Morgunblaðið - 29.01.2021, Síða 33

Morgunblaðið - 29.01.2021, Síða 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS urinnar Ármúla 2015-2018. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að fara á skíði og fjallaskíði,“ segir Helgi um áhugamálin. „Frá því að ég gat gengið þá var farið að skíða, öll fjölskyldan var í þessu og strák- arnir mínir eru forfallnir skíða- menn og snjóbrettameistarar. Við reynum að fara árlega í Alpana. Svo á sumrin þegar ekki er hægt að vera á skíðum þá er ég í golfi og stunda skotfimi og skotveiði; gæsa- veiði, rjúpnaveiði og veiði hreindýr. Ég er í veiðihópi sem fer að veiða hjartardýr og villisvín í Póllandi og dádýr í Bretlandi.“ Helgi heldur upp á daginn í Hlíðarfjalli þar sem hann ætlar að skíða með vinum sínum. Fjölskylda Synir Helga með fyrrverandi eiginkonu sinni, Karólínu Björgu Porter, f. 23.6. 1967, eru Sigurður Jakob, f. 14.4. 1991, lögmaður, Kristján Víkingur, f. 11.9 1997 , laganemi, og Einar Tindur, f. 26.2. 2002, menntaskólanemi, allir bú- settir í Reykjavík. Systkini Helga eru Ólöf H. Sig- urðardóttir Preston, f. 26.3. 1954, búsett í Norður-Karólínu, BNA; Edda Lína Helgason Sigurðar- dóttir, f. 14.4. 1957, búsett í Reykjavík, og Sigurður Einar Sig- urðsson, f. 26.10. 1966, flugstjóri hjá Icelandair, búsettur í Reykja- vík. Foreldrar Helga voru hjónin Sig- urður Ólafur Helgason, f. 20.7. 1921 í Reykjavík, d. 8.2. 2009, forstjóri og stjórnarformaður Flugleiða, og Unnur Hafdís Einarsdóttir, f. 21.2. 1930 í Reykjavík, d. 1.10. 2005, hús- freyja. Þau voru búsett í Reykjavík og New York. Helgi Sigurðsson Steinunn Jóhannsdóttir húsfreyja á Norður-Fossi og í Vík, f. á Fossi Högni Högnason bóndi á Norður-Fossi í Mýrdal og verkamaður í Vík, f. í Pétursey Sigurlína Högnadóttir iðnverkakona í Reykjavík Einar Oddur Kristjánsson skipstjóri á Heklu sem þýskur kafbátur sökkti Unnur Hafdís Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík og New York Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja á Flateyri, f. þar Kristján Egilsson sjómaður og verkam. á Flateyri, f. á Arnarnesi í Dýrafirði Sesselja Ólafsdóttir ljósmóðir í Suðurkoti og Reykjavík, f. á Árgilsstöðum í Fljótshlíð Sigurjón Jónsson kennari og bóndi í Suðurkoti á Vatnsleysuströnd, f. í Nefsholti í Holtum Ólöf Sigurjónsdóttir húsfreyja og kennari í Reykjavík Helgi Hallgrímsson kennari, bókari og kaupmaður í Reykjavík Sigríður Steinunn Helgadóttir húsfreyja á Grímsstöðum, varð 100 ára, f. í Vogi Hallgrímur Níelsson bóndi og hreppstjóri á Grímsstöðum á Mýrum, f. þar Úr frændgarði Helga Sigurðssonar Sigurður Ólafur Helgason forstjóri í Reykjavík og New York „ÞAÐ ERU TIL AÐRAR EITUREFNALAUSAR AÐFERÐIR VIÐ AÐ ÚTRÝMA SKAÐVÖLDUM – EN BARA EKKI EINS ÁNÆGJULEGAR.” „ER ÞETTA GAURINN SEM VAR FASTUR Í LYFTUNNI Í FIMM DAGA?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að þykja vænst hvoru um annað. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GAKKTU BEINT ÁFRAM … VINSTRIBEYGJA EFTIR 26 SKREF … ÞÚ ERT KOMIN Á ÁFANGASTAÐ TÍST! TÍST! MÚSA- GPS SÆLL! ÉG ER VILHJÁLMUR HERTOGI! ÉG VAR AÐ FLYTJA Í RISASTÓRA KASTALANN ÞARNA Á HÆÐINNI! GULLTRYGGT!GAMAN AÐ HITTA ÞIG, NÁGRANNI! EF TIL VILL SJÁUMST VIÐ FLJÓTLEGA AFTUR! Helgi R. Einarsson sat í heitapottinum og varð vitni að óánægju manna með borgarmálin, – „Stjórn borgarinnar“: Óreiðan áfram er hvött, en eðlisgreind hins vegar lött. Eitt og annað alveg bannað og hitt og þetta’ út í hött. Helgi sá elskulegt par sem var ekki að velta borgarmálunum fyrir sér: Með konunni komst á flug kominn á 9. tug. Hvílíkur draumur, dans bæði’ og glaumur. Mér datt þetta svona í hug. „Lifað getur í gömlum glæðum,“ bætti hann við. Á Boðnarmiði rifjar Indriði á Skjaldfönn upp vísur um Fjalla- Eyvind sem ortar voru við leiði hans fyrir löngu: Á Hrafnfjarðareyri er leiði lágt, þar litast ég um og spyr: „Eru ekki þeir sem eiga bágt útlægir, jafnt og fyrr?“ Það svarar mér enginn og allt er hljótt, nema aldan sem kveður sinn brag. Hún söng líka Eyvind að síðustu rótt í svefn eftir langan dag. Gunnar J. Straumland yrkir og kallar „Óæt sléttubönd“: Kæsta skatan óæt er, aldrei seður hungur. Æsta maga súrinn sér, sjaldan gleður tungur. Og bætir við: „Vitandi það að les- endur margir muni bregðast ókvæða við þessum fullyrðingum finnst mér öruggast að grípa til þeirrar náttúru sléttubandanna að lesa þau afturábak“: Tungur gleður, sjaldan sér súrinn maga æsta. Hungur seður, aldrei er óæt skatan kæsta. Guðmundur Arnfinnsson yrkir og kallar „Margþvælt limrutetur“: Með bros á vör Berta frá Mýri reið bröndóttu tígrisdýri, er brott sneri úr haga var Berta í maga á brosandi tígrisdýri. Gömul vísa að lokum: Barnið unga á bekknum rær, brúðarefnið fína, ýmist grætur eða hlær uppá móður sína. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Óreiða í borgarmálum og Fjalla-Eyvindur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.