Morgunblaðið - 29.01.2021, Blaðsíða 40
30-
70%
AFSLÁTTUR
G
ER
Ð
U
FR
Á
B
Æ
R
K
A
U
P
FY
R
ST
U
R
K
EM
U
R
–F
Y
R
ST
U
R
FÆ
R
G
ER
IÐ
G
Æ
Ð
A
-O
G
V
ER
Ð
SA
M
A
N
B
U
R
Ð
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Oft ekur hárprútt fólk greitt og
fimmaurabrandarar hafa lifað góðu
lífi í áratugi eftir að fimmeyring-
urinn var tekinn úr umferð. Fimm-
aurabrandarafjelagið hefur enda
eflst til muna árlega frá stofnun
2013, sent frá sér tvær bækur með
fimmaurabröndurum og undirbún-
ingur að þeirri þriðju er þegar haf-
inn. „Í stað þess að fá höfunda-
greiðslur styrkjum við félög eða
málefni sem eru okkur hugleikin,“
segir Kristján B. Heiðarsson, for-
seti félagsins frá upphafi, en
Krabbameinsfélagið fékk höf-
undalaun fyrstu bókarinnar.
„Einn daginn datt mér í hug að
búa til brandaragrúppu fyrir mig
og nokkra vini mína á Facebook og
við vorum um 20 sem byrjuðum á
þessu,“ segir Kristján um stofnun
hópsins. Boltinn hafi rúllað rólega
en örugglega í byrjun, fleiri hafi
bæst í hópinn jafnt þétt og nú séu
yfir 24.000 félagsmenn. „Tilgang-
urinn er fyrst og fremst að setja
inn brandara á síðuna til að fleiri
geti hlegið með,“ útskýrir hann.
Fordómar bannaðir
Til að byrja með færðu félags-
menn inn brandara að vild, en fljót-
lega segist Kristján hafa séð að það
gengi ekki. Sömu brandararnir hafi
birst með skömmu millibili og önn-
ur vandamál komið upp. Hann hafi
því fengið félagsmennina Albert
Svan Sigurðsson, Gunnar Kr.
Sigurjónsson og Hall Guðmundsson
til að aðstoða sig við að halda utan
um brandarana. „Þá settum við
reglur um hvernig haga skyldi mál-
um og síðan hefur þetta gengið
snurðulaust fyrir sig.“
Fjórmenningarnir taka ákvörðun
um hvort og hvaða brandarar birt-
ast á síðunni. Kristján segir að at-
huga þurfi hvort viðkomandi
brandari hafi birst, gæta þurfi vel-
sæmis og fordómar séu bannaðir.
„Ég legg áherslu á að brandararnir
eru fyrir alla aldurshópa og því
mega þeir ekki vera of grófir,“ seg-
ir hann. Tvíræðni geti líka ekki
verið við hæfi. „Sé einhver með
rasisma er viðkomandi vísað úr
grúppunni um leið. Við viljum að
brandararnir séu á góðu nótunum
og úr hefur orðið hafsjór af alls
konar gríni sem fólk syndir í og
finnur eitthvað sem því finnst
skemmtilegt.“
Samkvæmt íslenskri nútímamáls-
orðabók er fimmaurabrandari „lé-
leg, einfeldningsleg skrítla“. Krist-
ján segir að skoðanir fólks á því
hvað sé fimmaurabrandari séu mis-
munandi og allar skoðanir séu virt-
ar. Fimmaurabrandarar geti verið
frá einni stuttri hnitmiðaðri setn-
ingu upp í langa sögu með hnyttn-
um endi.
Fyrsta bók félagsins kom út 2019
og henni var fylgt eftir með ann-
arri skömmu fyrir nýliðin jól.
Kristján segir að Guðjón Ingi Ei-
ríksson hjá Bókaútgáfunni Hólum,
sem hafi verið í félaginu frá fyrsta
starfsári, hafi lýst áhuga á að gefa
út safn fimmaurabrandara og í
kjölfarið hafi verið ákveðið að gefa
út tvær bækur.
Í mörgum hljómsveitum
Brandararnir eru margir
óborganlegir og Kristján er með
fjölda á takteinum. „Hafið þið
heyrt um trommuleikarann sem
fékk gjallsteina?“ spyr hann, en
Kristján er þekktur þungarokkari
og hefur spilað á trommur og gítar
frá því fyrir fermingu. „Ég hef ekki
tölu á því hvað ég er í mörgum
hljómsveitum.“ Þar hefur reyndar
lítið sem ekkert verið að gera í
kórónuveirufaraldrinum og þá
koma brandararnir sér vel. „Grínið
er gott til þess að stytta sér stund-
ir og létta lundina.“
Hafsjór af gríni
Tónlistarmaður Kristján B. Heiðarsson spilar í mörgum sveitum.
Fimmaurabrandarafjelagið styttir stundir og léttir lund
Formaður Kristján B. Heiðarsson.
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 29. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Knattspyrnukonan Alexandra Jóhannsdóttir hélt út í
atvinnumennsku á dögunum til Þýskalands en hún
lagði ríka áherslu á að skrifa undir hjá félagi þar sem
hún fengi að spila reglulega. Miðjukonan, sem er ein-
ungis tvítug að árum, skrifaði undir tveggja og hálfs
árs samning við Eintracht Frankfurt en liðið er eitt sig-
ursælasta lið Þýskalands. Alexandra er uppalin hjá
Haukum í Hafnarfirði en hún á að baki 67 leiki í efstu
deild með Breiðabliki og Haukum þar sem hún hefur
skorað 28 mörk. Þá á hún að baki 10 A-landsleiki. »35
Alexandra skrifaði undir hjá einu
sigursælasta kvennaliði Þýskalands
ÍÞRÓTTIR MENNING
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands fyrir árið 2020
fer fram í dag klukkan 11 og verður streymt á Facebook.
Veitt verða Hönnunarverðlaun Íslands, heiðursverðlaun
Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu
fjárfestingu í hönnun. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
stendur að verðlaununum í samstarfi við Hönnunarsafn
Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun, Íslands-
stofu og Samtök iðnaðarins. Tilnefningar í ár hljóta
Peysa með öllu eftir Ýrúrarí, Drangar eftir Studio
Granda og Flotmeðferð eftir Flothettu. Frekari upplýs-
ingar um verðlaunin og tilnefningar má finna á vef
Hönnunarmiðstöðvar, honnunarmidstod.is.
Hönnunarverðlaun Íslands afhent