Morgunblaðið - 29.01.2021, Side 34
HANDBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Afturelding er áfram eina ósigraða
liðið í úrvalsdeild karla í handknatt-
leik, Olísdeildinni, en Mosfellingar
heimsóttu KA í KA-heimilið á Ak-
ureyri í sjöttu umferð deildarinnar í
gær.
Mikið jafnræði var með liðunum
lungann af fyrri hálfleik en Ak-
ureyringar leiddu með tveimur
mörkum í hálfleik, 13:11.
Akureyringar byrjuðu seinni
hálfleikinn af miklum krafti og náðu
snemma fjögurra marka forskoti,
16:12. KA-menn leiddu allt þangað
til á 50. mínútu þegar Úlfar Monso
Þórðarson kom Aftureldingu yfir,
20:19.
Afturelding leiddi með þremur
mörkum þegar þrjár mínútur voru
til leiksloka, 23:20, og Akureyr-
ingum tókst ekki að brúa bilið á
lokamínútunum.
„KA var algjörlega með leikinn í
sínum höndum fram í seinni hálf-
leikinn. Heimamenn komust fimm
mörkum yfir og leiddu svo 19:15 á
47. mínútu. Þá kom einn slakasti
leikkafli handboltasögunnar á Ak-
ureyri þar sem KA-menn hreinlega
gáfu Aftureldingu leikinn á silf-
urfati með fáránlegum brott-
rekstrum og hörmungarsókn-
arleik,“ skrifaði Einar Sigtryggsson
m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á
mbl.is en Afturelding hefur unnið
fjóra leiki í deildinni til þessa og
gert eitt jafntefli.
Úlfar Monso Þórðarson skoraði
sex mörk fyrir Aftureldingu og var
markahæstur en Árni Bragi Eyj-
ólfsson átti stórleik fyrir KA-menn
og skoraði tíu mörk. Þá varði Nicol-
as Satchwell þrettán skot í marki
Akureyringa.
Framarar unnu sinn annan leik
í deildinni á tímabilinu þegar Ís-
landsmeistaraefnin í Val komu í
heimsókn í Framhús í Safamýrina.
Framarar byrjuðu leikinn af
miklum krafti og skoruðu fyrstu
þrjú mörk leiksins. Framarar náðu
mest sex marka forskoti í fyrri háf-
leik og leiddu með fimm mörkum í
hálfleik, 16:11.
Framarar byrjuðu seinni hálfleik-
inn eins og þann fyrri og náðu sjö
marka forskoti snemma í síðari háf-
leik. Valsarar reyndu hvað þeir
gátu að minnka muninn en tókst
aldrei að ógna forskoti Framara
sem fögnuðu 26:22-sigri í leikslok.
Kristinn Hrannar Bjarkason
skoraði sex mörk fyrir Framara en
Finnur Ingi Stefánsson og Stiven
Tobar Valencia skoruðu fimm
mörk hvor fyrir Val.
„Valsarar reyndu að færa sig upp
á skaftið í síðari hálfleik en bæði lið
áttu á köflum erfitt með að skora
eftir hlé. Var þar helst að þakka
markvörðunum, Lárus Helgi Ólafs-
son var drjúgur í marki Framara
og Einar Baldvin Baldvinsson, sem
kom í mark Valsara í síðari hálfleik,
varði oft á tíðum vel,“ skrifaði
Kristófer Kristjánsson m.a. í um-
fjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
Þá vann Grótta sinn fyrsta leik
í deildinni þegar Seltirningar fengu
botnlið ÍR í heimsókn í Hertz-
höllina á Seltjarnarnesi.
Grótta vann 29:21-sigur en Andri
Þór Helgason var markahæstur
Seltirninga með sjö mörk.
Hjá ÍR-ingum voru þeir Andri
Heimir Friðriksson, Sveinn Brynj-
ar Agnarsson og Eggert Sveinn Jó-
hannsson markahæstir með fjögur
mörk hvor.
Mosfellingar
óstöðvandi
Fram vann Val í Reykjavíkurslagnum
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Fyrirliði Einar Ingi Hrafnsson sækir að KA-mönnum á Akureyri.
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021
England
Tottenham – Liverpool ............................ 1:3
Staðan:
Manch. City 19 12 5 2 36:13 41
Manch. Utd 20 12 4 4 37:27 40
Leicester 20 12 3 5 36:22 39
Liverpool 20 10 7 3 40:23 37
West Ham 20 10 5 5 30:24 35
Tottenham 19 9 6 4 34:20 33
Everton 18 10 3 5 29:22 33
Chelsea 20 8 6 6 33:23 30
Arsenal 20 9 3 8 26:20 30
Aston Villa 18 9 2 7 33:21 29
Southampton 19 8 5 6 27:24 29
Leeds 19 8 2 9 32:35 26
Wolves 20 6 5 9 21:29 23
Crystal Palace 20 6 5 9 24:36 23
Burnley 19 6 4 9 13:24 22
Newcastle 20 5 4 11 19:34 19
Brighton 20 3 9 8 22:29 18
Fulham 19 2 7 10 15:27 13
WBA 20 2 5 13 15:48 11
Sheffield Utd 20 2 2 16 12:33 8
Belgía
Oostende – Standard Liege.................... 2:2
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með
Oostende sem er í sjötta sæti deildarinnar.
