann sat í stjórn Læknafélags Íslands 1999-2001 og var ritari 1999-2001 og síðan formaður Skurðlæknafélags Íslands 2001- 2006 og formaður samninga- nefndar skurðlækna 2006-2007. Hann hefur setið í stjórn Domus Medica hf. frá 2000, verið gjaldkeri Æðaskurðlækningafélags Íslands frá 2012 og sat í stjórn Klínik- Helgi Sigurðsson, forstöðulæknir skurðlækninga á Akureyri – 60 ára Feðgar Sigurður Jakob, Helgi, Kristján Víkingur og Einar Tindur. Stundar skíði og skotveiði Í Ölpunum Helgi ásamt félögum í „Haute Route“ en það er skíðaferð yfir Alpana frá Chamonix til Zermatt, sem er 180 km leið og tekur sex daga. Afmælisbarnið Helgi mun fagna afmælinu á skíðum í Hlíðarfjalli. 30 ára Bjarni Már ólst upp í Stóru-Hildisey í Landeyjum og á Reykj- um á Skeiðum en býr í Reykjavík. Hann er sjúkraþjálfari að mennt frá HÍ og er sjúkraþjálf- ari og einkaþjálfari í Hreyfingu. Bjarni Már er frjálsíþróttaþjálf- ari hjá Ármanni og sjúkraþjálfari hjá yngri landsliðum í fótbolta. Maki: Elfa Ólafsdóttir, f. 1988, hjúkrunar- fræðingur og markaðsfræðingur og vinn- ur hjá Sidekick Health. Sonur: Aron Óli, f. 2020. Foreldrar: Birna Þorsteinsdóttir, f. 1955, og Ólafur L. Bjarnason, f. 1952, d. 1998, bóndi í Stóru-Hildisey. Stjúpfaðir er Rúnar Þór Bjarnason, f. 1956. Birna og Rúnar eru bændur á Reykjum. Bjarni Már Ólafsson Til hamingju með daginn Reykjavík Aron Óli Bjarna- son fæddist 11. janúar 2020. Hann var 13 merkur og 52 cm langur. Foreldrar hans eru Bjarni Már Ólafs- son og Elfa Ólafsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.