Reykjavíkurmót kvenna
Víkingur R. – Valur .................................. 2:5
Olísdeild karla
Grótta – ÍR............................................ 29:21
KA – Afturelding.................................. 24:25
Fram – Valur ........................................ 26:22
Staðan:
Afturelding 5 4 1 0 122:114 9
ÍBV 5 4 0 1 142:129 8
Valur 6 4 0 2 180:160 8
FH 6 4 0 2 167:148 8
Haukar 4 3 0 1 107:96 6
Selfoss 4 2 1 1 100:100 5
Fram 6 2 1 3 140:143 5
KA 5 1 2 2 120:120 4
Grótta 6 1 2 3 137:142 4
Stjarnan 5 1 1 3 129:138 3
Þór Ak. 5 1 0 4 121:133 2
ÍR 5 0 0 5 121:163 0
Olísdeild kvenna
Stjarnan – Haukar ............................... 32:23
Staðan:
Valur 6 4 1 1 169:129 9
Stjarnan 6 4 0 2 158:147 8
Fram 5 4 0 1 148:120 8
KA/Þór 6 3 2 1 138:125 8
ÍBV 5 2 1 2 123:120 5
Haukar 6 2 0 4 142:162 4
HK 6 2 0 4 143:152 4
FH 6 0 0 6 121:187 0
Grill 66 deild kvenna
Fjölnir/Fylkir – Víkingur .................... 22:27
Staðan:
Fram U 5 5 0 0 156:123 10
Grótta 5 3 0 2 114:120 6
Afturelding 4 2 0 2 91:89 4
Valur U 4 2 0 2 103:95 4
HK U 4 2 0 2 103:100 4
Víkingur 5 2 0 3 124:124 4
Fjölnir/Fylkir 5 2 0 3 115:135 4
ÍR 4 1 0 3 96:95 2
Selfoss 4 1 0 3 100:121 2
Dominos-deild karla
Njarðvík – Grindavík ........................... 81:78
Þór Ak. – Tindastóll ........................... 103:95
Valur – Höttur ...................................... 88:81
KR – Þór Þ .......................................... 77:107
Staðan:
Keflavík 5 5 0 476:381 10
Þór Þ. 6 4 2 607:541 8
Njarðvík 6 4 2 528:518 8
Grindavík 6 4 2 541:541 8
Stjarnan 5 4 1 466:436 8
KR 6 3 3 543:570 6
Valur 6 3 3 494:498 6
ÍR 5 3 2 445:461 6
Tindastóll 6 2 4 563:562 4
Haukar 5 1 4 421:447 2
Þór Ak. 6 1 5 543:591 2
Höttur 6 0 6 526:607 0
NBA-deildin
Charlotte – Indiana .......................... 106:116
Cleveland – Detroit .......................... 122:107
Orlando – Sacramento ..................... 107:121
Atlanta – Brooklyn .................. (frl.) 128:132
Miami – Denver .................................. 82:109
Philadelphia – LA Lakers ............... 107:106
Toronto – Milwaukee ....................... 108:115
San Antonio – Boston....................... 110:106
New Orleans – Washington............. 124:106
Phoenix – Oklahoma City .................. 97:102
Utah – Dallas .................................... 116:104
Golden State – Minnesota................ 123:111
Evrópudeildin
Valencia – Zalgiris Kaunas................ 78:79
Martin Hermannsson skoraði 13 stig,
átti 3 stoðsendingar og tók 3 fráköst á 22
mínútum.
Liverpool vann sinn fyrsta sigur á
árinu í ensku úrvalsdeildinni í fót-
bolta er Englandsmeistararnir
heimsóttu Tottenham og fögnuðu
sanngjörnum 3:1-sigri í gærkvöldi.
Liverpool var töluvert sterkari að-
ilinn í leiknum og var spila-
mennskan mun betri en und-
anfarnar vikur, en Liverpool hafði
leikið fjóra deildarleiki í röð án
þess að skora mark og fimm leiki í
röð án þess að vinna. Meistararnir
eru nú í fjórða sæti með 37 stig en
Tottenham er í sjötta sæti með 33
stig.
Kærkominn sigur
meistaranna
AFP
Sigur Sadio Mané fagnar þriðja
marki Liverpool í gærkvöldi.
Helena Rut Örvarsdóttir skoraði
átta mörk fyrir Stjörnuna þegar
liðið fékk Hauka í heimsókn í úr-
valsdeild kvenna í handknattleik,
Olísdeildinni, í TM-höllina í Garða-
bæ í gær. Leiknum lauk með 32:23-
sigri Stjörnunnar sem tók frum-
kvæðið strax á fyrstu mínútu og
leiddi með níu mörkum í hálfleik,
18:9. Berta Rut Harðardóttir, Kar-
en Helga Díönudóttir og Sara Od-
den skoruðu allar fjögur mörk fyrir
Hauka. Stjarnan er með 8 stig í
fjórða sæti deildarinnar en Haukar
eru í því sjötta með 4 stig.
Stjarnan fór létt
með Hauka
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
8 Helena Rut Örvarsdóttir fór mik-
inn í liði Stjörnunnar gegn Haukum.
fyrir Valsmenn þegar liðið fékk Hött
í heimsókn á Hlíðarenda en leiknum
lauk með 88:81-sigri Vals.
Valsmenn leiddu í hálfleik, 50:45,
en Hattar-menn náðu frumkvæðinu
í leiknum í síðari hálfleik og leiddu
með 3 stigum fyrir fjórða leikhluta,
62:59.
Valsmenn skoruðu 29 stig gegn 19
stigum Hattar í fjórða leikhluta og
þar við sat.
Michael Mallory var stigahæstur í
liði Hattar með 19 stig.
Valsmenn halda áfram að vinna og
tapa leikjum til skiptist á meðan
Hattarmenn þurfa að fara breyta
jöfnum leikjum í sigurleiki ef ekki á
illa að fara á Egilsstöðum.
KÖRFUBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Þór frá Þorlákshöfn heldur áfram
að koma á óvart í úrvalsdeild karla í
körfuknattleik en liðið gerði sér lít-
ið fyrir og vann stórsigur gegn KR í
úrvalsdeild karla í körfuknattleik,
Dominos-deildinni, í DHL-höllinni í
Vesturbæ í gær.
Leiknum lauk með 107:77-sigri
Þórsara en Larry Thomas skoraði
29 stig, tók fjögur fráköst og gaf
fjórar stoðsendingar fyrir Þórsara.
Þórsarar byrjuðu leikinn af gríð-
arlegum krafti og leiddu með sex-
tán stigum í hálfleik, 57:31. Þórs-
arar juku forskot sitt enn frekar í
síðari hálfleik, leiddu með 28 stigum
fyrir fjórða leikhluta, og eftir það
var leikurinn svo gott sem búinn.
Þorvaldur Orri Árnason var
stigahæstur KR-inga með 14 stig
en Tyler Sabin, stigahæsti leik-
maður KR á tímabilinu náði sér
engan vegin á strik og skoraði ein-
ungis 6 stig.
Þórsarar hafa nú unnið tvo stóra
sigra í röð en þeir lögðu ÍR að velli í
Þorlákshöfn í síðustu umferð,
105:58, og virka til alls líklegir í
deildinni í vetur.
Á sama tíma virðist leikur KR-
inga velta á því hvort Tyler Sabin
skori 38 stig eða meira
Þór frá Akureyri vann sinn
fyrsta leik í deildinni þegar liðið fékk
Tindastól í heimsókn í Höllina á Ak-
ureyri í kvöld.
Leiknum lauk með 103:95-sigri
Þórsara sem voru undir í hálfleik,
48:41.
Þórsarar mættur ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik, skoruðu 36 stig
gegn 22 stigum Tindastóls í þriðja
leikhluta og Tindastól tókst ekki að
snúa leiknum sér í vil eftir það.
Srdan Sojanovic skoraði 26 stig
fyrir Þórsara en hjá Tindastól var
Shawn Glover stigahæstur með 32
stig.
Þórsarar gætu hægilega komið á
óvart í deildinni í vetur, þrátt fyrir
að hafa aðeins unnið einn leik á tíma-
bilinu en þeir virðast geta gefið öll-
um liðum deildarinnar leik þegar
þannig liggur á þeim.
Tindastóll er hins vegar í stór-
kostlegum vandræðum og hefur ver-
ið að fá á sig allt of mikið af stigum í
upphafi tímabils.
Þá skoraði Sinisa Bilic 18 stig
Antonio Hester var drjúgur
fyrir Njarðvík þegar liðið vann
þriggja stiga sigur gegn Grindavík í
Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík,
81:78.
Hester skoraði ellefu stig og tók
sextán fráköst en Grindavík leiddi
með ellefu stigum í hálfleik, 46:35.
„Sigur Njarðvíkinga sanngjarn?
Það má svo sem alveg segja það ef
litið er til þess að þeir höfðu tök á
leiknum eftir stórkostlegan kafla í
þriðja leikhluta. En það hefði hins
vegar ekkert komið á óvart hefðu
gestirnir tekið sigurinn, svo jöfn eru
þessi lið,“ skrifaði Skúli B. Sigurðs-
son m.a. í umfjöllun sinni um leikinn
á mbl.is.
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss.
Vörn Larry Thomas (t.v.) og Jakob Sigurðarson (t.h.) eigast við í Vesturbæ.
Þórsarar völtuðu
yfir KR í Vesturbæ
Njarðvík vann nágrannaslaginn